Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólaklippingin HUNDURINN Sesar, sem er tveggja ára enskur veiðihundur, fór í sína árlegu jólaklippingu í gær. Snyrtur var á honum allur feldurinn með raf- magnsklippum á sérstakri hundasnyrtistofu. Að klippingu lokinni var Sesar settur í jólabaðið og lét hann sér meðferðina vel líka. Og Sesar minnir okkur á að nú fer hver að verða síðastur að fara í jólaklippinguna. Nýtt almannavarnasamstarf NATO Reynslan af Sam- verði hafði áhrif EVRÓ-Atlantshafssamvinnuráðið, sem er samstarfsvettvangur Atl- antshafsbandalagsins (NATO) og samstarfsríkja þess í Evrópu, sam- þykkti í gær að stofna samráðsskrif- stofu þessara ríkja um viðbrögð við náttúruhamförum og að stofna um- gjörð um sameiginlegar viðbragðs- sveitir til að bregðast við náttúru- hamförum. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra segir að reynsla ríkja Friðarsamstarfs NATO af al- mannaæfingunni Samverði ’97, sem haldin var hér á landi síðastliðið sumar, hafi átt sinn þátt í að þessi ákvörðun var tekin. Fundur NATO og samstarfsríkja þess fór fram í Brussel í gær. Sam- kvæmt samþykkt ráðsins á samráðs- skrifstofan að meta hættu og þörf á aðstoð ef náttúruhamfarir dynja yfir. Hinar sameiginlegu viðbragðs- sveitir, sem eiga að koma til aðstoð- ar, verða ekki fastaherlið, heldur til- nefna ríkin hersveitir, sem koma saman eftir því sem þörf krefur í hverju tilviki fyrir sig. „Eg tel að þetta sé mjög merkileg samþykkt og að hún marki tímamót í sögu bandalagsins," segir Halldór Ásgrímsson. „Sú æfíng, sem haldin var hér í sumar, var sú fyrsta sinnar tegundar og vakti mikla athygli og ánægju samstarfsríkjanna. Það er enginn vafi á að meðal annars það hefur haft áhrif á þessa ákvörðun." íslendingar á heimavelli Aðspurður hvernig þátttöku ís- lands í þessu nýja samstarfi verði háttað, segir Halldór að íslendingar muni reyna sitt bezta til að taka þátt í því. „Þarna erum við á heima- velli og getum lagt eitthvað af mörk- um,“ segir hann. „Við stefnum að því að hafa hér aðra almannavarna- æfingu innan ekki alltof langs tíma og erum að undirbúa hana. Ég er þeirrar skoðunar að íslendingar eigi að taka þátt í þessu, ekki sízt vegna þess að skipulag almannavarna hér vakti mikla athygli ríkja Friðarsam- starfsins. Það er einsdæmi meðal þessara ríkja hversu mikið af sjálf- boðaliðum er hér við störf ef náttúru- hamfarir verða.“ 17 ára piltur dæmd- ur fyrir 32 afbrot | '• J||x _ Elías Finnbogi Sigurlaug Ólafsson Jakobsson S veinbj örnsdóttir Mælt með Elíasi Ólafssyni sem prófessor í taugasjúkdómafræði Valinn í þríðju atkvæðagreiðslu DEILDARFUNDUR læknadeildar Háskóla íslands mælti í gær með Elíasi Ólafssyni í starf prófessors í taugasjúkdómafræði. Hann verður jafnframt yfirlæknir taugalækn- ingadeildar Landspítalans. Kosið var á milli þriggja umsækjenda um starfíð, Elíasar, dr. Finnboga Jak- obssonar og Sigurlaugar Svein- bjömsdóttur og þurfti þijár at- kvæðagreiðslur og tvo deildarfundi til að fá niðurstöðu. Fimm læknar sóttu um stöðuna en niðurstaða dómnefndar var að aðeins þrír væru hæfír til að gegna stöðunni og af þeim væri Elías hæf- astur. Hart var deilt um þá nið- urstöðu á deildarfundi 12. nóvember síðastliðinn, meðal annars um hver væri hæfastur, hugsanlegan form- galla á störfum matsnefndar og að gild rök skorti fyrir neikvæðum hæfnisdómi yfír dr. Martin Grabowski og dr. Páli Ingvarssyni meðal annars vegna þess að bæði Elías og Sigurlaug eiga eftir að ljúka doktorsprófí. Borin var fram tillaga á fundinum í nóvember um nýtt mat á umsækj- endum en í ljós kom að deildarfund- ur hafði ekki vald til að krefjast þess. Hann varð að ganga til at- kvæða á grundvelli niðurstöðu mats- nefndar og vegna þess að rektor Háskólans hafði ekki gert athuga- semd við það. Ráðstöfun starfsins var svo frestað til næsta fundar sam- kvæmt ósk deildarfulltrúa. Einar Stefánsson, deildarforseti læknadeildar, segir að á fundinum í gær hafí fyrst verið kosið á milli Elíasar, Finnboga og Sigurlaugar og hafi verið mjótt á mununum, Elías fékk 17 atkvæði, Finnbogi 16 og Sigurlaug 14. Kosið var svo milli tveggja efstu en of fá atkvæði voru á milli Elíasar og Finnboga og einnig skiluðu of margir auðum seðli til að kosningin teldist gild og því þurfti að kjósa í þriðja sinn. Elías hlaut þá 27 at- kvæði og Finnbogi 17 en 6 atkvæða- seðlar voru auðir og 1 ógildur. Erfiður og langur deildarfundur Einar segir fundinn hafa verið erfíðan og löng umræða verið um málið „enda var mikill jöfnuður með kandídötum," segir hann „og nokkur vandi að velja á milli manna. En meirihluti var á sömu skoðun og dómnefndin." Störf dómnefndar voru einnig rædd á fundinum og skýrði nefndin niðurstöðu sína, hins vegar er hún bundin trúnaði og getur ekki sagt opinberlega frá forsendum matsins, að sögn Einars. Deildarfundur skilar nú niður- stöðu sinni til rektors Háskóla ís- lands og væntanlega verður Elías Ólafsson prófessor frá 1. janúar 1998 og tekur við af dr. Gunnari Guðmundssyni prófessor sem hættir sökum aldurs. SEX ungir menn voru í gær dæmd- ir í tveggja til sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjölda afbrota, sem þeir frömdu ýmist einir sér eða tveir eða fleiri í sameiningu. Mennirnir eru fæddir á árunum 1975 til 1980. Sá yngsti, sem nú er 17 ára, var sakfelldur fyrir 32 afbrot, sem hann framdi flest er hann var enn sextán ára að aldri. Hann fékk jafnframt þyngsta dóminn, sjö mánaða fang- elsi, en refsingin er skilorðsbundin í þrjú ár. Pilturinn, sem um ræðir, var ákærður fyrir fjölda innbrota í fýr- irtæki og bifreiðar og fyrir að hafa fengið vörur afhentar í verzlunum og síðan ekið á braut án þess að borga og fyrir fjölda umferðarlaga- brota. Meðal annars hafði lögregla afskipti af honum sextán sinnum LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA og Bændasamtök íslands hafa náð samkomulagi um nýjan búvöru- samning í mjólk, sem mun gilda til ársins 2005. Var samningurinn undirritaður í gær. Samningurinn felur í sér umtals- verðar breytingar á verðákvörðun- arkerfi mjólkur. Kemur ein verð- lagsnefnd landbúnaðar í stað fimmmanna- og sexmannanefnda, sem hafa ákveðið verð á mjólk til bóndans og heildsöluverð. Er nýju verðlagsnefndinni ætlað að ákveða svokallað lágmarksverð sem af- urðastöðvum ber að greiða að lág- marki fyrir mjólk. Fyrir mitt árið 2001 á svo samkvæmt samningn- um að fella niður heildsöluverðs- ákvörðun mjólkur, og mun verðið eftir það ráðast af samningum á milli einstakra bænda og viðkom- er hann ók bifreiðum um götur Reykjavíkur án ökuréttinda. Þá var honum gefíð að sök að hafa átta sinnum ekið bifreiðum með röngum skráningarmerkjum. Skaðabótakröfur fyrirtækja og einstaklinga á hendur piltinum námu tæpum tveimur milljónum króna. í reiðileysi og án afskipta fullorðinna í dómi Héraðsdóms, sem Ingi- björg Benediktsdóttir héraðsdómari kvað upp, kemur fram að pilturinn hafí ekki sætt refsingu áður og aðeins verið sextán ára gamall er hann framdi afbrotin. Þá hafí kom- ið fram í umfjöllun veijanda piltsins að hann hafí á þeim tíma, er hann framdi afbrotin, verið „í algjöru reiðileysi á heimili sínu, þar sem andi afurðastöðva. „Það á að leiða til aukinnar samkeppni og sveigj- anleika og færa greinina ofurlítið í átt til fijálsræðis,“ segir Guð- mundur Bjarnason landbúnaðar- ráðherra. „Stuðningur hins opinbera nánast óbreyttur“ Guðmundur segir samninginn byggjast á áliti sjömannanefndar frá í nóvember. „Það er mjög mikil- vægt fyrir atvinnugreinina að samningurinn er til langs tíma. Að forminu felur samningurinn í sér að greiðslur hins opinbera verða svipaðar og verið hefur eða um 47% af lágmarksverði. Einnig er gert ráð fyrir óbreyttri upphæð og eiga menn ekki von á að verðlagningin breytist mikið frá því sem verið hefur, að minnsta kosti fyrst um hvorki foreldra hans naut við né annarra fullorðinna." Pilturinn játaði brot sín greiðlega og samþykkti að greiða þær skaða- bætur, sem fram komu í málinu. Héraðsdómi þykir hins vegar þurfa að líta til þess að brot hans séu mörg og sum stórfelld, tjón af þeirra völdum hafí verið talsvert og hluti þýfísins ekki komizt til skila. Hins vegar sé ákærði ungur að árum og hafí ekki sætt refsingu áður. Hæfí- leg refsing þykir því sjö mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár. Tveggja mánaða refsing fóstur- bróður piltsins, sem einnig er sautj- án ára, var jafnframt skilorðsbund- in enda hefur hann ekki sætt refs- ingu áður. Refsing tveggja annarra af sexmenningunum var skilorðs- bundin en tveir fengu óskilorðs- bundna refsingu. sinn. Stuðningur hins opinbera er því náðast óbreyttur," segir land- búnaðarráðherra. „Einnig náðist samkomulag um að skoða fyrir mitt næsta ár hvort hægt er að gera breytingu á fram- leiðslustýringarkerfínu og opna það þannig að auðveldara verði fyrir nýja aðila að komast að og auð- velda tilfærslur á milli manna. er meginlínan sú að kvótinn verði áfram framseljanlegur á fijálsum markaði en stefnt er að því að til verði einn markaður, þannig að kerfið verði gegnsætt og alltaf sýni- legt hvað kann að vera laust á markaðinum. Það var álit samn- ingsaðilanna að það myndi frekar en hitt leiða til lækkunar á verði kvótans, sem hefur á stundum ver- ið mjög hátt, þótt það sé það ekki í augnablikinu,“ segir Guðmundur. Nýr búvörusamningur um mjólk gildir til ársins 2005 Stefnt að aukinni sam- keppni og frjálsræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.