Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 .... ................ AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Nauthólsvík baðströnd á ný STÓRUM áfanga í hreinsun strandlengju Reykjavíkur er náð með tilkomu skólp- hreinsistöðvarinnar við Ananaust. Fjörur borgarinnar voru mengaðar og hefur það m.a. átt þátt í því að eyðileggja náttúru- legt lífríki þeirra. Með nýju holræsakerfi borgarinnar verður strandlengjan hrein og um leið skapast nýir möguleikar til útivist- ar og umhverfis- fræðslu. Eitt af því sem gerist við þessa hreinsun er að við getum endur- heimt fyrrum baðströnd og sjó- Að loknum framkvæmdum, segir Bryndís ^ ^ Kristjánsdóttir, mun Nauthólsvík endurheimta forna frægð. baðsstað borgarinnar; Nauthóls- vík. Nauthólsvík er nú orðin hlekk- ur í keðju útivistarsvæða borgar- innar sem tengjast með göngu- stígakerfi borgarinnar og því kom- Linn tími til að bæta þar alla að- stöðu. A framkvæmdaáætlun um- hverfismálaráðs Reykjavíkur er í ár gert ráð fyrir að hefjast handa við að gera fjölbreytt útivistar- svæði í Nauthólsvík. Þar á m.a. að vera hægt að stunda sjóböð og sól- böð, siglingar og veita fræðslu um náttúru- og söguminjar. Við þessi tímamót er gaman að rifja upp nokkra þætti úr sögu Nauthólsvík- ur sem m.a. má lesa í bókinni Öskjuhlíð - náttúra og saga (1993) eftir Helga M. Sigurðsson og Yngva Þór Loftsson. Hafnargerð og her- flugvélar Einar Benedikts- son, skáld, og fleiri, var með hugmyndir um að byggja höfn fyrir Reykjavík í Nauthólsvík. Vorið 1913 hófust fram- kvæmdir en strax sama haust var þeim hætt og efniviðurinn endaði sem bygging- arefni í hús í Reykja- vík. Stórt íþróttasvæði upp af Nauthólsvík og við rætur Öskjuhlíðar var á teikniborðinu á 4. áratugnum en her- nám Islands breytti þar öllu. Þess í stað var gerður breskur herflug- völlur og braggahverfi. í Naut- hólsvík var byggð bryggja, sem enn stendur að hluta, og sem norsk herflugvélasveit notaði fyrir Northrop sjóflugvélar og breski herinn fyrir Catalina og Sunder- land flugbáta sína. Eftir stríð nýttu hana Islendingar sem voru með flugbáta í farþegaflugi innan- lands. Nauthólsvík verður baðstaður Arið 1948 lagði borgarlæknir til að Nauthólsvík yrði sjóbaðsstaður borgarbúa. Á 6. áratugnum var staðurinn orðinn nafntogaður sem slíkur og byggja átti hann upp enn frekar. I því skyni var skeljasandi dælt í víkina og hækka átti hitastig sjávar með hitaveituvatni. En skólpmengun frá holræsum borg- arinnar gerði það að verkum að ár- ið 1965 var hætt að nota Nauthóls- vík til sjóbaða. Það er svo loks nú sem hægt er að hefjast handa við endurreisn sjóbaðsstaðar Reykja- víkur og þegar þeim framkvæmd- um er lokið mun Nauthólsvíkin, án nokkurs efa, endurheimta forna frægð - og gott betur. Höfundur er formaður um- hverfismálaráðs Reykjavikur og frambjóðandi í prófkjöri R- listans. Bryndís Krisfjánsdóttir SfiMGÖNGUROÐUNEYTIÐ MORGUN VERÐRR FUNDUR UM FJARSKIPTftMfiL Föstudaginn 16. janúar efna Samgöngu- ráðuneytið og Skýrslutæknifélag íslands til morgunverðarfundar um fjarskiptamál í Sunnusal Hótel Sögu. Fundurinn hefst klukkan 8. Jahn Wennerholm, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Ericsson og aðalhöfundur framtíðarskýrslunnar Ericsson 2005 hefur framsögu á fundinum og ber erindi hans heitið "Entering the 21st Century - A vision of the future". Halldór Blöndal samgönguráðherra flytur ávarp. Aðgangseyrir 700 kr. með morgunverði. Allir velkomnir SkÝRSLUTÆKNIFELPG ÍSLRNDS Uppbygging leigu- markaðar í Reykjavík HÚSNÆÐISNEFND Reykjavíkur selur í fé- lagslega eignaríbúða- kerfinu um 400 íbúðir á ári. Á sama tíma eru yf- ir 100 félagslegar eignaríbúðir seldar nauðungarsölu hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík, með tilheyr- andi kostnaði og óþæg- indum íyrir viðkomandi. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Til skamms tíma var ekkert raunhæft greiðslumat gert á hæfi umsækjenda um þessar íbúðir, það var ekkert tekið með í útreikningi hvað það kostaði að reka fjölskyld- una, hvað væru margir fjölskyldu- meðlimir né á hvaða aldri og hvað yrði afgangs sem hægt væri að nota í húsnæðiskostnað. Það eru nefni- lega fjöldamörg heimili í borginni, þar sem tekjumar rétt duga fyrir framfærslu fjölskyldunnar og ekk- ert er eftir hvorki til greiðslu fjár- festinga né húsnæðis. Á síðasta úthlutunartímabili voru einungis 340 íbúðir til endursölu hjá Húsnæðisnefnd Reykjavíkur og milli 60 og 70 nýjar íbúðir í Grafar- voginum en þær kosta á milli 6-9 milljónir króna. Þessar nýju íbúðir eru ekki nema fyrir fjölskyldur með góðar tekjur miðað við að eiginfjár- magn sé ekki nema 10% eða jafnvel minna. Þá er 90% eða jafnvel meira af andvirði íbúðarinnar tekið láni og ekki fyrir láglaunafólk að greiða af- borganir, vexti og verðbætur af þessum fjárhæðum. Endursöluíbúðirnar hafa hins vegar verið ódýr og góður kostur fyrir margar fjölskyld- ur en þær eru bara svo fáar. Leigumarkaðurinn hefur stöðugt verið að þyngjast Ásókn í leiguíbúðir var mest á haustin þeg- ar skólarnir hófust, en nú virðist vera stöðug eftirspurn. Enda stöð- ugur flutningur fólks af landsbyggðinni á höf- uðborgarsvæðið. Heyrst hefur af litlum og lélegum íbúðum sem hafa verið leigðar á allt að 60 þúsund krónur á mánuði. Ekki er fyrirsjáanlegt að Reykja- víkurborg geti bætt úr þessum vanda á næstunni því með yfirtöku Traust og öruggt leiguhúsnæði í borginni er að mati Þuríðar Jónsdóttureitt brýnasta verkefnið sem taka þarf á strax. grunnskólans tekur hann t.d. um 50% af öllum viðbótarkostnaði borg- arsjóðs fyrir árið 1998. Því verður að leita annarra leiða til þess að leysa húsnæðisvanda fjöl- skyldnanna í borginni okkar. Það verður með einhverju móti að finna fjárfesta sem eru tilbúnir til þess að byggja fjölbýlishús eða annast byggingu þeirra og rekstur. En hvernig á að fjármagna dæmið? Lífeyrissjóðirnir hafa lengi fjár- magnað húsnæðiskerfið að verulegu leyti. Það besta sem lífeyrissjóðimir geta gert í núverandi ástandi er að lána hluta af ráðstöfunarfé sínu beint til bygginga leiguíbúða með 3- 5% ársvöxtum. I Danmörku eiga og reka verkalýðsfélög leiguhúsnæði. Reykjavíkurborg gæti líka veitt eft- irgjöf á fasteignagjöldum í einhver ár. Skattlausar húsaleigubætur mætti síðan greiða eftir tekju- og efnahag leigjendanna. Húsaleiguna mætti síðan draga af launum líkt og staðgreiðslu skatta þannig að inn- heimta hennar væri sem öruggust og ódýrust. Margt af því fólki sem er í hús- næðisvanda og vantar leiguhúsnæði er hvort eð er sjóðfélagar lífeyris- sjóðanna eða verðandi sjóðfélagar, því er það eðlilegt að sjóðirnir taki þátt í uppbyggingu varanlegra leiguíbúða svo fjölskyldui- borgar- innar geti þá valið hvern kostinn þær vilja fyrir framtíðarhúsnæði; streðast við að byggja, kaupa eða velja þann kostinn að leigja húsnæði til frambúðar. Traust og öruggt leiguhúsnæði í borginni er eitt brýnasta verkefnið sem þarf að taka á strax. Höfundur er lögfræðingvr ogþátt- , takandi íprófkjöri R-listans. Þuríður Jónsdóttir Æska landsins er fjör- egg sem hlúa verður að ÞAÐ ER mikilvægt í nútíma þjóðfélagi að standa vörð um upp- eldi barna, menntun þeima og heilbrigði. Island á fáar auðlindir aðrar en fiskinn í sjón- um og fallvötnin. Við verðum því að nýta hæfileika einstaklinga til fulls og gera sem mest úr því sem við eigum. Það er ekki auðvelt að koma böm- um sínum til manns þegar báðir foreldrar vinna úti. Bæjarfélög geta lagt sitt af mörk- um til þess að auð- Erla Björk Þorgeirsdóttir velda fjölskyldum þetta verkefni, sem öllum kemur við. Fólk á miðj- um aldri, sem búið er að skila sínum börnum út í lífið, á það undir ung- viðinu hvaða lífskjör því bjóðast á efri árum. lagt upp úr byggingu skólahúsnæðis og ein- setningu skóla. En góð menntun fæst ekki ein- göngu með betri húsa- kynnum, heldur fyrst og fremst með mark- vissari kennslu og skólastarfi. Finna þarf leiðir til þess að hvetja nemendur og kennara til dáða þannig að þeir sem skila bestum ár- angri fái umbun fyrir frammistöðu sína. Nauðsynlegt er að gefa meira svigrúm til þess að hæfileikar nem- enda fái að njóta sín til fulls. Lengi hefur verið rejmt að móta allan leir í sama form. Þetta stríðir gegn hagsmunum þjóðarinn- ar. AJlir verða að fá tækifæri til þess að gera betur en skóla- námskráin gerir kröfu um. Hæfi- Hvetja verður nemendur og kennara til dáða Samanburður við önnur lönd gef- ur ótvírætt til kynna að mennta- kerfið skilar börnunum okkar ekki nægilega góðri undirstöðu. Gerðar eru mun minni kröfur til barna á ís- landi en víðast annars staðar. Þessu þarf að breyta. Mikið hefur verið kjarni málsins! Skólar eru ekki geymslur, segir Erla Björk Þorgeirsdóttir, heldur mennta- stofnanir. leikar umfram hið venjulega er eitt- hvað sem þjóðfélagið má ekki verða af. Leggja þarf sérstaka rækt við að styrkja einstaklingana til að þroska þá með sér. Það kostar vinnu og skipulagn- ingu að finna öllum verkefni við hæfi, en uppskeran væri ánægðari böm og nýtari þjóðfélagsþegnar í framtíðinni. Það getur ekki verið annað en illmögulegt að ætla öllum að vera á sama stað í námsefninu. Það skapar vanlíðan hjá þeim sem dragast aftur úr og áhugaleysi hjá þeim sem finnst námið of létt. Agaleysi þjóðfélagsins endur- speglast í skólastarfínu Menntun er allra góðra gjalda verð en kemur ekki að notum ef ein- staklingarnir hafa ekki aga til að nýta hana. Til þess að vera nýtur þjóðfélagsþegn er mikilvægt að læra að þekkja muninn á réttu og röngu. Stundvísi, kurteisi og snyrti- mennska auðvelda samskipti og spara tíma. Þjóðfélagið er agalaust og það endurspeglast í skólastarf- inu. Ef börnum væri innrætt að bera virðingu fyrir fullorðnum gæti vinnan í skólanum skilað mun meiri árangri en hún gerir í dag. Þegar til skamms tíma er litið er einfaldast að gefast upp fyrir þessum vanda. En hvað munu þeir sem baldnastir eru í skóla taka sér fyrir hendur þegar þeir stálpast? Það er ógn- vænlegt hversu hátt hlutfall nem- enda á í erfiðleikum í skóla. Það hlýtur að vera ávísun á vandamál í framtíðínni sem er heilladrýgra að taka á strax. Foreldrar og bæjaryfirvöld verða að taka höndum saman ef það á að takast að snúa þessari óheillaþróun við. Skólar eru ekki geymslur held- ur menntastofnanir. Við verðum að fá börnin til að bera virðingu fyrir skólanum og öllu hans starfsfólki. Bæjaryfirvöld verða síðan að búa til hvatann fyrir kennara til þess að standa sig sem best og örva nem- endur til dáða. Höfundur er verkfræðingur og gef- ur kost á sér í prófkjöri Sjáifstæðis- flokksins í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.