Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 65

Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 65 FRÉTTIR Heimsjólin á Hótel Sögn F'IMMTU „Heimsjólin“, jólaskemmt- un og hátíðarkvöldverður, verða haldin í Súlnasal Hótel Sögu föstu- dagskvöldið 19. des. og hefst kl. 19.30. Um leið er um e.k. þakk- argjörðarhátíð að ræða fyrir góðan árangur í ferðum ársins 1997, sem er umfangsmesta starfsár Heims- klúbbsins til þessa. Sýndar verða myndir úr heimsreisum og kynntar helstu ferðir næsta árs. „Heimsjólin verða að þessu sinni með óvenjulegum glæsibrag. Ungir hljóðfæraleikarar í framhaldsnámi erlendis leika saman vinsæla jóla- tónlist. Sigrún Hjálmtýsdóttir óperu- söngkona syngur lög tengd jólum af nýútkomnum metsöludiski sinum, og gestir taka einnig lagið. Meðal myndefnis verður sýnishorn úr kvik- mynd Péturs Steingrímssonar af nýafstaðinni Hnattreisu um suður- hvel jarðar með 70 þátttakendum, sem fagnað verður sem heimsmet- höfum á ferðalögum, því að enginn hópur hefur áður lagt að baki leið Heimsklúbbsins um Suður-Afríku, Ástralíu, Nýja Sjáland, Tahiti og fleiri eyjar frönsku Pólynesíu og að lokum Santiago de Chile, Buenos Aires, Iguassu fossa og Rio de Ja- neiro. Verður methöfunum fagnað sérstaklega á Heimsjólum fyrir frammistöðu sína. Rúsínan í pylsuendanum er nær- vera stórsöngvarans Kristjáns Jó- hannssonar, en hann og kona hans, Sigurjóna Sverrisdóttir, verða sér- stakir heiðursgestir Heimsklúbbsins, og þess minnst, hve oft Kristján hefur glatt félaga Heimsklúbbsins með söng sínum, bæði í Metropolitan í New York og í Arenunni í Verona á Ítaiíu," segir í fréttatilkynningu frá Heimsklúbbi Ingólfs. -----♦-------- Skráning hafin í áramótaferð Útivistar ÁRAMÓTAFERÐ Útivistar í Bása á Goðalandi verður dagana 30. des- ember til 2. janúar og er skráning hafin. „í Básum safnast saman hópur fólks um hver áramót, sem á það eitt sameiginlegt að hafa áhuga á útiveru og að vilja skemmta sér utan ys og þys margmennis. Útivist gerir allt til þess að gera gestum dvölina í Básum skemmtilega. Á kvöldin eru haldnar kvöldvökur þar sem fólk safnast saman við söng, glens og gaman og á gamlárskvöld verður kveikt í áramótabrennu og flugeldum skotið á loft,“ segir í frétt frá Útivist. STARFSFÓLK Hársnyrtistofunnar Pílusar. Hársnyrtistofan Pílus á nýjum stað NÝLEGA var hársnyrtistofan Pílus opnuð aftur eftir flutning í verslunarmiðstöðina Kjarna í Mosfellsbæ. Hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Ragnar Aðalsteinsson hafa átt hársnyrtistofuna í 13 ár en Ingibjörg hefur starfað þar óslitið síðan 1981 fyrst sem nemi síðan sveinn. Anna Pála Pálsdóttir arki- tekt hannaði stofuna, lýsing var í höndum Helga Kr. Eiríks- sonar hjá Lúmex og starfs- menn Álftáróss unnu smíða- vinnu. Auk Ingibjargar starfa hjá Pílusi þau Erna Eyjólfsdóttir, hárgreiðslumeistari, Sesselja Guðmunsdóttir, hárgreiðslu- meistari, Hrefna Þorsteinsdótt- ir, hárgreiðslumeistari, Unnur Sæmunsdóttir, hárgreiðslu- meistari, Lilja Bergmann, hár- greiðslusveinn, Sigurborg Magnúsdóttir, nemi, Bogi Eg- gertsson, nemi og Elfa Kristj- ánsdóttir, nemi. Styrkur til Vímulausrar æsku ANNAÐ árið í röð hefur Hans Pet- ersen gert samning við foreldra- samtökin Vímulausa æsku í tengsl- um við sölu jólakorta. Fær Vímu- laus æska prósentur af öllum kort- um sem Hans Petersen selur, bæði kortum með myndum og venjuleg- um kortum. Þá selur fyrirtækið líka jólapoka Vímulausrar æsku. Á myndinni eru Elísa Wíum, fram- kvæmdastjóri Vímulausrar æsku og Guðrún Eyjólfsdóttir, markaðsstjóri hjá Hans Petersen við undirritun samningsins. Jólakort til styrktar húsbyggingu STYRKTARSJÓÐUR húsbygginga Tónlistarskóla ísafjarðar hefur gef- ið út nýtt jólakort til fjáröflunar fyrir sjóðinn. Styrktarsjóðurinn hef- ur gefið út slík jólakort í mörg ár og jafnan reynt að finna myndefni sem höfðar sérstaklega til ísfirð- inga. Að þessu sinni er á kortinu lit- mynd af málverki frá ísafirði í lok 4. áratugarins. Málarinn, Jón Hró- bjartsson (1877-1946), var kennari á ísafirði um langt árabil og kenndi einkum söng, teikningu og íslensku. Hann var mikils virtur málari, ferð- aðist um landið vítt og breitt, eink- um um Vestfirði og teiknaði og málaði fjöldann allan af myndum, oft eftir pöntunum. Jólakortin eru til sölu á skrifstofu tónlistarskólans og í Bókaverslun Jónasar Tómassonar, ísafirði. íþróttavörur í Grafarvogi SPORTBÚÐ Grafarvogs hefur ver- fatnaður og Danskin ballettföt. ið opnuð í verslunarmiðstöðinni Einnig sé gott úrval af íþróttabún- Torginu, Hverafold. ingum ensku deildarinnar. Sportbúð Grafarvogs er fyrsta íþróttaverslunin í Grafarvogi og Eigendur verslunarinnar eru segir í tilkynningu að helstu vöru- hjónin Erla Levy og Gunnlaugur merki séu Ádidas, Nike, Ozon úlpur Guðmundsson en þau ráku áður og skíðafatnaður, Casall eróbikk söluturninn Foldaskálann. ERLA Levy og Gunnlaugur Guðmundsson í Sportbúð Grafarvogs. RKI á Norðurlandi og Suðurlandi Safnað fyrir konur í Lesótó og Júgóslavíu ■ JUDY M. Foote, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Nýfundnalands, heimsótti Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn 25. nóvember sl. og færði safninu um tuttugu bækur margvíslegs efnis sem allar eru gefnar út á Nýfundnalandi. Myndin sýnir þegar ráðherrann af- henti Einari Sigurðssyni lands- bókaverði ritin. DEILDIR Rauða kross íslands á Norðurlandi hafa hafið söfnun á hannyrðaefnum og er fyrirhugað að senda það sem safnast til Le- sótó þar sem konur munu vinna ýmsan varning úr hráefninu. Þær selja vörurnar og hafa af því nokkrar tekjur en jafnframt verður ágóðanum varið til reksturs heilsu- gæslustöðvar á vegum Rauða kross Lesótó. Söfnunin stendur til 1. mars nk. Söfnun deilda Rauða kross íslands á Suðurlandi á garni og lopa fyrir konur í Júgóslavíu lýkur hins vegar um áramótin og verður gámur sendur utan fljótlega í janúar. í frétt frá RKÍ kemur fram að á Norðurlandi sé fyrirhugað að safna góðum, notuðum og ónotuð- um efnum og efnisafgöngum, svo sem gluggatjöldum og þess háttar, garnaafgöngum, tölum, ptjónum, nálum og öðru sem kemur sér vel við hannyrðir. Afrakstur söfnunar- innar verður sendur utan í gámi. Þeir sem vilja taka þátt í söfnun- inni geta haft samband við Rauða kross deildina í sinni heimabyggð en auk þess veitir svæðisskrifstofa RKÍ á Norðurlandi upplýsingar. Lesótó er fjalllent ríki í Suður-Afríku Deildirnar á Norðurlandi eru 13 talsins og eru í vinadeildasam- starfi við Rauða kross Lesótó. Les- ótó er ijalllent ríki í Suður-Afríku með um tvær milljónir íbúa. Flest- ir íbúanna Iifa af landbúnaði. Rauði kross Lesótó rekur m.a. heilsu- gæslustöðvar í afskekktustu fjalla- héruðum landsins og hafa Rauði kross íslands og deildir hans á Norðurlandi styrkt tvær þeirra. Hvor stöðin um sig þjónar um tíu þúsund manns og er enga aðra læknisþjónustu að fá á svæðunum. Mest áhersla er lögð á fyrirbyggj- andi aðgerðir eins og bólusetning- ar, mæðra- og ungbarnaeftirlit, heilbrigðisfræðslu, næringarráð- gjöf og eftirlit með næringará- standi ungra barna. Auk þess er veitt meðhöndlun við staðbundnum sjúkdómum. Deildir Rauða kross íslands á Suðurlandi eru að hefja vinadeilda- samstarf við Rauða kross Júgó- slavíu. Samstarf verka- lýðs- félaga VERKALÝÐSFÉLAG Prest- hólahrepps hefur undirritað samstarfssamning við Skrif- stofu Verkalýðsfélaganna á Húsavík. Félagssvæði þess er Kópasker, Kelduneshreppur og Öxarfjarðarhreppur. Samstarfssamningurinn byggist á því að Skrifstofan tekur að sér að sjá um fjár- mál, rekstur, félags- og fræðslumál fyrir félagið. Á félagsfundi í Verkalýðsfé- lagi Presthólahrepps sl. sunnu- dag á Kópaskeri var sam- starfssamningurinn sam- þykktur samhljóða og gildir hann frá næstu áramótum. Um hundrað manns er í Verkalýðsfélagi Presthóla- hrepps. Félagsmenn þess hafa hingað til ekki haft aðgang að skrifstofu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.