Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið Ámi Sæberg VILHJÁLMUR og Geir Már Hafberg í fískbúðinni Hafberg kánkast við Árna Sæberg ljósmyndara. Skötusala hefur aukist ár frá ári Borgarfiarðarbraut Sáttaleiðin fari á svæð- isskipulag SKIPULAGSSTJÓRN ríkisins sam- þykkti í gær og afgreiddi til um- hverfísráðherra til staðfestingar nýtt svæðisskipulag fyrir sveitarfé- lög norðan Skarðsheiðar. Mælist skipulagsstjóm til þess að svokölluð sáttaleið varðandi umdeilda lagn- ingu Borgarfjarðarbrautar verði tekin inn í skipulagið og samþykkt. Að sögn Sigurðar Thoroddsen hjá Skipulagi ríkisins samþykkti skipulagsstjóm með 3 atkvæðum gegn 1 þá beiðni hreppsnefndar Reykholtsdalshrepps að leið 3a, svokölluð sáttaleið, verði sýnd á svæðisskipulaginu. ♦ ♦ ♦--- Nýr skattstigi í Ólafsvík SKÖTUSALAN hefur farið vel af stað fyrir jólin og sífellt fleira ungt fólk er í hópi kaupenda, segir Vilhjálmur Hafberg, físk- sali í Gnoðarvogi. „Það er mest miðaldra og gamalt fólk sem kaupir hana, en hún er líka vinsæl hjá yngra fólki. Oft koma menn saman í 8-10 manna hópum til að borða hana. Aðrir fara bara heim til mömmu eða tengdamömmu og fá sína skötu þar,“ segir Vil- hjálmur. Hann segir söluna hafa verið að aukast á síðustu árum. Áhug- inn virðist ekki ráðast af því hvaðan af landinu fólk kemur, en þeir sem eru að vestan vilji hana yfirleitt sterkari en aðrir. „Margir þeirra sem vilja milda skötu eru samt tilbúnir til að smakka þessa sterku.“ Vilhjálmur segir að flestir sjóði skötuna og hafí hamsa með. „Sumir nota vestfírðing, vestfirskan hnoðmör. Það er al- gengast hjá eldra fólki og þeim sem aldir eru upp við þennan sið.“ Sífellt verður algengara að skatan sé soðin og búin til stappa. „Hún er steypt í form og borðuð köld, skorin niður í sneiðar ofan á rúgbrauð með smjöri, svipað og sviðasulta,“ segir Vilþjálmur. Flestir borða skötuna á Þor- láksmessu, en sumir flýta þó máltíðinni til að losna við lyktina fyrir jólin. „Margir Ieysa reyndar málið bara með því að sjóða hangikjötið beint á eftir skötunni eða selja negulnagla og edik í pott og sjóða. Þá kemur krydd- keimur húsið og dregur úr skötu- lyktinni." Samkeppní harðnar í sölu jólabóka SAMKEPPNI í sölu jólabóka er nú í aigleymingi og ýmis afsláttartilboð í gangi. í gær auglýsti Hagkaup í Morgunblaðinu 21 bókartitil á föstu verði eða á 1.990 kr. og mun tilboð- ið gilda til og með næsta sunnudegi. Tilboð Hagkaups kemur forsvars- mönnum Máls og menningar og Eymundsson verslananna og Penn- ans ekki á óvart. Segja þeir Hag- kaup bjóða mjög svipaðan afslátt af einstökum bókartitlum og fyrir seinustu jól og tilboðið komi fram á sama mánaðardegi og í fyrra. Segj- ast þeir ekki vera þeirrar skoðunar að verðtilboð Hagkaups muni koma sérstöku róti á jólabókamarkaðinn, eða leiða til verðkapphlaups síðustu dagana fram að jólum. Om Kjartansson, sölustjóri í Hag- kaup, segir viðbrögð við bókatilboð- inu hafa verið mjög góð í gær. „Við gerðum svipað tilboð í fyrra þegar við lækkuðum ákveðna bókartitla niður í eitt verð. Það hefur reynst mjög vel,“ segir hann. „Þetta eru allt nýjar bækur sem eru vinsælar í dag,“ segir hann. Örn segir jóla- bókasöluna síst minni en í fyrra. Árni Einarsson, verslunarstjóri bókaverslunar Máls og menningar, segist óska fólki til hamingju með gott bókaverð og - segir tilboð af þessu tagi einungis leiða til aukinnar sölu bóka hér á landi. „Við bregð- umst ekkert sérstaklega við þessu enda er ekki um sambærilega þjón- ustu að ræða. Við pökkum inn fyrir fólk og þjónustum það á alla lund yfír alit árið og álítum þessu því ekki stefnt gegn okkar viðskiptavin- um. Fólk vill yfirleitt fá meiri þjón- ustu en þarna er í boði en við höfum ekkert út á þetta að setja. Því fleiri bækur sem rata inn á heimili lands- manna er bara til góðs,“ segir hann. Harður slagxir Ingimar Jónsson, yfírmaður smá- sölusviðs Eymundsson og Pennans, tekur í sama streng og Arni. Hann segir ýmis tilboð í gangi á bóka- markaðinum en segir bóksöluna fyr- ir þessi jól mun meiri en fyrir sein- ustu jól. „Mér sýnist Hagkaup vera með svipuð tilboð í gangi og í fyrra. Við höfum líka kynnt töluvert af til- boðum og erum ánægðir með okkar stöðu. Þetta hefur verið harður siag- ur og hann mun halda eitthvað áfram en mér sýnist að allir séu að bjóða eitthvað svipað," segir hann. Ólafsvík. Morgunblaðið. ÞESSA stundina eru starfsmenn Snæfellsbæjar og Vélsmiðja Árna Jóns að setja niður nýjan „skatt- stiga" hér í Ólafsvík. Mun hann liggja niður bratta brekku að sýslu- skrifstofunni við Ólafsbraut. Gamli stiginn var götóttur og háll. Sá nýi er úr áli og er með stalla, einskonar áfanga að réttri lið. Stiganum er slakað í einu lagi niður barðið með kranabifreið og eru menn strax farnir að skoða þennan nýja stiga og meta hvernig best muni að fara hann. Smíðað var samkvæmt hugmyndum opinberra aðila en ekki er ólíklegt að smiðim- ir hafí reynt að laga teikninguna. ívið fleiri leita aðstoðar líknarfélaga fyrir jólin en undanfarin ár Fleiri eftirlaunaþegar í brýnni þörf en áður 10 0 & * 0° 10-22 Jolasveinar skemmta kl. 17:15 og 18:00. KRINGMN FJÖLDI þeirra sem leita aðstoðar líknarfélaga fyrir jólin virðist vera nokk- uð svipaður og fyrir síðustu jól, ef ekki ívið meiri, að mati þeirra sem að aðstoðinni standa. Þörfín virðist vera hvað brýnust hjá eftirlaunaþegum og öryrkjum, en atvinnulausir eru nokkru færri en á síðustu árum. Áslaug Amdal, fulitrúi hjá Hjálp- arstofnun kirkjunnar, sem er í sam- starfi við Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands og Caritas á Íslandi um aðstoð fyrir jólin, telur að álíka margir leiti aðstoðar hjá þeim nú og fyrir síðustu jól, en þá voru það um 800 manns. Fyrirtæki og ein- staklingar leggja til matvöm og það sem upp á vantar er keypt á góðum kjörum, að sögn Áslaugar. Þeir sem óska aðstoðar fylla út umsókn og út frá henni, fjölskyldustærð og öðr- um aðstæðum er þörfin metin. Mat- arpökkunum er svo úthlutað síðustu dagana fyrir jól. Miðað er við að allir fái a.m.k. kjöt og kartöflur, sem grunn í eina jólasteik, auk þess sem í pökkunum er oftast nær eitthvað af ávöxtum, grænmeti, kexi o.fl. Áslaug segir samsetningu þess hóps sem er aðstoðar þurfí hafa breyst talsvert mikið á allra síðustu árum. Fyrir þremur árum voru flest- ¥ 0 4 ir atvinnulausir, eða u.þ.b. helming- ur á móti öryrkjum og einstæðum mæðrum. Nú eru atvinnulausir til- tölulega fáir í þessum hópi en eftir- launaþegum og öryrkjum hefur fjölgað, þannig að heiidarfjöldi þeirra sem fá aðstoð er svipaður. Hjá Mæðrastyrksnefnd nutu um 1.400 heimili aðstoðar í fyrra og að mati Unnar Jónasdóttur, formanns nefndarinnar, verða þau ekki færri í ár. Hún segir strauminn stanslaus- an á skrifstofu Mæðrastyrksnefndar á hvetjum degi og biðraðir út á götu þegar opnað er. Sækja þarf skriflega um aðstoðina og er umfang hennar metið eftir fjölskyldustærð. Jjefnir eru matarmiðar sem fólk fer með í verslanir. Auk þess úthlutar Mæðra- styrksnefnd fötum til þeirra sem á þurfa að halda. Góðærið ekki náð til þeirra lægst launuðu Þá er að sögn Unnar orðið mikið um að fyrirtæki og einstaklingar gefí mat, auk peninga. Hún segir greinilegt að margir eigi i erfiðleik- um með að láta enda ná saman og það sé einna sárast fyrir jólin. „At- vinnuleysið bitnar ekki síst á konum, því þó að kjörin hafi batnað hjá mörgum í þjóðfélaginu þá hafa þau langminnst batnað hjá þeim sem hafa lægstu launin. Góðærið hefur ekki náð til þeirra," segir Unnur. Hjá Hjálpræðishernum fá um 200 manns, sem um það hafa sótt, út- hlutað gjafakortum fyrir matvörum og einnig er hægt að fá fatnað úr flóamarkaðsverslun Hjálpræðis- hersins, að sögn Miriam Óskars- dóttur flokksforingja. Þá standa Hjálpræðisherinn og Vernd í sam- einingu fyrir kvöldverði fyrir þá sem ekki eiga í önnur hús að venda á aðfangadagskvöld. Auk þess sem boðið er upp á ókeypis málsverð eru gefnar gjafir, sungið og dansað í kringum jólatré. Miriam segir að ágætlega gangi að fá mat til jólamáltíðarinnar og hingað til hafi enginn sagt nei við þeirri bón. Hún telur að heldur fleiri séu farnir að láta fé af hendi rakna til að aðstoða náungann. I I I » I I t I I I I I L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.