Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 59
AÐSENDAR GREINAR
Hvflík
vitleysa
FLESTUM sjómönn-
um og útgerðarmönnum
hlýtur að hafa orðið
bumbult eins og mér
varð þegar sjávarútvegs-
ráðherra kemur með yf-
irlýsingar opinberlega
sem stangast alveg á við
veruleikann. Hann segir
að í sjálfu sér hafi ekkert
breyst fyrir útgerðina
þegar kvótinn var settur
á. Aður fólust verðmætin
í veiðiskipunum sem
máttu stunda veiðar. Pá
hafi verðið á bátunum
verið hátt. Nú hins vegar
sé verð skipa lágt en
verðmætin liggi í afla-
| heimildum. Samtalan sé nokkurn
I veginn sú sama.
Nú þarf að kaupa aflaheimildir
Hvílík vitleysa. Það hlýtur sjávar-
útvegsráðherra að vita. Fyrir daga
kvótakerfisins voru bátar seldh- á
tryggingamati. Mjög góð skip voru
seld á rúmlega tryggingamati en þá
þurfti að kaupa aukatryggingu fyiir
mismuninum. Þetta gildir einnig í
dag. Munurinn er hins vegar sá að
nú þarf að kaupa aflaheimildir, hinn
illræmda kvóta, til viðbótar.
Tökum dæmi. Bátur, ca. 25
biúttólestir, kostar segjum 25 millj-
ónir króna sem einnig er mat trygg-
ingafélagsins. Þetta er sambærilegt
verð og fyrir daga kvótakerfisins,
munurinn er hins vegar sá að kaupa .
verður aflaheimildir á þennan bát
eða leigja af sægreifunum íyrir of-
fjár. Fyrir þennan bát væri hæfilegt
að kaupa kvóta fyrir 200 milljónir
króna. Útgerðarmaður sem áður
lagði 10 milljónir króna í útborgun á
þessum báti varð að greiða af 15
milljóna króna láni. í dag þarf þessi
sami maður að greiða af 215 milljón-
um króna, sem er dæmi sem enginn
heilvita maður leggur út í.
Uppsprengt verð
Margir eru hins vegar að reyna að
þreyja þorrann með því að leigja
kvóta fyrir uppsprengt verð eða 20
mOljónir króna á ári. Svo þessi út-
' gerðarmaður myndi glaður borga til
samfélagsins 3% auðlindagjald. Það
hafa alltaf verið miklar sveiflur í út-
gerð á íslandi. Alveg frá fyrstu tíð
hafa útgerðarfélög verið að koma og
fara. Það verður erfitt fýrir stóru
risana, sem búnir eru að meta sjálfa
sig upp á tugi milljóna króna og 70%
af matinu er kvóti syndandi ein-
hvers staðar í Atlantshafinu og
kannski hluti af honum á hrogna-
stigi, að standa undir kröfum hluta-
hafanna þegar búið er að taka kvót-
I ann af því það er ekki spuming
hvort heldur hvenær kvótinn fer af.
Þessu óréttlæti verður að linna.
Þeir sem harðastir em á að viðhalda
kvótakerfinu eins og Halldór As-
grímsson koma fram í fjölmiðlum og
ljúga að alþjóð eins og hann gerði á
flokksráðsfundinum hjá Framsókn
um daginn. Hann sagði að ÚA
myndi fara á hausinn ef fyrirtækið
borgaði 70 mOljónir í auðlindaskatt
en ÚA var nýbúið að kaupa kvóta
í frá Suðurnesjum fyrir 1200 milljjón-
I ir og bát frá Vestfjörðum með kvóta
fyrir 500 mdljónir.
Sóðaskapur
Þorsteinn Pálsson sagði um dag-
inn í viðtali á RÚV að hann myndi
berjast fyrir því að viðhalda kvóta-
kerfinu en fyrir hverju er hann að
berjast? Ég fullyrði að í engu kerfi
viðgengst eins mikill sóðaskapur og
í þessu kerfi. Ráðamenn þjóðarinnar
| vita að þetta kerfi skapar þennan
I sóðaskap en loka eyrunum fýrir því.
Kvótakerfið átti að stuðla að friðun
og vemdun á fiskistofnum. Aldrei
hefur verið hent eins miklu af fiski í
sjóinn og síðan þessu kvótakerfi var
komið á. Sókn í aðra
fiskistofna jókst og hef-
ur nánast útrýmt sum-
um þeirra, tO dæmis
grálúðu og karfa.
Davíð Oddsson sagði
í fréttum á RÚV að vit-
neskjan um lofthjúp
jarðar væri ekki á háu
stigi af því það hentaði
honum í það skiptið en
ég held að þekkingin
um mengun lofthjúps-
ins sé meiri en sú sem
fiskifræðin ræður yfir
en það hentar honum
ekki að tala svona um
fiskifræði. Þá þarf
hann að leyfa meiri
þorskveiði og það vfll ekki hags-
munahópur kvótakerfisins, því þá
lækkar leigan á þorski. Á framboðs-
fundi í Keflavík fyrir síðustu alþing-
iskosningar sagði Davíð Oddsson að
það væri ekkert mál að auka þorsk-
kvótann um 20 þúsund tonn. Hvað
væm 20 þúsund tonn á mflli vina?
Búið að taka réttinn af fólkinu
í júní 1996 áttu sægreifarnir
sáralítinn þroskkvóta eftir til að
leigja og var leiguverð komið upp í
97 krónur. Þá var farið fram á það
að Þorsteinn Pálsson yki kvótann
um 20 þúsund tonn og að Davíð
✓
I engu kerfí viðgengst
eins mikill sóðaskapur
og þessu, fullyrðir
Kristinn Arnberg.
Ráðamenn þjóðarinnar
vita að þetta kerfí
skapar þennan sóða-
skap en loka eyrunum
fyrir því.
stæði við stóru orðin, en þeir komu
allir fram í sjónvarpi, Davíð, Þor-
steinn og Kristján Ragnarsson og
sögðu að aukning á þorskkvóta
kæmi ekki til greina. Innan stjórn-
arflokkanna er kominn klofningur
um þetta rangláta kvótakerfí. Sum-
ir þingmenn eru að átta sig á þvi að
þeir sitja ekki á næsta þingi nema
þeir fái fólkið til að kjósa sig. Ég
hef stundum orðið hissa, þegar
þingmenn og sveitarstjórnarmenn
eru að tala um byggðaröskun og
tala um allt annað en vandann sem
er kvótakerfið. Það er búið að taka
réttinn af fólkinu til að fiska fiskinn
sem syndir fyrir framan og inn á
fjörðunum sem blómleg byggð stóð
við og færa hann til Akureyrar eða
eitthvert annað.
Einar K. Guðfinnsson, þingmað-
ur Vestfjarða, skrifar grein um
byggðaröskun í DV 11.12. sl. Hann
minnist ekki á vandann sem er
kvótakerfið. Svo ætlar þessi maður
að sækja þingstyrk sinn til Vest-
fjarða, verði honum að góðu. Það
þótti ekki fréttnæmt hvorki á RÚV
né Stöð 2 þegar DV birti frétt um
kvótafærslur landsmanna og það
kom í ljós að Suðurnesin ein leigðu
18 þúsund tonn af þorski á árinu
1996 fyrir 1,2 milljarða. Dágóður
auðlindaskattur það, bara ekki
borgaður í réttar hendur. Að lokum
væri vert að menn veltu því fyrir
sér hvernig á því stendur að í ára-
tugi var hægt að veiða 500 þúsund
tonn af þorski við Island árlega og
að jafnaði mun meira ef reiknað er
með að sumar þjóðir sem hér
veiddu voru með meira en þær gáfu
upp.
Höfundur er skipsfjóri i Grindavik.
Kristinn Arnberg
Sigurðsson
■UNITED
• 14" Black Matrix myndlampi
• Textavarp me6 ísl. stöfum
• 50 stööva minni
• Allar aðgerðir á skjá
• Scart-tengi
• Fullkomin fjarstýring
AKAI
900
UTV7007
19
Kr
stgr
20" Black Matrix
myndlampi
Textavarp
50 stöbva minni
Allar abgerbir á skjá
Scart-tengi
Fullkomin fjarstýring
CT2019
Kr. 32.900 stgr.
• 28" Black Line myndlampi
(svart er svart - hvítt er hvítt)
• 40w Nicam Stereo magnari
• Textavarp með ísl. stöfum
• Allar aögeröir á skjá
• Sjálfvirk stöövaleitun
• Tenging fyrir auka hátalara
• Svefnrofi 15-120 mín.
• Tvö Scart-tengi
• Fullkomin fjarstýring
TVC283
Kr. 54.900 stgr.
Sjúnvarpsmiðstöðin
m ? ’
Umbobsmenn um land allt:
iLLi.
-
• s.
LLLi
lyj
VISTUIUAND: Hljómsýn. ftkunesi. Kaupfélag Botglirðinga. Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissamli. Buðni Hallgrirasson, Grandarfirði.VESTFIRBIR: Ralbúð Jónasar Mrs. Patrekstirði. Póllinn. Isafiröi. NDROURLAND: (I Steinarimsfjarðar, Hólmavik.
If V-Húnvetninga. Hvammstanga. KF Himvelninga. Blönduósi. Skagnrðingabúð. Sauðárkróki. KEA Dalvik. BókvaL Akurevri. Liósgjalinn. Akureyri. OryggL Húsavflt. Kf Þingsiinja. Húsavðc llrð, Rarrfarhöfn. AUSTURLAND: KF Héraðsbóa. Egilssiöðum.
Verslunin Vik, Neskaupsstað. Kauptún, Vnpnafirði. KF Vnpnfirðinga, Vopnafirði. KF Héraðsbúa. Seyðisfirði. fumbræður. Seyöisflröi.KF Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogi. KASK, HDfn Homafirði. SUÐUBLAND: Rafmagnsverkslæði KR,
Hvolsvelli. Mosftll, Hellii. Heimsiskni. Selfossi. KÁ. Sellossi. Hás, Þorláksðöln. Brimnes. Vestmannaeyjum. REYKJANtS: Hafborg. Grinúavik Haflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar. Garði. Rafmætli. Halnatlirði.
n foAQITCD AD
rUðASIABKAK
OG FLÍSASAGIR
- -±- 1 s í fl
LV 4 rn*
■ IIÉ
Stórhöfða 17, við GuUinbrú,
sími 567 4844
5^>c1C/V^\á\N.. Brúðhjón
Allui borðbiinaóur Glæsileg gjalavara Bniðarhjona listar
4
ýyrvt/wy\\\k\V VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.