Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FINNBOGIÁSGEIR ÁSGEIRSSON + Finnbogi Ás- geir Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1945. Hann lést 8. desem- ber siðastliðinn. Foreldrar _ hans voru Ásgeir Bjarnason frá Húsavík, f. 10. júní 1910, d. 13. apríl 1978, og Rósa Jór- unn Finnbogadótt- ir, f. 27. september 1914, d. 28. október 1994. Systkini Finn- boga eru Bjarni Benedikt og Sesselja Þórdís. Finnbogi kvæntist hinn 5. mars 1966 Eddu Valgarðsdótt- ur f. 1. desember 1944. Börn Finnboga og Eddu eru: 1) Elín, f. 3. júlí 1965, maki Daníel Guðmundsson, f. 25. október Margar ljúfar minningar fara um hugann við andlát og útför Finn- boga vinar míns. Vinátta okkar nær allt til Melaskóladaganna fyrir 45 ’lrum. Þar hittumst við fyrst í bekknum hennar Fríðu kennara, 7 ára gamlir, og síðan hefur vinátta okkar ekki rofnað. Leiðir okkar lágu saman gegnum gagnfræðaskóla, báðir vorum við Seltirningar og bjuggum þar um langt árabil. Jafn- vel þegar við fórum í sveitina, lent- um við báðir í Borgarfirði, og hitt- 1966. Börn þeirra: Tinna, Hildur Edda, Daníel Guðmundur og Rósa Jórunn. 2) Þórarinn, f. 24. apríl 1968, sambýl- iskona hans er Marta Þyri Gunnd- órsdóttir, f. 26. des- ember 1968. Sonur þeirra er Victor. Dóttir Þórarins er Sandra Líf. 3) Finn- bogi Ásgeir, f. 27. janúar 1979. 4) Val- garður, f. 15. maí 1981. Finnbogi starfaði lengst af hjá Sveini Egilssyni hf og seinna við eigin rekstur. Útför Finnboga Ásgeirs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. umst við ýmis tækifæri þau sælu sumur. Þannig hafa örlögin hagað því til að við höfum ævinlega verið nærri hvor öðrum. Áhugamál okkar fóru saman í svo mörgu, meðal annars fórum við bátsferðir út á Skerjafjörð á bát- kænu sem pabbi lagði okkur til. Þá var róið inn á Fossvoginn, út í Akurey og víðar og þótti ekkert athugavert við þá útgerð ungra manna. Við fórum í hjólaferðir, og á unglingsárunum fórum við að + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, JUDITH JÓNSDÓTTIR frá Klakksvík í Færeyjum, til heimilis í Skipholti 26, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 19. desember kl. 15.00. Jón Símon Gunnarsson, Eygló Magnúsdóttir, Gunnar Stefán Gunnarsson, Kristjana Stefánsdóttir, Helen Gunnarsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁLFHEIÐAR KJARTANSDÓTTUR þýðanda, Háteigsvegi 42. Jóhannes Jóhannesson, Sigrún Guðnadóttir, Ingimar Sigurðsson, Kjartan Jóhannesson, María Guðmundsdóttir, Sigurður Jóhannesson, Sóiey Reynisdóttir, Egill Jóhannesson, Elín María Guðjónsdóttir, Halla Jóhannesdóttir, Andri Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. > + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR TÓMASSONAR pípulagningameistara, Skálagerði 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13B á Landspítalanum. Þorbjörg Eiðsdóttir, Ólafía Magnúsdóttir, Jóhann Geirharðsson, Eiður Magnússon, Kristín Ólafsdóttir og barnabörn. stunda böll saman, fóram í í Þórs- kaffi og „sveitaböir í Hlégarði og víðar, sem þá voru í tísku meðal unga fólksins. Og auðvitað fóram við í vel heppnaðar útilegur. Heim- ili Finnboga að Marbakka stóð mér alltaf opið, og eins var það heima hjá mér, þar var Finnbogi nánast eins og heimamaður. Margar góðar minningar á ég frá Marbakkaheim- ilinu, sem var glæsilegt menningar- heimili. Foreldrar Finnboga og systkini reyndust okkur litlu strák- unum ávallt vel og gott var til þeirra að sækja. Eftir að við stofnuðum fjölskyld- ur héldust tengslin sem fyrr og fór- um við saman í ferðalög með börn- in til Mæjorka og síðar til Tenerife á Kanaríeyjum og til Flórída. Þrátt fyrir breytingar á högum okkar beggja, hélst gott samband okkar í milli fram á síðasta dag. Andlát Finnboga vinar míns var mér mikið áfall svo óvænt sem það var. Finnbogi var raungóður og tryggur vinur og félagi, um það geta margir borið. Hans er saknað af stórum hópi vina í dag. Líf hans var eins og margra, ekki eilífur dans á rósum, hjá honum skiptust á skin og skúrir. Ég vil að lokum þakka Finnboga gengin ár, hann var mér mikill og tryggur vinur um áratuga skeið. Eddu, börnunum þeirra, systkinum og ættingjum sendi ég mínar inni- iegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Finnboga Ásgeirssonar. Ásgeir S. Ásgeirsson. „Sjá, Tíminn, það er fugl, sem flýgur hratt, hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld!“ (Omar Khayy- ám.) Tíminn nemur staðar og hugur- inn reikar, næstum hálfa öld til baka, heim á Húsavík. Snáði átti von á stóram frænda sínum, þó aðeins ári eldri, í heimsókn sunnan úr Reykjavík. Það var Bimbi frændi að koma í sumarheimsókn til afa síns og ömmu og okkar allra frænd- systkinanna „heima á Húsavík." Og seinna fékk svo þessi sami snáði að fara suður að heimsækja Bimba frænda sinn í Reykjavík, að upplifa stórborgina með Tívolí, strætó og miðbæjarrúntinum á kvöldin. Lífið fékk nýjan svip. Heimsborgir gerð- ust ekki stærri né meiri í þá daga og enginn var meiri heimsborgari í augum snáða en Bimbi frændi, sem alla þekkti og allt kunni og virtist eiga vini í hveiju húsi. Finnbogi Ásgeir var elskað barn og allstaðar velkominn, yndi og eft- irlæti síns stóra frændgarðs, enda bar þessi glæsilegi drengur með sér lífsgleði, góðvild og hlýju hvar sem hann kom. Þessir eiginleikar voru veganesti hans út í lífið og starfið; alúð og hressilegt viðmót og um- fram allt góðvild í allra garð. Það er þannig sem við munum Bimba frænda okkar og minnumst hans nú á kveðjustund. Ofanrituð persnesk Ijóðlína frá 11. öld, úr Rubáiyát eftir Khayyám er sígild ábending um hverfulleika lífsins og mikilvægi þess að við fjarlægjumst ekki og gleymum, heldur ræktum tryggð og vina- og ættarbönd, því hratt flýgur stund. Við getum líka verið þess minnug að í hinum harða heimi eru gleði og góðvild ekki alltaf goldin að jöfnu. Þar verða oft þeir sem ríkast hafa að gefa einnig þeir sem mest þurfa að gjalda. Um hlutskipti gef- endanna orti Davíð Stefánsson: „Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá.“ Það er með sorg og söknuði sem við kveðjum nú elskað- an og góðan dreng, sem nú er far- inn í sína hinstu ferð heim til afa og ömmu. Bjarni Sigtryggsson. + Halldór Krist- inn Jónsson fæddist í Sand- gerði 12. ágúst 1913. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Skjóli 8. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðný Vil- hjálmsdóttir og Jón Árnason. Hinn 26. apríl 1941 kvæntist Halldór Ingunni Elíasdóttur, f. 27.9. 1914, d 2.9. 1961. Börn þeirra eru: 1) Kolbrún, f. 28.10. 1941, gift Guðmundi R. Jónssyni, og eiga þau fjögur börn: Inga Dóra, f. 24.12.1960, gift Snorra Torfasyni, þau eiga þrjú börn, Elías f. 14.2. 1964, kvæntur Óldu Rós Ólafs- dóttir, þau eiga þijú börn, Jón í dag kveð ég tengdaföður minn Halldór Kristin Jónsson, eða Dóra eins og hann var gjarnan kallaður, sem að lokinni langri og stundum stormasamri baráttu hefur lagt í hinstu ferð. Mér var ekki alveg rótt þegar ég í fyrsta skipti fylgdi minni tilvonandi eiginkonu í sunnu- dagskaffi til Dóra og hans konu Línu, en sá óróleiki hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar hann tók þétt í hönd mína og bauð mig vel- kominn í Skjólið (Sörlaskjól 68). Við Dóri áttum ágætlega skap saman og gátum rætt dægurmálin fram og til baka, viðrað ólíkar skoðanir og skilið sáttir þó okkur greindi á. Umfram allt annað fann ég frá fyrstu kynnum fyrir hlýju viðmóti, ákveðni í skoðunum og festu. Skapgerð sem var mótuð af erfiðri lífsbaráttu í bernsku, mikilli vinnu og miklu mótlæti. Uppvaxtarár Halldórs liðu suður á Stafnnesi þar sem hann lagði einstæðri móður sinni lið um leið og hann gat vettlingi valdið. Fyrir honum lá að fara til sjós og tengd- ist hann sjósókn óijúfandi böndum, fyrst sem háseti og síðar bátsmað- ur á síðutogurum og seinni árin sem afgreiðslumaður við Reykja- víkurhöfn. Öll sín störf vann hann af dugnaði og eljusemi og dró ekki af sér, til marks um það sleppti hann ekki úr siglingu með afla tii Englands öll stríðsárin. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Halldór, einkasonur og eiginkona hans féllu fyrir krabbameini með aðeins tveggja ára millibili og móðir hans lést einnig um svipað leyti. Það var hans gæfa að kynn- ast síðar eftirlifandi eiginkonu sinni Gíslínu Þóru Jónsdóttur sem einnig hafði misst maka sinn. Halldór var sífellt að, dyttaði að húsinu og ræktaði garðinn af kostgæfni og þótti undrun sæta hve vel hann náði gróðri á strik við erfið skilyrði í særoki og seltu við Sörlaskjól. Sumarhús smíðaði hann í einingum í bílskúrnum við Sörlaskjólið og reisti síðar í sumar- húsabyggð við Þingvallavatn. Þar undi Dóri hag sínum vel, hlúði að gróðrinum og dyttaði að húsinu eftir því sem þurfti, sem fyrr báru öll verk hans vitni vandvirkni og natni. Dóri og Lína áttu góð ár saman, ár sem einkenndust af sam- stöðu og gagnkvæmri virðingu. Snemma árs 1990 varð Dóri fyrir slysi og í framhaldi af því ágerð- ust einkenni Alzheimer sjúkdóms- ins, sem áður hafði orðið vart, svo mjög að að lokinni sjúkrahúsvist var honum fundið pláss á hjúkrun- arheimili austur að Kumbaravogi. í apríl 1993 flutti hann á Skjól við Kleppsveg þar sem hann bjó til dauðadags. Að lokinni vegferð vil ég þakka honum samfylgdina og óska hon- Þór, f. 15.11. 1968, í sambúð með Kol- brúnu Sigurðar- dóttur, þau eiga eitt barn, Hafdís Mjöll, f. 6.2. 1974, í sambúð með Ró- berti Ericssyni, Hafdís á dóttur. 2) Elías, f. 25.5. 1946, d. 13.10. 1959. 3) Guðný, f. 13.2. 1956, gift Guð- brandi Kristni Jónassyni, þau eiga tvö börn: Ingunni, f. 9.7. 1978 og Jón- as Kristin, f. 20.8. 1982. Halldór kvæntist seinni konu sinni Gíslínu Þóru Jóns- dóttur 14.2. 1966. Útför Halldórs fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan um góðrar heimkomu til löngu horfinna ástvina. Aðstandendum öllum votta ég samúð mína. Guðbrandur Jónasson. Nú er hann kæri Halldór minn búinn að fá frið, eftir löng ár án samskipta við umheiminn. Þau móðir mín giftust fyrir rúm- um þijátíu árum, og var ánægju- legt að hafa Halldór í fjölskyld- unni. Halldór var harðduglegur maður sem féll aldrei verk úr hendi, og var sífellt að dytta að hlutunum. Minnisstætt er hvernig hann með eljusemi ræktaði upp fallegan garð við húsið þeirra við Sörlaskjól, en því hafði ávallt verið haldið fram að ekki væri hægt að rækta tré svona nálægt sjónum. Halldór byggði skemmtilegan sum- arbústað við Þingvallavatn sem einnig státaði af fallegum garði, og þar undi hann sér vel. Þau bjuggu allan sinn búskap við Sörlaskjól, þar til Halldór fór á hjúkrunarheimili vegna Alzheim- ersjúkdóms. Ég þakka Halldóri samfylgdina og bið Guð að vernda hann. Auðbjörg Helgadóttir. Elsku afi, þá er komið að kveðju- stundinni sem við vissum að væri ekki langt undan eftir þín löngu og ströngu veikindi. Það er okkar vissa að þér líði vel á þeim stað þar sem þú ert núna og það áttu svo sannarlega skilið. Við eigum eftir að sakna þín afi og munum minnast þín sem mjög vandaðs og handlagins manns. Gaman þótti okkur að koma í bílskúrinn og sjá það sem þú varst að sýsla við hveiju sinni og þá var nú blái Opelinn yfirleitt ekki langt undan. Mest þótti okkur gaman að sjá hversu bílnum var vel við haldið og var hann alltaf eins og nýr. Það var líka óskrifuð regla að ef nýr bíll kom í fjölskylduna þá var farið strax með hann til þín og þú athug- aðir hvort hann væri ekki í góðu lagi. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja þig afi okkar og munum við geymar minningar um þig í hjörtum okkar. Elsku amma Lína, Kolla og Guðný, megi góður guð styrkja ykkur í sorginni. Hugur okkar er hjá ykkur. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Inga Dóra, Elías, Jón Þór, Hafdís, Ingunn og Jónas. HALLDÓR KRISTINN JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.