Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 45 Aðventa Aðventu- kvöld í Bústaðakirkju í KVÖLD verður aðventukvöld í Bústaðakirkju kl. 20. Fram koma barnakór Engjaskóla og Lögreglu- kór Reykjavíkur, ásamt sr. Kjartani Erni Sigurbjörnssyni og sr. Pálma Matthíassyni. Stjórnandi kóranna er Guðlaugur Viktorsson og undir- leikari er Pavel Smid. Boðið verður upp á kaffiveitingar í safnaðarheim- ili Bústaðakirkju eftir söng. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Kyrrðarstund í Laugarnes- kirkju í DAG, fimmtudaginn 18. desem- ber, verður síðasta kyrrðarstundin fyrir jól. Kyrrðarstundin hefst að venju kl. 12 á hádegi með tónlist. Eftir stundina verður hádegisverður með hátíðarbrag eins og undanfarin ár á þessum tíma. Eftir áramót hefjast kyrrðarstundir í hádegi aftur fimmtudaginn 8. janúar. Andlegt skjól í jólaösinni AMSTUR líðandi daga er mikið. Umferðin þung. Álagið á fólk meira en í annan tíma. Krafan um að koma hlutunum í verk er ágeng. Því er mörgum þörf á örlítilli hvíld. Skjóli, þar sem hægt er að anda rólega. Víkja huganum eitt andar- tak frá erli dagsins og þiggja frið og kraft frá Guði. Þetta skjól, þennan frið, þetta afdrep er að finna í kirkjum borgar- innar virka daga sem helga. Kirkj- urnar eru opnar á virkum dögum til kyrrðarstunda og fyrirbæna. Mánudagur: Þá er kyrrðarstund í Friðrikskapellu, Valssvæðinu, kl. 12, og léttur málverður á eftir. Þá er líka bænastund í Fella - og Hóla- kirkju kl. 18. Þriðjudagur: Kl. 10.30 er fyrir- bænaguðsþjónusta í Hallgríms- kirkju. Síðar um daginn býður Breiðholtskirkja upp á bænaguðs- þjónustu kl. 18.30. Bænaefnum er komið til sóknarprestsins á viðtals- tímum í kirkjunni. Hjallakirkja býð- ur líka bænastund kl. 18.00. Miðvikudagur: Þennan dag bjóða þijár kirkjur til kyrrðarstunda og fyrirbæna í hádeginu. Það eru Sel- tjarnarneskirkja, Dómkirkjan og Breiðholtskirkja. Þær bjóða í léttan og hollan hádegisverð að stundun- um loknum. Árbæjarkirkja er með bænastund kl. 16.00 og Seljakirkja og Háteigskirkja ki. 18.00. Að lok- um er bænastund í Neskirkju kl. 18.05. Fimmtudagur: Þá eru kyrrðar- stundir í Hallgrímskirkju og Laug- ameskirkju í hádeginu. Á báðum stöðum er boðið upp á léttan og góðan hádegisverð. Digraneskirkja opnar dyr sínar til fyrirbænastundar kl. 18.00. Þá er þess að geta að í Grensáskirkju verða bæna- og kyrrðarstundir kl 18.00 frá fimmtu- deginum 18. des. til og með Þorláks- messu 23. des. alla dagana. Af þessari upptalningu má sjá að víða er afdrep þar sem gott er að setjast niður til hvíldar mitt í önnum jólaundirbúnings. Allir vel- komnir. Sr. Gylfi Jónsson, héraðsprestur. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Dómkirkjan. Kl. 14-16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir böm 9-10 ára. Grensáskirkja. Mæðramorgunn kl. 10-12. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist. Léttur hádegis- verður á eftir. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu. Kvöldsöngur með Taizé tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Jólakyrrðar- stund kl. 12. Orgelleikur, altaris- ganga, fyrirbænir. Veitingar með hátíðarbrag í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Neskirkja. Biblíulestur kl. 15.30. Lesnir valdir kaflar úr Postulasög- unni. Sr. Frank M. Halldórsson. Árbæjarkirkja. Starf fyrir 10-12 ára stráka og stelpur kl. 16.30- 17.30 í Ártúnsskóla. Breiðholtskirkja. TTT starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 15.30. Mömmu- morgunn á morgun kl. 10-12. Digraneskirkja. Kl. 10 mömmu- morgunn. Kl. 14 LLL-ráðgjöf um brjóstagjöf í umsjá Arnheiðar Sig- urðardóttur. Bæna- og kyrrðar- sstund kl. 18. Bænaefni má setja í bænakassa í anddyri kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest. Kirkjufélagsfundur kl. 20.30. Djákni kynnir námið og starfið. Grafarvogskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Efni m.a. fyrirlestr- ar, bænastund o.fl. Kaffi. Æsku- lýðsfélag, 14-16 ára, kl. 20-22. Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 11-12 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu. Æskulýðsfund- ur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmu- morgunn kl. 10 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús í Vonarhöfn, Strandbergi fyrir 8-9 ára börn kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Biblíulestur kl. 21. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Akraneskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúk- um. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 16-18. Kyrrðar- og fræðslustund með íhugun og bæn í umsjá Láru G. Oddsdóttur, cand. theol. Jólatón- leikar Tónlistarskólans í Keflavík kl. 20.30. Þar koma fram strengja- og forskólanemendur ásamt Barna- kór Tónlistarskólans í Keflavík, sem syngur undir stjórn Gróu Hreins- dóttur. MINNINGAR SIGRIÐUR ÁRNADÓTTIR + Sigríður Árna- dóttir fæddist í Winnipeg í Kanada 25. júní 1975. Hún lést á heimili sínu á Sæbraut 2, Sel- Ijarnarnesi, 4. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 11. desem- ber. Hún nafna mín lét engan ósnortinn sem henni kynntist. Hisp- ursleysi hennar, ein- lægni, hnyttin tilsvör og spumingar gerðu litbrigði mannlífsins fjöl- skrúðugri en ella. Við áttum samleið um nokkurra ára skeið eftir að hún eignaðist heimili á Sæbraut. Það gat sópað svo að henni Siggu, að eftir var tekið og mörgum þótti stundum nóg um. Tómið sem hún skilur eft- ir sig er því mikið. Á hinn bóginn hafði hún líka þörf fyrir að draga sig út úr skarkala daglegs lífs og njóta einveru. Þá fór hún gjarna niður í fjöru þar sem hún gat dval- ið löngum stundum við að horfa og hlusta á taktfast öldugjálfrið. Þegar leiðir okkar skildi þannig að við hættum að hittast nær dag- lega, man ég hvað ég saknaði þess að eiga ekki von á því að hressileg stúlka birtist skyndilega inni á skrifstofu hjá mér til þess að ganga úr skugga um hvort ég hefði lagt símtólið rétt á eða til þess að hag- ræða ýmsum hlutum sem höfðu færst of mikið úr skorðum að henn- ar mati. í leiðinni dembdi hún oft yfir mig spurningum eða staðhæf- ingum, sem endurspegluðu sér- stakan hugarheim, en einhverfa setti mark sitt á hugsun hennar og hegðun. Oft voru þetta sömu spurningamar og hún hafði svo margsinnis spurt áður. Ef ég leiddi þær hjá mér, svaraði hún þeim bara sjálf og ef þær voru ögrandi, gaf hún sjálfri sér smá tiltal, sem var endurómun af umvöndunum annarra. Stundum voru spurning- arnar þess eðlis að þeim var ekki auðsvarað, eins og þegar hún á tímabili spurði oftsinnis einarðlega hvers vegna sjórinn væri svona blautur. Við hittumst síðast í veislu fyrir tæplega mánuði. Það geislaði af Siggu og einn gestanna hafði á orði hvað hún væri orðin falleg ung kona. Einhver orðaði það svo að hún væri eins og rós, sem væri komin að því að springa út. Þegar Sigga hafði heilsað mér hátt og hressilega eins og alltaf, hljómuðu kunnuglegar spurningar: „Sigga Lóa, hvað erum við búnar að þekkj- ast lengi? Hefurðu alltaf þekkt mig? Hvenær ætlar þú að koma á Sæbrautina?" Svo var hún rokin í burtu áður en mér gafst tóm til þess að svara, enda vissi hún sjálf- sagt að ég vissi að hún vissi svör- in. Þau skiptu heldur ekki alltaf máli, því spumingarnar voru ekki endilega liður i þekkingaröflun, heldur oft miklu frekar hluti af sérstæðum samskiptaháttum. Daginn eftir fráfall Siggu þegar ég átti stund með starfsfólkinu á Sæbraut, var þögnin sem þá grúfði yfir hópnum rofin af bægslagangi nokkurra smáfugla sem reyndu að koma sér fyrir utan við gluggann. Að því búnu hófu þeir að syngja svo fallega að unun var að hlusta á. Sólin hafði stuttu áður náð að btjótast í gegnum dimm og dmnga- leg skýin og að umvefja okkur geislum sínum. Skyndilega dró ský fyrir sólu á ný og fuglarnir flugu á brott. Við vorum þess fullviss að hún Sigga okkar hefði verið að kveðja og þakka fyrir sig. Við fráfall Siggu er mér ofarlega í huga þakklæti fyrir að hafa feng- ið tækifæri til þess að kynnast ein- stakri og heillandi stúlku sem kenndi mér svo margt. Ég votta fjölskyldu hennar, sambýlisfólki, aðstoðarfólki og vin- um, mína dýpstu sam- úð. Sigríður Lóa Jónsdóttir. Elsku Sigga mín! I kvöld (11. desember) fékk ég fréttir frá ís- landi um að þú værir dáin. Ég veit ekkert um hvað gerðist eða hvenær og ég skil ekki neitt. Þú varst oft í huga mínum hér í Noregi, þú kenndir mér svo margt. Ég var farin að hlakka til að hitta þig um jólin, var alveg ákveðin í að koma í heimsókn til þín. Silja og Snorri ætluðu að koma með og hitta þig. Þú varst vinkona mín, Sigga, ég mun sakna þín. Saknaðarkveðjur, Kristiina. Sjaldan hefur mér brugðið eins og þegar ég frétti að hún Sigga væri farin frá okkur. Þessi ánægju- lega og fallega stúlka sem lífgaði upp hvern einasta dag og létti lund hverrar persónu sem hún hitti. Árin urðu aðeins 22, alltof fá. Ég átti þess kost að vinna síðastliðið sumar á sambýlinu á Sæbraut 2 á Seltjarnarnesi þar sem Sigga bjó. Allt frá fyrsta degi mínum þar voru ég og hún vinir. En ég var ekki eini vinur hennar. Hún átti marga vini og allir þeir sem einhvern tímann höfðu unnið hjá henni, tengdust henni sér- kennilega sterkum böndum. Ef til vill var ekkert svo sérkennilegt við það. Sigga var stórkostleg per- sóna, ljúf og lífsglöð, og sambland af heimspekingi og fínni dömu. Hún þurfti mikið að spjalla og margs að spyrja. Spurningarnar sem hún spurði komu mér oft til að hugsa um lífið á annan hátt en ég hafði gert: „Er gaman að verða fullorðinn? Vildirðu að stelp- urnar þínar væru aftur orðnar litl- ar? Finnst þér þessi eða hinn sæt- ur, finnst þér þetta eða hitt skemmtilegt? Hvar er eilífðin?" Svona spurningaflóð kom oft ásamt einhverju hrósi um klæða- burð eða klippingu. Fjölskylda mín kom henni líka við. Hún þurfti að vita allt um hana og fékk það líka. Það var notalegt að heyra hana spyija um ættingja mína og mér fannst að henni fyndust þeir skipta máli, fyrst að hún kynntist mér þá vildi hún gjarnan kynnast allri fjölskyldunni líka. Þó að árin á milli okkar væru þónokkur og ég hefði betur í þeim efnum og ætti því að hafa öðlast ákveðinn þroska, velti ég því oft fyrir mér hvort ég sýndi henni jafn mikla tillitssemi og áhuga í sambandi við persónu- leg málefni og hún mér. Én áhugi hennar var svo mikill að hún hreif mann með sér og auðvitað fékk hún spurningum sínum svarað. Sigga bar sérstaka virðingu fyrir jólahátíðinni og þótti þau einn skemmtilegasti timi ársins og þótti ósköp kjánalegt þegar einhver var * að spila jólalög ef desembermán- uður var ekki runnin upp - það var ekki til siðs að spila jólalög á sumrin. Sigga kunni þá list að spyija persónulegra spurninga og tók ekki nærri sér þótt viðkomandi vildi ekki svara. Ef til vill er það þetta sem okkur skortir svo mjög, hreinskilnar spurningar, en bera þó það mikla virðingu fyrir viðmæ- landanum að láta hann ráða því hvort hann svarar eða ekki. Sigga gerði ekki mannamun og var jafn yndisleg við alla hvort sem hún hafði þekkt þá lengur eða skemur, það eina sem hún hrædd- ist í fari fólks var einhvers konar 'í. ofbeldi og gerði hún þá allt sem hægt var til að þurfa ekki að um- gangast viðkomandi einstaklinga. Hún spjallaði við fólkið í búðinni og sundinu, og hvert sem hún fór stráði hún brosinu sínu fallega og gjarnan einhveiju hrósi. Ég sakna hennar sem vinkonu og jafnframt þykir mér stórt skarð hafa verið höggvið í hóp íslenskrar æsku hvað varðar lífsþrótt og gleði og Sæ- brautin verður aldrei sama heimilið og áður án Siggu. , Langur ér vetur, liðið er sumar langt að bíða vorsins yl. Örsmáir geislar elskandi sólar, ylja í löngum vetrarbyl. í bijóstum nú kviknar blíða og friður því birta jóla mun fógur Ijóma, en fegursta rósin er fallin niður og fáir skilja þá hörðu dóma. En myndin af þér er í minni skráð, þú mikli og fríði æskublómi, sem umvafðir allt, varst elskuð og dáð, ég ætíð mun minnast þín klökkum rómi. Innilegar samúðarkveðjur til for- eldra, bræðra og allra ættingja Sig- ríðar Árnadóttur. Katrín Ragnarsdóttir. RAGNAR OTTO ARINBJARNAR + Ragnar Ottó Arinbjarnar fæddist á Blönduósi 12. júlí 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. nóvember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 4. desember. Nokkur kveðjuorð um Ragnar Arinbjarnar sem var læknirinn minn og fjölskyldu minnar til margra ára eða síðan 1963 og var hann þá með læknastofu sína í Aðalstræti 16. Ljúfmennska hans, létt lund og spaugsemi hitti vel í mark hjá sjúklingi. Læknir góður var hann og athugull, ef hann hafði minnsta grun um að eitthvað meiri- háttar væri að sendi hann sjúkling sinn til þess sérfræðings er við átti og pantaði sjálfur tíma fyrir sjúkl- inginn. Ég vil þakka honum fyrir öll árin, ég á sannarlega eftir að sakna hans sem læknis míns. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Eyja Pálína. t Konan mín og móðir okkar, ÁSLAUG MATTHÍASDÓTTIR, Barðavogi 32, andaðist þriðjudaginn 16. desember síðastliðinn. Sveinþór Pétursson, Ægir Steinn Sveinþórsson, Pétur Ragnar Sveinþórsson, Haukur Ásmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.