Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 289. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Farþegavél hlekktist á í lendingu Fredricton. Reuters. PRJÁTÍU og fimm manns voru fluttir á sjúkrahús eftir að Canadair Regional-þotu kanadíska flugfélags- ins Air Canada hlekktist á í lend- ingu í Fredricton í New Brunswick- fylki í gær. Enginn var alvarlega slasaður og fengu 26 að fara heim að lokinni skoðun. Þotan var að koma frá Toronto með 37 farþega og þriggja manna áhöfn. Niðaþoka var í Fredricton er óhappið varð. Ekki hafa borist fregnir af orsökum óhappsins, en rannsókn stendur yfir. Flugvélin er mikið skemmd. Framkvæmdastjóri Air Canada sagði þotuna vera tveggja og hálfs árs gamla og hafa flogið í 8.000 klukkustundir. „Sem þýðir að þetta er ný flugvél." Canadair Regional, sem er tveggja hreyfla og tekur fimmtíu farþega, er framleidd af Bombardi- er í Montreal. Þetta er í fyrsta sinn sem flugvél af þessari gerð, á veg- ÞOTAN fór út af flugbrautinni og hafnaði í skóglendi við enda brautarinnar. Björgunarsveitir aðstoðuðu um Air Canada, hlekkist á. farþega við að komast út, en margir komust út af sjálfsdáðum og gengu til flugstöðvarinnar. Kúbustjórn fundin sek Miami. Reuters. DÓMARI í Miami í Bandaríkj- unum dæmdi Kúbustjórn til þess að greiða fjölskyldum þriggja flugmanna bætur upp á rúmlega 187 milljónir Banda- ríkjadala, að andvirði rúmlega 12 milljarðar íslenskra króna, í gær. Mennirnir, sem voru af kúbönskum uppruna, voru skotnir niður af kúbanskri or- ustuþotu, er þeir voru að svip- ast um eftir kúbönskum flótta- mönnum á alþjóðlegu hafsvæði 24. febrúar árið 1996. Dómurinn er fyrsti dómur sem felldur er samkvæmt nýj- um bandarískum lögum gegn hryðjuverkastarfsemi sem m.a. miða að því að teygja lögsögu Bandaríkjanna út fyrir landa- mæri þeirra þegar bandarískir ríkisborgarar eiga í hlut. Stjórnvöld á Kúbu neituðu að verja sig fyrir réttinum og báru það fyrir sig að banda- rískt réttarkerfi hefði ekkert yfir þeim að segja. Bankaræningi tók tuttugu börn í gíslingu Dallas. Reuters. VOPNAÐUR maður tók u.þ.b. 20 börn í gíslingu á leikskóla í úthverfi Dallas í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var á flótta undan lög- reglu eftir bankarán er hann hljóp inn á leikskólann. Hann sleppti fljótlega leikskólakennurum og hluta barnanna en hélt um 20 börn- um eftir sem gíslum. Lögregla um- kringdi húsið strax og hóf fljótlega samningaviðræður við manninn. Áhyggjufullir foreldrar og ná- grannar söfnuðust saman í ná- grenninu og sameinuðust margir þeirra í bæn fyrir velferð bam- anna. Leiðtogaskipti innan ANC Winnie gaf ekki kost á sér Mafeking. Reuters. THABO Mbeki var í gær útnefndur næsti flokksformaður Afríska þjóð- arráðsins, ANC, á 50. landsfundi ráðsins sem nú fer fram í Suður-Afr- íku. Mbeki, sem nýtur stuðnings Nelsons Mandela, fráfarandi for- manns ANC og forseta landsins, var eini frambjóðandinn í stöðuna. Hann mun taka formlega við embættinu við lok fundarins á laugardag. í þakkarræðu sinni vísaði Mbeki óbeint í ræðu Nelsons Mandela frá því á þriðjudag en Mandela hefúr verið harðlega gagnrýndur fyrir um- mæli sem hann lét falla í kveðjuræðu sinni sem formaður ráðsins. I ræðunni hvatti forsetinn arftaka sína m.a. tál þess að vinna að því að breytingar verði gerðar á skiptingu auðæfa í landinu og ásakaði íbúa af evrópskum uppruna um að reyna að komast hjá þeim fórnum sem upp- bygging nýrrar Suður-Afríku krefst. íbúar af evrópskum uppruna brugð- ust reiðir við og ásökuðu forsetann um að hvetja til kynþáttamisréttis gegn sér. Mbeki, sem talið er fullvíst að verði næsti forseti Suður-Afríku, sagði í ræðu sinni að forystan hefði Reuters MADIKIZELA-Mandela óskar Zuma til hamingju. fengið skýr skilaboð þess efnis að byltingunni væri langt frá því lokið. Eitt fyrsta verk Mbekis eftir út- nefninguna var að hafna ósk Winnie Madikizela-Mandela um að fá að ráð- færa sig við stuðningsmenn sína eftir að hún var tilnefnd til embættis varaformanns ráðsins. Reglunum breytt Madikizela-Mandela, sem er fyrr- verandi eiginkona Nelsons Mandela, hafði sóst eftir tilnefningu tif emb- ættisins en kvaðst hætt við að gefa kost á sér eftir að Mbeki hafnaði ósk hennar. Áður hafði ráðið breytt regl- um þannig að frambjóðendur þyrftu stuðning 3.000 fulltrúa til þess að til- nefning þeirra yrði staðfest. Jacob Zuma var því útnefndur til embættis varaformanns án þess að til mótframboðs gegn honum kæmi. Prímakov gagnrýnir stefnu Bandarfkj astj órnar Segir heimsbyggðina á móti árásum á Irak Brussel, Washington. Reuters. JEVGENÍ Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði í gær að „yf- irgnæfandi meirihluti" mannkynsins væri andvígur því að gnpið yrði til hemaðaraðgerða gegn Irökum tor- veldi þeir leit eftirlitsmanna Samein- uðu þjóðanna að gjöreyðingarvopn- um í Irak. Prímakov var að svara ummælum Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem lét þau orð falla að reyna bæri áfram að knýja íraka til samstarfs við eftir- litsmennina með friðsamlegum hætti en ekki væri hægt að útiloka að grip- ið yrði til hemaðaraðgerða. „Við emm andvígir því að hervaldi verði beitt,“ sagði Prímakov. „Ég tel að í heiminum styðji mikill meirihluti þá afstöðu, yfirgnæfandi meirihluti." MESUT Yilmaz, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í gær að Tyrkir myndu draga til baka aðildarumsókn sína að Evrópusambandinu, ESB, yrðu þeir ekki settir í hóp tilvonandi aðildarríkja sambandsins. „Yilmaz forsætisráðherra tilkynnti að Tyrkland myndi draga beiðni sína um fulla aðild til baka ef Evrópu- sambandið breytir ekki afstöðu sinni,“ sagði tyrkneska ríkisfrétta- stofan Anatolian eftir að Yilmaz millilenti í Brassel í gær á leiðinni í opinbera heimsókn til Bandaríkj- anna. Leiðtogar ESB sömdu um síðustu helgi um að bjóða sex ríkjum að hefja aðildarviðræður af alvöru í vor. Þá var öðrum fimm ríkjum gefinn kostur á að bætast í þann hóp að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti var harðorður í garð íraka eftir viðræð- ur Richards Butlers, yfirmanns eft- irlitssveita SÞ, við íraska ráðamenn, sem sögðu að eftirlitsmennirnir myndu „aldrei“ fá aðgang að forseta- höllum í leit að efnavopnum. Sagði Clinton Bandaríkjamenn verða að vera ákveðna gagnvart Irökum, þar sem þeir hefðu ekki staðið við alþjóð- legar skuldbindingar sínar. Clinton harðorður Er Clinton var spurður hvort hann teldi Saddam Hussein, leiðtoga Iraks, ekki heilan á geðsmunum, sagði Clinton: „Ef hann er [brjálaður], þá er hann snjall brjálæðingur... Stundum gerir hann þó eitthvað sem virðist brjálæðislega heimskulegt." Tyrkland, sem sótti fyrst um aðild að sambandinu fyrir 34 árum, er hins vegar í hvoragum þessara hópa en var boðið að taka þátt í ráðstefnu til- vonandi aðildarríkja sem halda á samhliða aðildarviðræðuferlinu. Slíkri þátttöku hafnaði Tyrklands- stjórn hins vegar strax og Yilmaz bætti um betur í gær með því að lýsa því yfir að afstaða stjórnarinnar myndi ekki breytast neitt fyrr en Tyrklandi yrði bætt á listann yfir til- vonandi aðildarríki til jafns við hin ellefu sem fyrir eru á honum. Yilmaz tók því að sögn Anatolian sérstaklega illa að boðinu á ráð- stefnu þessa fylgdi listi yfir skilyrði fyrir þátttöku Tyrklands í stækkun- arferlinu. Á listanum vora m.a. skil- yrði um framfarir í mannúðarmálum og bætt samskipti við Grikkland. Clinton kvaðst hvorki útiloka nein- ar aðgerðir gegn Irökum né að bandarísk stjórnvöld kynnu að grípa til frekari aðgerða til að þvinga íraka til að veita vopnaeftirliti SÞ aðgang að forsetahöllum íraka. Brást talsmaður íraska upplýs- ingaráðuneytisins ókvæða við þess- ari yfirlýsingu í gær og sagði Banda- ríkjamenn ekki njóta nægilegs stuðnings til þess að grípa til að- gerða, hvorki í öryggisráði SÞ né í Evrópu. Að því er segir í The New York Times kann þetta að vera rétt, því í öryggisráðinu gæti aukinna áhyggna vegna vannæringar og öm- urlegra aðstæðna írösku þjóðarinn- ar. Séu þessar áhyggjur ekki minni en vegna efnavopnaframleiðslu íraka. Flugvél hvarf Aþena. Reuters. FLUGVÉL frá Úkraínu með 73 menn innanborðs, hvarf af radarskjám þegar hún var að koma inn til lendingar í Norð- ur-Grikklandi í gærkvöldi. Vélin var að koma frá Kiev með 65 farþega og átta manna áhöfn og var um 15 km frá flugbrautinni er hún hvarf. Fjölmennt björgunarlið var sent á staðinn til að leita að vélinni en mikill vindur var á þessum slóðum í gærkvöldi. Tvennum sögum fer af því um hvers konar vél var að ræða en hún mun annað hvort vera af Jakolev- eða Tupolev-gerð. Yilmaz hótar ESB Ankara. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.