Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tilraun ríkissáttasemjara til að fá fram sameiginlegar kröfur sjómanna Sjómenn boðað- ir saman á fund a morgun RIKISSATTASEMJARI ákvað í gær að boða samningamenn Sjó- mannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins til fund- ar við útgerðarmenn á morgun, en þá munu samningamenn Vélstjóra- félagsins einnig koma til fundar. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði að þetta væri tilraun af sinni hálfu til að fá upp á yfirborðið það sem sameiginlegt væri í kröfugerð- um sjómannasamtakanna. Fulltrúar Sjómannasambandsins og FFSÍ hafa hingað til neitað að mæta til viðræðna með vélstjórum. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, sagði í gær að engin breyting hefði orðið á afstöðu samtakanna. Hann liti svo á að um væri að ræða tvær deilur. Efnislega varð enginn árangur af samningafundi útvegsmanna og sjó- manna í gær. Deiluaðilar ræddu fyrst og fremst saman í eigin hópi. A fundinum tilkynnti LÍÚ að verk- banni, sem boðað var 20. janúar, yrði frestað til 9. febrúar. Það mun ná til sjómannafélaga sem ekki samþykktu verkfall og vélstjóra á minni skipum. Verkfall sjómanna- samtakanna er boðað 2. febrúar hafi samningar ekki tekist. Morgunblaðið/Ásdfs KRISTJÁN Ragnarsson og Magnús Kristinsson, í samninganefnd út- vegsmanna, mættu til viðræðna við sjómenn í Karphúsinu í gær. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,6% Vísitala neysluverðs íjan.iggs (182,4 stig) 01 Matur og óáfengar dtykkjarvörur (17,6%) 0114 Mjólk, ostur og egg (3,2%) 0116 Ávextir (1,1 %) 02 Áfengi og tóbak (3,4%) 022 Tóbak (1,8%) 03 Föt og skór (6,3%) -2,2% l____ 031 Föt (5,1 %) +1,1% ~1 +2,8% +9i2%1 | +4,6% +9,1 %| -2,4% L 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (17,6%) 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,8%) 06 Heilsugæsla (3,1 %) 07 Ferðir og flutningar (15,4%) 0722 Bensín og oliur (4,4%) 0733 Flutningar í lofti (1,0%) 08 Póstur og sími (1,2%) 09 Tómstundir og menning (13,9%) 10Menntun{1,0%) 11 Hótel, kaffihús og veitingastaðir (5,3%) 12 Aðrar vörur og þjónusta (9,4%) Breyting ■ .1.6% Jíá 10,0% fyrri H+i,5% mán- -0,6% □ Uðí (Mars 1997 = 100) +3,9% -1.2% CZI 1+0,1% Tölurísvigum -0,4% Q 0,o% vísa til vægis einstakra liða. 1 +1,0% VISITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) B +0,6% Ráðherra bannaði umfjöllun um fjármál FLUGRÁÐI var neitað um upplýs- ingar um fjármál Flugmálastjórnar á fundi ráðsins 18. desember vegna umfjöllunar fjölmiðla um eldsneyt- isgjald og yfirlýsinga einstakra flugráðsmanna um þau mál. Setti Halldór Blöndai samgönguráðherra bannið. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði ráðherra að bann hans hefði átt rætur í yfirlýsingu Gunnar Hilmarssonar, sem sæti á í flugráði, þess efnis að tugi milljóna króna vantaði í innheimtu eldsneytis- gjalds. Sagði hann að einstakir flug- ráðsmenn gætu ekki talað með þessum hætti án eftirkasta. Eftir að Fiugráð hefði komið leiðréttingu á framfæri hefði málinu verið lokið af hans hálfu. Fyrir síðasta fund Flugráðs, 8. janúar sl., kannaði formaður ráðsins, Hilmar B. Baldursson, hjá ráðuneyt- isstjóra samgönguráðuneytis hvort bann þetta stæði enn og fékk þau svör að svo væri. Sagði hann því ekki hafa verið fjallað um fjármál á þeim fundi. Samgönguráðherra sagði þetta stafa af misskilningi þar sem fulltrúi hans í ráðinu hefði ekki setið fundinn vegna veikinda. ■ Nauðsynlegt/35 VÍSITALA neysluverðs, miðað við verðlag í upphafi janúarmánaðar, hækkaði um 0,6% frá því í byrjun desember samkvæmt tölum Hag- stofu Islands, sem birtar voru í gær. Munar þar mest um hækkun mark- aðsverðs á húsnæði, hækkun á verði tóbaks og á gjöldum vegna fasteigna. Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 1,8% og leiddi það til 0,14% vísi- töluhækkunar. Tóbak hækkaði um 9,1%, sem hafði í for með sér 0,15% hækkun vísitölunnar. Hún hækkaði um 0,09% vegna 4,4% hækkunar fasteignagjalda og 0,09% vegna 9,2% hækkunar á verði ávaxta. Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,13% vegna 2,4% lækkunar á fötum, sem fyrst og fremst má rekja til út> salna í janúar. Þá lækkaði bensín um 2,4% og hafði það í fór með sér 0,11% lækkun vísitölunnar. Hér er um að ræða mestu hækkun neysluvísitölunnar frá því í apríl á liðnu ári en þá hækkaði hún um 0,7%. Vísitalan lækkaði hins vegar í desember og nóvember. Sé breyting- in á vísitölunni í desember umreikn- uð til árshækkunar verður hún 6,8%. Undanfama þrjá mánuði hefur hún hækkað um 0,3 prósent, sem jafn- gildir 1,1% verðbólgu á ári. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 2,2% undanfama 12 mánuði. í fréttatilkynningu frá Hagstof- unni sagði að verðbólga í ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, miðað við samræmda vísitölu neysluverðs, hefði verið 1,8% að meðaltali frá nóv- ember 1996 til nóvember 1997. Á þessu tímabili hefði verið 1,9% verð- bólga á íslandi, en 1,8% verðbólga í helstu viðskiptalöndum Islendinga. Framboðslisti sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir borgarsljórnarkosningarnar Tillaga kjör- nefndar sam- þykkt óbreytt FUNDUR Varðar, Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var á Hótel Sögu í gærkvöldi, samþykkti óbreytta til- lögu kjörnefndar að skipan fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Tillagan var samþykkt með þorra atkvæða fundarmanna gegn fimm. Framboðslistinn er þannig skip- aður: 1. Árni Sigfússon borgarfull- trúi. 2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi. 3. Inga Jóna Þórðar- dóttir borgarfulltrúi. 4. Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdastjóri. 5. Jóna Gróa Sigurðardóttir borgar- fulltrúi. 6. Ólafur F. Magnússon læknir. 7. Guðlaugur Þór Þórðar- son útvarpsstjóri. 8. Kjartan Magn- ússon blaðamaður. 9. Guðrún Pét- ursdóttir forstöðumaður. 10. Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri. 11. Kristján Guðmundsson húsasmið- ur. 12. Bryndís Þórðardóttir félags- ráðgjafí. 13. Snorri Hjaltason bygg- ingameistari. 14. Baltasar Kormák- ur leikari. 15. Helga Jóhannsdóttir húsmóðir. 16. Ágústa Johnson lík- amsræktarþjálfari. 17. Pétur Frið- riksson rekstrarfræðingur. 18. Svanhildur Hólm Valsdóttir nemi. 19. Orri Vigfússon forstjóri. 20. Unnur Arngrímsdóttir danskenn- Morgunblaðið/Kristinn FULLTRÚARÁÐSMENN skoða tillögu kjörnefndar að framboðslista á Varðarfundinum á Hótel Sögu í gærkvöldi. ari. 21. Jóhann Hjartarson stór- meistari. 22. Margrét Theodórs- dóttir skólastjóri. 23. Magnús Óskarsson hæstaréttarlögmaður. 24. Lárus Sigurðsson nemi. 25. Björg Einarsdóttir rithöfundur. 26. Páll Gíslason læknir. 27. Þuríður Pálsdóttir söngkona. 28. Hilmar Guðlaugsson borgarfulltrúi. 29. Auður Auðuns fyrrverandi borgar- stjóri. 30. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. Leyfi Vegas verði aft- urkölluð BORGARRÁÐ í Reykjavík hefur ákveðið að leggja til við lögreglustjóra að öll leyfi skemmtistaðarins Vegas við Laugaveg til skemmtanahalds verði afturkölluð þar sem breytingar hafi verið gerðar þar innan dyra án samþykkis bygginganefndar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í gær að það hefði komið í ljós þegar fjallað var um umsókn Vegas um vín- veitángaleyfi á fundi borgarráðs á þriðjudag að byggingafulltrúi teldi að húsnæðið stæðist engan veginn þær kröfur, sem gera yrði til samkomuhúss. Að sögn Ingibjargar Sólrún- ar hafði félagsmálaráð borgar- innar lagt til að Vegas fengi leyfi með skilyrðum til sex mánaða. Jafnframt hefðu legið fyrir mótmæli frá lögfræðingi og rekstraraðilum Vegas, sem vildu að leyfið yrði veitt án skil- yrða, og íbúum í húsinu, sem vildu að það yrði ekki veitt. Borgarstjóri sagði að fjar- lægður hefði verið burðarvegg- ur í húsnæði Vegas og stálsúlur settar í staðinn. Súlur þessar væru óvarðar og því ljóst að þær myndu bráðna ef upp kæmi eldur. Borgarráð mæltist til að öll leyfi Vegas tál skemmtanahalds verði afturkölluð þar til gerðar hafi verið breytingar á hús- næðinu og verður engin afstaða tekin til vínveitingaleyfis stað- arins fyrr en að því loknu. Reynt að koma í veg fyrir ísingu STARFSMENN Rafmagns- veitna ríkisins á Egilsstöðum unnu í allan gærdag að við- gerðum og fyrirbyggjandi að- gerðum eftir að nokkrar raf- magnslínur sliguðust og slitn- uðu á þriðjudag. Hjá Rafmagnsveitunum fengust þær upplýsingar að síðasti bærinn á Héraði hefði fengið rafmagn um hálfsjö í fyrrakvöld og að í Mjóafirði hefði rafmagn verið komið á klukkan rúmlega átta. Þótt viðgerðum væri að mestu lokið í gær voru menn á Héraði þó ekki lausir við ís- ingu. Úrkoma var þar í gær og hiti um frostmark sem eru kjörskilyrði fyrir hana. Reynt var að koma í veg fyr- ir að ísingu á raflínum með því að láta vélsleða draga spotta eftir línunum en annars með því að beija allan ís af þeim. Beið bana vegna raflosts MAÐUR á fimmtugsaldri beið bana í fyrrakvöld er hann var að gera við uppþvottavél á heimili sínu í Reykjavík. Talið er að hann hafi orðið fyrir raflosti. Slysið var tilkynnt til lög- reglunnar kl. 20.23 í fyrra- kvöld. Hafði maðurinn unnið að viðgerð á uppþvottavélinni þegar eitthvað varð til þess að hann fékk raflost og er talið að hann hafi látist samstundis. Maðurinn hét Guðmundur Elías Pálsson, til heimilis að Drekavogi 14 í Reykjavík. Hann var fjölskyldumaður, fæddur árið 1952, og lætur eft- ir sig eiginkonu og þrjú böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.