Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn ÞINGMENN hlusta á umræður og loka sumir augum til frekari einbeitingar. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fískveiða Skiptar skoðanir innan sjávanitvegsnefndar í NEFNDARÁLITI meirihluta sjávarútvegsnefndar um frumvarp um breytingu á lögum um stjóm fiskveiða, sem m.a. felur í sér fram- sal veiðiheimilda smábáta, segir að vel hafí tekist að aðlaga þann flota sem stundar veiðar með þorskafla- hámarki veiðiheimildum sem þeim flota eru takmarkaðar. Hins vegar hafi komið í ljós visst misræmi milli sóknarmöguleika innan sóknai’- dagahópanna og þess afla sem þeim er ætlaður. Frumvarpinu sé ætlað að auðvelda þessum hópum að laga rekstur sinn að þeim þorsk- veiðiheimildum sem þeim eru ætl- aðar. í áliti minnihluta nefndarinnar segir að hann hafi miklar efasemd- ir um þá braut sem hér sé verið að leggja út á. Eitt helsta gagnrýnis- atriðið á aflamarkskerfið sjálft hafi verið framsal veiðiheimilda og þó ekki síður leigan og ýmislegt sem henni tengist. Aðalefnisbreytingar frumvarpsins feli í sér að opnaðar verði bæði framsals- og takmark- aðar leiguheimildir innan þess hóps smábátaútgerðarinnar sem sækir samkvæmt svokölluðu þorskaflahámarki. Reglur um endur- nýjun rýmkaðar Þá hefur meirihluti sjávarút- vegsnefndar mælt með samþykkt þess hluta frumvarpsins sem felur í sér að reglur um endumýjun fiski- skipa verði rýmkaðar og sam- ræmdar. Meirihluti nefndarinnar leggur þó til tvær efnislegar breyt- ingar á frumvarpinu. Annars vegar er lagt til að fellt verði niður sldl- yrði um að skip hafí haft leyfi til að veiða með aflamarki í a.m.k. sjö ár áður en þau geta nýtt sér endur- nýjunarreglur þær sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Þess í stað er mælt fyrir um það að eigandi skips geti einungis nýtt sér stækkunar- eða breytingarreglur þær sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu einu sinni á hverjum sjö árum. Hins vegar leggur meirihlutinn til að sjávarútvegsráðherra skuli í reglu- gerð mæla fyrir um hvemig rúmtala skips skuli reiknuð. í áliti minnihlutans segir að þrátt fyrir að reglumar séu að nokkm leyti rýmkaðar með fmm- varpinu verði áfram við lýði vem- legar hindranir hvað varðar mögu- leika útgerðarmanna á að endur- nýja eða breyta skipum sínum. Minnihlutinn telur að veiðitak- mörkun aflamarkskei’fisins sé, ásamt öðmm ráðstöfunum nægjan- leg til þess að stjóma veiðum í is- lensku efnahagslögsögunni. Ekki standi rök til þess að stjórnvöld reki samhliða því kerfi annað sem kveður á um að útgerðarmaður, sem vill stækka skip sitt með end- urnýjun eða breytingu, þurfi að fjárfesta í öðram skipum sem nem- ur þeim rúmmetrafjölda sem hann ætlar að stækka um og úrelda þau úr flotanum. Frumvarpinu vísað til þriðju umræðu Onnur umræða um fmmvarpið fór fram á Alþingi á þriðjudags- kvöld, en í gær fór fram atkvæða- greiðsla um hvort vísa ætti því til þriðju umræðu. Við atkvæða- gi-eiðsluna greiddu tveir þingmenn stjórnarflokkanna atkvæði gegn c- lið fyrstu greinar frumvarpsins, þar sem segir m.a. að heimilt sé að framselja varanlega þorskaflahá- mai-k ki’ókabáts til annars króka- báts eða báta sem stunda veiðar með þorskaflahámarki. Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, sagði þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu að framsal aflaheimilda væri helsti ljóðurinn á annars ágætu fiskveiði- stjómkerfi íslendinga. „Ég er and- vígur því að innleiða kvótabraskið í smábátakerfið og greiði því at- kvæði gegnum þessum lið fyrstu greinar.“ Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu og sagði að með lögfestingu þessa ákvæðis væri verið að gera grandvallar- breytingu á stjóm fiskveiða hvað varðaði smábáta sem gerðir væru út með þorskaflahámarki. „Ég tel að áhrif þessara breytinga verði þau að smábátaútgerð muni drag- ast vemlega saman víða um land meðal annars á stöðum þar sem smábátaútgerð hefur borið uppi at- vinnulíf,“ sagði hann meðal annars. Sagðist hann því greiða atkvæði gegn þessu ákvæði. Auk stjómarþingmannanna tveggja greiddi 21 þingmaður stjórnarandstæðinga atkvæði gegn ákvæðinu, 32 þingmenn greiddu at- kvæði með því og einn sat hjá. Frumvarp um fíáraukalög samþykkt Tekjur aukast um 854 milljónir 391 millj. kr. veitt til bygginga og endurbóta á sendiráðum FRUMVARP til fjáraukalaga fyrir árið 1997 var samþykkt sem lög frá AI- þingi í gær, en í því er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist um 854 milljónir króna frá fyrri tekjuáætlun fjármálaráðuneytisins. Ber þar hæst tekjur vegna skatta á vöm og þjónustu, en þær tekjur aukast um 753 milljónir króna frá fyrri áætl- un. Fyrir þriðju umræðu um fjár- aukalög, sem fram fór á þriðjudags- kvöld, gerði meirihluti fjárlaga- nefndar nokkrar breytingatillögur á frumvarpinu, en þær nema alls 353,9 milljónum króna til lækkunar á gjaldahlið, Þess- ar tillögur fela í sér 480 milljóna króna lækkun á vaxtagreiðslum ríkissjóðs og um 127 milljóna króna hækkun fram- laga til ýmissa málaflokka. Þar af fara um 116 milljónir króna til Vegagerðarinnar, sem, samkvæmt skýringum meirihlutans, er til sam- ræmis við hækkun markaðra tekna til vegamála sem áætlað er að falli til á þessu ári. Þessar breytingatil- lögur meirihlutans voru samþykkt- ar í atkvæðagreiðslunni í gær. Gagnrýndi greiðslur tU sendiráða Við atkvæðagreiðslu fjárauka- iaganna gerði Guðmundur Árni Stefánsson, þingflokki jafnaðar- manna, grein fyrir atkvæði sínu. Gagnrýndi hann að í fjáraukalög- unum væri 391 milljón króna veitt til bygginga og endurbóta á sendi- ráðum „úti í heimi“ á sama tíma og ámóta upphæð væri veitt til þess að styrkja heilbrigðiskerfið hér á landi. Sagðist hann af þeim sökum greiða atkvæði gegn fjáraukalög- unum. Þrir aðrir stjóraarandstæð- ingar greiddu einnig atkvæði gegn fmmvarpinu, en aðrir stjórnarand- stæðingar sátu hjá. | fcr'J 1 IMMm : ■:>£. ; : s ALÞINGI Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10 í dag. Fyrst verða eftirfarandi fyrirspurnir til ráðherra. 1. Til samgönguráðherra: Mark- aðshlutdeild fyrirtækja. 2. Til samgönguráðherra: Mark- aðshlutdeild fyrirtækja. 3. Til samgönguráðherra: Starfs- leyfí atvinnubifreiðastjóra. 4. Til ^ forsætisráðherra: Landa- fundir íslendinga. 5. Til forsætisráðherra: Gjald- skrárbreytingar Pósts og síma hf. Þá verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Háskólar. Frh. 3. umræðu. (At- kvgr.) 2. Kennaraháskóli Islands. Frh. 3. umr. (Atkvgr.) 3. Búnaðargjald. Frh. 2. umr. (At- kvgr.) 4. Eftirlitsstarfsemi hins opinbera. 1. umr. 5. Fæðingarorlof. 2. umr. 6. Almannatryggingar. 2. umr. 7. Húsaleigubætur. Frh. 2. umr. 8. Stjórn fiskveiða. 3. umr. 9. Þróunarsjóður sjávarútvegs- ins. 3. umr. 10. Stjóm fiskveiða. 3. umr. 11. Fjáröflun til vegagerðar. 1. umr. 12. Vömgjald af ökutækjum. 2. umr. 13. Lífeyrissjóður starfsmanna rík- isins. 2. umr. 14. Tekjuskattur og eignarskattur. 2. umr. 15. Aukatekjur rfkissjóðs. 2. umr. 16. Ráðstafanir í rikisfjármálum. 2. umr. 17. Skyldutrygging lífeyrisrétt- inda. 2. umr. Alþingi Ráðamenn sæki námskeið um jafnrétti GUÐNY Guðbjörnsdóttir, þingmaður Kvennalistans, er fyrsti flutn- ingsmaður þingsályktunartillögu um jafnréttisfræðslu fyrir æðstu ráðamenn. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela félagsmálaráð- herra að móta stefnu um aðgerðir sem tryggi að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafi þekkingu á ólíkri stöðu kynjanna í þjóðfélaginu al- mennt og á sínu sviði sérstaklega. í því skyni verði tekið saman vandað námsefni og haldin námskeið sem ráðamönnum verði gert að sækja. Tryggt verði jafnframt að þekkingunni verði haldið við með eftirliti og aðhaldi og með því að halda námskeið með reglulegu millibili. I greinargerð tillögunnar segir m.a. að markmiðið með framan- greindum jafnréttisaðgerðum sé að skapa samfélag þar sem bæði kynin búi við sömu möguleika, réttindi og skyldur á öllum sviðum samfélagsins. „Til þess að þetta markmið náist, þarf að beita kynj- aðri hugsun við alla stefnumörkun og aðgerðir framkvæmdavalds- ins, Alþingis, fyrirtækja og stoftiana." Jafnaðarmenn vilja efla menningu og vísindi ÁGÚST Einarsson, Svanfríður Jónasdóttir og Rannveig Guðmunds- dóttir, þingmenn þingflokks jafnaðarmanna hafa lagt fram á Alþingi fmmvarp til laga sem miðar að því að efla menningu, vísindi og kvikmyndagerð með breytingu á lögum um tekjuskatt og eignar- skatt. Er með frumvarpinu lagt til að lögfest verði að fyrirtæki megi draga tvöfalda þá fjárhæð frá tekjum sfnum sem þau veiji til menn- ingarmála, vísindastarfsemi og kvikmyndagerðar. Þetta, segir f greinargerð, mun hvetja fyrirtæki til að auka framlög sín enda lækki skattskyldar tekjur þeirra þar með. „Ef fyrirtæki gefur 100 þúsund krónur til menningar- og vísindastarfsemi má það sam- kvæmt frumvarpinu draga 200 þúsund krónur frá útgjöldum en ein- ungis 100 þúsund samkvæmt núgildandi lögnm.“ Þá kemur fram í greinargerð frumvarpsins að í núgildandi lögum sé kveðið á um að slíkar gjafir og framlög megi ekki nema meira en 0,5% frá tekjum og er í frumvarpinu ekki lögð til breyting á því. Tvö lagafrumvörp samþykkt TVÖ lagafrumvörp voru samþykkt sem lög frá Alþingi í gær, auk Qáraukalaganna. Annars vegar var samþykkt lagafrumvarp um breytingu á skipu- lags- og byggingalögum, sem snertir m.a. valdsvið bygginganefnda og og hins vegar var samþykkt lagafrumvarp um breytingu á lögum um einkaleyft, en með því er verið að fella inn í EES-samninginn reglugerð Évrópuþingsins um útgáfu viðbótarvottorðs um vernd plöntuvarnarefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.