Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján RITNEFND að störfum, Svavar Ottesen, Haraldur Sigurðsson og Hermann Sigtryggsson. Saga KA á prent KNATTSPYRNUFÉLAG Akur- eyrar, KA, verður 70 ára 8. janúar næstkomandi, en af því tilefni hefur Haraldur Sigurðsson tekið saman sögu félagsins og kemur bókin út nú um helgina. Einkum er í bókinni fjallað um síðustu tíu ár í sögu þess, en fyrir tíu árum var einnig gefín út bók um félagið. Með Har- aldi í ritnefnd voru þeir Svavar Ottesen og Hermann Sigtryggsson. í bókinni eru m.a. viðtöl við af- reksmenn í hverri grein sem stund- uð er innan félagsins, blak, júdó, skíði, knattspyrnu og handknatt- leik. Heiðursfélaga KA er getið, látinna félaga minnst, spjallað er við nokkra mótherja félagsins og merkra atburða síðasta áratugar getið svo dæmi séu tekin. Bókin er 160 blaðsíður og í henni er fjöldi mynda. Ballettdansarar framtíðarinnar JÓLADANSSÝNING Ballettskólans á Ak- ureyri var haldin í íþróttahöllinni á dög- unum og sýndu þar um 40 nemendur. Stúlk- ur á ýmsum aldri og einn piltur sýndu for- eldrum sínum og öðrum aðstandendum hvað þau höfðu lært í skólanum að undanförnu og sáust oft glæsileg tilþrif. Þarna mátti sjá efni í framtíðar ballettdansara og ef fram heldur sem horfir verður ekki skortur á frambærilegum dönsurum í bæjarfélaginu þótt vissulega mættu fleiri piltar æfa þessa listgrein. Morgunblaðið/Kristján Vatn hitað með dælingu í 3 km djúpa holu á Laugalandi Allar niðurstöður mjögjákvæðar TILRAUNAVERKEFNI Hitaveitu Akureyrar, Orkustofnunar og fleiri aðila, sem felst í niðurdælingu vatns í jarðhitasvæðið á Laugalandi í Eyja- fjarðarsveit hefur farið mjög vel af stað, að sögn Ólafs Flóvenz, fram- kvæmdastjóra rannsóknarsviðs Orkustofnunar. Undanfarna rúma þrjá mánuði hefur um 20°C heitu vatni verið dælt undir þrýstingi í holu á svæðinu, sem er tæplega þriggja kílómetra djúp. „Verkið hefur gengið samkvæmt áætlun og allar niðurstöður eru mjög jákvæðar og í samræmi við okkar væntingar," sagði Ólafur. Á Lauga- landi er nægur hiti í jörðu en vatn skortir í jarðlögum til að ná hitanum til yfirborðs. Tilgangurinn er að sýna fram á að með niðurdælingu megi auka umtalsvert orkuvinnslu og afl jarðhitasvæðisins við Laugaland á hagkvæman hátt. Orkuvinnsla eykst Tilraunin kemur til með að standa yfír í allt að 2 ár og í lok ársins 1999 munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Gert er ráð fyrir að orku- vinnsla á Laugalandi geti aukist um Litla jóla- galleríið LITLA jólagalleríið hefur verið opn- að, en það er til húsa í bílskúr á mótum Byggðavegar og Hrafnagils- strætis. Þar fást handunnar vörur af ýmsu tagi, kransar til að setja á hurðir eða veggi, jólastjörnur í glugga, vörur úr bútasaumi og inn- fluttar jólavörur af margvíslegu tagi. Einnig eru greinar til að setja á leiði seldar í Litla jólagalleríinu. Grein- arnar eru settar saman eftir óskum fólks. Boðið er upp á kaffi og pipar- kökur og gjöfum er pakkað inn fyr- ir viðskiptavini. Á myndinni er Helga Haraldsdóttir sem rekur Litla jóla- galleríið, en það er opið daglega frá kl. 13 til 18. allt að 25 gígawattstundir á ári við niðurdælinguna. Um 15-20°C heitu bakrásarvatni frá dælustöð hitaveitunnar í Þórunn- arstræti er dælt að Laugalandi um 12 km leið. Þar er vatninu dælt í holu undir þiýstingi og dreifist vatnið um heitt bergið og hitnar þar og er síðan dælt upp á ný 90-95°C heitu um vinnsluholur veitunnar, til viðbót- ar því vatni sem þegar er dælt upp. „Það sem við sjáum strax er að vatnsborð hækkar í holunum í kring sem verið er að dæla úr. Þetta þýðir að hægt er að taka meira vatn úr þeim, miðað við að halda vatnsborði á sama dýpi. Við settum litarefni í vatnið sem dælt er niður og það kemur fram í vinnsluholunum í svip- uðum mæli og við reiknuðum með. Samt sem áður höfum við ekki endur- heimt nema mjög lítið magn af því vatni sem við sendum niður, sem þýðir að vatnið dreifist mjög vel um jörðina áður en það kemur að vinnsluholunum. Og það er einmitt það sem við viljum að gerist." Ólafur sagði stefnt að því prófa niðurdælingu í aðra holu seinni part- inn í vetur og seinni part næsta sum- ars verði gerðar tilraunir með niður- dælingu undir mjög háum þrýstingi. „Samfara þeirri tilraun eigum við jafnvel von á að sjá örfína jarð- skjálfta á mælum og þeir munu þá segja okkur hvaða sprungur eru að hreyfast og hvernig þær liggja í jörð- inni.“ Svæðið kólnar með tímanum Ólafur sagði menn bíða spennta eftir því að sjá hve fljótt færi að votta fyrir kælingu og niðurdælingin myndi með tíð og tíma valda kælingu á svæðinu. „Það hefur ekki gerst enn og við eigum ekki von á að sjá það gerast fyrstu árin ef alit fer á besta veg.“ Hitaveita Akureyrar, Orkustofnun og samstarfsaðilar, Háskólinn í Upp- sölum í Svíþjóð, Rarik og danski efna- framleiðandinn Hoechst Danmark a/s, sóttu um styrk úr rannsóknar- og þróunarsjóði Evrópusambandsins til verkefnisins. Þar var tekið jákvætt í málið og fékkst styrkur upp á 54 milljónir króna og er þetta með hæstu styrkjum sem Evrópusambandið hef- ur veitt til íslenskra rannsóknar- og þróunarverkefna. Morgunblaðið/Kristján Kveikt á fyrsta ljósastaurnum sem settur var upp á Akureyri Morgunblaðið/Kristján SVANBJÖRN Sigurðsson rafveitusljóri, Ásta Sigurðardóttir, formaður stjórnar Friðbjarnarhúss, og Sigfríður Þorsteinsdóttir í veitustjórn. Hundrað ár frá því bærinn var raflýstur EITT hundrað ár eru liðin frá því götulýsing var sett upp á Akureyri og af því tilefni var kveikt á hundrað ára gömlum ljósastaur við Friðbjarnarhús við Aðalstræti á Akureyri í gær. Sig- fríður Þorsteinsdóttir, sem sæti á í veitustjórn Akureyrar, sagði að þetta hefðj verið „gæluverk- efni“ sitt og Ástu Sigurðardótt- ur, formanns stjórnar Friðbjarn- arhúss, nokkuð lengi og mikið Mótmæla innfluttu vinnuafli FÉLAGSFUNDUR hjá Félagi málmiðnaðarmanna Akureyri, sem haldin var nýlega, mótmælir harð- lega öllum tilraunum til innflutn- ings á erlendu vinnuafli. Félagið bendir jafnframt á að þessar tilraunir standi yfir á sama tíma og launum iðnaðarmanna er haldið í algjöru lágmarki og mikil óvissa ríki í atvinnuhorfum víðsveg- ar á landsbyggðinni. gengið á við að finna ljóskerið og víða að því leitað. Ásta Sigurðardóttir gat þess að kotnaður við kaup á ljósa- staurum og því sem þeim til- heyrði hefði numið 226 krónum dönskum fyrir hundrað árum. Friðbjörn Steinsson sem bjó alla sína ævi í húsinu sem við hann er kennt sat í bæjarsljórn Akur- eyrar þegar samþykkt var að raflýsa bæinn og fyrsti staurinn var settur upp við hús hans. Rafveitu Akureyrar og stjórn- endur Friðbjarnarhúss var falin varðveisla hússins. Jóladjass DJASSTRÍÓIÐ „Flat five“ flytur jólalög í nýjum búningi á djasskvöldi í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 18. desember kl. 21. Tónleikarnir eru á vegum Jassklúbbs Akur- eyrar. í tríóinu eru Kristján Edel- stein á gítar, Jón Rafnsson á kontrabassa og Haukur Pálmason á trommur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.