Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.12.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1997 29 ERLENT Japönsk stjórnvöld boða tekjuskattslækkun Gjaldmiðlar í Suðaustur- Asíu styrkjast Tókýó, Singapore. Reuters. Blair styður Robinson Jeltsín að ná sér Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, er að ná sér af kvefi og veirusýkingu og allt útlit fyrir að hann muni fara af heilsuhæli í byijun næstu viku, eins og gert hafði verið ráð fyrir, að því er tals- maður rúss- neskra stjórnvalda greindi frá í gær. Sergei Jastrzj- emsbskíj, talsmaður forset- ans, sagði ekkert hæft í því að stjórnvöld leyndu sannleik- anum um heilsuleysi forset- ans. Jeltsín hefur nú dvalið í viku á Barvikha heilsuhælinu skammt frá Moskvu. „Heilsufar hans er viðun- andi,“ sagði Jastrzjemsbskíj á fréttamannafundi í gær. „Læknarnir áætluðu að hann myndi dvelja í Barvikha í tíu til tólf daga. Það hefur ekki verið minnst á breytingu." Jastrzjemsbskíj sagði að forsetinn væri hitalaus og ekki lengur með kvef. Engar breyt- ingar hefðu verið gerðar á dagskrá forsetans í janúar og myndi hann fara í heimsókn til Indlands eins og til hafi staðið. MEIRI ró færðist yfir fjármála- markaði í Asíu í gær eftir óvænt- ar og ítrekaðar aðgerðir japanska seðlabankans til styrktar jeninu og frétta af fyrirhugaðri tekju- skattslækkun í Japan. Japanski seðlabankinn seldi bandaríska dollara í stórum stíl og það, ásamt frétt af fyrirhug- aðri tekjuskattslækkun stjórnar Ryutaros Hashimotos, varð til þess að gengi dollars lækkaði úr um 131 jeni í um 125 jen. Gjaldmiðlar margra ríkja Suð- austur-Asíu styrktust einnig vegna aðgerða japanska seðla- bankans og mikillar dollarasölu bæði í Singapore og Filippseyjum. Stjórn Hashimoto hefur ákveð- ið að freista þess að hleypa nýju lífi í japanskt efnahagslíf með sérstakri skattalækkun, sem kosta mun ríkissjóð jafnvirði 15,4 milljarða dollara. Akvörðunin kom í opna skjöldu en daginn áður hafði stjórnin birt áform um að lækka fyrirtækja- skatta um jafnvirði 6,54 milljarða dollara. Hagfræðingar gagn- rýndu þá ákvörðun og bar saman um að hún myndi ekki duga til þess að rjúfa stöðnun í efnahags- lífi landsins. Tekjuskattslækkunin miðast við fjárlagaárið sem lauk 31. mars sl. og felst í því að launþeg- um verður endurgreiddur skattur sem þegar hefur verið tekinn af þeim. Nemur lækkunin að jafnaði um 15% á mann. Sérfræðingar efast um varanlegan efnahagsbata Sérfræðingar í efnahagsmálum drógu í efa að tekjuskattslækkun- in leiddi til varanlegs efnahags- bata, sögðust fremur búast við því að skattalækkunin leiddi til aukins sparnaðar en aukinnar neyslu. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fagnaði hins vegar ákvörðun Jap- ana mjög, sagði hana geta leitt til aukins hagvaxtar og þar með stöðvað efnahagskreppu í Asíu. Strax eftir yfirlýsingu Hashimoto snarhækkuðu hlutabréf og önnur verðbréf á mörkuðum í Tókýó. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir í gær að hann stæði staðfastur að baki Geoffrey Robinson, ráðherra í fjár- málaráðuneytinu. Stjórnarandstaðan hefur að undanförnu gagnrýnt Robinson harkalega fyrir fjárfestingar hans í erlendum fjárfestingasjóðum og ítrekað krafist afsagnar hans. Will- iam Hague, formaður íhalds- flokksins, sagði í gær að ráðherr- ann hefði reynt að komast hjá skattlagningu og að hann gæti ekki unnið ríkinu af heilindum þar sem hagsmunir þess stönguðust á við persónulega hagsmuni hans. Blair heldur því hins vegar fram að Robinson hafi ekki aðhafst neitt ósæmilegt. Faxafeni 5 - Sími 533 2323 tolvukjor@itn.is ■ Trust Lexm vrk tölvubúnaður prentarar Trust Intel Pentium 166 MMX Abit TX móðurborð - 32 Mb E00 minni - 512 Kb skyndiminni 4,3 Gb Quantum harður dislcur - 2 Mb S3 Trio 64 V2 skjákort - 24 x Toshiba geisladrif Trust Soundwave 300W 3D hátalarar -15" Trust Precision Viewer skjár 33.600 Baud utanáliggjandi mótald Allir viðskiptavinir fá frábæran jólageisiadisk með Sixties í kaupbæti sé keypt fyrir meira en kr. 1.000.- Internet Kit fylgir öllum tölvum og prenturum - magijaður hugbúnaður meö frábæra möguleika! Lexmark 1000 bleksprautuprentari Ein nettasta litableksprautan á markaðnum í dag! Alvöru 600 x 600 dpi upplausn bæði í lit og svart/hvítu Með Lexmark 1000 getur þú útbúið falleg verkefni og skýrslur fyrir skólann og vinnuna, gert skemmtilega afmælisborða og boðskort og prentað þína eigin T-boli! Pottþéttur prentari fyrir börn, námsfólk, mömmur og pabba - hvern þann sem vill lífga upp á lífið með hressilegum litum! Jólabónus að verðmæti kr. 8.280.- fylgir með! 'Hercules Print Studio' frá Disney, Jóladiskur með Sixties og Internet Kit frá Canon Fyrir aðeins 3.900 kr. til viðbótar fylgir Lotus SmartSulte mcð. Öflug ritvinnsla, töflureilmir, gagnagrunnur, dagbók og fleira - allt sem þarf fyrir skólann eða skrifstofuna! .Tötvukiör rolvU,- verslun heimilanna Afgreiðslutími í desember: 13.12 10-22 20.12 10-22 14.12 13-18 21.12 13-18 15.12 12-18.30 22.12 12-22 16.12 12-18.30 23.12 12-23 17.12 12-18.30 24.12 10-12 18.12 12-22 27.12 Lokað 19.12 12-22 31.12 10-12 afsláttur Við erum aðiii að Fríðindakorti VISA og veitum handhöfum þess 5% afslátt af öllum vörum gegn framvísun kortsins. Lexmark 1000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.