Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tvö ár frá því grímuklæddir menn rændu útibú Búnaðarbankans Rannsókn haldið áfram berist nýj ar upplýsingar TVÖ ár eru í dag liðin frá því þrír grímuklæddir menn rændu útibú Búnaðarbanka íslands við Vestur- götu í Reykjavík en ekki hefur enn tekist að upplýsa málið. Rannsókn þess var hætt þegar Rannsóknar- lögregla ríkisins var lögð niður á miðju þessu ári en lögreglan í Reykjavík tekur það upp komi fram nýjar upplýsingar eða vís- bendingar. Mennirnir komu að útibúinu í stolnum bíl laust fyrir klukkan hálf ellefu. Voru þeir í bláum vinn- ugöllum með lambhúshettur á höfði. Þeir skipuðu starfsfólki og viðskiptavinum að leggjast á gólfið og stukku tveir þeirra yfir af- greiðsluborðið og hirtu peninga úr kössum gjaldkera. Sá þriðji beindi hagiabyssu að höfði eins gjaldker- ans á meðan. Síðan hlupu þeir út, skildu eftir bíl í gangi framan við bankann og fóru niður með húsinu og að Nýlendugötu. Engu skoti var hleypt af og enginn slasaðist. Lög- Viðskipta- ráðherra óskar upp- lýsinga IÐNAÐAR- og viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við Vátrygg- ingaeftirlitið að það taki saman upplýsingar um endanlegar bóta- fjárhæðir í tilteknum tjónum frá árinu 1993. Dómsmálaráðuneytið óskaði eft- ir því í síðustu viku að viðskipta- ráðuneytið hlutaðist til um að Vá- tryggingaeftirlitið aðstoðaði nefnd, sem vinnur að endurskoðun skaða- bótalaga, við útvegun upplýsinga. Hafði nefndin óskað eftir upplýs- ingum um tjónakostnað trygginga- félaganna vegna 921 máls frá ár- inu 1993. Fulltrúar ráðherra hafa átt fundi með fulltrúum Sambands íslenskra tryggingafélaga og Vátrygginga- eftirlitinu og í framhaldi af því óskar ráðherra nú eftir áðurgreind- um upplýsingum frá Vátrygginga- eftirlitinu. reglan kom fljótlega á vettvang og leitaði þjófanna með aðstoð sporhunds. Ekki var gefið upp hversu miklum fjármunum þjóf- arnir náðu en talið var að það væru um 1,5 milljónir króna. Undir kvöld fannst bíll við Ás- vallagötu sem talið var að rænin- gjarnir hefðu notað en honum hafði verið stolið frá Sigluvogi en bílnum sem þeir skildu eftir við bankann hafði verið stolið í Kópavogi. Núm- eraplötum beggja bílanna hafði verið stolið af bílasölu á Selfossi. Grunur um aðild tryggingasvikara Mánuði eftir ránið í Búnaðar- bankanum voru fjórir menn hand- teknir vegna gruns um trygginga- svik. Hófst rannsókn á þeim málum eftir að einn þeirra hafði sviðsett innbrot og svikið út bætur fyrir „stolna" búslóð. Mennimir vom fundnir sekir um að hafa sviðsett þijú umferðarslys og eina íkveikju í bíl, veitt sjálfum sér áverka og fengið bætur, m.a. fyrir vinnutap. Nokkram dögum síðar kviknaði granur hjá lögreglunni um að þrír mannanna gætu átt aðild að ráninu í Búnaðarbankanum. Við húsleitir komu fram upplýs- ingar og gögn sem vöktu þessar gransemdir og í frétt frá Rann- sóknarlögreglu ríkisins sagði að fyrir lægi að þeir hefðu á síðasta ári skipulagt og undirbúið að fremja vopnað bankarán þar sem átti m.a. að nota skotvopn, stolna bíla með stolnum númeraplötum, klæðast dökkum samfestingum og hettum og komast undan eftir fyr- irfram skipulögðum flóttaleiðum. Rannsókn lögreglunnar beindist að því að upplýsa að hve miklu leyti þessi undirbúningur hefði tengst ráninu í Búnaðarbankanum. Þá var strax rannsakað hvort tengsl væra milli þessa ráns og ráns í Lækjargötu í febrúar 1995 þegar rúmum 5 milljónum króna var stplið af starfsmönnum Skelj- ungs. í það skiptið höfðu ræningar einnig stolið bíl og skilið hann eft- ir við Ásvallagötu. í september 1996 voru mennirn- ir fjórir dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða til tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir tryggingasvikin. Málinu haldið opnu Ekki hefur tekist að upplýsa málið enn sem komið er en Búnað- arbankinn hét, nokkrum dögum eftir ránið, einni milljón króna fyr- ir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku þeirra sem rændu úti- búið. Þegar Rannsóknarlögregla ríkisins var formlega lögð niður með breytingum á skipan lögreglu- mála á miðju árinu fluttist málið til rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Þar er því haldið opnu en ekki verður aðhafst í því nema nýjar upplýsingar berist sem varp- að geti á það nýju ljósi. Hross fyrir bíl og drapst HROSS drapst á Snæfellsnesi í gærmorgun þegar það lenti fyrir fólksbíl við Haukatungu í Kolbeinsstaðahreppi. Öku- maður var einn í bílnum og var til öryggis fluttur til að- hlynningar lækna. Bíllinn skemmdist ekki mikið en talið er að hrossið hafi drepist samstundis. Hafði það verið í stóði innan girðing- ar en einhvern veginn sloppið út. Þurrt var og aðstæður all- ar góðar en ekki var þó orðið bjart af degi. Lögreglan í Stykkishólmi var við hraðamælingar í gær- dag og sögðu lögreglumenn að ökumenn hefðu undanfarið haft tilhneigingu til að færa upp ökuhraðann, mönnum fyndust aðstæður eins og á sumardegi. Brutu rúður og skemmdu bíla LÖGREGLAN í Reykjavík greip tvo átján ára pilta á hlaupum í fyrrinótt eftir að þeir höfðu brotið rúður og skemmt bíla. Sjónarvottur sá til þeirra og lét lögregluna vita. Piltarnir tveir höfðu skemmt bíla við Túngötu, Holtsgötu, Framnesveg og á Grandasvæðinu, m.a. brotið rúður og luktir og rifið af þeim loftnet. Einnig var talið að þeir hefðu brotið rúður á Framnesvegi. Eftir að lög- reglunni var gert viðvart fann hún piltana fljótlega og hljóp þá uppi. Bílvelta í Ölfusi MAÐUR missti stjóm á bíl sín- um þegar hross hljóp skyndi- lega út á veginn í Ölftisi I gær. Bíllinn lenti út af veginum og valt. Tvennt var í bílnum og var farþeginn fluttur á slysadeild í Reykjavík til rann- sóknar. Bíllinn var óökufær og þurfti að fjarlægja hann af vettvangi með kranabíl. Morgunblaðið/Júlíus ÞRÍR sérsveitarmenn lögreglunnar fylgdu eftir manni með sporhund þegar hann rakti slóð bankaræningjanna í Vesturbænum. Talsmaður Fóðurblöndunnar segir fóðurverð hér 35-40% hærra en i Danmörku Fóðurverð skýrir ekki verðmun GUNNAR Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Fóðurblöndunnar, segir verð á fóðri hér á Iandi 35-40% hærra en í Danmörku, en ekki 80-90% hærra eins og fram kom í viðtali við Ólaf Jón Guðjóns- son, einn eigenda Móakjúklinga í Morgunblaðinu í gær. Gunnar seg- ir að fóðurverðið sé ekki megin- skýringin á hærra verði kjúklinga hér á landi heldur en í nágranna- löndunum. Gunnar segir að staðgreiðslu- verð á fóðri í Danmörku sé um 23 krónur kílóið, en um 31 króna á íslandi. „Það sem ræður verðmis- muninum á fóðri er smæð markað- arins og flutningskostnaðurinn á hráefninu og hugsanlegur gæða- muriur á blöndum." Ólafur Jón sagði einnig að fóður- gjald hefði áhrif til hækkunar á fóðurverði. Samkvæmt lögum er leyfí til innheimtu allt að 55% fóðurgjalds af innfluttu fóðri eða hráefni til fóðurgerðar en í reglu- gerð frá 31. júlí 1996 er tiltekið að endurgreiða skuli fóðurgjald til innflytjenda eða framleiðanda að mestu. Haldið er eftir 80 aurum á kíló hráefnis til fóðurgerðar og 7,80 krónum af fóðurblöndum. Kjúklingaframleiðendum var haldið í klafa Gunnar segir verndartolla einnig vera til staðar í Evrópusambandinu gagnvart fóðri sem flutt væri frá íslandi, en þar yrði haldið eftir tólf krónum af hveiju kílói af fóðurblöndu. Gunnar segir að helstu skýring- ar á hærra kjúklingaverði hér á landi séu strangara aðhald og eftir- lit í heilbrigðismálum, til dæmis sé notkun vaxtarhvetjandi efna bönnuð hér. „Það er heldur ekkert leyndarmál að kjúklinga- og svína- kjötsframleiðslunni var haldið í klafa af stjórnvöldum í áratugi. Þeir fengu ekki að flytja inn betri stofna eða endurbæta þá sem fyrir voru. Stofnarnir sem voru í notkun voru mjög óhagkvæmir. Þessar greinar fengu heldur ekki eðlileg fjárfestingalán frá stofnalánadeild landbúnaðarins því landbúnaðar- geirinn var á móti þessari fram- leiðslu. Á síðustu 3-5 áram hefur þetta verið að breytast. Nú hefur átt sér stað geysilega ör þróun í svína- og kjúklingaframleiðslunni. Það varð bylting á síðasta ári þeg- ar leyft var að flytja inn hagkvæm- ari stofna. Kjúklingaverð hefur lækkað að raunvirði um 30-40% á síðastliðnum 10 áram. Framleið- endurnir þurfa frið í 2-3 ár í við- bót til að ná aukinni hagkvæmni, þeir era með miklar byrðar á bak- inu vegna þess að þeim hefur ver- ið haldið í klafa.“ Segja rafmagnsverðr ekki vera skýringuna í máli Ólafs Jóns í Morgunblað- inu í gær kom einnig fram að ein skýring á mismunandi kjúklinga- verði hér og í nágrannalöndum væri hærra verð á raforku hér á landi. Þorleifur Finnsson, forstöðu- maður markaðsmála hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, segir það ólíklegt að rafmagnsverðið hafi veraleg áhrif í þessum efnum. Rafmagnsverð hér á landi sé svip- að eða nokkuð hærra en á Norður- löndum, en lægra en í öllum öðram Evrópuríkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.