Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 39 Framboðsmál BÆKUR Iluglciðingar FRAMTÍÐIN ER OKKAR! eftir Guðmund Rafn Geirdal. 152 bls. Útg. Nuddskóli Guðmundar. Prentun: Oddi. Reylqavik, 1997. »HEF ÉG ekki leikið hlutverk mitt vel?« spurði Ágústus keisari á bana- beði. Ætli megi ekki segja að hann hafi talað fyrir munn flestra stjórn- málamanna fyrr og síðar. Ætli stjórn- málin séu ekki mestanpart leiklist - þegar öllu er á botninn hvolft? Guðmundur Rafn Geirdal bauð sig fram til forseta en dró framboð sitt til baka. Bók hans, Framtíðin er okk- ar! fjallar að verulegu leyti um fram- boðsmálin. Ef rétt er skilið ætlar Guðmundur Rafn að reyna aftur þótt síðar verði. Hann telur sig eiga brýnt erindi á valdastólinn. Hann vill að stjórnmálin verði sannari og betri, bygg- ist á kærleika og góð- vild. Augljóslega telur hann að þvílíkar hug- sjónir muni eiga braut- argengi að fagna með þjóðinni. En fylgir hann fordæmi Ágústusar keisara? Er hann undir það búinn að leika hlut- verkið til enda? Er hann ekki einum of opinskár, einlægur, allur þar sem hann er séður? Sagan sýnir að þjóð- irnar dreymir jafnan um sterka leið- toga, mikilmenni. Um innræti er síð- ur spurt. »Hlutverk mitt var óendan- lega miklu stærra en ég sjálfur,« sagði de Gaulle þegar hann endur- heimti París undir stríðslokin. Leið- togar verða ekki til af sjálfu sér, mikilmenni enn síður. Stjórnmálin eru list hins dulda og óræða. Stjórnmála- maðurinn verður sífelit að vera undir það búinn a tala eins og véfrétt, svara út í hött - ef hann á annað borð gerir sér það ómak að svara spurn- ingum! Allra síst má hann opna hug sinn, veita öðrum hlutdeild í tilfinn- ingum sínum. Komist hann til æðstu valda verður hann að leika hlutverk sem er stærra en hann sjálfur, jafn- vel þótt hann geti ekki mælt sig við mikilmennið de Gaulle; það getur ekki hver sem er. Hversu góður og gegn sem hann annars er verður hann að látast vera ennþá meiri og ennþá gáfaðri en hann í raun og veru er. Fólk les með áfergju hvert orð sem stjómmálamaður segir um einkalíf sitt í glanstímaritum og trúir hveiju orði sem fram gengur af munni hans. Spumingin, sem brenn- ur því á vömm, er auðvitað þessi: Getur hugsast að hann sé bara venju- legur maður? Guðmundur Rafn Geirdal byijar sennilega á öfugum enda. Hann gengur beint að hlutunum í stað þess að fara í kringum þá. Kærleikur og velvild em brúkleg orð í daglega líf- inu og nauðsynleg þegar maður er kominn til valda og þarf að dylja »óvinsælar ráðstafanir« en duga skammt þegar réttur og sléttur valdalaus frambjóðandi á í hlut. Hvaða leiðtogaefni mundi vilja láta kalla sig góðmenni? En Guðmundi Rafni er alvara. Þess vegna lýsir hann í þaula sjálfum sér og skoðunum sínum. Hann telur sig hvorki til hægri né vinstri. I há- skóla segist hann hafa vakið tor- tryggni með því að sækja fundi beggja. Að hans mati eiga menn ekki að bítast og beijast heldur koma sér saman. Guðmundur Rafn hugsar líka mikið um eilífðarmálin og tengir þau reyndar við stjóm- málin. Hann vill að menn stundi andlega rækt eins og hann orðar það. Hann er nýaldar- maður og álítur hug- leiðslu munu koma að góðu gagni. Hann legg- ur áherslu á hófsemi á öllum sviðum. Mannleg- ar hvatir skuli virkja í þágu kærleikans. Þar með sé komið í veg fyrir að þær leiti útrásar með öðrum og vafasamari hætti! Til að fólk þurfí ekki velta fyrir sér hvers konar maður hann sé, þessi Guðmundur Rafn sem bauð sig fram til forseta, gerir hann berlega grein fyrir sjálfsímynd sinni, kannski einum of berlega. Þótt hann sé maður hóg- vær og af hjarta lítillátur verður ekki annað séð en hann njóti þess að standa í sviðsljósinu. Og hann telur að þjóðin muni fá góðan leiðtoga þar sem hann sé. Engum getum skal að því leitt hér og nú hvort bók þessi muni greiða götu Guðmundar Rafns næst þegar hann býður sig fram. Á kápunni gef- ur að líta stillilega mynd af honum sjálfum þar sem hann hallar höfði að hnettinum jörð meðan vetrar- brautin hringsólar yfir höfði hans. Hvorutveggja mun ætlað að lýsa eðli hans og ætlunarverki: Annars vegar jarðsambandið klárt. Þar fyrir ofan hugsjónimar háu. Erlendur Jónsson Guðmundur Rafn Geirdal Angan bleikra blóma TONLIST Illjómdiskar STEFÁN ÁGÚST KRIST- JÁNSSON SÖNGLÖG Þuríður Baldursdóttir, Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Jónsson syngja (5 fyrstu lögin) við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar, Guð- rúnar Kristinsdóttur og Ragnars Björnssonar (eldri upptökur úr safni Ríkisútvarpsins). Þórunn Guðmunds- dóttir syngur önnur lög við undirleik Jóns Sigurðssonar, tekin upp í Fella- og Hólakirkju í maí 1996. Ólafur Eliasson sá um upptökur. Aðstand- endur útgáfu: Anna G. Stefánsdóttir, Friðrik D. Stefánsson og Ólafur F. Magnússon. Dreifing: Tónverkamið- stöðin og Ólafur F. Magnússon. ÞESSI hljómdiskur með sönglög- um eftir Stefán Ágúst Kristjánsson er gefinn út í minningu tónskáldsins sem fæddur var fyrir réttri öld, en lést fyrir níu árum. Stefáni Ágústi var margt vel gefið, m.a. orti hann ljóð og var söngmaður góður, svo sem hann átti kyn til. Hann bjó og starfaði lengst af á Akureyri, þar sem hann lét m.a. félagsmál mjög til sín taka og gegndi yfirleitt for- ystuhlutverki. Einnig var hann einn af stofnendum Karlakórsins Geysis, svo eitthvað sé nefnt. Árið 1970 fluttist hann til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Hljómdiskurinn inniheldur níu sönglög, fimm þeirra (þau fyrstu á diskinum) eru úr safni Ríkisútvarps- ins. Þetta eru falleg lög og vel flutt (söngur og píanóleikur) - sum mjög vel, og það er ánægjulegt að rifja upp gullfallegan söng Sigurveigar Hjaltested (sérstaklega í Angan bleikra blóma). Því miður er afgang- urinn ekki eins góður, hvorki söngur né undirleikur, sem horttveggja er fremur litlaust, þó allt sé gert af kunnáttu og ótvíræðri samvisku- semi. Lögin þurfa flutning sem gef- ur þeim líf og fyllingu. Söngskráin er í styttri kantinum (u.þ.b. 37 mín.), og fjögur lögin end- urtekin með öðrum söngvara. Aftur á móti er ljóst að með þessu fram- taki hefur lögum (sumum?) Stefáns Ágústs Kristjánssonar verið forðað frá gleymsku, og er það vissulega þakkarvert, því hann var góður laga- smiður, sem unni tónlistinni, heima- byggðinni - og guðsgrænni náttúr- unni (þótt hún sé stundum „mistur- blá“...). Oddur Björnsson Tónlist o g bókalestur á Súfístanum Á SÚFISTANUM, kaffihúsi í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, verður upplestur úr þremur nýjum bókum í kvöld kl. 20.30. Þetta er jafnframt síð- asta upplestrarkvöld bóka- haustsins í ár. Lesið verður úr bókinni Leik- félag Reylqavíkur, aldarsaga eftir Eggert Þór Bernharðsson og Þórunni Valdimarsdóttur. Helgi Ingólfsson les úr skáldsög- unni Blá nótt fram í rauða bítið og Anna Heiða Pálsdóttir les úr unglingabókinni Galdrastafir og græn augu. Þá leika Rússíbanar nokkur lög. Sveitina skipa Einar Krist- ján Einarsson, gítar, Guðni Franzson, klarinetta, Jón Skuggi, kontrabassi, Kjartan Guðjónsson, trommur, og Tatu Kantomaa, harmóníka. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.