Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið í reykbindindi verða haldin í Skógarhlíð 8 og hefjast 14. janúar og 11. mars. Hvort námskeið stendur 4 vikur (6 kvöldfundir) - Námskeiðsgjald er 6000 kr. - hjónaafsláttur. Innifalin er persónuleg ráögjöf fyrir þá sem þess óska. - Innritun i síma 562 1414. Krabbameinsfélagið Gagnlegar og vandaðar jólagjafir fyrlr^ alla fjölskylduna SEQLAGERÐIN ÆGIR AVango Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 511 2200 AÐSENPAR GREINAR Enn um réttleysi launafólks í FYRRI greinum mínum um þetta málefni var einungis farið almennum orðum um brot atvinnu- rekenda á réttindum launafólks. Eðlilegt er því að fólk spyrji: Hvað er maðurinn að meina? Þess vegna ætla ég að fjalla um nokkur atriði sem eru atvinnurek- endum til verulegs vansa að hafa í því horfi sem þau eru í í dag. Matar- og kaffihlé o.fl. í kjarasamningum er gert ráð fyrir ákveðnum reglum um matar- og kaffitíma starfsfólks. Þessar reglur eru því miður almennt brotnar á veit- inga- og skemmtistöð- um. Mörg dæmi eru um að starfs- fólk verði að vinna 12 tíma eða meira, án þess að fá reglulegan hvíldartíma til að nærast. Iðulega heyrir maður að fólk fái tuttugu mínútna til hálftíma neysluhlé á 12 Réttindamálum starfs- fólks á veitinga- og skemmtistöðum þarf, að mati Guðbjörns Jóns- sonar, að fylgja mun betur eftir. tíma vinnuvakt. Fjölmörg dæmi hafa einnig komið upp sem benda til þess að fólk sé látið vinna í 6 til 7 klst. án þess að fá neitt neyslu- eða hvíldarhlé. Dæmi eru einnig um að fólk sé langtímum saman eitt á vakt og geti ekki komist frá til að fara á salerni þó líkamsstarfsemi geri tilkall til þess. Óeðlileg ábyrgð er sett á ungmenni án þess að veita þeim nauðsynlega fræðslu eða að greitt sé fyrir þessa ábyrgð. Óreglu- legur vinnutími og óöryggi um hve- nær fólk eigi næst að mæta til vinnu, kemur nánast í veg fyrir að það geti fengið sér aðra vinnu með starfi eða hlutastarfi á veitinga- eða skemmtistöðum. Afleiðing þessa er m.a. að fólk er að tapa varanlega rétti til fullra atvinnuleysisbóta. Það á því ekki önnur úrræði til framfær- is en leita aðstoðar félagsmála- stofnana. Fleiri dæmi mætti nefna en hér verður látið staðar numið í bili. Virðingarleysi Þó að framangreindir þættir séu allir slæmir er virðingarleysi at- vinnurekenda gagnvart starfsfólki sínu eitt það versta sem inn á borð til mín kemur. Á mínum yngri árum var iðulega spurt: „Er þessi verkstjóri hæfur til að hafa ung- menni í vinnu og vera leiðbeinandi við fyrstu reynslu þeirra í vinnu?“ Því miður heyrist þessi spurning sjaldan frá foreldrum eða forráða- mönnum ungmenna nú. Þau eiga sér því fáa málsvara sem gæta réttinda þeirra meðan þau eru að öðl- ast reynslu og þroska til að gæta þessara réttinda sjálf. Afleið- ingin er skelfileg, and- legt niðurbrot og kúg- un viðgengst á of mörgum vinnustöðum. Hægt væri að nefna mörg tilfelli þar sem ungmenni hafa orðið fyrir miklu andlegu áfalli vegna ónauðsynlegs persónulegs niðurrifs og rangra ásakana. Svo virðist sem þessum aðferðum sé iðulega beitt við að reka fólk úr vinnu eða hrekja það af vinnustað með því að gera því lífið óbærilegt þar. Ragur er sá er við rassinn glímir... Frá því að ég hóf störf hjá Fé- lagi starfsfólks í veitingahúsum (FSV) í ársbyijun 1994 hafa for- ystumenn í Vinnuveitendasam- bandinu (VSÍ) og hjá Sambandi veitinga- og gistihúsa (SVG) stund- að illa dulinn atvinnuróg gagnvart mér. Tilgangurinn er augljóslega að fá mig rekinn úr starfi við rétt- indagæslu félagsmanna FSV. Nýj- asta dæmið um slíkt er að fimmtu- daginn 27. nóvember voru formaður og varaformaður FSV kölluð á fund SVG þar sem kvartað var yfir fram- ferði mínu. Ég átti meira að segja að hafa verið svo ósvífinn að bjóða einhveijum atvinnurekanda góð ráð í rekstrarmálum. Ástæða þessarar kvörtunar atvinnurekenda er aug- ljós. Ég varð því miður að flengja framkvæmdastjóra SVG opinber- lega fyrir ósannsögli er hún reyndi í blaðagrein að telja landsmönnum trú um að ég væri að fara með rangt mál. Ástæða óvinsælda minna hjá forystumönnum samtaka at- vinnurekenda er áreiðanlega einnig sú, að ítrekað hefur aðallögmaður VSI reynt að hrekja vandaða vinnu mína á framsetningu kröfumála en því miður fyrir hann, hefur hann alltaf farið erindisleysu. Dómarar hafa verið mér sammála. Málatil- búnaður hans hefur líka frekar snú- ist um að sannfæra dómara um að ég hefði ekkert vit á þvi sem ég væri að gera en beita efnislegum lögskýrðum rökum. Vandi hans er Guðbjörn Jónsson r, ffiœDoœt? lidðgi hvergi lægra verð Ný jólaföt og jólaskór á Kolaportsverði ..og þetta er aöeins brot af úrvalinu Kr. 4900,- Kr. 2990,- Kr. 3900,- Kr. 2500,- Kr. 1990,- Kr. 1490,- Kr. 2500,- Kr. 1990,- Kr. 600,- Kr. 2990,- Kr. 990,- Kr. 2500,- Kr. 1990,- Leikföng -JU Fatnaður Skartgripir Geisladiskar Antikmunir Gjafavara Matvæli Sælgæti Bækur Skór ..og margt fleira a dac en í Kolaportinu ★ IOLA Jmarkaður. ^ KOIAPORTIÐ ^ mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.