Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ljós mikið úrvai MISS SISSI Hönnun: P. Starck Verd kr. 7.490 FRISBI Hönnun: A. Castiglioni AÐSENDAR GREINAR Samtök flutningamanna Jónas Garðarsson Birgir Björgvinsson AÐ undanförnu hef- ur átt sér stað nokkur umræða um embætti forseta Islands og Norræna flutninga- mannasambandsins vegna heillaóska for- setans til fyrirtækisins á 10 ára afmæli þess. Það er gömul stað- reynd að flutninga- starfsgreinarnar eru innbyrðis mjög ólíkar. Engu að síður er mik- ilvægt fyrir okkur að standa saman í barátt- unni fyrir bættum kjörum og ekki síst fyrir rétti verkalýðsfélaga til að starfa að sínum málum. í umræðunni hefur embætti forseta Islands verið gert að aðal- atriði. Aðalatriðið er eftirfarandi: 1. Flugfélagið Atlanta gerir allt sem það getur til að komast hjá eðlilegum samskiptum við stéttarfélög launafólks. Lögfræð- ingar félagsins semja bréf í nafni hluta starfsmanna sem lýsa yfir að þeir vilji ekki afskipti viðkom- andi stéttarfélaga af sínum mál- um. 2. Fyrirtækið ræður til starfa Islendinga í gegnum erlend ráðn- ingar- eða áhafnarleigufyrirtæki. Allt bendir því til þess að fólk með slíka ráðningarsamninga standi alfarið utan íslenska almanna- tryggingakerfisins, séu óskrifuð blöð hjá Tryggingastofnun ís- lands. 3. Fyrirtækið hefur óspart not- fært sér yfirlýsingu forsetans í markaðssetningu fyrirtækisins í samkeppni á erlendum vettvangi. Þar var fyrirtækinu lýst sem einkafyrirtæki eins og þau gerast best á Islandi. 4. Fyrirtæki þetta mun skila heldur litlu til samfélagsins og standa í málarekstri og þrefi við íslensk skattayfirvöld vegna dag- peningagi’eiðslna til starfsmanna sinna, sem ekki hafa fengið önnur laun, en eiga erfitt með að sýna fram á að dagpeningarnir hafi ekki verið hluti af kaupi. Sorglegt ef satt er. 5. Það hefur ekki verið siður að embætti forseta Islands skipti sér af vinnudeilum og alvarlegum ágreiningsmálum á íslenskum vinnumarkaði. Nú hefur forseta- ritari lýst því yfir að hér verði breyting á. Fyrirtækjum verði framvegis hælt fyrir góða frammistöðu, sennilega án tillits til þess hvort þau heita Pizza 67 eða Atlanta og verði uppvís að skattsvikum. Þá má embættið líka búast við að friðhelgin umhverfis það rofni og trúnaðarbrestur verði gagnvart því. Við sjómenn berjumst daglega við vandamál útflöggunnar, mál- efni farmanna og sjómanna sem ráðnir eru til starfa fyrir milli- göngu áhafnaleiga úti í heimi á lægri kjörum en okkar fólk. Þessi ósómi í meðferð á fólki smitar af sér. Réttlausum mönnum um borð í ryðfúnum farskipum er nánast drekkt og svo kvitta þessir út- gerðarmenn út tryggingaféð. Yfir 130.000 farmenn hafa farist til sjós í heiminum undanfarin 30 ár, eða yfir 4.000 manns á ári. Nýlega kom ég um borð í íslenskt fiski- skip erlendis með rússneska áhöfn. Þar var mönnum greitt kaup sem vart náði 14.000 ísl. kr. Það hefur komið skýrt fram í okkar röðum, segja Jónas Garðars- son og Birgir Björg- vinsson, að flugfólkið nýtur eindregins stuðn- ings okkar hinna. á mánuði. Dæmin verða stöðugt fleiri og verri á þeim vettvangi. Þessar útgerðir notfæra sér á sví- virðilegan hátt fátækt og örbirgð þessa fólks sem í dag býr við hrunið fyrirkomulag kommúnism- ans. Okkur sjómönnum finnst því réttindabarátta flugfólksins fyrir eðlilegri kjarasamningagerð eiga fullan rétt á sér og styðjum þetta fólk heils hugar. Okkur finnst að Verkamannasambandið mætti gera slíkt hið sama og skapa ekki sundrungu í okkar röðum í svo al- varlegu máli sem þessu. Forustu- menn þeirra samtaka mættu minnast þess að í aðalmálgagni þeirra sjálfra forðum daga, Þjóð- viljanum, var ekki alltaf talað af mikilli virðingu um sitjandi for- seta landsins. Svona þjónkun við embættið nú vekur því margar spurningar. Væri hið sama upp á teningnum nú ef Davíð Oddsson sæti í þessu embætti? Ekki var þessi viðkvæmni upp á teningnum í fjölmiðlum þegar biskupinn lenti í sínum hremmingum - sem aldrei voru sönnuð. Við sjómenn frábiðjum okkur afmæliskveðjur forsetans til vafasamra útgerðar- fyrirtækja, þó svo að þeim tækist að lafa í 20 ár og mundum mæta slíkum heillaóskum af fullri ein- urð, ekki hvað síst ef þær væru notaðar við markaðsöflun á al- þjóðlegum vettvangi. Slík vinnu- brögð eru herfileg misnotkun á embætti sem er sameiningartákn okkar allra og yrði ekki þoluð af okkar hálfu. Jafnframt munum við ekki sætta okkur við einhver afskipti Verkamannasambandsins af slíkum málum, heldur biðja það vinsamlegst að sinna láglauna- vanda eigin félagsmanna. Við vitum það fýrir víst að Borgþór Kjærnested hefur unnið af heilindum að málefnum okkar farmanna og við teljum hann hafa Það er sérstakur jólabragur á verðinu á Aptiva E 20. IBM er tákn gæða og áreiðanleika og gefst nú einstakt tækifæri aðeignast hágæða margmiðlunartölvu á verði sem ekki hefur sést áður. Aptiva tölvurnar eru hannaðar með afköst í huga enda er í þeim allt sem þarf til að vinnslan verði skemmtileg, auðveld Dg umfram allt hröð. Þeir sem kjósa vandaða vöru velja IBM Aptiva. pentlunT mnaiin D I O I T A L Sound by ttrgjörvi: Intel Pentium 166MHz MMX. Vinnaluminni: 32MB SDHAM, Harðdiakur: Enhanced IDE 2.1GB. Sk)ár: 15" IBM G51 litaskjár. Skjáminni: 2MB SGRAM. Skjákort: ATl 3D Rage II + . Tongiraufar: 6, þar aí 5 lausar. Margmiðlun: 24 hraða geisladrií, hljóðkort og hátalarar. Samskipti: 33.600 baud mótald. Hugbúnnður: Windows 95, Lotus SmartSuita 97, Slmply Speaking, IBM Antívirus. NÝHERJI Skattahlíð 24 • Sími 569 7700 Slóð: http://www.nyherji.is Netfang: nyherji@nyherji.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.