Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 37 LEIKARAR í leikhópnum Lopanum. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir Tónlist úr Grandavegi 7 Fallinn engill TÓNLISTARMAÐURINN Pétur Grétarsson hefur sent frá sér geisla- plötu með frumsömdum verkum úr leikritinu Grandavegur 7. Þetta er fyrsta geislaplata Péturs sem auk þess að sinna djassleik og kennslu hefur á síðustu árum samið tónlist við fjölda leikverka. A geislaplötunni eru 20 verk, bæði heilleg lög og stef úr verkinu. Pétur segir óvenju skamman aðdraganda að vinnu sinni við leik- ritið Grandavegur 7 og útgáfu geislaplötunnar. „Þó ekki liggi nema þriggja mánaða vinna að baki verkunum hefur sú vinna verið óvenju ftjó og skemmtileg og því ákvað ég að senda tónlistina frá mér á geislaplötu, kannski ekki síst til að heiðra þessa skemmtilegu vinnu,“ segir Pétur. Honum telst til að þær leiksýningar sem hann hafi tekið þátt í, ýmist sem hljóð- færaleikari eða höfundur verka, séu orðnar um 30 talsins. Bakgrunnur hans í tónlist er í heimi djassins og Pétur segir að þegar þannig sé háttað fyrir tónlistarfólki sé það að semja tónlist óijúfanlegur hluti af tónlistarflutningnum og þá sé undir hælinn lagt hvort menn vinni áfram með sinn spuna. Pétur hefur áður unnið með Kjartani Ragnarssyni leikstjóra og segir samstarf þeirra með miklum ágætum, Kjartan sé fijór, hann liggi ekki á skoðunum sínum og hafi með því skapandi áhrif á sam- starfsfólk sitt. „Auk þess hefur góður skáldskapur tilhneigingu til að fela í sér lausnina," segir Pétur. Þó svo að tónlistin sé algerlega sniðin að verkinu og sé í raun sem ein viðbótarpersóna þess segir Pét- ur að verkin á geislaplötunni séu sett fram án allra skilyrða eða beinna tengsla við leikverkið. Hann segir jafnframt að þó að tónlistin sé samin við leikverk þá sé ekki til neitt fyrir honum sem kallast gæti leikhústónlist, tónlist sé fyrst og síðast bara tónlist, sama hvar hún er leikin. „Það eina sem maður getur gert er að hlusta á það sem er að gerast í kringum mann og leyfa hlutunum að verða til,“ segir Pétur. Ásamt því að semja lögin útsetur og leikur Pétur á öll hljóðfæri. Hljóðvinnslu annast hann ásamt þeim Jóni Óskari Gíslasyni og Sveini Kjartanssyni. Leikhópurinn sér um sönginn og raddsýni í verkunum og Jóhann Sigurðarson leikari syngur einsöng í laginu Amore. „Eg bjó til bulltexta á ítölsku, sem er uppfullur af klisjum um ástina því faðirinn, sem Jóhann leikur, er maður ástarinnar. Það stóð reyndar ekki til að lögin yrðu svona mörg heldur yrði fremur um hljóðsetn- ingu verksins að ræða. Síðan komu upp aðstæður í verkinu sem buðu upp á lagaflutning og það kom mér sjálfum á óvart þegar lögin tóku að spretta fram hvert af öðru.“ Lopinn 5 ára Hornafirði. Morgunblaðið. í HORNAFIRÐI er starfræktur leiklistarhópurinn Lopinn sem er fyrir 13-18 ára unglinga og á þessu ári setti hann upp sitt 5 leikverk. Verkið sem var sett upp nú hét Grenið, vegaverslun og samdi Magnús Magnússon verkið og leikstýrði hópnum eins og undanfarin ár. I sýninginni voru 55 leikarar og var alveg frábært að sjá hvern- ig leiksljórinn kom þessu öllu heim og saman án þess að ofgera hlutunum. Verkið sýndi einn sól- arhring frá eigendum verslunar- innar Grenisins og var allur leik- ur framúrskarandi og sagði Magnús að stór hópur af leikur- unum væri búinn að vera í leik- hópnum frá upphafi og þeir þvi orðnir nokkuð sjóaðir leikendur. Magnús fær mikið lof og allur hópurinn fyrir framúrskarandi uppfærslu og vonandi á þessi starfsemi eftir að lifa lengi enn. KVIKMYNPIR L a u g a r á s h í ó „PLAYING GOD“ ★ Vi Leikstjóri: Andy Wilson. Handrit: Mark Haskell Smith. Kvikmynda- takæ Anthony B. Richmond. Aðalhlutverk: David Duchovny, Timothy Hutton, og Angelina Jolie. 94 min. Bandarísk. Beacon Communications. 1997. EF SJÓNVARPSÁHORFENDUR eru ekki búnir að fá nóg af því að hlusta á þvaðrið í Mulder í Ráð- gátuþáttunum, sem gerast æ út- þynntari, geta þeir skropið á „Play- ing God“ og fylgst með muldrinu í ráðvillta lækninum Eugene Sands (David Duchovny). Annars ætti maður ekki að vera að agnúast út í Duchovny þó að Ráðgátur séu á niðurleið, svona syrpur geta ekki haldið dampi endalaust. Ég vil frekar leiðrétta auglýs- ingabrellur eins og fullyrðinguna að „Playing God“ sé fyrsta kvik- mynd sjónvarpsleikarans Duch- ovny. Það er einfaldlega ekki rétt, maðurinn hefur að minnsta kosti leikið í einum ellefu kvikmyndum, reyndar oftast aukahlutverk, en einnig stærri hlutverk. Það rétta í málinu er að „Playing God“ er fyrsta kvikmyndin sem Duchovny ber hitann og þungann af. Hann er stjarnan í aðalhlutverkinu. Ef auglýsa á „Playing God“ sem fyrstu kvikmynd einhvers þá ætti að benda á leikstjórann Andy Wil- son. Hann hefur starfað sem kvik- myndatökumaður og stjómað sjón- varpsþáttum, eins og „Cracker", en eftir því sem ég veit best best hefur hann ekki leikstýrt kvikmynd áður í Bandaríkjunum. En snúum okkur að myndinni. „Playing God“ er stílfærð spennu- mynd um réttindalausa lækninn Eugene sem lendir inn í skugga- heimi krimmans Raymonds Blos- soms (Timothy Hutton) þegar hann bjargar lífi eins af undirmönnum hans eftir skotárás. Eugene er dóp- haus sem missti leyfið eftir að sjúklingur dó á skurðarborðinu hjá honum. Líf hans hefur alltaf snúist um að vera læknir svo að þegar Raymond býður honum að vera eins konar hirðlæknir hjá sér fellur hann fyrir freistingunni. Grunnhugmynd „Playing God“ hefur líklega hljómað vel þegar henni var varpað fram í upphafí. Ekki bara einn ein spennumyndin um dóp, glæpi, og morð í Los Angeles heldur spennumynd með vangaveltum um þungavigtar- spurningar í siðfræði. Því miður hefur unnist frekar illa úr hug- myndinni. Allt í myndinni rokkar upp og niður. Leikararnir hafa nánast engar persónur til að túlka heldur eingöngu ágætis gervi. Samt tekst Duchovny, Hutton og Angelinu Jolie (pabbi hennar er John Vo- igt), í hlutverki ástkonu Raym- onds, að glæða hlutverkin tölu- verðu lífi og vekja áhuga manns. Duchovny þarf því ekki að ör- vænta þó að myndin sé ekkert snilldarverk, hann fær örugglega önnur tækifæri. Það þarf varla að minnast á söguþráðinn, hann er þessi hefð- bundni sem allir bíógestir þekkja. Þið vitið, læknirinn fyllist efasemd- um um ágæti gerða sinna og reyn- ir að hætta dópneyslunni. Það gneistar á milli hans og ástkonu glæpakóngsins. FBI blandar sér í málið og allt endar í uppgjöri sem innifelur skotbardaga og bílaelting- arleik. Ekkert nýtt þar. Frumleikinn á víst að felast í frekar lummulegum stílfærslum og ýktum áherslum. Það sama á við hér og um grunn- hugmynd sögunnar. Allt hefur ör- ugglega litið vel út á hugmynda- stiginu en framkvæmdin nær ekki að uppfýlla drauminn. Ánna Sveinbjarnardóttir JÓLASÝNING Opnum í kvöld kl. 20.30. Bjóðum upp á tónlist og veitingar. Nú er tækifæri að eignast góð verk yngri höfunda, t.d. eftir Sigurbjörn Jónsson, Pétur Gaut, Helga Þorgils, Valgarð Gunnarsson, Lísbet Sveinsdóttir og Tolla. Sýnum sérstaklega nokkur eldri verk eftir Kristján Davíðsson. Full verslun af antik- og gjafavöru. 15% AFSLÁTTUR AF SMÁVÖRU. BORG Síöumúla 34, sími 581 1000 Pétur Grétarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.