Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 47

Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ______________________________FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 47 MINNINGAR SIGURÐUR FREYSTEINSSON + Sigurður Frey- steinsson var fæddur 19. mars 1966 á Selfossi. Hann lést mánu- daginn 8. desember 1997. Foreldrar hans eru Ingibjörg S. Sveinsdóttir, lyfjafræðingur, f. 24.1.1942, og Frey- steinn Sigurðsson, jarðfræðingur, f. 4.6. 1941. Systkini Sigurðar eru Gunn- ar, skógfræðingur, f. 27.4. 1970, og Ragnhildur, háskólanemi, f. 5.3. 1975. Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi 1985. Hann stundaði háskóla- nám með hléum og var langt kominn með nám í tölvunar- fræði þegar hann lést. Sigurð- ur var ókvæntur og barnlaus. Útför Sigurðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég vil minnast Sigurðar Frey- steinssonar, vinar míns, með nokkrum orðum. Ég kynntist Sigurði þegar hann kom inn í bekkinn minn í barna- skóla. Við vorum þá flest 11 ára gömul, en Sigurður 10, því hann var einu ári á undan. Hann var þá nýlega fluttur heim frá Þýskalandi með foreldurm sínum. Bekkurinn okkar var stilltur og prúður, gjarn- an kallaður „englabekkurinn", og það orðspor breyttist ekki við inn- komu Sigurðar því hann var góður námsmaður og lét lítið fyrir sér fara. Hann var dálítill einfari sem krafðist ekki mikillar athygli, hvorki kennara né samnemenda. En einræni Sigurðar stafaði ekki af því að hann væri mannafæla, heldur vegna þess að hann hafði önnur áhugamál en flestir strákar á hans aldri. Hann var til dæmis ekki mikill áhugamaður um bolta- leiki eða aðrar íþróttir. Alltaf var hann samt til í að vera með ef vantaði í bekkjarliðið í knattspymu. Ótal sóknum andstæðinganna hratt hann með því að boltinn fór í hann, og stundum gerði hann sér lítið fyrir og rak tána í boltann. Var þá fagnað vel og innilega. Það var líkt því að Sigurður væri að gera vísindalega rannsókn á knatt- spyrnuiðkun með veru sinni inni á vellinum og hver veit nema sú hafi verið raunin? Ég minnist einnig hástökkskeppni í leikfiminni. Há- stökk var ekki sérgrein Sigurðar fremur en knattspyma en hann lét sig hafa það að taka atrennuna og hlaupa niður bandið. Aðhlátri hinna tók hann með slíku jafnaðargeði að hann ávann sér með því meiri virðingu en margur stökkfrár maðurinn. Það var á sviði hins andlega og vitsmunalega sem Sigurður skaraði fram úr á sinn hægláta hátt. Við urðum samferða í gegnum gagn- fræðaskólann og síðan menntaskól- ann, voram bekkjarfélagar í eðlis- fræðideild Menntaskólans í Kópa- vogi. Þar kom maður ekki að tóm- um kofunum hjá honum þegar vantaði hjálp við að leysa erfið stærðfræðidæmi eða eðlisfræði- vandamál. Lausnimar runnu upp úr honum og voru jafnan skrifaðar með örskrift í litla reiknisbók hans. Raunvísindi lágu mjög vel fyrir Sigurði en færri vita að það gerðu einnig tungumál. Ég komst að því síðar að hann hafði djúpa þekkingu á tungumálum og var mikill áhuga- maður um málvísindi. Það kom að því að Sigurður tók að bijótast út úr fari hins þögla og stillta náunga sem enginn þurfti að veita athygli. Umbrotatímar fylgdu í kjölfarið, þeir voru honum nauðsynlegir á þroskabrautinni. Prúðmennska, hæverska og rök- hyggja eru allt góðir og gildir mannkostir en þegar þeir verða allsráðandi í sálarlífmu er hætt við að til lengri tíma litið skorti elds- neyti til áframhaldandi þroska. Lausn Sigurðar á þessu var að gefa vík- ingnum í sér lausan tauminn um stundar- sakir og má segja að sumir hafi á stundum haft áhyggjur af því hvert stefndi. Það end- aði þó þannig að von bráðar var Sigurður sestur á skóla- bekk í Háskólanum og farinn að nema eðlisfræði og tölvufræði af kappi. Við hittumst oft í Vísindafélag- inu, félagsskap okkar nokkurra menntaskólafélaga, þar sem við báram saman bækur okkar. Sig- urður var óþreytandi við að hóa saman hópnum til fagnaðar eða vísindafunda. Þar fundum við fyrir því hvað Sigurður hafði vaxið sem persónuleiki og finnst nú sárgræti- legra en orð fá lýst að honum skyldi ekki auðnast að njóta fullorðinsár- anna og þess þroska sem hann hafði aflað sér. Ég sendi fjölskyldu, vinum og ættingjum Sigurðar dýpstu sam- úðaróskir. Jón Erlingur Jónsson. Okkur langar að minnast vinar okkar með nokkram orðum. Flest okkar kynntust Sigga í Menntaskólanum í Kópavogi og þar myndaðist kjaminn í vinahópnum ■ sem hélt saman óslitið upp frá því. Þegar menntaskóla lýkur fara menn oftast hver í sína átt, stofna fjölskyldur og þá eiga vinahópar það til að tvístrast. Þessi hópur er þó undantekning og eigum við það að stórum hluta Sigga að þakka. Vináttan styrktist og hópurinn stækkaði þegar fleiri félagar bætt- ust í hópinn. í fyrstu voru skemmt- anir aðaldriffjöðrin í samkomum hópsins en með tímanum fóru önn- ur áhugamál að vega þyngra. Sigurður var einn af stofnfélög- um í vísindafélaginu Röðli þar sem gömlu og nýju félagarnir hittust reglulega. Síðar hrinti hann af stað matarklúbbi og áhuginn og árang- urinn sést best á því að hann var orðinn listakokkur, sérstaklega í ítalskri og austurlenskri matar- gerðarlist. í þessum félögum kom vel fram hvað Siggi var einbeittur og fylginn sér. Siggi var merkilegur maður um margt og eftirminnilegur. Hann hafði mikla námshæfileika og til- einkaði sér að því er virtist fyrir- hafnarlaust námsefnið. í mennta- skóla sat hann ávallt á aftasta bekk og tók varla bækumar upp úr tösk- unni. Þegar kom að prófum mætti hann of seint, en skilaði prófinu fyrstur allra. Öllum til mikillar furðu varð hann með þeim hæstu á prófunum. Hann var í eðli sínu fjölfræðing- ur. Mest áberandi var áhugi á raun- vísindum. Tölvur vora hans ær og kýr frá unglingsárum og átti hann oft í harðri glímu við tölvufíkla um Commodorinn, einu tölvuna í menntaskólanum á þeim tíma. Hann hafði gaman af vísindaskáld- sögum hverskonar. Hugvísinda- áhuginn lýsti sér hvað best í þekk- ingu á tungumálum, áhuga á sam- anburðarmálfræði og íslenskri tungu en kunnátta hans í íslensku var frábær. Einnig hafði hann brennandi áhuga á ýmsum fornum fræðum eins og tengslum íslend- inga við Kelta og ásatrú. Siggi átti í langri baráttu við sjúkdóm sem hann fór ekki í felur með. Þess vegna náði hann ekki að nýta sér þá miklu hæfileika sem honum vora gefnir sér til gagns. Undir lokin fór honum mikið fram og virtist hann verða sáttari við tilvera sína. Það varð okkur því mikið áfall að frétta af fráfalli hans í hörmulegu slysi. Við eigum margar góðar minn- ingar um Sigga en sterkust er kannski minningin um mann sem var ávallt vinur vina sinna. Við sendum foreldram og systk- inum Sigurðar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ari, Árni og Edda, Ásgeir og Sigrún, Jóhann, Jón Benjamín, Pjetur, Rúnar, Vilmundur og Lilja, Þorkell. Með nokkram orðum viljum við kveðja fyrrum félaga okkar og samnemanda, Sigurð Freysteins- son. Sigurður hóf nám með okkur í eðlisfræði haustið 1993 en skipti síðar yfir í tölvunarfræði. Hann var metnaðarfullur námsmaður og gerði miklar kröfur til sjálfs sín. Sigurður lét sig þó ekki vanta I félagslífið og minnumst við margra góðra stunda í félagsskap Sigurðar. Við sendum foreldrum og systk- inum Sigurðar innilegar samúðar- kveðjur. Fyrrum samnemendur í eðlisfræði við HÍ. Með þessum orðum viljum við kveðja samnemanda okkar og fé- laga, Sigurð Freysteinsson. Fátt er um orð á stundu sem þessari. Óréttlæti lífsins birtist okk- ur í sinni verstu mynd þegar ungur maður á besta aldri fellur frá. Eft- ir stöndum við hljóð. Þau okkar sem fengu tækifæri til að kynnast Sigurði fundu í hon- um greindan mann og skemmtileg- an. Hann lét lítið yfir sér en bjó SIGURVEIG BJÖRNSDÓTTIR + Sigurveig Björnsdóttir fæddist á Knarrarstöðum í Jökuldal 7. júní 1899. Hún lést á Droplaugarstöðum 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sveinsdóttir fædd 9. mars 1874, d. 16. febr- úar 1947 og Björn Sigurðsson, f. 14. júlí 1886, d. 17. febrúar 1950. Sigurveig flutti að Hrappsstöðum í Vopnafirði og ólst þar upp. Hún átti einn bróður, Karl, er lést 14. nóvem- ber 1968. Sigurveig giftist 6. október 1928 Magnúsi Jónassyni, f. á Völlum á Kjalarnesi 11. apríl 1888, d. 10. janúar 1971. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1959 á Snorrabraut 83. Þau eignuð- ust eina dóttur, Rannveigu, sem giftist Hjálmari Gunnari Steindórssyni, hann lést 17. maí 1997. Útför Sigurveigar fór fram frá Lágafellskirkju 7. júlí. yfir miklum fróðleik og munum við sakna sárt áhugaverðra viðræðna við hann. Hann hvíli í friði. Fölblátt eins og silki fljótið í farvegi sínum. Líkt og draumur sem birtist hverfur það mér. í leiðslu ég stari í straum þess og finn hvemig ævi mín hverfist í fljótið sem fellur fram eins og fölblátt silki líkt og draumur sem birtist og hverfur. (Þuriður Guðmundsdóttir.) Við vottum fjölskyldu hans og aðstandendum okkar dýpstu sam- úð. Nemendur í tölvunarfræð- um við Háskóla íslands. Eigi má sköpum renna. Eða hvernig má það vera að við Hraunbrautarsystkin þurfum að kveðja Sigga hinsta sinni í dag? Hvemig má það vera einmitt nú þegar losnað hafði um þau fantatök sem fullorðinslífíð tók á þessum mæta mannkostadreng? Flest var lagt í vöggu Sigga í meira mæli en annarra, nema helst harka og grimmd. Enginn veit hvar skraggan skell- ur niður, nú var það inni á því heim- ili sem á æskuáranum var næst okkar eigin. Með þeim hætti sem ekki verður skilið, ekki verður sam- þykkt, en ekkert þýðir samt að mótmæla. Fyrirvaralaust vantar í systkina- hópinn sem að vísu átti ferna for- eldra en var sem einn fram að ungl- ingsáram. Siggi var þriðji elztur af Elsku mamma mín, ég skrifa þetta til að kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig alla tíð og okkur Hjálmar í seinni tíð, aldrei brást þú okkur. Ég kveð þig með söknuð í huga, elsku mamma mín, þennan sálm sendi ég þér: Nú legg ég aupn aftur. Ó Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt Þín dóttir, Rannveig Magnúsdóttir. okkur sextán bamabörnum afa og ömmu á Selfossi og var það ávallt mikil gleði okkar elztu bræðra að fá hann heim frá mikilúðlegu Þýzkalandinu á sumrin. Miðpunkt- urinn Selfoss í þá rósrauðu daga, < ungarnir alltaf í kringum afa og ömmu, þeim jafnt og ungunum til gleði og gæfu lífíð á enda. Með árunum skiptist þessi hópur í tvennt. Svenni og Siggi móður- bræður bjuggu áfram á Selfossi með sín átta börn, átta okkar þurft- um að slíta okkur þaðan og setjast að suður í Kópavogi. En í því sveit- arfélagi skorti okkur reyndar ekki ævintýrin frekar en fyrir austan. Þar sem sjónlína var á milli heimila okkar Nínubarna og Ingubarna var samgangurinn mikill. í óteljandi _ ævintýraferðum upp í kirkjuholt, í * kring um voginn eða bara heima í herbergi naut hugmyndaflug Sigga sín. Skapaðir vora óteljandi eigin heimar, ímyndunaraflinu voru eng- in takmörk sett. Og það var jafnan Siggi sem leiddi atburðarásina. Einkum eru gönguferðirnar fyrir voginn eftirminnilegar. Það var lagt í’ann með nesti, þýzkan sjónauka í leðurtösku og höfuðin full af ævin- týraþrá og hugmyndum. Við áttum okkur leynileg virki í Öskjuhlíðinni og sem fyrr gekk Siggi fremstur í að spinna upp spennandi söguþráð. Þótt fullorðinsárin hafí beint okkur á ólíkar brautir þá binda sameigin- leg ævintýri bernskunnar okkur * böndum sem enginn rýfur - nema dauðinn. Það er okkur huggun harmi gegn að Siggi er hjá góðum fyrir hand- an. Enginn fær þó skynjað þá djúpu sorg sem nú ríkir á Kársnesbraut 33, nema hafa sjálfur misst fram- burð eða elztabróður í miðju lífs- hlaupi. Hugur okkar og mömmu er hjá ykkur, Gunnsi, Ragga, Inga og Freysteinn, er við kveðjum okkar góða bróður. Ari, Kjartan, Auðunn, Hrafn og Þóra. SIGURSTEINN GUNNARSSON + Sigursteinn Gunnarsson fæddist á Óðinsgötu 14 í Reykjavík hinn 15. júlí 1953. Hann lést á heimili sínu, Bragagötu 24 í Reykjavík, hinn 7. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram 15. des- ember. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Sunnudagsmorguninn 7. desem- ber bárast okkur þær hörmulegu fréttir að Steini frændi væri dáinn. Okkur setti hljóð. Maður í blóma lífsins. Hve lífíð getur verið hverf- ult. Sorgin helltist yfír okkur en í gegn bratust gömlu, góðu minning- amar. Það fyrsta sem kom upp í huga okkar var brosandi andlit Steina. Steini sem alltaf sá til þess að gítar- inn og söngbækumar væru með í för þegar fjölskyldan hittist. Þá er helst að minnast Jónsmessuhátíð- anna á Rangárbökkum og þorra- blótanna. Og ef því varð við komið var hljómsveitar„græjunum“ komið fyrir og hljómsveitin steig á svið með Steina og Sillu fremst í flokki. Þegar komið var til tannlæknisins Steina var sama ljúfa viðmótið til staðar. Og oftar en ekki fór jafn mikill tími í tannviðgerðir og myndaskoðun, hvort sem það voru fjölskyldumyndir eða myndir sem Steini hafði sjálfur málað. Stórt skarð er höggvið í fjölskylduna en minningarnar eiga eftir að lifa í hjörtum okkar um ald- ur og ævi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) ) Elsku Silla, Sigrún, Stína, Birgir, Gunnar, Óli og ijölskyldur. Við biðjum Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg og reynum að muna að eftir dimm- ustu nótt kemur aftur dagur. Hafdís Alexandersdóttir og fjölskylda. Hversu oft höfum við ekki rætt um tilgang lífsins, vera okkar hér á jörðu og spáð í það óræða og ókomna. Svörin við þessum spurn- ingum hafa sjaldnast legið á lausu. Höfum við ekki rætt drauma og táknmál þeirra og möguleika að sjá í þeim eitthvað sem gæti gefið fyrir- heit um það sem ekki er komið, en svo gerist allt án nokkurs fyrir- boða. Við í vinahópnum þínum höld- um samt áfarm að leita svara, en nú við nýjum spurningum. Þú hefur nú möguleika á að takast á við þessar spumingar á nýjum vett- vangi og ert trúiega þegar kominn með svör við þeim. Hlutverk okkar hér á jörðinni eru misjöfn sumir afkasta meira en aðrir, eins og Ric- hard Bach segir „ef þú ert á lífí er hlutverki þínu hér á jörðu ekki lokið“. Kæri vinur, þín verður sárt sakn- að, „en í þögulli vináttu verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir til, og þeirra er notið í gleði sem krefst einskis". (Kahlil Gibran.) Baldur. -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.