Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VALBORG ELÍSABET . HERMANNSDÓTTIR + Valborg Her- mannsdóttir fæddist á Glitstöð- um í Norðurárdal hinn 22. nóvember 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni föstudags- ins 12. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ragnheiður % Gísladóttir og Her- mann Þórðarson, bóndi og kennari, og ólst Valborg upp á Glitstöðum og á Sigmund- arstöðum í Þverárhlíð til þrett- án ára aldurs, en fluttist þá með fjölskyldu sinni til Reykja- víkur. Valborg eignaðist sjö alsystkini og eru tvö þeirra nú á lífi: Unnur, f. 27.7. 1912, d. 24.11. 1994, kennari, gift Hans Guðnasyni, bónda á Hjalla í Kjós; Svavar, f. 16.1. 1914, d. 30.3. 1980, efnaverkfræðingur, kvæntur Ursulu Funck; Gísli, f. 28.2. 1916, d. 8.1. 1983, véla- ■* Hún var ljóshærð og lagleg, kát og skemmtileg, vel menntuð og víð- förul. Hún var móðursystir min og þegar ég var barn og unglingur var hún mér fyrirmynd og vakti aðdáun mína. Hún ólst upp í stórum systk- inahópi og mér er sagt, að hún hafi verið augasteinn föður síns. Góðar námsgáfur hennar komu fljótt í ljós, einkum miklir tungu- málahæfileikar. í þá daga var ekki algengt, að stúlkur gengju mennta- veginn, en það varð þó hlutskipti ‘ Völlu sem betur fer, vegna þess að til þess stóð hugur hennar. Lífshlaup Völlu var á margan hátt mjög óvenjulegt. Ég man fyrst eftir henni með sítt ljóst hár. Hún var í fallegum fötum og var á förum til Kaup- mannahafnar til framhaldsnáms í lyfjafræði. Þegar hún kom heim í frí kom hún með útlendar, nýstár- legar gjafir handa systkinabörnum sínum og hafði frá mörgu að segja. Hún vann svo nokkur ár í Lauga- vegsapóteki að námi loknu og það var mikill fengur að fá að fara sendiferð 1 apótekið og láta Völlu afgreiða sig. Það var svo skemmti- legt, að hún var nú á íslandi. verkfræðingur, kvæntur Betty Epel- mann, Guðrún, f. 1.5. 1918, kennari, gift Alfreð Kristjáns- syni, Vigdís, f. 12.7. 1920, d. 8.11. 1984, kennari, Ragnar, f. 17.1. 1922, d. 15.12. 1992, cand.ing. chemie, Ragnheiður, f. 24.12. 1927. Val- borg eignaðist tvö hálfsystkini, sam- feðra: Jón, f. 12.8. 1924, og Ester Mörtu, f. 23.3. 1928, d. 26.1. 1990. Valborg lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Ingimars 1939, var í vist hjá Mörtu Indriðadóttur Kalman, en fluttist haustið 1940 til Jóns Blöndals, hagfræðings og konu hans, Victoríu Blöndal Guðmundsdóttur, sem styrktu hana til náms. Hún lauk stúdents- prófi úr máladeild MR vorið 1944 og úr stærðfræðideild ári seinna, lauk fyrri hluta prófi í lyfjafræði 1948, stundaði síðan framhalds- Valla var heitbundin dönskum lyfjafræðingi, Kurt Stenager, og þau giftu sig 1955 og fóru til Aust- urlanda fjær, þar sem Kurt var við störf í 14 ár áður en þau fluttust aftur heim til Danmerkur. Þau ferð- uðust vítt um heiminn meðan þau voru í Austurlöndum og komu líka oft til íslands í frí. Þau sögðu svo skemmtilega frá lífi sínu í Bangkok og Djakarta, sýndu myndir og færðu okkur framandlegar gjafir og það var hátíð í bæ. Völlu og Kurt varð ekki barna auðið, en þau tóku tvo kjörsyni. Þeir eru danskir að ætterni og Valla sótti þá til Danmerkur og flutti þá til heimilis síns í Bangkok. Nú er þessu yfirleitt öfugt farið og fólk sækir kjörbörn til Austurlanda. Nokkru eftir að þau fluttust til Danmerkur fór að halla undan og endaði með því, að þau hjónin skildu. Heilsu Völlu hrakaði Iíka á ýmsan hátt. Endurteknar aðgerðir á hnjálið urðu til þess, að hann varð ónýtur og hún var mestmegn- is í hjólastól seinustu árin. Hún fluttist heim til íslands árið 1991 eftir þessa löngu útivist, en synir hennar búa áfram í Danmörku. + Fóstursystir okkar, NINNA BJÖRK (fædd Pétursdóttir), Vallarevagen 14, S 18351 Táby, Svíþjóð, andaðist sunnudaginn 14. desembersl. Anna, Þorbjörg og Elínborg Guðmundsdætur. 4 Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, JÓN KONRÁÐ KRISTJÁNSSON, Suðurgötu 47, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði föstudaginn 19. desember kl. 15.00. Ásdís G. Konráðsdóttir Kristján Hans Jónsson, Sólveig Kristjánsdóttir, Finnur Óskarsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Björn K. Svavarsson, Kristján Rúnar Kristjánsson, Katrfn Sveinsdóttir, Stella Kristjánsdóttir, Svavar Svavarsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Ulla Pedersen og systkinabörn. nám í lyfjafræði við Danmarks farmaceutiske Hojskole og lauk þaðan prófi 1952. Valborg starfaði í Laugavegsapóteki 1952 til 1955, en hélt þá til Austurlanda til skólabróður síns og unnusta Kurts Sten- ager, lyfjafræðings, sem veitti forstöðu tveimur lyfjafyrir- tækjum, Austur-Asíufélaginu DUMEX og ICI. Valborg og Kurt giftu sig 17. júní 1955 í Penang og stofnuðu heimili í Bangkok í Tælandi, bjuggu í Djakarta í Indónesíu 1958-1960 og aftur í Bangkok til 1969 er þau fluttu til Dan- merkur. Þar bjó Valborg til 1991 er hún flutti heim til ís- lands. Eiginmaður Valborgar, Kurt Stenager, Iyfjafræðingur, fæddist 1.6. 1929. Þau skildu. Foreldrar hans voru Anders Jakobsen, verslunarmaður í Randers og kona hans, Marte Jakobsen. Valborg og Kurt tóku tvo kjörsyni: 1) Peter Sten- ager, f. 14.12. 1964. Eiginkona hans er Anja Lykke Andersen og eiga þau dótturina Liv. 2) Jón Blöndal Arne Stenager, f. 3.12. 1967. Þeir eru búsettir í Danmörku. Útför Valborgar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Valla fékk dvalarstað á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hún naut þess að heyra íslensku í kring- um sig og fá íslenskan mat og sjá íslensku fjöllin. Þótt hún væri í hjólastól heimsótti hún mig til Ak- ureyrar og við fórum bæði í Vagla- skóg og Mývatnssveit. í ágúst 1996 fór hún alein til Kaupmannahafnar og heimsótti syni sína og það var mikið afrek. Hún var mikil félags- vera og naut þess til dæmis að fara á tælenskan matsölustað í Reykja- vík og tala tælensku við starfsfólk- ið. Hún elskaði skæra liti og glaða tónlist og á góðum stundum gat ekki skemmtilegri manneskju en hana. Hún hafði svo gaman af því að koma í Perluna og horfa á fjalla- hringinn. Hún gat þess líka við mig, að það væri yndislegt útsýni úr Grillinu og gaman að koma þar. Á fögru maíkvöldi fórum við tvær í Grillið. Við vorum báðar í okkar besta pússi og við nutum kvöldsins. Þótt Valla væri komin yfir sjötugt og væri í hjólastól vantaði ekkert upp á hennar eðlislæga sjarma. Þjónarnir snerust í kringum hana eins og skopparakringlur og hún naut augnabliksins. Þannig ætla ég að muna hana glaða og hamingjusama. Blessuð sé minning Valborgar Hermanns- dóttur. Ragnheiður Hansdóttir. Haustið 1940 settust um 30 nýir nemendur í 3. bekk lærdómsdeildar Menntaskólans í Reykjavík. Fyrir voru í bekknum álíka margir nem- endur, sem höfðu náð prófi upp í 1. bekk gagnfræðadeildar MR tveim árum áður. Við nýnemar flut- um inn á gagnfræðaprófi frá þeim tveim gagnfræðaskólum, sem þá voru í Reykjavíkurborg og frá Flensborg í Hafnarfirði. Gamla MR-húsið við Lækjargötu var þá í hers höndum í bókstaflegum skiln- ingi og skólinn leigði átta stofur á efstu hæð háskólans að sunnan- verðu. Þar hitti ég Valborgu fyrst á ganginum fyrir utan 3. bekkjar- stofuna. Hún var þá svo litfríð og ljóshærð, fremur smá vexti og glað- leg í viðmóti og ákveðin í að samlag- ast þessum nýju bekkjarsystkinum. Ekki leið á löngu þar til góð kynni tókust með okkur Valborgu og Áslaugu Kjartansdóttur, og síðar Málfríði Björnsdóttur. Við Áslaug komum úr Ágústarskólanum en Valborg úr Ingimarsskólanum, báð- ir nefndir eftir skólastjórunum, en Fríða kom úr Flensborg eins og góðum Hafnfirðingi sæmdi. Þessi kynni hafa nú enst i nærri sextíu ár og ég man ekki til að á þau hafi borið nokkurn skugga. Áslaug og Valborg voru sessunautar öll menntaskólaárin og slíkar aldavin- konur að fágætt má teljast. Að öðrum ólöstuðum held ég að enginn hafí reynst Valborgu betur í vetrar- hríð vaxinnar ævi en þau Áslaug og Frank Cassata, maður hennar. Við vonum af hjarta, vinir hennar, að þau megi hljóta sín laun, ef ekki þessa heims þá hinum megin. Skólaárin liðu hjá í áhyggjuleysi. Valborg var góður og samvisku- samur nemandi og skólaþegn. Á sumrum stunduðum við flest vinnu hingað og þangað um landið eins og tíðkast enn. Við Valborg fórum báðar austur í Fljótshh'ð í kaupa- vinnu og hittumst alloft þá, þöndum gæðingana bæ frá bæ í fylgd Óla Berg sem átti vísar viðtökur á hveij- um stað. Ég tók tryggð við Hlíðina vænu, en Valborg fór norður í Skagafjörð sumarið eftir, vildi skoða landið eins og hún orðaði það, enda gerðu stelpur á okkar aldri ekki víðreist í þá daga. Ragn- heiður móðir Valborgar var prests- dóttir ættuð úr Skagafirði, þótt hún væri fædd og uppalin í Hvammi í Norðurárdal syðra og teldi sig jafn- an Borgfirðing, held ég. Við lukum stúdentsprófi vorið 1944. Valborg var strax staðráðin í því að leggja stund á lyfjafræði, en hún var með próf úr máladeild og þurfti því að lesa allt námsefni stærðfræðideildar á einum vetri og ganga undir próf. Sama gerði Fríða Bjama, eins og við kölluðum frú Málfríði jafnan. Síðan hófst lyfja- fræðinámið. Valborg fór í Ing- ólfsapótek en Fríða í Reykjavík- ur„abó“. Éngar kvartanir bárust frá apó- tekurum eða skjólstæðingum, svo þeim hlaut að vegna vel, telpunum. Á þessum árum stofnuðum við saumaklúbb, vinkonumar. Skopist nú ekki að sauma- og spilaklúbbum, góðir hálsar. Þeir eru jafn ómissandi og ættarmót og Rotarý-fundir, allt þetta viðheldur góðum kynnum. Valborg kom auk þess með Ragn- heiði systur sína í félagsskapinn og Betty mágkonu sína. Þessi klúbbur lifír enn, þó farið sé að stijálast um fundi. Hlé varð á þátttöku þeirra Valborgar og Fríðu í tvö ár, meðan þær luku kandídatsprófí í Kaup- mannahöfn. Þær skiluðu sér svo aftur til starfa, Valborg þó aðeins skamma hríð, því hún hafði á náms- ámnum trúlofast kollega sínum Kurt Steenager-Jacobsen og flutti aftur til Kaupmannahafnar, þar sem þau giftu sig ekki löngu síðar. Nokkmm ámm seinna fékk Kurt stöðu hjá dönsku lyfjafyrirtæki, sem hafði m.a. bækistöð í Áusturlöndum nær. Þau hjónin bjuggu því bæði í Thailandi og á Jövu næstu árin. Þau eignuðust ekki börn, en ættleiddu tvo danska drengi, bræður sem heita Pétur og Jón, og búa nú í Kaup- mannahöfn. Fjölskyldan flutti eftir allmörg ár eystra aftur til Danmerk- ur. Allt virtist leika í lyndi, en þó fór nú svo að þau skildu, hjónin, og drengimir fylgdu Valborgu. Heilsu hennar var þegar tekið að hraka, m.a. gekkst hún undir aðgerð á hnjám, en aðgerðin heppnaðist ekki vel og var hún mörg síðustu árin bundin hjólastól. Parkinsons-veiki bættist síðar við þá kröm sem fýrir var. Henni reyndist erfítt að búa við óhagstæð kjör í heimsborginni, og svo fór að hún flutti heim og fékk vist á Elliheimilinu Grund. Var ekki annað að sjá en þar færi vel um hana, og hún nyti þess að sjá fólkið sitt og gömlu vinina. Áslaug varð sem fyrr hennar aðal hjálparhella. Af og til hittist gamli sauma- klúbburinn, þó varla nógu oft. Vor- ið 1994 héldum við upp á 50 ára stúdentsafmæli. Valborg var þá svo hress að hún gat tekið þátt í veislum og ferðalögum. Mörg bekkjarsystk- inin höfðu þá ekki séð hana um árabil og urðu fagnaðarfundir. Val- borg var að eðlisfari bjartsýn og létt í lund, þótt stundum þyrmdi yfír hana þunglyndi og vonleysi, og lái henni það hver sem vill. Ánnars bar hún ekki harma sína á torg og bar sig oftast vel. Okkur fannst oft, vinkonunum, að hún lifði í draumaheimi, og legði þá á ráðin um ýmislegt, sem aldrei gat orðið vegna þeirrar fötlunar, sem hún bjó við. Eða var þetta kannski hennar aðferð til að sætta sig við óbærileg kjör? Fyrir rúmu ári fór Valborg til Kaupmannahafnar að hitta dreng- ina sína og fyrsta barnabarnið. Hafði hún að því er virtist ánægju af ferðinni. Og nú er hún öll, laus úr viðjum hrörnandi líkama. Mig langar til að kveðja hana með tveim síðustu erindunum úr ljóði Snorra Hjartar- sonar í Úlfdölum. Við konurnar í saumaklúbbnum sendum systrum hennar, sonum og vandafólki inni- legar samúðarkveðjur. I vængjum felldum ég vafmn lá þær viðjar binda ekki lenpr með nýjum styrk skal ég strengi slá og stirna langnættið eldum, uns óskakraftur minn endums úr ösku Ijóðs míns og hjarta, úr mistri og sorta skín svanaflug og sólin gistir mig aftur. Sigríður Ingimarsdóttir. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR + Sigríður Jóns- dóttir fæddist á Stóra-Seli í Vestur- bænum 9. febrúar 1916. Hún lést á heimili dóttur sinnar i Sevilla 23. september síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 28. október. Elsku mamma mín. Mig langaði aðeins að þakka þér allar skemmtilegu og góðu samverustundimar, sem við áttum þegar ég var strákur heima á Fróni. Þá vil ég þakka þér fyrir hið glæsi- lega heimili, sem þú gafst mér, að ekki sé talað um matinn sem þú eldaðir alla daga. Þú varst besti kokkur, sem ég hef þekkt. Kökurnar þínar voru þær bestu sem ég hef smakkað til þessa dags. Ég man að ég flýtti mér heim úr skólanum og fann ilminn alla leið niður á götu- horn af þinni góðu eldamennsku. Betra heimili gat enginn átt. Mamma mín, ég man þegar þú komst að heimsækja mig til New York, sem var þín uppáhaldsborg. Við áttum þá saman yndislegar stundir. Hve þú varst hrifin af Central Park, sem var steinsnar frá heimili okkar á Park Avenue. Ég minnist þess þegar þú komst eitt sinn heim úr garð- inum og sagðir mér að þú hefðir gefíð gamalli konu sem sat þar á bekk, nokkra dollara af því hún var svo fá- tæk og hefði sennilega verið svöng. Mamma, þú hugsaðir alltaf um aðra áður en þú hugs- aðir um sjálfa þig. Ég þakka þér fyrir það góða veganesti að hugsa um náungann af hjarta- gæsku. Mamma mín, nú ert þú farin í hæstu hæðir og fínnst mér það ákaflega leitt að fá ekki að vita um andlát þitt á Spáni eða útför þína. Ég vil að þú vitir að ég var hjá þér allan tímann í anda. Nú ert þú kom- in aftur til eiginmanns og sonar, föður míns og bróður. Nú ert þú laus við kvalirnar og lyfin. Megi Guð geyma þig, mamma mín. Góða nótt, elskan mín. Þinn sonur, Jón Viðar Viggósson, New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.