Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 65 FRÉTTIR Heimsjólin á Hótel Sögn F'IMMTU „Heimsjólin“, jólaskemmt- un og hátíðarkvöldverður, verða haldin í Súlnasal Hótel Sögu föstu- dagskvöldið 19. des. og hefst kl. 19.30. Um leið er um e.k. þakk- argjörðarhátíð að ræða fyrir góðan árangur í ferðum ársins 1997, sem er umfangsmesta starfsár Heims- klúbbsins til þessa. Sýndar verða myndir úr heimsreisum og kynntar helstu ferðir næsta árs. „Heimsjólin verða að þessu sinni með óvenjulegum glæsibrag. Ungir hljóðfæraleikarar í framhaldsnámi erlendis leika saman vinsæla jóla- tónlist. Sigrún Hjálmtýsdóttir óperu- söngkona syngur lög tengd jólum af nýútkomnum metsöludiski sinum, og gestir taka einnig lagið. Meðal myndefnis verður sýnishorn úr kvik- mynd Péturs Steingrímssonar af nýafstaðinni Hnattreisu um suður- hvel jarðar með 70 þátttakendum, sem fagnað verður sem heimsmet- höfum á ferðalögum, því að enginn hópur hefur áður lagt að baki leið Heimsklúbbsins um Suður-Afríku, Ástralíu, Nýja Sjáland, Tahiti og fleiri eyjar frönsku Pólynesíu og að lokum Santiago de Chile, Buenos Aires, Iguassu fossa og Rio de Ja- neiro. Verður methöfunum fagnað sérstaklega á Heimsjólum fyrir frammistöðu sína. Rúsínan í pylsuendanum er nær- vera stórsöngvarans Kristjáns Jó- hannssonar, en hann og kona hans, Sigurjóna Sverrisdóttir, verða sér- stakir heiðursgestir Heimsklúbbsins, og þess minnst, hve oft Kristján hefur glatt félaga Heimsklúbbsins með söng sínum, bæði í Metropolitan í New York og í Arenunni í Verona á Ítaiíu," segir í fréttatilkynningu frá Heimsklúbbi Ingólfs. -----♦-------- Skráning hafin í áramótaferð Útivistar ÁRAMÓTAFERÐ Útivistar í Bása á Goðalandi verður dagana 30. des- ember til 2. janúar og er skráning hafin. „í Básum safnast saman hópur fólks um hver áramót, sem á það eitt sameiginlegt að hafa áhuga á útiveru og að vilja skemmta sér utan ys og þys margmennis. Útivist gerir allt til þess að gera gestum dvölina í Básum skemmtilega. Á kvöldin eru haldnar kvöldvökur þar sem fólk safnast saman við söng, glens og gaman og á gamlárskvöld verður kveikt í áramótabrennu og flugeldum skotið á loft,“ segir í frétt frá Útivist. STARFSFÓLK Hársnyrtistofunnar Pílusar. Hársnyrtistofan Pílus á nýjum stað NÝLEGA var hársnyrtistofan Pílus opnuð aftur eftir flutning í verslunarmiðstöðina Kjarna í Mosfellsbæ. Hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Ragnar Aðalsteinsson hafa átt hársnyrtistofuna í 13 ár en Ingibjörg hefur starfað þar óslitið síðan 1981 fyrst sem nemi síðan sveinn. Anna Pála Pálsdóttir arki- tekt hannaði stofuna, lýsing var í höndum Helga Kr. Eiríks- sonar hjá Lúmex og starfs- menn Álftáróss unnu smíða- vinnu. Auk Ingibjargar starfa hjá Pílusi þau Erna Eyjólfsdóttir, hárgreiðslumeistari, Sesselja Guðmunsdóttir, hárgreiðslu- meistari, Hrefna Þorsteinsdótt- ir, hárgreiðslumeistari, Unnur Sæmunsdóttir, hárgreiðslu- meistari, Lilja Bergmann, hár- greiðslusveinn, Sigurborg Magnúsdóttir, nemi, Bogi Eg- gertsson, nemi og Elfa Kristj- ánsdóttir, nemi. Styrkur til Vímulausrar æsku ANNAÐ árið í röð hefur Hans Pet- ersen gert samning við foreldra- samtökin Vímulausa æsku í tengsl- um við sölu jólakorta. Fær Vímu- laus æska prósentur af öllum kort- um sem Hans Petersen selur, bæði kortum með myndum og venjuleg- um kortum. Þá selur fyrirtækið líka jólapoka Vímulausrar æsku. Á myndinni eru Elísa Wíum, fram- kvæmdastjóri Vímulausrar æsku og Guðrún Eyjólfsdóttir, markaðsstjóri hjá Hans Petersen við undirritun samningsins. Jólakort til styrktar húsbyggingu STYRKTARSJÓÐUR húsbygginga Tónlistarskóla ísafjarðar hefur gef- ið út nýtt jólakort til fjáröflunar fyrir sjóðinn. Styrktarsjóðurinn hef- ur gefið út slík jólakort í mörg ár og jafnan reynt að finna myndefni sem höfðar sérstaklega til ísfirð- inga. Að þessu sinni er á kortinu lit- mynd af málverki frá ísafirði í lok 4. áratugarins. Málarinn, Jón Hró- bjartsson (1877-1946), var kennari á ísafirði um langt árabil og kenndi einkum söng, teikningu og íslensku. Hann var mikils virtur málari, ferð- aðist um landið vítt og breitt, eink- um um Vestfirði og teiknaði og málaði fjöldann allan af myndum, oft eftir pöntunum. Jólakortin eru til sölu á skrifstofu tónlistarskólans og í Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafirði. íþróttavörur í Grafarvogi SPORTBÚÐ Grafarvogs hefur ver- fatnaður og Danskin ballettföt. ið opnuð í verslunarmiðstöðinni Einnig sé gott úrval af íþróttabún- Torginu, Hverafold. ingum ensku deildarinnar. Sportbúð Grafarvogs er fyrsta íþróttaverslunin í Grafarvogi og Eigendur verslunarinnar eru segir í tilkynningu að helstu vöru- hjónin Erla Levy og Gunnlaugur merki séu Ádidas, Nike, Ozon úlpur Guðmundsson en þau ráku áður og skíðafatnaður, Casall eróbikk söluturninn Foldaskálann. ERLA Levy og Gunnlaugur Guðmundsson í Sportbúð Grafarvogs. RKI á Norðurlandi og Suðurlandi Safnað fyrir konur í Lesótó og Júgóslavíu ■ JUDY M. Foote, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Nýfundnalands, heimsótti Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn 25. nóvember sl. og færði safninu um tuttugu bækur margvíslegs efnis sem allar eru gefnar út á Nýfundnalandi. Myndin sýnir þegar ráðherrann af- henti Einari Sigurðssyni lands- bókaverði ritin. DEILDIR Rauða kross íslands á Norðurlandi hafa hafið söfnun á hannyrðaefnum og er fyrirhugað að senda það sem safnast til Le- sótó þar sem konur munu vinna ýmsan varning úr hráefninu. Þær selja vörurnar og hafa af því nokkrar tekjur en jafnframt verður ágóðanum varið til reksturs heilsu- gæslustöðvar á vegum Rauða kross Lesótó. Söfnunin stendur til 1. mars nk. Söfnun deilda Rauða kross íslands á Suðurlandi á garni og lopa fyrir konur í Júgóslavíu lýkur hins vegar um áramótin og verður gámur sendur utan fljótlega í janúar. í frétt frá RKÍ kemur fram að á Norðurlandi sé fyrirhugað að safna góðum, notuðum og ónotuð- um efnum og efnisafgöngum, svo sem gluggatjöldum og þess háttar, garnaafgöngum, tölum, ptjónum, nálum og öðru sem kemur sér vel við hannyrðir. Afrakstur söfnunar- innar verður sendur utan í gámi. Þeir sem vilja taka þátt í söfnun- inni geta haft samband við Rauða kross deildina í sinni heimabyggð en auk þess veitir svæðisskrifstofa RKÍ á Norðurlandi upplýsingar. Lesótó er fjalllent ríki í Suður-Afríku Deildirnar á Norðurlandi eru 13 talsins og eru í vinadeildasam- starfi við Rauða kross Lesótó. Les- ótó er ijalllent ríki í Suður-Afríku með um tvær milljónir íbúa. Flest- ir íbúanna Iifa af landbúnaði. Rauði kross Lesótó rekur m.a. heilsu- gæslustöðvar í afskekktustu fjalla- héruðum landsins og hafa Rauði kross íslands og deildir hans á Norðurlandi styrkt tvær þeirra. Hvor stöðin um sig þjónar um tíu þúsund manns og er enga aðra læknisþjónustu að fá á svæðunum. Mest áhersla er lögð á fyrirbyggj- andi aðgerðir eins og bólusetning- ar, mæðra- og ungbarnaeftirlit, heilbrigðisfræðslu, næringarráð- gjöf og eftirlit með næringará- standi ungra barna. Auk þess er veitt meðhöndlun við staðbundnum sjúkdómum. Deildir Rauða kross íslands á Suðurlandi eru að hefja vinadeilda- samstarf við Rauða kross Júgó- slavíu. Samstarf verka- lýðs- félaga VERKALÝÐSFÉLAG Prest- hólahrepps hefur undirritað samstarfssamning við Skrif- stofu Verkalýðsfélaganna á Húsavík. Félagssvæði þess er Kópasker, Kelduneshreppur og Öxarfjarðarhreppur. Samstarfssamningurinn byggist á því að Skrifstofan tekur að sér að sjá um fjár- mál, rekstur, félags- og fræðslumál fyrir félagið. Á félagsfundi í Verkalýðsfé- lagi Presthólahrepps sl. sunnu- dag á Kópaskeri var sam- starfssamningurinn sam- þykktur samhljóða og gildir hann frá næstu áramótum. Um hundrað manns er í Verkalýðsfélagi Presthóla- hrepps. Félagsmenn þess hafa hingað til ekki haft aðgang að skrifstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.