Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 68
88 FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Ókeypis lögfræðiaðstoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator, félag laganema
Fyrsta sending komin
Skólavörðustíg 4, sími
Inniskór - mikið úrval
Síð pils,
kvöldbuxur
Opið laugardag frá kl. 10-20
og sunnudag frá kl. 13-17
tískuverslun
Rauðarárstíg 1, sími 561 5077
r
r Jopptilboð
\
Fótlagaskór fyrir börn
Póstsendum samdægurs
T
oppskórinn
Veltusundi v/ Ingólfstorg, sími 552 1212
Litir: Bláir, rauðir og brúnir
Stærðir: 26-30
k, 2.495
Verö
Leðurfóðraðir
Fótlaga m/grófum göngusóla
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Þakkir
HBM skrifar: „Mig langar
til að koma á framfæri
kæru þakklæti fyrir góðar
íþróttavörur, frábæra
þjónustu og liðlegheit hjá
E.G. heildverslun Lotto,
Stórhöfða 17.“
Með vísnasöng
VELVAKANDA barst
svar við fyrirspum frá
Kristínu í blaðinu í gær
varðandi útgáfu geisla-
diska með Sigríði Ellu. í
síðustu viku kom út geisla-
diskurinn „Með vísna-
söng“. Hún á að fást í öll-
um hljómplötuverslunum.
Fyrirspurn
SJÓNVARPSÁHORF-
ANDI hafði áhuga á að
vita af hveíju búið væri
að taka áætlun Strætis-
vagna Reykjavíkur út úr
textavarpinu.
Dýrahald
Kettiingur
í óskilum
ÞRÍLITUR kettlingur, gul-
ur, hvítur og svartur, gæti
verið ca. 4 mánaða, er í
óskilum í Hafnarflrði. Þeir
sem kannast við kisu hafi
samband í síma 565 5565
eftir kl. 16.
Tapað/fundið
Gullarmband
týndist í
Holtagörðum
GULLARMBAND, snúið,
týndist í Bónus í Holta-
görðum eða fyrir utan.
Skilvís finnandi hafí sam-
band við Höllu í síma
551 2139 eftir kl. 17.
Kápa týndist
DÖKKBLÁ, síð kápa,
týndist á Veitingastaðnum
Rauðará, Rauðarárstíg,
laugardaginn 15. nóvem-
ber. Þeir sem hafa orðið
varir við kápuna hafí sam-
band í síma 557 8161.
Blússa týndist
LJÓSGRÆN blússa, stutt-
erma, týndist líklega fyrir
utan verslunarmiðstöðina
við Drafnarfell fyrir nokkr-
um vikum. Skilvís fínnandi
hafí samband í síma
557 6771 og vs. 568 5000
(Hulda)
Poki í óskilum
POKI merktur „Ótrúlegu
búðinni“, fullur af vörum,
fannst í Bókabúðinni
Hlemmi, Laugavegi 118.
Einnig eru í óskilum gler-
augu í vínrauðu hulstri síð-
an í október. Uppl. í síma
5111170.
Lyklakippa týndist
LYKLAKIPPA merkt HB
Akranesi týndist á Reykja-
víkursvæðinu 11. desem-
ber. Þeir sem hafa orðið
varir við lyklakippuna hafí
samband í síma 431 3063.
Kvengullúr
í óskilum
KVENGULLÚR fannst í
Kringlunni þriðjudaginn 9.
desember. Uppl. í síma
587 2630.
Kvenarmband
í óskilum
KVENARMBAND fannst
í Súlnasal 6. desember.
Uppl. í síma 587 2630.
SKAK
limsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á
heimsmeistaramótinu í
Groningen í Hol-
landi. Michael
Adams (2.680),
Englandi, var
með hvítt og átti
leik, en Giorgi
Giorgadze
(2.625), Georgíu,
hafði svart.
41. Dd2! - Dc6
(Svartur mátti að
sjálfsögðu ekki
taka drottning-
una. Eftir 41. -
Dxd2 43. Ha8+ -
Bd8 44. Hxd8 er
hann mát) 42.
Dh6+ - Ke8 43.
De6 og svartur gafst upp.
Adams komst örugglega í
þriðju umferð og byrjaði
þar vel með því að leggja
Rússann Sergei Tivjakov
að velli í fyrri skák þeirra.
Fjórða umferðin á
heimsmeistaramótinu hefst
í dag.
Alþjóðlega Guðmundar
Arasonar mótið: Sjötta
umferðin er tefld í dag í
íþróttahúsinu við Strand-
götu í Hafnarfirði. Taflið
hefst kl. 17.
HVÍTUR leikur og vinnur.
VTÐ vijjum fá metna alla matar- og kaffitima
sem við missum af í sumar- og vetrarfríum.
Annars förum við í verkfall.
Yíkveiji skrifar...
YÍKVERJI hefur nú um skeið
verið að velta fyrir sér
punktasöfnunaráráttu landsmanna.
Fyrirtæki virðast hafa komið því inn
hjá mörgum landsmönnum að með
kortanotkun verði til verðmæti af
sjálfu sér og með því að iáta strauja
kortið sitt framleiði þeir punkta sem
þeir geti breytt í utanlandsferð,
málsverð eða önnur verðmæti? Það
væri heldur betur búbót fyrir ís-
Ienska þjóðarbúið ef þessu væri svo
varið, því að þá væri eflaust fund-
inn vænlegur útflutningsiðnaður,
svo duglegir hafa íslendingar verið
við punktasöfnun. Enginn vill verða
útundan í kapphlaupinu um punkta-
söfnun landsmanna. Visa ísland
birti á dögunum auglýsingu þar sem
þeir telja upp fjölda fyrirtækja sem
veita afslátt gegn framvísun fríð-
indakorts Visa. Þessi auglýsing ku
hafa verið svar við Sérkorti Stöðvar
2 og hafði verið beðið með nokk-
urri eftirvæntingu vegna yfirlýsing-
ar forstjóra fyrirtækisins um að
þessu yrði svarað með kröftugu
útspili í desember. Á gæði útspilsins
verður ekki lagður dómur hér.
xxx
VÍKVERJI er þeirrar skoðunar
að kortastraujun sé ekki og
verði ekki frumframleiðslugrein og
hafi því síður burði til að verða
útflutningsiðnaður. Einhver ein-
hvers staðar hljóti að borga brús-
ann. Það er ekki reynsla Víkveija
að kaupmenn, kreditkortafyrirtæki,
sjónvarpsstöðvar eða aðrir í við-
skiptalífínu bjóði sig fram til að
greiða utanlandsferðir, málsverði
eða annað fyrir viðskiptamenn sína
án þess að fá eitthvað í staðinn.
Víkveiji telur að það hljóti að vera
við neytendurnir sem borgum á
endanum fyrir punktana sem við
teljum okkur vera að framleiða,
séum í raun að taka úr öðrum vasa
okkar til að troða hinn út. Það hefði
því verið sterkari ieikur fyrir Visa
Island að setja punktinn yfír i-ið
og ganga í lið með okkur neytend-
unum og taka ekki þátt í þessari
hringavitleysu við punktasöfnun og
afsláttarfríðindi. Það eru hvort eð
er flest stærri fyrirtæki á landinu
þegar búin að gera samninga við
Fríkortið eða sérkort Stöðvar 2 og
Visa ísland þar með búið að missa
af lestinni. Með þessum orðum vill
Víkveiji ekki gera lítið úr Hattabúð
Reykjavíkur, Veitingahúsinu Dugg-
unni á Þorlákshöfn eða öðrum þeim
fyrirtækjum sem auglýstu í vikunni
afsláttarkjör við notkun hins „nýja“
fríðindakorts VISA.
xxx
ESSI blinda tiltrú landans á
punktasöfnun ætti svo sem
ekki að koma Víkveija á óvart í
ljósi reynslunnar. Það er ekki svo
langt síðan peningakeðjubréf gengu
kaupum og sölum um allt samfélag-
ið. Annar hver maður breyttist þá
í smjörgreiddan sölumann sem
reyndi með fortölum og smjaðri að
selja hinum peningabréf og allir
áttu þá að græða. Tilfellið var hins
vegar að allir sem tóku þátt í þeim
bréfum borguðu en aðeins fáir
græddu á endanum. Á sama hátt
álítur Víkveiji að landinn hafi látið
selja sér þá vitleysu að maður græði
á að safna punktum. Á sama hátt
og með peningakeðjubréfin borga
allir sem taka þátt en aðeins fáir,
ef einhveijir, græða. Á vissan hátt
er punktaáráttan verri heldur en
peningakeðjubréfín sem bitnuðu
bara á þeim sem tóku þátt. Punkta-
kortavitleysan bitnar á öllum í formi
hækkaðs verðlags.
XXX
ALLT samfélagið virðist vera
ofurselt og samdauna punkta-
súpunni. Maður má ekki einu sinni
í sakleysi sínu verða sér úti um yfír-
dráttarheimild í bankanum sínum
án þess að fá sjálfkrafa vild-
arpunkta hjá flugfélagi sem maður
hefur svo kannski engan áhuga á
að eiga viðskipti við. Engin leið er
að spá fyrir um hvað markaðsmönn-
um punktasúpunnar dettur í hug
næst en Víkveiji telur mál að linni.
Ekki fleiri fríðinda-, tryggðar-,
sérkjara-, frí- eða sérkort, ekki meiri
punktasúpu. Víkveiji vill bara borga
fyrir þá vöru og þjónustu sem hann
notar, ekki fyrir utanlandsferðir eða
málsverði „punktveijanna".