Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 33 ERLENT H "VER er uppspretta valdsins í íslömsku ríki sem lýtur klerkastjórn? Um þetta takast nú á tvær fylkingar ráðamanna í íran og vísbendingar sem ekki verða dregnar í efa gefa til kynna að hart sé barist um völdin í landinu. Misvísandi yfirlýsingar íranskra ráðamanna, m.a. um afstöðuna til Bandaríkjanna, benda til þess að tekist sé á um slík grundvallarat- riði að hér kunni að vera um að ræða alvarlegasta vanda sem klerkastjórnin hefur staðið frammi fyrir í 18 ára sögu íslamska lýð- veldsins. Það vakti eðlilega heimsathygli er Mohammed Khatami, forseti írans, lýsti yfir því á sunnudag að hann vonaðist til þess að unnt reyndist að bæta samskiptin við Bandaríkjamenn hið fyrsta. Ríkin hafa lítil sem engin formleg sam- skipti átt frá árinu 1979 er þjóð- ernissinnaðir bókstafstrúarmenn steyptu stjórn Reza Pahlavi keis- ara. Pahlavi var almennt álitinn handbendi Bandaríkjamanna og málflutningur fylgismanna bylt- ingarleiðtogans útlæga, Ayatollah Ruhollah Khomeini, reyndist falla í fijóan svörð enda einkenndi bæði spilling og vanhæfni stjórn keisar- ans. Vilji til „vitrænnar samræðu“ Yfirlýsingar Khatami voru öld- ungis þvert á allan málflutning ír- anskra ráðamanna síðustu 18 árin. Forsetinn sagði á fundi með blaða- mönnum að hann vonaðist til þess að bandarískir stjórnmálamenn skildu nú betur „kall tímans og hina raunverulegu stöðu mála.“ Khatami kvaðst vænta þess að unnt reyndist að koma á „vitrænni samræðu“ Bandaríkjamanna og írana sem stuðlað gæti að friði, gagnkvæmu öryggi og stöðug- leika. Viðstaddir fréttamenn ráku síðan upp stór augu er forsetinn lýsti yfir því að hann bæri „mikla virðingu fyrir hinni merkilegu þjóð, Bandaríkjamönnum.“ Þótt Khatami forseti hafi ekki tilgreint nánar hvemig hann hyggst beita sér fýnr bættum samskiptum ír- ana og Bandaríkja- manna vekja orð hans sérstaka athygli ekki síst þar sem þau eru þvert á þau sem æðsti trúarleiðtogi írana, Ayatollah Ali Khameini, lét falla í ræðu á fundi leiðtoga íslamskra ríkja í Teheran í liðinni viku. Þar fordæmdi hann Bandaríkin og allt það sem bandarískt er sem upp- sprettu hins illa í heimi hér. Stórsigur umbótasinnans Khatami var kjörinn forseti Iran í kosningum í maímánuði og vöktu þau úrslit mikla athygli. Hann kom fram sem fulltrúi hófsamra afla innan klerkaveldisins og boðaði umbætur á mörgum sviðum þjóð- lífsins, sem flestar áttu það sam- eiginlegt að fela í sér fyrirheit um að slakað yrði nokkuð á trúarleg- um kennisetningum um framferði guði þóknanlegt. Khatami sigraði fulltrúa rétttrúnaðarmanna auð- Baráttan um völdin magnast í Iran Klerkar deila um uppsprettu valdsins * Yfírlýsing Mohammed Khatami, forseta Iran, þess efnis að hann vilji stuðla að bættum samskiptum við Bandaríkin er með þeim --------------------------->-------- merkari sem frá landinu hafa borist á seinni árum. Asgeir Sverris- son segir orð forsetans bregða ljósi á þá valdabaráttu sem nú er háð í íran og gerir grein fyrir ágreiningi klerkanna sem landinu stjóma. Tvær fylking- ar takastá um vöidin veldlega í fyrstu umferð kosning- anna og fékk um 70% fylgi. Var sá sigur mun stærri en menn höfðu ætlað og var hann túlkaður sem skýr skilaboð um að íranir teldu tímabært að fijálslyndari viðhorf fengju aukið vægi í samfélaginu. Jafnframt þótti ýmsum sýnt að bókstafstrúarmenn í æðstu stöðum myndu ekki leggja árar í bát þótt fulltrúi þeirra hefði fengið þessa útreið í kosningunum. Valdabar- átta virtist í uppsiglingu. Nú verður tæpast um það deilt að þetta mat var rétt. Khatami tók við embætti í ágústmánuði og hef- ur varfærni þótt einkenna fram- göngu hans, svo mjög raunar að vonbrigða hefur strax orðið vart í íran, einkum á meðal kvenna og ungs fólks, dyggustu stuðnings- manna hans. Ætla verður að for- setinn hafi viljað kanna hvert svigrúmið væri. Að auki er það svo, og undir það hafa hafa fylgis- menn forsetans tekið, að óljóst er nákvæmlega hver staða hans er innan valdakerfisins sem þróast hefur í íran síðustu tvo áratugina. Þótt stórmerkilegt megi teljast að Khatami hafi nú, i anda þeirrar umbótastefnu sem hann boðaði, rétt „Stóra Satan“ sáttahönd, eru --------- þessi ummæli hans til marks um ágreining um annað og meira en utan- ríkisstefnu ríkisins. Tvær _________ fylkingar takast nú á um völdin í klerkaveldinu. Annars vegar ræðir um íhalds- menn sem lúta stjórn trúarleiðtog- ans Ayatollah Khameini. Á hinum vængnum í stjórnmálum landsins eru umbótasinnar og er Khatami forseti helsti foringi þeirra og sá sem vonir eru bundnar við. Trúin á undan ríkisvaldinu Ágreiningur þessara fylkinga er djúpstæður, snertir í raun sjálfan grundvöll ríkisins og merkingu hugtaksins „íslamskt lýðveldi". Khameini og áköfustu bókstafs- trúarmennirnir fylgja þeirri heim- speki að trúin komi á undan ríkis- valdinu þ.e. að uppspretta valdsins sé guð sjálfur en ekki mannasetn- ingar um sáttmála sem grundvöll þjóðskipulagsins. Vald sitt fái „hinn æðsti stjórnandi", þ.e. trúar- leiðtoginn Khameini í þessu tilfelli, Reuters MOHAMMAD Khatami, for- seti Irans, ásamt embættis- mönnum. beint frá guði. Honum beri því að hlýða í einu og öllu þar eð orð hans séu lög. Þessir menn telja samkvæmt ofansögðu að lýðræði, kosningar og þjóðþing séu vestræn fyrirbrigði sem ekkert erindi eigi við hina rétttrúuðu. Fylgismenn Khatamis telja hins vegar að takmarka beri völd trúar- leiðtogans. Með sama hætti vilja þeir að hlutur forsetans verði auk- inn í valdakerfinu þar eð hann sé beint kjörinn af þjóðinni. Einhverj- ir þeirra munu hafa gengið svo langt að krefjast þess að trúarleið- toginn verði einnig kjörinn í al- mennum kosningum. Uppspretta valdsins sé hjá fólkinu í landinu sem lýsi vilja sínum í kosningum. Þá vilja umbótasinnar þessir að aukið umburðarlyndi verði innleitt í landinu. Þetta á ekki síst við um stöðu kvenna sem enn eru ofur- seldar opinberu eftirliti og kenni- setningum sem takmarka at- hafnafrelsi þeirra. Stórir hópar yngra fólks binda einnig vonir sín- ar við að þessi öfl geti losað um þau tök sem klerkaveldið hefur á þjóðlífinu. í stuttu máli er ágreiningur þessi um þvílík grundvallaratriði að tæp- ast verður séð að hann gæti rist dýpra. Sjálfar forsendur valdsins hafa verið dregnar í efa og kynnt hafa verið sjónarmið sem fela í sér að stjómskipan ríkisins yrði bylt. Á síðustu vikum hafa umbóta- öflin virst í nokkurri sókn í íran. Þing landsins lagði blessun sína yfir ráðherra þá sem Khatami hafði tilnefnt eftir harðar deilur. Forset- inn skipaði á dögunum sérstaka nefnd sem ætlað er að endurskoða stjórnarskrá íslamska lýðveldisins. Mesta athygli vakti þó sú tilkynn- ing stjórnvalda í íran að fallist hefði verið á ákvæði alþjóðlegs sáttmála er kveður á um bann við framleiðslu efnavopna. Staðfesting sáttmálans mun fela í sér að íran- ir þurfa að hleypa erlendum eftir- litsmönnum inn í landið auk.þess sem þeir munu þurfa að láta af hendi upplýsingar um núverandi vopnabirgðir. Þessi ákvörðun gefur mjög ákveðnar vísbendingar um að fylgismenn Khatamis hafi ráðið ferðinni og gefur til kynna að al- vara búi að baki þeim orðum hans að hann vilji stuðla að bættum samskiptum islamskra ríkja og þeirra vestrænu. En þótt forsetinn hafi ef til vill haft betur í einni glímu við áköf- ustu einangrunarsinnana fer því ijarri að draga megi of víðtækar ályktanir af stöðu hans innan valdakerfisins. Margir þeirra sem sérfróðir eru um írönsk stjórnmál telja að Khat- ami hafi ekki til að bera þá pólitísku hæfileika og slægð sem nauðsynlegir séu á þessum leikvelli. Forsetinn hafi allskýrar hugmyndir um hvert hann vilji leiða þjóðina en skorti skriðþunga til að laða valdastofnanir og aðra háttsetta ráðamenn til fylgis við sig. Afstaða Rafsanjani kann að vega þungt í þeirri valdabaráttu sem nú er hafin verður horft sérstaklega til tveggja ráðamanna í íran sem gætu haft veruleg áhrif á með hvaða hætti þessum átökum lykt- ar. Fyrstan skal nefna Akhbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseta, sem enn er mjög valda- mikill og fer fyrir sérstöku ráði leiðtoga sem aftur eru fulltrúar hinna ýmsu valdahópa í landinu. Hinn er Hossein Ali Montazeri, 75 ára erkiklerkur, sem forðum þótti líklegastur til að verða eftir- maður Khomeinis trúarleiðtoga. Rafsanjani, sem var forseti þingsins áður en hann varð forseti Iran, er að margra mati enn næst, valdamesti maður landsins á eftir trúarleiðtoganum Khameini. Raf- sanjani studdi Khatami í forseta- kosningunum og var forðum talinn fremur hófsamur. Hann þykir hins vegar heldur hafa hallað sér að íhaldsöflunum á síðustu mánuðum þótt ekki sé nákvæmlega vitað hvar hann stendur í þeirri valda- baráttu sem fram fer því hann hefur hann einnig tekið undir það sjónarmið að æðsti trúarleiðtoginn sé ekki yfir gagnrýni hafinn og látið í ljósi efasemdir um guðlegan uppruna valds hans. Rafsanjani er talinn til þeirra stjómmálamanna sem leggja sérstaka ást á valdið valdsins vegna. Hann mun því lík- lega forðast að taka beina afstöðu í deilunni en áhrif hans á bakvið tjöldin gætu ráðið úrslitum. Ayatollah Montazeri hefur verið talinn til „andófsklerka“ í íran frá því honum var hafnað sem eftir- manni Khomeinis árið 1989 en þá hafði hann gagnrýnt stjórnina m.a. fyrir refsigleði hennar og öfgar í tilteknum efnum. Ayatollah Montazeri hefur að undanförnu farið fyrir hópi klerka sem tak- marka vilja vald „æðsta leiðtog- ans“ og sagt er að þeir styðji Khat- ami forseta í valdabaráttunni. Þessari meintu „aðför“ að trúar- ieiðtoganum hafa fylgismenn Kha- meinis svarað með mótmælum á götum úti m.a. í hinni helgu borg Qom þar sem múgur og marg- menni gerði aðsúg að skrifstofu Ayatollah Montazeri. „Hófsömu öflin“ loks fundin Það þótti á sínum tíma til marks um spaugilega einfeldni banda- rískra ráðamanna þegar þeir, í forsetatíð Ronalds Reagans, brutu eigin reglur í því skyni að komast í samband við svonefnd „hófsöm öfl“ í íran. Þau öfl reyndust ein- faldlega ekki vera fyrir hendi í landinu en flugskeytin sem afhent voru í skiptum fyrir erlenda gísla í Líbanon voru vel þegin. Nú eru sannanlega komnir fram hófsam- --------- ari ráðamenn í íran eins og ummæli Khatamis eru til marks um. Ná- kvæmlega hvernig stjórnvöld í Bandaríkjun- um bregðast við kann að skipta sköpum. Bandaríkjamönn- um er hins vegar vandi á höndum þar eð ekki er nákvæmlega ljóst hversu sterk staða Khatami er í þeirri valdabaráttu sem fram fer og hvert umboð hann hefur til að vinna að bættum samskiptum ríkj- anna. Sigur Khatami í maí markaði þáttaskil í íran enda var oft haft á orði að hér væri um annað og meira en forsetakjör að ræða. Miklu fremur væru kosningarnar „þjóðaratkvæði um klerkastjórn- ina“. Margir hefðu að óreyndu tal- ið nánast óhugsandi að slíkur leið- togi kæmi fram á sjónarsviðið í þessu strangtrúarríki. Baráttan sem nú fer fram um völdin er því barátta um íran framtíðarinnar, stöðu ríkisins í þessum heimshluta og samskiptin við vesturlönd. Telja vald leiðtogans komið frá guði Bandaríkjaforseti segist vilja endurskoða samskiptin við írani og býður þeim til viðræðna Blendin viðbrögð í Teheran Teheran, Washingfton, Baghdad. Reuters. VIÐBRÖGÐ íjölmiðla í íran við boði Bills Clintons Bandaríkjafor- seta um „einlægar“ viðræður við írani voru blendin í gær. Á óvenju löngum blaðamannafundi sem for- setinn hélt í fyrrakvöld sagði hann að bandarísk stjórnvöld hygðust endurskoða samskiptin við írani. í ræðu sinni brást Clinton við yfirlýsingu Mohammads Khatami, forseta Irans, frá því á sunnudag þar sem hann lýsti yfir vilja til að bæta samskipti írana og Banda- ríkjamanna. Bauð Clinton Irönum að ganga til viðræðna án þess að leggja jafnframt fram kröfu um að þeir létu af apdstöðu sinni við frið- arsamninga Israela við nágranna- þjóðir sínar. Hins vegar sagðist hann biðja írani eins og aðrar þjóð- ir að láta af stuðningi sínum við hryðjuverkamenn. Bauð Bandaríkjaforseti írönum til viðræðna, líkt og Kínvetjum fyrr á árinu. „Ég held að við verðum að geta rætt þessa hluti til að geta átt einlægar viðræður, rétt eins og við höfum rætt af einlægni við Kín- veija. Við þurfum ekki að vera sam- mála um allt. En menn verða að geta rætt saman af einlægni, jafn- vel þegar þeir eru ósammála.“ Sagðist Clinton vona að takast mætti að brúa þá gjá sem væri milli þjóðanna og að mögulegt yrði að ríkin tækju upp viðræður um nálgun og samstarf. Engar ákvarð- anir hefðu þó enn verið teknar en honum þætti það miður að Banda- ríkin og íranir störfuðu ekki sam- an. „Vera kann að í fyrsta sinn frá árinu 1979 sé við völd [í íran] leið- togi sem hefur áhuga á þessu . . . Úrslitaspurningin er hins vegar hvort Khatami forseti hefur einnig vald til að koma að [samninga]borð- inu,“ sagði Clinton. Viðbrögð dagblaða í íran við ræðu Clintons voru blendin. Eitt þeirra ítrekaði að Bandaríkin væru enn „höfuðóvinur“ írönsku þjóðar- innar og sagði Bandaríkjamenn ekki hærra setta en aðra og að þeir gætu ekki „fyrirskipað öðrum þjóðum um hvað þær eigi að gera og hvernig þær eigi að velja sér vini og fjendur". Ríkisútvarpið og sjónvarpið sögðu hins vegar frá til- boði Ciintons án þess að lagt væri mat á það. Clinton til Bosníu Á blaðamannafundinum kvaðst Clinton myndu tilkynna fyrir sunnu- dag hvort dvöl bandarísks herliðs í Bosníu yrði framlengd en samkvæmt núgildandi umboði NATO á alþjóða- gæsluliðið að halda heim í júní. Clin- ton heldur til Bosníu á sunnudag í stutta heimsókn til bandarískra gæsl- uliða en talið er fullvíst að dvöl þeirra verði framlengd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.