Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 40

Morgunblaðið - 18.12.1997, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JAFNRÆÐIYIÐ STYRKVEITINGAR SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint því til menntamálaráðu- neytisins, að þeir, sem geri tiliögur um styrkveitingar, séu óhlutdrægir. Þetta er niðurstaða ráðsins vegna kvörtun- ar Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra, vegna setu fulltrúa atvinnuleikhúsa í framkvæmdastjórn Leiklistarráðs íslands, sem fjallað hefur um úthlutun á styrkjum þess. Ný fram- kvæmdastjórn var kosin 6. desember, en í síðustu stjórn áttu sæti þrír fulltrúar, þar af tveir fastráðnir starfsmenn Þjóðleikhússins. Samkeppnisráð telur, að Þjóðleikhúsið starfi á samkeppnismarkaði og því sé ekki eðlilegt, að starfsmenn þess taki ákvarðanir um þessar styrkveitingar. í áliti Sam- keppnisráðs segir m.a. um fulltrúa í framkvæmdastjórninni: „Til þess að taka af allan vafa um óhlutdrægni þeirra skulu þeir ekki vera starfandi hjá samkeppnisaðilum sjálf- stæðu atvinnuleikhúsanna eða hafa einhverra hagsmuna að gæta gagnvart þeim sem um styrkina sækja.“ Þessi niður- staða Samkeppnisráðs er eðlileg og tekur Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, undir það. í viðtali við Morgunblaðið sagði hann sjálfgert að bregð- ast við tilmælum Samkeppnisráðs um að hlutlausir aðilar sitji í framkvæmdastjórn ieiklistarráðs. Samkvæmt stjórn- sýslulögum sé það sjálfgefið, að menn séu vanhæfir að fjalla um mál sem tengist þeim eða þeim stofnunum sem þeir starfi við. í nýrri framkvæmdastjórn sitja nú engir er hafa þau tengsl við Þjóðleikhúsið, sem Samkeppnisráð hefur fjallað um, að mati menntamálaráðherra. Hins vegar verður ekki betur séð en álit Samkeppnisráðs hafi víðtækari þýðingu. Hið sama hlýtur að eiga við um alla þætti menningarlífsins, hvort sem um er að ræða leikhús, kvikmyndagerð eða aðra menningar- starfsemi. Þess vegna má ætla að í kjölfar álits Samkeppnis- ráðs verði gerð könnun á því, hvort tilefni sé til breytinga á öðrum sviðum ekki síður en á vettvangi leikhúsanna. AÐGERÐ SEÐLABANKANS SEÐLABANKINN efndi í upphafi vikunnar til skyndiupp- boðs á svokölluðum endurhverfum verðbréfakaupum, sem fara þannig fram, að bankinn býðst til að kaupa ríkis- bréf af bönkum og verðbréfafyrirtækjum. Upphæðin nam 5,2 milljörðum kröna og verður endurkræf að mánuði liðn- um, þ.e. 15. janúar 1998. Þetta er gert til þess að leysa tíma- bundinn vanda útlánastofnana, sem höfðu of lítið lausafé. Hætta á þenslu var því fyrir hendi og þar með hækkun vaxta. Þetta er nýjung í aðgerðum Seðlabankans. íslenzkur fjár- málamarkaður var tiltölulega frumstæður miðað við það sem gerist erlendis, en síðustu árin hefur hann verið í örri þró- un. Síðustu aðgerðir Seðlabankans eru merki um það. Aðgerð Seðlabankans hafði í för með sér lækkun á mark- aðsávöxtun húsbréfa, verðtryggðra langtímabréfa og óverð- tryggðra bréfa. Metviðskipti urðu á Verðbréfaþingi. Jákvæð viðbrögð markaðarins sýna, að aðgerðin var rétt og fagnaðar- efni er, hve hún var árangursrík. SKIPULAGSMAL HÖFUÐBORGARSVÆÐIS GAGNRÝNI sérfræðings, sem samið hefur áfangaskýrslu um stefnumótun fyrir miðborgina á vegum brezks ráð- gjafarfyrirtækis, er athyglisverð. Það er niðurstaða hans að vinna þurfi að skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins í heild en ekki í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Stór-Reykjavíkursvæðið er einn byggðarkjarni, þótt um sé að ræða sjö sveitarfélög. Það segir sig sjálft, að í skipu- lagsmálum þurfa þessi sveitarfélög, Reykjavík, Seltjarnar- nes, Mosfellsbær, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður og Bessastaðahreppur, að eiga mjög náið samstarf. Þau hljóta að taka mið hvert af annars hagsmunum með margvíslegum hætti. Ábending hins erlenda sérfræðings er enn ein röksemd fyrir því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verði sam- einuð. Morgunblaðið hefur áður lagt til að Reykjavík, Sel- tjarnarneshreppur, Kópavogur og Mosfellsbær sameinist í eitt sveitarfélag og Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaða- hreppur í annað. Það er tímabært að koma hreyfingu á slíka sameiningu. LEIÐARI í BRESKA TÍMARITINU THI Greitt úr öng inu með gjal Leiðari sem birtist nýver- ið í breska tímaritinu The Economist um umferðar- mál hefur vakið mikla athygli. Hér birtist leið- arinn í íslenskri þýðingu og leitað er viðbragða við innihaldi hans hjá sam- gönguráðherra og borg- arstjóranum í Reykjavík. FÁ ÁSTARÆVINTÝRI hafa brunnið jafn heitt á þessari öld og það, sem staðið hef- ur á milli mannsins og bíls- ins. Bíllinn hefur gefið mönnunum frelsi, gert þeim kleift að fara ferða sinna á þægilegan og öruggan hátt og þegar þeir sjálfir vilja — eða með öðrum orðum: Bíllinn hefur valdið byltingu í lífi mannanna. Hann er ekki aðeins eitt af birtingarformum nútímans, heldur sjálf undirstaða hans. Að eignast bíl er draumur millj- óna manna um allan heim og því væri að sjálfsögðu óskandi, að þetta ævintýri gæti staðið enn um áratuga- skeið. Það er þó ekki hægt, því miður. Menn hafa lengi vitað, að bíllinn er ekki bara blessun, heldur líka bölvun. „Við erum að ala við brjóst okkar skrímsli, sem valdið getur gíf- urlegri eyðileggingu," segir í breskri rannsóknarskýrslu, sem gefin var út á sjöunda áratugnum, og umferðar- öngþveitið og mengunin í borgum Evrópu, Ameríku og Asíu hefur síðan gert þann sannleik æ ljósari. Mengunin, sem hugsanlega veldur svokölluðum gróðurhúsaáhrifum og fjallað hefur verið um á ráðstefnunni í Kyoto, kemur að fjórðungi og jafn- vel þriðjungi frá bílaumferð en þó er það í sjálfu sér ekki hún, sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Meira máli skiptir sá staðbundni umhverfis- vandi, sem umferðaröngþveitið veld- ur, mengun, hávaði, ljótleiki og tíma- eyðsla, og sá gífurlegi kostnaður, sem fylgir útþenslu samgöngumann- virkja. Sennilegt er, að bandarískir bílar mengi nú allt að 90% minna en fyrir kannski 30 eða 40 árum en allur sá ávinningur hefur tapast vegna fjölg- unar bílanna. Til að leysa úr umferð- arhnútunum er meira og meira land lagt undir vegi en ástandið versnar þó stöðugt enda heldur umferðar- þunginn áfram að aukast í takt við efnahagslífið. Stjórnvöld gera sér grein fyrir þessu og vita líka, að þrátt fyrir allt er það ekkert vinsælt að leggja sífellt stærri svæði undir malbik og steinsteypu. Hvað skyldi þá vera til ráða? Kjarni þessa vandamáls er alveg ljós: Ódýra bílaumferðin er byggð á blekkingum. Aðeins með því að láta ökumenn borga það, sem þeir kosta samfélagið, er hægt að laga umferð- areftirspurnina að hinu takmarkaða framboði. Ökumenn eiga aðeins tveggja kosta völ: Borgið eða sættið ykkur ella við öngþveitið. Vegirnir verðlagðir Ef uppbygging og rekstur sam- göngumannvirkja verður áfram með sama sniði og sovéski áætlunarbú- skapurinn á sínum tíma, verður af- leiðingin enn meira öngþveiti og jafn- vel sú allshetjaróreiða, sem nú ein- kennir ástandið I Bangkok. Ef vegirnir yrðu á hinn bóginn verðlagð- ir eins og önnur takmörkuð gæði, væri unnt að nýta þá betur og nota auknar tekjur til að efla almennings- samgöngur. Ef ökumenn yrðu að greiða fyrir afnot af vegunum, myndi draga úr umferðinni, almenningsfar- artæki yrðu fljótari í förum og niður- greiðslur til þeirra lækka eða hverfa. Stjórnmálamenn hafa lengi veigr- að sér við að nefna þetta á nafn enda er alltaf erfitt að segja kjósend- um, að nú verði þeir að fara að borga fyrir það, sem verið hefur ókeypis. Sumar ríkisstjórnir eru þó að átta sig á, að ekki sé um neitt annað að ræða. Ekki væri þó skynsamlegt að skattleggja eignarhaldið á bílunum sérstaklega því að það myndi aðeins hvetja fólk til að nota þá sem mest til að hafa upp í fastakostnaðinn, nýja skattinn, tryggingar, önnur gjöld og afskriftir. Rétta leiðin er að gera notkun bílsins dýrari en áður. Sumir vilja gera það með því að hækka eldsneytisverðið en sú aðferð kemur ekki réttlátlega niður. Það er engin ástæða til að refsa þeim, sem aka eftir fáförnum vegum á lands- byggðinni, þegar vandamálið er í borgunum og hraðbrautunum. Veg- argjald, mismikið eftir stað og tíma, gæti hins vegar verið lausnin. Öku- menn gætu þá séð á sérstökum mæli hvað það kostaði þá mikið að vera á ferð í miðborginni á mesta Eigum að íhuga svom HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra segir að það hafi legið lengi fyrir að í nálægum löndum hafi reynst óhjákvæmilegt að Ieggja á veggjöld með einhveijum hætti til þess að standa undir fjárfrekum gatna- eða vegagerðarfram- kvæmdum, brúarsmíði, jarð- göngum og öðru þvíumlíku, þar sem hefðbundnar álögur og skatt- ar á umferðina hafi ekki staðið undir sívaxandi kostnaði við flókna mannvirkjagerð þar sem umferð sé þung. Skuggagjöld „Það hefur verið reiknað út að þar sem umferðaröngþveiti er mest eru frátafir farnar að skipta máli í sambandi við þjóðarfram- leiðsiu og valda þar að auki auk- inni mengun. Allt er þetta í miklu smærri stíl hér á landi, en eigi að síður erum við með það í athugun að taka upp svonefnd skuggagjöld til þess að standa undir fram- kvæmdum við Reykjanesbraut til Hafnarfjarðar og síðar meir Sundabraut og ef til vill tvöföldun Keflavíkurvegar. Svo vitum við að Hvalfjarðargöngin verða fjár- mögnuð með veggjaldi, en úti á landi er umferð ekki svo mikil að slík innheimta standi undir sér,“ sagði Halldór. Um skuggagjöld er að ræða þegar framlög til tiltekinnar fram- kvæmdar úr vegasjóði ráðast af áætlaðri umferð um mannvirkið, án þess að veggjald sé innheimt af hveijum og einum vegfaranda. Halldór sagði að sér fyndist sú hugmynd athyglisverð að hægt yrði að fylgjast með umferð í gegnum gervihnött án þess að það kosti of mikið. Hann sé ekki í vafa um að við eigum að íhuga slíka skattheimtu til þess að reyna að draga úr álaginu þegar umferðar- þunginn er mestur eða reyna að beina þungaflutningum þá leið sem við viljum að þeir fari. „Það er líka hugsanlegt að það opnist möguleikar víðar en hér á Halldór Blöndal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir höfuðborgarsvæðinu á að hægt sé að fá hluta af kostnaðinum til baka með veggjöldum til dæmis á Eyja- fjarðarsvæðinu, þó ég sjái það nú ekki fyrir mér enn sem komið er.“ Áhugaverð umræða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri segir að þarna sé á ferðinni mjög áhugaverð og nauð- synleg umræða, því það sé alveg ljóst að loftmengnun vegna bílsins sé einungis einn hluti þess vanda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.