Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tónleik- ar end- urteknir KVENNAKÓR Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir, ásamt eldri Þröstum, endurtaka sam- eiginlega jólatónleika sína í Víðistaðakirkju í kvöld kl. 20.30. Uppselt var á tónleikana 4. desember. Lagavalið er ijölbreytt hjá hveijum kór fyrir sig, en með jólaívafi. Einnig munu kóramir syngja saman nokkur lög. Stjómandi Kvennakórsins og eldri Þrasta er Halldór Ósk- arsson og undirleikari þeirra er Hörður Bragason, en stjóm- andi yngri Þrasta er Jón Krist- inn Cortes. Bókmennt- akvöld Or- ators FÉLAG laganema stendur fyrir bókmenntakvöldi á Kofa Tóm- asar frænda í kvöld, fimmtu- dag, kl. 21. Gestir kvöldsins í þetta sinn, verða rithöfundamir Eyvindur P. Eiríksson með bók sína Landið handan fjarskans, Kristín Ómarsdóttir með bók- ina Elskan mín, ég dey, Mikael Torfason með Falskan fugl og Sverrir Stormsker með ljóða- bókina, Með ósk um bjarta framtíð (Orðengil). Höfundamir munu lesa úr verkum sínum og slá á létta strengi. Sýning úr Kvenna- sögnsafni í SÝNINGARSAL Þjóðarbók- hlöðunnar stendur yfir sýning á ritum og munum úr Kvenna- sögusafni er nefnist: „Verð ég þá gleymd" - og búin saga. Brot úr sögu íslenskra skáld- kvenna. Það er Kvennasögusafn íslands sem stendur fyrir sýn- ingunni. Jjóðarbókhlaðan er opin mánudaga til fimmtudag frá kl. 8.15-19, föstudaga kl. 8.15-17, laugardaga kl. 10-17, lokað á sunnudögum. Sýningunni lýkur 31. janúar 1998. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tréverk Láru Stykkishólmur. Morgunblaðið. í NORSKA húsinu í Stykkishólmi stendur yfir myndlistarsýning Láru Gunnarsdóttur. Lára hefur búið í Stykkishólmi síðan 1992 og er þetta í þriðja sinn sem hún heldur hér einkasýningu á verkum sínum. Lára stundaði nám í Handíða- skóla íslands 1978-1983 og lauk prófi frá grafíkdeild. Hún hefur mikið fengist við grafík, en síð- ustu ár hefur hún snúið sér meir að handverki þar sem efniviðurinn er íslenskt birki úr Hallormsstaða- skógi. Lára hefur vinnustofu heima hjá sér þar sem hún hefur góða aðstöðu til að vinna við sína listsköpun. Á sýningunni í Norska húsinu eru 33 myndir sem allar eru unn- ar úr íslensku tré. Efniviðurinn er lerki og birki. Bytjað er á að rista tréð í fjalir í mismunandi lengdum. Myndirnar eru skornar í efniðviðinn og málaðar síðan með olíulitum. Lára byrjaði á þess- ari myndgerð í haust, en áður hefur hún tálgað karla og kerling- ar sem hún hefur rennt og málað. Þær manneskjur hafa verið mjög vinsælar og selst vel. Sýningin er skemmtileg og athyglisverð. Myndefnið er m.a. gömul hús og kvenlíkaminn. Þær eru hlýlegar og virka vel á áhorfandann. Hólmarar hafa gert sýningunni góðan róm sem sést best á því að stór hluti verkanna er seldur. Að sögn Láru eru Hólmarar hrifnari af húsamyndunum, en minna fyrir kvenfólkið og virðast þeir lítið kæra sig um að hafa það uppi á vegg heima hjá sér. Sýningin er opin daglega og henni lýkur 6. janúar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason „MYND“ skorið í lerki og börkurinn er notaður sem rammi. Myndin sýnir síðustu kvöldmáltíðina. LÁRA Gunnarsdóttir við eitt verka sinna. Davíð les upp V AKA-HELG AFELL gekkst fyrir bókmenntakvöldi í Leikhúskjallaranum síðastlið- inn þriðjudag, þar sem lesið var úr nýjum bókum. Meðal uppies- ara var Davíð Oddsson forsæt- isráðherra, sem las úr bók sinni Nokkrir góðir dagar án Guðnýj- ar. Bókin vermdi annað sætið í flokki skáldverka á bóksölulist- anum sem Félagsvísindastofn- un vinnur fyrir Morgunblaðið og birtur var í blaðinu siðastlið- inn laugardag. Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar er fyrsta bók höfundar. Áttundi fyrirlestur „Laxnessársins“ Gerpla sem Is- lendinga- saga Á 95. afmælisári Haildórs Laxness hefur verið efnt til margvíslegrar umfjöllunar um skáldið og verk hans á vegum Vöku-Helgafells og Laxnessklúbbsins. Þar á meðal er röð fyrirlestra í Norræna húsinu. Er- indi verður flutt í dag kl. 17.15. Það mun dr. Yésteinn Ólason pró- fessor flytja og nefnir hann: Gerpla sem Vésteinn Ólason íslendingasaga. Vésteinn Ólason hefur birt ýmsar greinar um verk Hall- dórs Laxness enda þótt sér- svið hans sé íslenskar mið- aldabókmenntir. í fyrirlestri sínum má því segja að Vé- steinn sameini þetta tvennt með því að fjalla um Gerplu Halldórs Laxness sem íslend- ingasögu. Vésteinn hefur verið kenn- ari við Háskóla íslands með hléum frá 1972, fyrst sem lektor í almennri bókmennta- sögu en er þar nú prófessor í íslenskum bókmenntum. Aðgangur er ókeypis. KYNNINGARVERÐ TIL JOLA AÐEINS KR. 14.900 STGR NILFIS NewLine ENN EIN NÝJUNGIN FRÁ NILFISK MINNI 0G ÓDÝRARI RYKSUGA SÖMU STERKU NILFISK GÆÐIN • 1400W mótor • Stillanlegt sogafl • 4ra þrepa síun • Inndregin snúra • Sundurdregið stálrör • Sogstykkjahólf • Biðstöðufesting fyrir rör og slöngu NILFISK NeiwJLme Leikið með orð BÆKUR G a m a n m á I ORÐENGILL eftir Sverri Stormsker. 176 bls. Fjölvaútgáfan. Prentun: Steinholt hf. Reylgavík, 1997. Verð 2.680 kr. SVERRIR Stormsker er tónlista- maður. Hann er ennfremur grínari. Kannski_ er hann líka uppreisnar- maður. í bók þessari leggur hann til atlögu við málið, ranghvolfir merkingu, sker í sundur og skeytir saman orð, treður upp á þau nýju inntaki, læðir ísmeygilegum hug- renningum inn í blásaklausar sam- setningar, sýnir lögboðinni staf- setningu strákslega lítilsvirðingu og lætur allt flakka, jafnvel óprenthæf- an munnsöfnuð. Ljótt er atarna! Orðið húsbréf skýrir hann til að mynda sem »klósettpappír og tissjú«. Gallabuxnatískan heitir á máli hans »skálmöld«, herðubreið útleggst »tröllvaxinn kvenmaður« og keppendur þýðir hjá honum sama sem »feitabollur«. Sú virðu- lega stofnun, hæstiréttur, fær hins vegar nýmekringuna »dýrasti réttur veitingastaðar« og hananú. Á titilsíðu stendur að þetta sé nútímaorðabók. Og víst er öllu þessu raðað í stafrófsröð þannig að Orðengill lítur reyndar út eins og hver önnur alvöruorðabók. En þarna er ekki aðeins ríflegur skammtur af útúrsnúningum og orðhengishætti. Mikið er og um blautleg hugmyndatengsl sem fáum blöskrar víst nú orðið. Margt er þarna sniðugt, sumt meira að segja bráðsniðugt; annað of langsótt til að vekja kátínu. Sverrir Stormsker varð ekki fyrstur til að setja saman orðaleiki af þessu tagi. Sjálfsagt er þetta jafngamalt málinu. Ljóðskáld og hagyrðingar hafa stundum leitast við að bijóta upp málið með þessum hætti. Ög hugmyndaríkir menn krydda daglegt tal sitt oft með svip- uðu móti. Hins vegar mun víst eng- inn hafa lagt í það áður að semja heila orðabók í þessa veru. Sverrrir er þá brautryðjandi að því leytinu. Hveijir munu þá vera móttækilegir fyrir þessa tvíræðu og stundum margræðu fyndni? Þeirri spurningu getur undirritaður engan veginn svarað. Unglingar geta ærslast með orð eins og hvað annað. En höfund- urinn er enginn unglingur. Má því fremur ætla að hann skírskoti frem- ur til jafnaldra. Kannski er þetta hin dæmigerða íslenska fyndni dagsins í dag. Hver veit? Erlendur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 289. tölublað (18.12.1997)
https://timarit.is/issue/130143

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

289. tölublað (18.12.1997)

Aðgerðir: