Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 41
III MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 41 fþveit- dtöku annatíma þótt sami akstur á öðrum tíma og rólegri kostaði lítið eða jafn- vel ekkert. Annar kostur, sem oft er nefndur, er auknar almenningssamgöngur. Er því þá haldið fram, að margir myndu skilja bílana eftir heima ef ferðir með strætisvögnum og lestum væru ör- uggari og ódýrari. Því miður er það ekki svo. í einni evrópskri rannsókn var niðurstaðan sú, að þótt fargjöld yrðu lækkuð um helming, myndi það aðeins draga úr umferð um minna en 1%. Fólk er svo háð bílnum, að það dugir ekkert minna en stóraukin útgjöld eða bein lagaboð. Ótti stjórnmálamanna Þeir, sem gagnrýna hugmyndina um gjaldtöku, segja, að hún myndi aðeins beina umferðinni inn á aðra vegi, til dæmis hliðargötur, og væri að auki árás á einkalífið (vegna þess að fylgst er með ferðum ökumanna). Nýjar aðferðir við gjaldtöku geta þó séð við þessu og einnig er unnt að fylgjast með ökutækjum um gervi- hnött til að koma í veg fyrir, að menn hafi rangt við. Þar fyrir utan væri það ekki nema ágætt ef gjaldtakan yi-ði til að dreifa umferðinni að nokkru leyti og hvað varðar árásina á einka- lífíð, þá myndi lögreglan aðeins taka myndir af bílnúmerum þeirra, sem reyndu að komast hjá gjaldinu. Það eru stjórnmál en ekki tækni- mál, sem standa aðaliega í vegi fyrir gjaldtökunni. í sumum löndum er þó byijað á þessu en í öðrum óttast stjórnmálamenn viðbrögð bíleigenda við hvers konar aðhaldi. Á Norður- löndum þar sem þetta fyrirkomulag hefur sums staðar verið tekið upp, hefur það ekki aðeins reynst vel, heldur nýtur það líka verulegra vin- sælda. Léttvæg eru líka þau rök, að gjaldtakan muni bitna mest á fátæku fólki því að þá gleymist það, að fá- tækt fólk hefur yfirleitt ekki ráð á að eiga og reka bíl. Það ásamt ungu fólki og öldruðu líður hins vegar ekki síður en aðrir fyrir umferðaröng- þveitið, mengunina, hávaðann og annað, sem því fylgir. Verði gjaldtaka tekin upp, verður að gera fólki skýra grein fyrir henni og því hvernig á að verja tekjunum. Stjórnvöld gætu einnig tekið lán út á væntanlegar tekjur af þessari gjaldheimtu til að flýta fyrir nauðsyn- legum umbótum í gatna- og vega- kerfinu. Það ætti að vera hægt að sannfæra ökumenn um þessa nauð- syn, allt, sem þarf til, er pólitískt hugrekki. • Heimild: The Economist i skattheimtu sem bifreiðaumferð skapi í um- ferðinni. Hitt sé ekki síður vanda- mál hvað bíllinn taki mikið pláss í borgarmyndinni og það umferða- röngþveiti sem geti fylgt honum. „Þetta er mjög áhugaverð um- ræða, en það þarf að skoða þessi mál af ákveðinni varfærni. Ef því fylgdi aukinn kostnaður að fara niður í eldri hluta borgarinnar getur það haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir þann borgar- hluta,“ sagði Ingibjörg Sólrún ennfremur. Hún sagði að það gæti því orðið erfitt að hrinda svona hugmynd- um í framkvæmd og þyrfti að hugsa það mjög vandlega fyrir- fram, þvi stýring af þessari tegund gæti auðvitað haft margvísleg hliðaráhrif sem menn þyrftu að geta séð fyrir. Hún sagði að nú virtist vera mikil fjölgun í nýskráningum bif- reiða, sem fylgdi kannski góðær- inu, og hún teldi mjög æskilegt ef hægt yrði að búa þannig um hnútana að almenningssamgöngur yrðu valkostur fyrir fólk í umferð- inni hvað seinni bilinn varðaði. Fólk væri mjög háð bíl í nútíma- samfélagi, en ef almenningssam- göngur gætu verið valkostur á móti bíl númer tvö á heimilum væri það strax til mikilia bóta. Ríkið skattleggur almenningssamgöngur „Það er náttúrlega svolítið öfugsnúið í þessu öllu að ríkið setur verulega fjármuni í gatna- kerfið til þess að flytja einkabíl- inn, en það setur enga fjármuni í almenningssamgöngur og meira að segja skattleggur þær. Þetta er hlutur sem við framkvæmda- stjórar sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu höfum rætt við fjármálaráðuneyti og umhverfis- ráðuneyti og ég held að það yrði strax til mikilla bóta ef ríkið hætti að skattleggja almenningssam- göngur,“ sagði Ingibjörg Sólrún einnig. Skipulagsstjóri Kópavogs um tillögur bresks ráðgjafafyrirtækis GERT er ráð fyrir að fyrirhuguð verslunar- og þjónustumiðstöð í Smárahvammslandi verði 45 þús- und fermetrar og rúmi 80-100 verslanir. Ekki ný hugsun í aðferðafræði Skipulagsstjóri Kópavogs segir að það sé alls ekki ný hugsun í aðferðafræði varðandi skipu- lagsmál á höfuðborgarsvæðinu sem felist í tillögum bresks ráðgjafafyrirtækis. Svæðis- skipulag fyrir allt höfðuðborgarsvæðið hafi síðast verið gert fyrir um tíu árum. BIRGIR Sigurðsson, skipu- lagsstjóri Kópavogsbæjar, segist vera óhress með það hvernig tillögum breska ráðgjafafyrirtækis hafi verið slegið upp og látið í það skína að í tillögun- um felist einhver heilagur sannleikur varðandi skipulagsmál á höfuðborg- arsvæðinu. Það væri hins vegar auðvitað af hinu góða að unnin væri samræmd stefna fyrir allt höfuðborgarsvæðið í sem flestum málaflokkum, en það væri svo annað mál hvemig sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu tækju á sjálfu svæðis- skipulaginu þegar kæmi að því að framkvæma það og vinna eftir því. Slíkt skipulag tæki á þeim þáttum sem sveitarfélögin hafa verið með, t.d. uppbyggingu byggðar, lóðafram- boði og uppbyggingu á verslunar- kjörnum. Þannig væri til dæmis hug- myndin um mikla verslunarmiðstöð í Kópavogsdal áratugagömul, og fyr- irhuguð verslunar- og þjónustumið- stöð í Smárahvammslandi ætti því ekki að koma neinum á óvart. Á blaðamannafundi í fyrradag, þar sem tillögur breska ráðgjafafyr- irtækisins voru kynntar sagði Richard Abrahams, einn forsvars- manna fyrirtækisins, að verslunar- og þjónustumiðstöð í Smárahvammslandi myndi draga verulega úr verslun og þjónustu í mið- borginni og koma illa nið- ur á verslunum í Kringl- unni og Skeifunni og lík- lega ganga af verslun í Hafnarfirði dauðri. Smárinn væri lýsandi dæmi um vankantana í íslenskum skipu- lagsmálum og dæmi um það sem gerðist þegar engar reglur væru til að fara eftir. Birgir sagði að það kæmi sér verulega á óvart að menn skuli núna vera að vakna allt í einu upp varð- andi fyrirhugaðar framkvæmdir í Smárahvammslandinu. „Ég er hér með teikningar í tveim- ur útgáfum sem Abrahams vann sjálfur á árunum upp úr 1990 að stórri verslunarmiðstöð á þessari sömu lóð. Það eru skrítin orð sem höfð eru eftir honum um að það muni einhveijir líða fyrir þessa stóru verslunarmiðstöð sem nú er á dag- skrá hér í Kópavogi, því á sama tíma er hann að leggja til stækkun á Kringlunni um einhveija 20 þúsund fermetra. Hann teiknaði Kringluna á sínum tíma og þá voru menn ekki að spyija um hvort Skeifan eða Laugavegurinn liði fyrir Kringluna, og ekki eru menn að velta því fyrir sér núna hvort einhveijir aðrir verslunarkjarnar muni líða fyrir það ef Kringlan verði stækkuð" sagði Birgir. Hefði veruleg áhrif á smásölumarkaðinn Einar I. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Kringlunnar, sagði að ef verslunar- og þjónustumiðstöð í Smáranum yrði að veruleika þá myndi það hljóta að hafa veruleg áhrif á smásölu- markaðinn þar sem um væri að ræða stærra hús en allar byggingar Kringlunnar til samans. „Eg sé ekki markað fyrir þessa aukningu í verslun á næstu árum, og þótt menn geti reiknað með því að smásölumarkaður- inn geti stækkað eitthvað þá stækkar hann ekki til þess að taka við þessari gífurlegu aukningu. Þannig að ef þessir menn eru að hætta eigin fé þá eru þeir mjög hugaðir,“ sagði Einar. Aðspurður sagði hann að verslun- armiðstöð í Smárahvammslandi hlyti að hafa áhrif á verslun í Kringl- unni eins og hjá öðrum og einhvers staðar hlyti að láta undan. Kringlan væri hins vegar betur undir þessa samkeppni búin en flestir aðrir þar sem markaðsstaða hennar væri mjög góð og mikil samheldni meðal eigenda hennar. Einar sagði að á sínum tíma hefðu Hagkaup og BYKO verið með um- rædda lóð í Smárahvammslandi og Richard Abrahams hefði gert frum- athuganir varðandi uppbyggingu þar, en hætt hefði verið við þær framkvæmdir þar sem ekki hefði verið talinn nægur markaður og lóð- inni því verið skilað. Byggist á allt öðrum forsendum Friðrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri verslana- og þjónustu- kjarnans Fjarðar í miðbæ Hafnar- fjarðar, sagðist telja það mjög gott mál ef umrædd miðstöð yrði byggð í Smárahvammslandi og verslun í Hafnarfirði myndi ekki stafa nein hætta af því. „Þeir eru að horfa 10-15 ár fram í tímann þar sem meginhluti byggð- arinnar færist hingað uppeftir. Verslunin hér í dag er fyrst og fremst hverfisverslun þar sem fólk er að versla dags daglega, en það fer kannski í Bónus einu sinni í viku en verslar svo hér þess á milli. Það er fjarri lagi að ný verslunar- miðstöð í Smárahvammslandi myndi drepa niður verslun í Hafnar- firði því þetta byggist upp á allt öðrum forsendum og er í raun og veru alveg eins og svart og hvítt,“ sagði Friðrik. Skiptar skoðanir í Mjódd Konráð Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Framfarafélagsins í Mjódd, sagði að meðal kaupmanna í Mjódd væru skiptar skoðanir varð- andi fyrirhugaða verslunarmiðstöð í Smárahvammslandi. Sumir teldu hana verða til þess að draga eitt- hvað úr verslun í Mjódd fyrst í stað, en aðrir teldu hins vegar að viðskipt- in þar myndu aukast í kjölfarið. „Við erum ákaflega bjartsýnir á að halda okkar hlut, en síðan við byggðum yfír göngugötuna fyrir tveimur árum hefur orðið hér mikil aukning og það er mikil ásókn fyrir- tækja að komast hingað í Mjóddina. En auðvitað líst okkur ekkert á að það skuli verið að byggja alla þessa viðbót vegna þess að það er engin þörf fyrir þetta, og ég held að menn séu hugsanlega að skjóta sig í löpp- ina með því að vera að þessu. En það er lítið annað hægt að gera í þessu annað en að reyna að standa sig enn betur í samkeppninni,“ sagði Konráð. „ Kringlan bet- ur búin undir samkeppni en flestir aðrir Hafnarfirði stafar ekki hætta af Smáranum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.