Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKI jólasveinninn. í ævintýraheimi MYNPLIST Hafnarborg MYNDSKREYTINGAR BRIAN PILKINGTON Til 23. des. Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. í HAFNARBORG er sýning sem ætti að létta mönnum lund í jólaann- ríkinu og höfða sérstaklega til þeirra sem yngri eru. Þar getur að líta úrval af myndskreytingum Brians Pilkingtons, sem margar hverjar eru tengdar jólahátíðinni og jólasveinin- um. Um þessar mundir kemur einn- ig út bók sem hann hefur mynd- skreytt við sögu eftir Guðrúnu Helgadóttur, sem heitir „Englajól". Ef menn kannast ekki við nafnið Brian Pilkington þá er næsta víst að menn hafi séð myndir eftir hann, því hann hefur myndskreytt 15 barnabækur og átt myndir í um átta- tíu bókum, auk myndskreytinga á bókakápum, auglýsingum, jólakort- um, veggspjöldum og eflaust fleira. Af þessu að dæma er ekki ólíklegt að hann sé einn víðkunnasti mynd- listar- eða myndgerðarmaður, starf- andi hér á landi í dag. Það þarf ekki að hanga lengi fyr- ir framan myndir Brians til að átta sig á því að hann er mikill fagmaður á sínu sviði. Og það er rétt að leggja áherslu á að myndskreytingar, eða myndlýsingar, eru sérstakt svið myndgerðar, sem krefst sérhæfingar og þjálfunar, sem sést best af því að Brian á að baki langt nám í myndskreytingum, fyrst fimm ár hjá meistara í Liverpool og síðan þriggja ára nám til B.A. gráðu við listaskóla í Leicester. Brian Pilkington er fæddur í Liv- erpool á Englandi 1950, en hann hefur búið hér á landi frá 1976. Bamabækur hafa verið aðalvettvang- ur hans og á sýningunni eru margar myndraðir úr bamabókum sem hann hefur myndskreytt. Það er erfítt að velja úr einhveija eina, því þær era margar skemmtilegar, en þó fannst mér að meðferð Brians á ævintýrinu um þá Bakkabræður, Gísla, Eirík og Helga, dragi fram það besta í honum. Hann skapar ekki aðeins lifandi og skoplegar senur, heldur sést vel í þeirri seríu hversu haganlega hann hefur búið ævintýrinu umgjörð og baksvið. Brian hugar vel að öllum smáatriðum og það er hægt að iiggja yfir myndunum og gaumgæfa þær (eins og búast má við að börn geri). Hann hefur greinilega gaman af því að útfæra íjölmennar hópsenur þar sem margt er að gerast í sömu andrá. Sá sem myndskreytir sögu getur gert geysilega mikið fyrir hana með sviðsetningu og karaktersköpun, og það er greinilegt að Brian gerir sér far um að búa til lítinn myndheim og lifa sig inn í hann. Andinn í mynd- unum er bjartur og glaðlyndur, jafn- vel tröll og forynjur era trúðslegar. Myrkraöfl og óvættir eiga ekki greiða leið í þennan heim. Það er athyglis- vert að sjá hvemig Brian hefur aðlag- að erlendar fyrirmyndir íslenskum menningarheimi, eins og í mynd hans af íslensku jólasveinunum, sem eiga eitthvað skylt við dvergana í teikni- mynd Disneys um Mjallhvíti. Menn skyldu ekki vanmeta gildi góðra myndskreytinga fyrir hugar- heim barna, en maður þarf ekki að vera barn til að kunna að meta myndir Brians Pilkingtons. Gunnar J. Árnason ______________JiiW .._______________________I FALLEGRI » FUÓTARI « HL)ÓDLÁTARI » ÖRUGGARI » SPARNEYTNARI » ÓDYRARI m ASKO flokks /rönix Sænskar og sérstakar frá hátúni6a reykjavIk sImi 552 4420 Orð verða ljóð með rími og ljóðstöf- um. En modemisminn lætur hann ekki heldur ósnortinn. Ljóð Eyþórs Rafns snúast mörg hver um mannlega velferð og framtíð mannkyns og sýnast þá yfirhöfuð stefna til jákvæðrar niðurstöðu. Ekki spillir það. En þeim, sem vill bæta og breyta, hættir gjarnan til að deila og predika. Reynslan sýn- ir að ljóðformið er jafn- EyþórRafn an brothætt þegar á Gissurarson það leggst þungi hug- sjóna. Borgarryk er hvorki betra né verra en önnur ljóð skáldsins en sýnir mætavel hvað Eyþór Rafn er að fara: BÆKUR Ljóð GJÖF eftir Eygló Jónsdóttur og Eyrúnu Osk Jónsdóttur. 34 bls. Hafnarfirði, 1997. ÖLDUR eftir Eyþór Rafn Gissurason. 50 bls. Útg. Pjaxi ehf. Prentun: Svart- list ehf. Garðabæ, 1997. MÆÐGUR tvær, Eygló Jóns- dóttir og Eyrún Osk Jónsdóttir, senda frá sér ljóðabókina Gjöf. Þær víxla ljóðum sínum hvert innan um annað. Því munu þær ætlast til að litið sé á bókina sem órofa heild. Mæðgurnar yrkja um vorið og ást- ina og það sem á eftir fer, það er að segja vetur og söknuð. Það eru viðkvæm efni eins og annað sem tilfinningunum við kemur 0g feg- urðinni tilheyrir. Ljóð mæðgnanna vekja ljúfar'kenndir og það er gott. En þau era hvergi stórbrotin. Sums staðar eru notuð of mörg orð, ann- ars staðar orð sem naumlega svara til réttra blæbrigða. Hvort heldur maður yrkir um hversdagslífið eða eitthvað annað, að eigin mati háleit- ara, má ljóðið sjálft aldrei verða hversdagslegt. Það verður að vera meira en mælt mál skipt niður í ljóðlínur. Ljóð hlýtur ennfremur að vera eitthvað meira en yfirlýsing um hugarástand manns - eigi það að rísa undir nafni. Þetta er enginn áfellisdómur yfir þeim mæðgum sérstaklega, ekki fremur en öllum fjöldanum sem fæst við ljóðagerð sem dægradvöl og er að senda frá sér smásýnishorn iðju sinnar þessi árin. Áhugi þeirra mæðgna á ljóðlist- inni leynir sér hvergi. Og það er auðvitað lofsvert út af fyrir sig. BÆKUR Þýdd skáldsaga FELLUR MJÖLL í SEDRUSSKÓGI eftir David Guterson. Þýðandi Ami Óskarsson. Mál og menning, 1997 - 374 bls. BÁTUR finnst á reki og sjómað- urinn reynist vera fastur í netinu. San Piedro byggja um fimm þús- und manns, mest bændur og sjó- menn og óútskýrðir atburðir á borð við þennan eru sjaldgæfir. Það er áratugur liðinn frá stríðs- lokum en það er grunnt á sárin. íbúarnir eru innflytjendur af ólíku þjóðerni en unga kynslóðin inn- fæddir Bandaríkjamenn. Samt er langt í land með að allt verði eins og fyrir stríð. Þá vann fólk baki brotnu til að eiga í sig og á en tími var fyrir krakkana að leika sér saman. Miyomoto fjölskyldan vann við jarðabeijarækt hjá Heine úöl- skyldunni og keypti svo af henni landskika á afborgunum. Þótt eyj- an sé lítil er hún partur af heimin- um 0g það er stríð. Japanir gera árás á Perluhöfn og daglegt líf kemst í uppnám. Strax byija of- sóknir í garð íbúa frá Japan og að lokum eru þeir allir fluttir frá eyjunni og í búðir, í raun í fanga- búðir. Fjölskyldum er jafnvel stíað í sundur. Ungir karlar fara í herinn og eftir stríðið snúa þeir einn af öðr- um til San Piedro. Japanskættaðir karlar voru sendir til Evrópu en þeir sem voru ættaðir þaðan börð- Ætli þeim takist ekki best upp þegar þær hverfa sem lengst frá eigin sjálfi en taka þess í stað að fást við mynd- mál ljóðsins. Hvort sem nú Vetur getur talist með betri ljóðum bók- arinnar, það má vera álitamál, getur það vel hentað sem sýnishorn, en þar hefja skáldkon- umar sig upp yfir hið sjálfhverfa tilfinninga- líf 0g bregða fyrir sig talsvert margslungnu líkingamáli: Barn sólar norpar tinandi undir ísfjalli. Fákar hrímfextir þeysa hvíandi yfir snjóöldur. Um himnasali þeytir hamremi ísnöglum að bijósti Jarðar. Öldur Eyþórs Rafns er meiri bók, bæði að stærð og fjölbreytni. Eyþór Rafn er maður kennaramenntaður og má sjá þess merki í bók hans. T.d. bregður hann fyrir sig ljóða- hætti, en það telst einmitt í verka- hring kennarans að benda nemend- um sínum á einkenni fornra bragar- hátta. Eitt ljóð Eyþórs Rafns heitir slétt og fellt Orð. En sú var tíðin að skáldin veltu mjög fyrir sér þeim framkjarna ljóðsins; ortu jafnvel um það langa bálka. Eyþór Rafn hefur dvalist í París og Suður-Frakklandi og mun vera mæltur á frönsku. Samt verður ekki séð að hann sæki margt til suðrænna skálda. Aug- ljóst er að hann er enn leitandi, bæði hvað varðar form og innihald. Sonnettu yrkir hann sem hann nefnir Missi. Og kvæði yrkir hann sem heitir Trillan. Það er einnig ust við Japani. Allir hafa lent í stríðsátökum og allir bera skaða af, mis sýnilegan en innilokaðan. Vináttutengsl hafa rofnað. En baráttan fyrir brauðinu er enn hörð og jafnvel enn harðari en áður þar sem eigur japanskætt- aðra borgara hafa rýrnað á einn eða annan hátt í stríðinu. Þeir þurfa því margir hveijir að byija á núlli. Þegar líkið af Carl Heine finnst berast böndin fljótt að Kabuo Miyomoto. Fortíðin og for- dómarnir blossa upp. Þeir eru á báða bóga. Réttarhöld eru haldin og saga San Piedro er sögð um leið. Sagan er margbrotin og flakkar frá einu sjónarhorni til annars. Allir hafa misst eitthvað en draumsýnin rek- ur menn áfram, um lífið eins og það var eða hefði getað orðið, ef ekki hefði verið stríð. Vangaveltur um örlög og tilviljanir, skynsemi og tilfinningar, um sanngirni og samskipti eru fyrirferðamiklar. Sumir ná tökum á lífinu þrátt fyr- ir missi. Aðrir ekki. Ástir fólks af ólíkum uppruna eiga undir högg að sækja við þessar kringumstæð- ur. Uppruninn hverfur ekki við bandarískan ríkisborgararétt og árekstrar því óumflýjanlegir. Vel tekst að flétta saman sögu samfélagsins, veðráttu og náttúru. Réttarhöldin eru dramatísk en auð- skilin. Spilað er á tilfinningar og fordóma lesenda um leið og kvið- dómenda. Lesandinn fær þó að vita meira en kviðdómendur. Framtíð staðarins er í höndum kviðdómenda, allt þar til eyjar- skeggjar taka við sér. Kristín Ólafs það er undravert hve margir laxar synda í borginni og finna ekki ána sína það er undravert hve margir falla fram af bjargbrún í leit sinni í menguðu andrúmslofti það er undravert að þær langanir sem ættu að lifa dofna í ryki stígsins sem hefur engan áfangastað Það leiða óhapp hefur orðið við prentun þess eintaks, sem undirrit- aður hefur undir höndum, að hálf örk, bls. 9 - 16, stendur á höfði. Að öðra leyti sýnist þokkalega til útgáfunnar vandað. Erlendur Jónsson Tveir hlutu Styrk Snorra Sturlusonar TUTTUGU og fimm umsóknir bár- ust frá fímmtán löndum um Styrk Snorra Sturlusonar sem veittur er í sjötta sinn. Tveir hlutu styrkinn fyrir árið 1998 að þessu sinni, prófessor Ed- mund Gussmann, Kaþólska háskól- anum í Lublin í Póllandi, og dr. Andrey V. Pilgun, fræðimaður og bókaútgefandi í Moskvu. Edmund til að vinna að handbók um hljóð- fræði, m.a. hljóðfræði íslensku, sem Cambridge University Press mun gefa út. Dr. Andrey til að fást við lýsingar í miðaldahandritum og yf- irfærslu handrita í tölvutækt form. í úthlutunarnefnd styrkjanna eiga sæti Úlfar Bragason forstöðu- maður Stofnunar Sigurðar Nordals, Helga Kress prófessor og Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur. í tilefni 750. ártíðar Snorra Stur- lusonar 23. september 1991 ákvað ríkisstjórn íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina sem gefnar voru út 1992 skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöf- undum, þýðendum og_ fræðimönn- um til að dveljast á íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þijá mán- uði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði innanlands. Það er stofnun Sigurðar Nordals sem auglýsir styrkina og tekur á móti umsóknum. I skugga stríðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.