Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________UR VERIIMU Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ „Hvergi er að finna kröfu um hærra kaup“ GUÐJÓN A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, segir það ekki koma sér neitt á óvart að laun yfirmanna á öflugustu fískiskipum flotans séu há, eins og launakönnun LÍÚ beri með sér og greint var frá í Morgun- blaðinu á þriðjudag. Það hafi alltaf verið vitað að skipstjórar hafi tvö- faldan hásetahlut. Aftur á móti væri hvergi í kröfum skipstjómar- manna að finna kröfu um hærra kaup umfram almennar launa- hækkanir, líkt og aðrir launþegar hafi fengið, að teknu tilliti til þess að sjómenn hafi verið samnings- lausir í heilt ár nú um áramót. Aðeins vélstjórar á stærstu skip- unum væru sér með kröfugerð um aukinn skiptahlut. „Við höfum ekki sett fram neina kröfu úm aukin hlutaskipti. Við höfum aftur á móti fengið gagnkröfu frá LÍÚ um að lækka laun tekjuhæstu skip- stjóranna um 38,8%.“ „Við teljum að hlutaskiptin séu vel þolanleg verði staðið við grunn kjarasamningsins. Um það snýst deilan. Hún snýst um það hvemig fiskverð á að myndast. Við getum ekki haft áhrif á það hvort fiskverð er hátt eða lágt, en við viljum að markaðurinn komi inn i verðmynd- unina eins mikið og hægt er og að návígið, sem nú veldur illdeilum milli útgerðarmanna og sjómanna, verði tekið burtu svo að hver og ein skipshöfn þurfi ekki að semja um sitt fiskverð við viðkomandi útgerðarmenn. Þeir þrír valkostir, sem við höfum boðið upp á, til þess Ekkert þokast í samkomulagsátt á samningafundum að leysa áhafnir og útgerðarmenn undan því návígi, sem búið er að valda ótrúlegum illdeilum, er að fiskverð verði myndað á fiskmark- aði, gólf- eða fjarskiptamörkuðum, með tengingu við fískmarkaði eða með tengingu við afurðaverð. í öðru lagi viljum við að tekin verði upp veiðiskylda svo að áhöfn, sem ræð- ur sig á skip, hafi það atvinnuör- yggi að fá að veiða um 90% af þeim þorskígildum, sem á skipið eru skráð. Útvegsmenn geta þá áfram verið með 10% í leigubraskinu ef þeir vilja,“ segir Guðjón. Veiðiskylda og verðmyndun Að sögn formanns FFSÍ hafa samningaviðræður ennþá ekki þokast í neina samkomulagsátt og ekki væru neinar líkur á því að það gerðist neitt á meðan að for- ysta útgerðarmanna stæði í þeirri trú að skipstjómarmenn séu að fara fram á aukin hlutaskipti. „Það hefur alltaf verið vitað að skipstjóri hefur um það bil tvöföld laun háseta. Aftur á móti finnst mér einkennilegt að setja það þannig fram að einhver maður rói í 300 daga á ára, eins og gert var í könnuninni, því þá tekur hann sér hvorki sumarfrí né annað frí. Þetta er tómt bull. Samningar far- manna og sjómannaafslátturinn gera ráð fyrir því að 245 dagar á sjó teljist vera fullt ársstarf sjó- rnanna." Fram kom hjá hagfræðingi LÍÚ í Morgunblaðinu I fýrradag að óskiljanlegt væri hvaða stöðu for- svarsmenn FFSÍ þættust vera að treysta í ljósi himinhárra launa, eins og launakönnunin bæri með sér. Að sögn Guðjóns er fyrst og fremst verið að treysta undirstöðu hlutaskiptakerfisins, veiðiskylduna annars vegar og verðmyndunina hinsvegar. Ekki væri hægt að halda því fram að launagrunnurinn hækkaði sérstaklega við að mark- aðstengja fískverð. Þvert á móti mætti álykta sem svo að verðið lækkaði, færi allur fiskur um markaði. Því væri ekki hægt að halda því fram að þetta sé bein launakrafa af hálfu sjómanna, en hinsvegar festi það grunn kjara- samninga þar sem vitað yrði hvern- ig verðið myndaðist. Innbyggð sveiflujöfnun Hlutaskiptakerfið er ekki aðeins hagkvæmt fyrir sjómenn og út- gerðarmenn. Það er líka hag- kvæmt fyrir þjóðina, að sögn Guð- jóns. „Þetta er eina launakerfið i landinu sem er með innbyggða sveiflujöfnun. Ef aflamagn minnk- ar, þá lækka laun, bæði sjómanna og útgerðar. Það er aftur á móti ekkert skrýtið að menn hafi þokka- leg laun nú á mesta aflaári íslands- sögunnar. Ef útgerðin hefur góð laun, þá hafa sjómenn yfirleitt góð laun. Ef útgerðin hefur það skítt, ! i * AÐ MATI LÍÚ eru yfirmenn á fiskiskipum með himinhá laun, skv. launakönnun, sem leiddi í ljós að meðallaun skipstjóra á 45 stærstu skipum flotans nema um 10,2 milljónum kr. í ár. Meðal- laun fyrstu stýrimanna eru 6,9 milljónir kr. og annarra stýri- manna 5,8 milljónir. þá hafa sjómenn það líka skítt. Við erum nefnilega í sama báti og við höfum það til skiptanna sem inn á skipið kemur. Hinsvegar er inni í launakerfi sjómanna sérstakt ákvæði, sem heitir kostnaðarhlut- deild, sem mælir olíuverðshækkun í Rotterdam og ef olíuverðið hækk- ar, lækka laun sjómanna, en ef olíuverð lækkar og þar með kostn- aður útgerðarinnar, þá hækka laun sjómanna. Þetta gerist burtséð frá því hvort kjarasamningar eru fastir eða lausir þvi þetta er sérkerfi, innbyggt í launakerfið. Og þetta er eina launakerfið í landinu sem tekur mið af því að aðstæður at- vinnurekstrarins geti breyst af ut- anaðkomandi aðstæðum." „Mér finnst afar einkennilegt ef forysta útvegsmanna er virki- lega á þeim buxunum að telja það vera hagkvæmt að eyðileggja | hlutaskiptakerfið og mér finnst | enn furðulegra ef hún hefur ekki | áttað sig á því að laun áhafnameð- lima eru góð þegar afkoma útgerð- arinnar er góð og alveg sérstaklega þegar við erum að stefna að Is- landsmeti í afla,“ segir Guðjón. Kvótasleikir að norðan Samningafundur útvegsmanna og sjómanna hefur verið boðaður ■ hjá sáttasemjara á morgun, en J Guðjón segir að ennþá sé ekkert af þeim fundum að frétta. Ná- | kvæmlega ekkert væri að gerast i sem fært gæti deiluaðila nær sam- komulagi. Menn gætu allt eins tek- ið að sér hlutverk jólasveinanna nú fyrir jólin. „Útvegsmenn gætu þá líklega notið liðsinnis Kvóta- sleikis norðan úr Eyjafirði.“ Vönduð heimilistæki undir jólatréð! *•* *•» 'P.'P’ rp>*P> rp> *♦* rp>*P> Já, þaö er gaman aö gefa vandaðar og fallegar jólagjafir - gjafir sem gleðja og koma aö góðum notum lengi, lengi. Þannig eru heimilistækin frá Siemens, Bosch og Rommelsbacher. (Ekki sakar að kæta búálfana í leiðinni.) SIEMENS frá 2.900 kr?) |frá 3.980 kr. ) I ' I I SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 SÖLUAÐILAR AUK SMITH & NORLAND: •Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs •Borgarnes: Glitnir •Snæfellsbær: Blómsturvellir •Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson •Stykkishólmur: Skipavík •Búðardalur: Ásubúð •isafjörður: Póllinn •Hvammstangi: Skjanni •Sauðárkrókur: Rafsjá •Siglufjörður: Torgið »Akureyri: Ljósgjafinn »Husavik: Öryggi •Vopnafjörður Rafmagnsv. Áma M. *Neskaupstaður Rafalda •Reyðarfjörður Rafvélaverkst. Árna E. •Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson •Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson •Höfn í Hornafirði: Króm og hvitt »Vik í Mýrdal: Klakkur •Vestmannaeyjar: Tréverk •Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR •Hella: Gilsá *Selfoss: Árvirkinn «Grindavík: Rafborg •Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. *Keflavík: Ljósboginn *Hafnarfjörður Rafbúð Skúla, Álfaskeiði •Reykjavík: Byggt og búið, Kringlunni. I I t ‘ I I I I I \ I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.