Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 + MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 35, JRttgsmMftfrtfe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrírnur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FJORTAN MANUÐIR FJÁRMÁLARÁÐU- NEYTIS VINNUBRÖGÐ fjármálaráðuneytisins í máli, sem varðar staðfestingu á reglugerð lífeyrissjóðs, eru augljóslega óviðunandi. Ráðuneytið neitaði misserum saman að afgreiða erindi sjóðsins um breytingu á reglugerð, á þeirri forsendu að ný löggjöf um lífeyrissjóði væri á næsta leiti. Ráðuneytið virti að vettugi álit umboðsmanns Alþingis um að því bæri að stað- festa reglugerð lífeyrissjóðsins og lét margítrekuðu erindi um- boðsmanns vegna málsins ósvarað í fjórtán mánuði. Þessi framkoma ráðuneytisins er ekki eingöngu óvirðing við embætti umboðsmanns, heldur einnig við réttindi borgara, sem bera mál sín undir ráðuneytið. Það ætti í raun að vera óþarft að benda á það, sem umboðsmaður Alþingis neyðist til að taka fram í áliti sínu: „Af þessu tilefni tek ég fram að borg- ararnir eiga rétt á því, að stjórnvöld afgreiði mál þeirra svo fljótt sem unnt er á grundvelli þeirra laga og stjórnvaldsfyrir- mæla, sem í gildi eru, þegar þeir bera fram erindi sín við stjórnvöld ... Það er almennt ekki á valdi stjórnvalda að ákveða að bíða með afgreiðslu mála langtímum saman, þar til settar hafa verið nýjar reglur, heldur verða stjórnvöld að beita þeim réttarheimildum, sem í gildi eru á hverjum tíma við úr- lausn mála.“ Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn, sem fjármálaráðuneyt- ið liggur undir ásökunum um slæleg vinnubrögð, sem koma niður á hagsmunum borgaranna. Eftir að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði komizt að þeirri niðurstöðu að álagning og innheimta vörugjalds hér á landi stæðist ekki samninginn um Evrópskt efnahagssvæði liðu einnig fjórtán mánuðir frá því að ráðuneytið lofaði frumvarpi til lagabreytinga „á næstu dögum“ og þar til frumvarpið sá dagsins ljós. Seinagangurinn hafði nærri því orðið þess valdandi að ísland yrði fyrst EFTA-ríkja dregið fyrir EFTA-dómstólinn. Fjármálaráðuneytið þarf greinilega að endurskoða vinnu- brögð sín og viðbragðsflýti og viðbrögð fjármálaráðherra nú benda ótvírætt til þess að svo verði gert enda hefur hann tekið skýrt fram að hann taki þessar athugasemdir mjög alvarlega. LEIKREGLUR OG JAFNRÆÐI ÞEGAR settar eru leikreglur er tilgangurinn yfírleitt sá að tryggja að þeir, sem þátt taka í leiknum, sitji allir við sama borð; viti að hverju þeir gangi. Þetta á til dæmis við um útboð. Með því að bjóða út ákveðin verk er reynt að tryggja að kaupandinn nái sem hagstæðustum kjörum og um leið að sá, sem hæfastur er til verksins og getur uppfyllt gerðar kröfur með minnstum tilkostnaði, fái notið yfírburða sinna. í fram- kvæmdum á vegum opinberra stofnana geta útboð tekið af all- an vafa um að annarlegir hagsmunir ráði ferðinni. En þá verð- ur líka að fylgja leikreglunum. Hjá Reykjavíkurborg hefur það gerst í tvígang á stuttum tíma að brigður hafa verið bornar á að rétt hafí verið staðið að útboði, nú síðast að strætisvagnar af Scania-gerð, sem samið hefur verið um að keyptir verði, uppfylli ekki að fullu útboðs- lýsingar Innkaupastofnunar Reykjavíkur. Hefur Brimborg hf. lýst yfír því að strætisvagnarnir frá Scania séu aflminni en farið hafí verið fram á í útboðinu, æskilegt hafi verið að þeir væru úr áli eða öðru ryðfríu efni, en umræddir vagnar séu úr stáli, auk þess, sem farið hafi verið fram á að hægt yrði að af- henda vagnana í desember, en ekki verði hægt að afhenda bif- reiðirnar, sem keyptar voru, fyrr en í vor. Marinó G. Njálsson, skrifstofustjóri hjá Innkaupastofnun, kveðst í samtali við Morgunblaðið á þriðjudag telja að farið hafí verið eftir útboðsreglum í einu og öllu og bendir á að at- hugasemdir vegna þessa máls, sem afgreitt var í vor á liðnu ári, séu nú fyrst að koma fram. Hitt tilfellið var meðferð tilboða í hverfilsamstæður vegna Nesjavirkjunar fyrir tæpu ári. Þar var tilboði Mitsubishi, tekið eftir að haldið hafði verið útboð. Gerðu umboðsmenn Sumitomo, athugasemdir við meðferð málsins. Án þess að dómur verði lagður á það hver hafi haft rétt fyrir sér hlýtur að vera gerð krafa um það að reglur í útboðum séu hafnar yfír allan vafa og þeir, sem geri tilboð, geti treyst á það að ekki fylgi umbun því að reglur séu brotnar. Annað er ekki aðeins heiðarlegt gagnvart þeim, sem taka þátt í útboðum á vegum opinberra stofnana, heldur kemur í veg fyrir að tor- tryggni myndist meðal almennings. Verkalýðsforingjar telja að það vanti öflugan málsvara félagslegra sjónarmiða á Alþingi OFLUGUR stuðningur verka- lýðsforingja innan Alþýðu- bandalagsins við hugmyndir Margrétar Frímannsdóttur, formanns Alþýðubandalagsins, um viðræður um samfylkingu á vinstri væng stjómmálanna á landsfundi flokksins í byrjun nóvember vakti mikla athygli og var sá þáttur ásamt stuðningi yngra fólks sem réð úrslit- um um það brautargengi sem þessar hugmyndir fengu á fundinum. I viðræðum við verkalýðsforingja innan Alþýðusambands Islands kemur fram að þessar hugmyndir um sam- fylkingu hafa verið lengi í gerjun inn- an verkalýðshreyfingarinnar, þar sem menn með ólíkan pólitískan bakgrunn hafa unnið náið saman um árabil að framgangi ýmissa markmiða sem hreyfingin hefur sett sér að ná fram. Samstarf alþýðuflokksmanna og al- þýðubandalagsmanna þar hefur geng- ið vel, þrátt íyrir ólíkar stjómmálaleg- ar áherslur flokkanna í mörgum mál- um og átök um forystu í hreyfingunni, þar sem stjómmálaflokkamir og aðild manna að þeim hafa leikið stórt hlut- verk, en þar hafa Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn löngum eldað grátt silfur. Reynslan af samstarfinu og sú tilfinning að hreyfingin hafi átt undir högg að sækja gagnvart óvin- veittu ríkisvaldi að undanfómu hefur gert það að verkum að æ fleiri verka- lýðsforingjar í þessum flokkum telja það nauðsynlegt fyrir öfl á vinstri væng stjómmálanna að sameinast og mynda þannig vettvang fyrir félagsleg sjónarmið og öflugt mótvægi við þá „frjálshyggju" sem ríði húsum í sam- félaginu. Verkalýðshreyfingin þurfi öflugan pólitískan málsvara og A- flokkamir hvor í sínu lagi séu ekki nægilega öflugir til að vera slíkir málsvarar. Ekki skilgreint hlutverkið þröngt I þessu samhengi er vert að rifja upp að Alþýðusamband Islands hefur ekM sldlgreint hlutverk sitt hvað varð- ar kjaramál launþega þröngt heldur látið sér fátt óviðkomandi sem segja má að snúi að hag Iaunafólks. Þannig hefur þjóðfélagspólitískt hlutverk samtakanna vegið þungt síðasta ára- tuginn og samtökin beitt sér fyrir jafnólíkum verkefnum og úrbótum í húsnæðislánakerfinu, upptöku stað- greiðslukerfis skatta og þjóðarsáttar- samningunum svonefndu, sem einkum beindust að því að ná verðbólgu hér á landi niður á sama stig og í nágranna- löndunum, svo nokkuð sé nefht. Minna hefur farið fyrir þessu hlut- verki samtakanna að undanförnu og kann það að nokkru leyti mega rekja til þess að samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks er við völd á sama tíma og meirihluti verkalýðsforingja telst annað hvort til Alþýðuflokksins eða Alþýðubandalagsins. Því til við- bótar hafa orðið gríðarleg átök milli stjómvalda og verkalýðshreyfingar- innar um tvö stór mál frá því ríkis- stjómin tók við fyrir næstum þremur ámm. Annars vegar er þar um að ræða breytingar á vinnulöggjöfinni, sem verkalýðshreyfingin var _____________ afar andsnúin, og hins veg- ar nýsamþykkt löggjöf um lífeyrissjóði, sem lengi vel stóðu mjög hörð átök um, þó tekist hafi að sigla mál- inu ágreiningslítið í höfn “” að lokum. Sú rödd heyrist einmitt að ástæðan fyrir því að tókst að sigla líf- eyrismálinu í farsæla höfn að mati verkalýðshreyfingarinnar, hafi verið sú að í því máli átti hún samherja þar sem samtök vinnuveitenda eru og þau hafi átt greiðan aðgang að stjórn- völdum. Því hafi ekki verið að heilsa hvað varðaði breytingar á vinnulög- gjöfinni, enda var verkalýðshreyfing- in afar ósátt við lyktir þeirra mála. Þrátt fyrir að þessi tvö stóm mál standi upp úr má nefna fleiri hluti sem ágreiningi hafa valdið, svo sem breytingar á atvinnuleysistrygging- um, auk fleiri atriða. Einn verkalýðsforingi sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ekki sæi fyr- ir endann á árásum ríkisstjórnarinn- ar á verkalýðshreyfinguna og því væri þessi þróun í átt til samfylking- ar á vinstri vængnum bæði skynsam- leg og nauðsynleg. Það vantaði öflug- an pólitískan málsvara fyrir félagsleg sjónarmið og sameinaðir muni flokk- VERKALÝÐSFORINGJAR í Alþýðubandalaginu settu svip á landsfund Alþýðubandalagsins með eindreginni afstöðu til samfylkingar. Verið að sam- fylkja fólki ekki forystu- mönnum amir á vinstri væng stjómmálanna skila því hlutverki til muna betur en tilfellið væri í dag. Raunar mætti segja að flokkamir væm að veralegu leyti að dæma sig úr leik varðandi áhrif í íslenksu þjóðlífí um fyrirsjáan- lega framtíð, ef samfylkingaráformin næðu ekld fram að ganga. Núverandi stjómarmynstur, samstjóm Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks, væri vel þekkt úr sögunni og ekki líklegt til að breytast nema sterkt mótvægi yrði til vinstra megin miðju, sem gæti orð- ið klár valkostur í næstu kosningum. Það er með þetta bakland í huga sem skoða ber atburði á landsfundi Alþýðubandalagsins. Verkalýðsarmur flokksins bar ugg í brjósti um að þær samfylkingarhugmyndir sem lagðar yrðu fram á fundinum fengju ekki nægilega góðar undirtektir og vildu sýna með afgerandi hætti hvaða af- stöðu þeir hefðu til málsins. Það bar tilætlaðan árangur og gert er ráð fyr- ir viðræðum milli flokkana og Kvennalistans um þessi efni á næstu mánuðum. Einn þessara manna seg- ist raunar sannfærður um að það lóð sem verkalýðsarmur flokksins lagði á vogarskálamar á fundinum hafi haft úrslitaáhrif á lyktir málsins. Þó svo tillaga um að athuga með gmndvöll fyrir samfylkingu hefði verið sam- þykkt, sem hefði getað reynst tvísýnt, hefði það aldrei orðið með þeim þunga sem nauðsynlegur væri til að sýna alvömna sem byggi að baki. Ágreiningurinn „gufað upp“ Alvaran er fyrir hendi, um það þarf engum blöðum að fletta. Nánast allir þeir sem rætt var við telja engar mál- efnalegar ástæður lengur fyrir skipt- ingu flokkana og láti þeir sér þetta tækifæri úr greipum ganga skynji ________ flokkamir ekki kall tímans. Suihir vildu raunar telja að samfylkingarhugmyndin nú hefði orðið til innan verkalýðshreyfíngarinnar. Hvað sem um það má segja er ljóst að ágreiningsefnin milli flokkanna, og það sem olli klofn- ingi þeirra í upphafi, hefur „gufað upp“ í áranna rás ef svo má að orði komast. Þar er auðvitað verið að vísa til þeirra stórfelldu breytinga í al- þjóðamálum sem gjörbeytt hafa heimsmyndinni síðasta áratuginn. Baksvið ágreinings vinstri flokkanna, sem kynti undir og hélt honum við, er þannig ekki fyrir hendi lengur, enda má heyra gjörbreyttan tón í umsögn- um alþýðubandalagsmanna og al- þýðuflokksmanna hver um annan. Það á þó einkum við um yngri menn í verkalýðshreyfingunni og þá eldri menn sem ekki eru skýrt markaðir af ágreiningi og tortryggni liðinna ára- tuga þegar þessir flokkar bámst á banaspjótum. Þannig segist einn gamalreyndur verkalýðsforingi ekki lengur sjá rök fyrir því að vera í tveimur flokkum með fólk sem aðhyllist félagsleg sjón- armið. „Það sem gerði það að verkum að menn náðu ekki saman fyrir Eindreginn vilji til sam- fylkingar Innan verkalýðshreyfíngarinnar hefur þeirri skoðun vaxið fylgi á undanförnum misserum að hreyfíngin þurfi öflugan póli- tískan málsvara til að mynda mótvægi gegn endurteknum árásum ríkisvaldsins á hreyfínguna eins og það er orðað. Hjálmar Jónsson kannaði bakgrunn sam- fylkingarhugmynda á vinstri væng stjórn- málanna innan verkalýðshreyfíngarinnar. nokkrum áratugum var náttúrlega ut- anríkispólitíkin. Nú er hún ekki leng- ur til og um hvað em menn þá að ríf- ast?“ segir hann. „Nú eiga menn auð- vitað að snúa sér að því að verja hags- muni umbjóðenda sinna sem er bara launafólkið í landinu,“ sagði hann ennfremur. „Eg get ekki séð að við eigum að vera að gefa pólitíska sviðið eftir gagnvart einhverjum sjálfskip- uðum stjómmálamönnum sem telja sig vera þess hæfari að sitja á þingi en menn sem koma úr grasrótinni," bætti hann loks við. Það sjónarmið heyrist einmitt að það sé nauðsynlegt fyrir verkalýðs- hreyfinguna að hafa áhrif á hinu póli- tíska sviði. Ef ekki þá tapi hreyfingin ákveðnum slagkrafti og möguleikan- um á að geta tekið á ýmsum málum. Því er jafnframt haldið fram af sumum að núverandi fulltrúar A-flokkanna á þingi endurspegli ekki viðhorf verka- lýðshreyfingarinnar og á það bent til dæmis að enginn beinn fulltrúi hennar sé á þingi nú fyrir þessa flokka öfugt við það sem áður var, en formenn Dag- brúnar áttu svo dæmi sé tekið sæti á Alþingi um áratugaskeið, auk þess sem margir aðrir fomstumenn þess- ara flokka hafa átt rætur sínar í hreyf- ingunni og störfuðu þar alla tíð. I heild kemur á óvart hvað tónninn innan verkalýðshreyfingarinnar í þess- um efnum hefur mikið breyst á fáum áram. Áður fyrr mátti finna, þrátt fyr- ir samstöðu, rótgróna og gagnkvæma tortryggni milli „komma og krata“ í verkalýðshreyfingunni. Það var gmnnt á því góða og menn vom fljótir að brigsla hvor öðmm um svik við mál- staðinn gæfist til þess tilefni. Ennþá verður vart við þessa tortryggni meðal eldri manna í Alþýðubandalaginu, sem em fljótir að rifja það upp að stutt sé síðan alþýðuflokksmenn hafi verið í stjómarsamstarfi með Sjálfstæðis- flokknum í ríkisstjóm sem hafi verið andsnúin launafólki. Alþýðuflokkurinn sé fljótur að hlaupa í fangið á Sjálf- stæðisflokknum þegar tækifæri gefist og þar sé grannt á frjálshyggjuhug- myndimar. Með sama hætti benda eldri al- þýðuflokksmenn á hvernig Alþýðu- bandalagið hefur tryggt sér fomstu í Alþýðusambandinu undanfarna ára- tugi með samvinnu við sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn og jafn- framt haldið Alþýðuflokknum úti í kuldanum eins og það er orðað. Einn gekk svo langt að segja að hann hefði enga trú á að alþýðubandalagsmenn aðhylltust þessar samfylkingarhug- myndir nema vegna þess að þannig teldu þeir sig betur geta tryggt völd sín og áhrif í hreyfingunni. Þessara hugmynda verður ekki vart annars staðar. Traust virðist ríkja milli manna í þessum tveimur flokkum í flestum málum og svipuð félagsleg sjónarmið ríkjandi í málefn- um samfélagsins. Núverandi forystu- menn em margir hverjir sprottnir upp innan verkalýðshreyfingarinnar og hafa ekki þann pólitíska bakgmnn, sem eldri menn hafa gjarnan. Þó er þar ekki verið að tala um „unga“ menn í þeim skilningi, heldur þá sem ekki em markaðir af þeim kalda- stríðshugsunarhætti, sem einkenndi samskipti þessara flokka um áratuga- + skeið. Þessa breytta viðhorfs má víða sjá stað og kannsld ekki síst í þeirri sameiningarbylgju sem gengur yfir í sveitarfélögunum, en þar hafa menn innan verkalýðshreyfingarinnar oft átt hlut að máli, eins og til dæmis í Reykjanesbæ. Gott samstarf Þá kemur fram að í þeim málum sem snúa að verkalýðshreyfingunni hefur skapast mjög gott samstarf við stjómarandstöðuna á Alþingi á undan- fömum missemm og þegar málefni séu annars vegar sé oft erfitt að greina á milli flokka þar, einkum hvað snerti Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkinn. Einnig er bent á sem áhrifaþátt í þessu sambandi að samstarf við Al- þýðusamböndin á hinum Norðurlönd- unum, þar sem eingöngu kratar séu í forsvari, hafi aukist mjög mikið á und- anfomum ámm í kjölfar samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og á milli alþýðusambandanna hér og þar sé eiginlega enginn skoðanamunur. „Þetta hefur auðvitað verið að koma í ljós í gegnum mörg síðustu ár. Sam- starfið hefur sífellt verið að aukast, sérstaklega eftir að EES-samningur- inn kom til og við emm famir að vinna saman í áttina að Evrópu. Þetta hefur allt saman verið til þess að móta þetta sjónarmið; af hverju ekki stór íslensk- ur jafnaðarmannaflokkur?" segir einn ákafur talsmaður samfylkingarinnar úr Alþýðubandalaginu. Hann bætir því við að engin teikn séu um breytt ríkisstjórnarsamstarf, jafnvel næstu 8-12 árin. Ríkisstjómin sé andstæð launafólki og verkalýðs- hreyfingunni og það verði að fitja upp á einhverju nýju, eigi að vera mögu- legt að koma henni frá. „Við segjum sem svo; sterkt pólitískt afl með verkalýðshreyfingu sem _____________ vinnur saman er afl sem getur haft áhrif á þjóðfé- lagsgerðina. Við horfum auðvitað til Norðurland- anna fyrst og fremst í þessu sambandi, þar sem " jafnaðarmannaflokkarnir og verka- lýðshreyfingin hafa verið mótandi í samfélagsgerðinni í gegnum árin.“ Ekki reynt á styrkinn Þeir sem era áfram um samfylk- ingu sjá ekki fyrir sér þann málefnaá- greining sem ætti að geta komið í veg fyrir hana, þó aðrir hafi uppi meiri efasemdir. Bent er einkum á tvö 61+0 mál sem geti lagt stein í götuna. Ann- ars vegar sjávarútvegsmálin, sem séu vissulega erfið, sérstaklega innan Al- þýðubandalagsins. Ágreiningurinn sé þó ekld meiri milli flokkanna í þeim efnum en innan Alþýðubandalagsins nú. Hins vegar séu utanríkismálin, af- staðan til Evrópusambandsins og NATO. Alþýðuflokksmenn styðji hvorttveggja, en alþýðubandalags- menn hafi verið andvígtr. Sú afstaða sem hafi orðið ofan á á landsfundinu- um nú sé þó töluvert mýkri en áður. Þar sé ekki útilokuð aðild að Evrópu- sambandinu um aldur og ævi og ekki sé minnst á NATO í stjórnmálayfir- lýsingunni heldur talað um hemaðar- bandalög. „Það er náttúrlega alveg' gefið mál að það em hópar inni í Al- þýðubandalaginu sem em ekki mjög neikvæðir gagnvart Evrópu og em ekki neikvæðir gagnvart NATO, en þessar stærðir hafa aldrei sést,“ segir alþýðubandalagsmaður og fleiri tóku í sama streng. Sami maður segist sannfærður um að Evrópumálin verði ekld til þess að stöðva samfylkingarhugmyndir. Til dæmis muni alþýðuflokksmenn, sem eru ákafastir talsmenn aðildar að Evrópusambandinu, ekki láta stjórn- arsamstarf stranda á því máli, ein- faldlega vegna þess að málið sé ekki á dagskrá. Það mátti jafnframt merkja þá af- stöðu hjá hluta alþýðubandalags- mannanna sem rætt var við að ekki þyrfti að vera mikil eftirsjá í öllum þeim sem nú teldust til Alþýðubanda- lagsins nú, þó eitthvað flísaðist úr því við sameiningu. Var jafnframt bent á að öflugur sameinaður jafnaðar- mannaflokkur hefði miklu víðtækari skírskotun, en flokkarnir hefðu hver um sig nú og hefði því alla möguleika á að ná til fólks sem hingað til hefði stutt annaðhvort Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokk. Almennt má segja að skoðanir við- mælenda Morgunblaðsins hvort sem þeir töldust til Alþýðuflokks eða Al- þýðubandalags í málefnum launafólks hafi verið af einum toga spunnar. Þá kom einnig fram almennur og ríkur áhugi á auknum samskiptum við Evr- ópu. Verkalýðshreyfingin hefði mikið að sækja til systurhreyfinga þar og ríkara samstarf í Evrópu væri laun- þegum hér á landi til framdráttar, enda alþjóðahyggja ætíð verið rík í verkalýðshreyfingunni. Hvað önnur mál varðar eins og sjávarútvegsmálin vora flestir á einu máli um að ekki yrði meiri málefnaágreiningur innan sameinaðs jafnaðarmannaflokks, en væri nú innan Sjálfstæðisflokksins um það mál. Ekki um persónur Margar tilraunir hafa verið gerðar til að sameina vinstri flokkana á síð- ustu áratugum og allar orðið árang- urslausar og oft á tíðum skilið flokk- ana eftir í sáram. Einn viðmælandi Morgunblaðsins úr herbúðum krata segir að samfylkingarhugmyndirnar nú séu frábmgðnar að því leyti að fyrri tilraunir hafi flestar snúist um persónur. Nú snúist samfylking ekki um persónur. Það sé verið að sam- fylkja fólki ekki forystumönnum og það sjáist skýrt í því að flestir for- ustumannanna séu tilbúnir til að stíga til hliðar. Grasrótin muni skilja þá eft- ir sem hafi fyrst og fremst áhuga fyr- ir sjálfum sér og eigin framgangi. Það hafi verið það sem gerðist varðandi Svavar Gestsson og Hjörleif Gutt- ormsson á landsfundi Álþýðubanda- lagsins á dögunum að þeir hafi skynj- að að þeir yrðu skildir eftir á sameig- inlegum pólitískum mslahaugi komma og krata tækju þeir ekki þátt í því sem var að gerast. _________ Annar forastumaður úr Alþýðubandalaginu segist sannfærður um að samein- aður jaftiaðarmannaflokkur verði niðurstaðan hvort sem það gerist á næstu misser- ..um eða síðar. Almenningur ætlist einfaldlega til þess og málefnaá- greiningurinn sé ekki fyrir hendi leng- ur til að halda mönnum í tveimur flokkum. Það sé ekki nema eðlilegt og beri vott um líf í einum stjómmála- flokki að menn geti haft ólíkar skoðan- ir og áherslur. Hvemig samfylkingar- framboðum í sveitarstjómarkosning- um í vor reiði af muni hafa mikil áhrif á hversu hröð þessi þróun verði. Ef framboðin fái góða útkomu gefi það þessum samfylkingarhugmyndum byr undir báða vængi, en lakari útkoma kunni að setja strik í reikninginn. Hins vegar telji hann að flokkamir sjálfir þurfi að standa að þessu til að samfylk- ingin beri árangur. íhaldssemin sé svo rík í fólki að það standi með sínum flokki þegar á reyni nema flokkamir og stofnanir þeirra standi sjálfar að samfylkingunni og samþykki hana. Allt annað sé ávísun á hrakfarir. Um það beri ótal tilraunir til sameiningar vinstri flokkanna á umliðnum ámm og áratugum skýrast vitni. Skildir eftir á sameiginleg- um pólitískum ruslahaugi Samgönguráðherra um bann við umfjöll- un um fjármál á fundi Flugráðs Nauðsynlegt að flugráðsmenn geri sér grein fyrir ábyrgð sinni SAMGÖNGURÁÐHERRA bannaði framkvæmdastjóra fjármálasviðs Flugmála- stjómar að upplýsa um fjár- mál Flugmálastjómar á fundi Flu- gráðs 18. desember sl. vegna umfjöll- unar fjölmiðla um eldsneytisgjald og yfirlýsingar einstakra flugráðsmanna um þau mál. Formaður Flugráðs spurðist fyrir um það í samgöngu- ráðuneytinu fyrir síðasta flugráðs- fund, 8. janúar sl., hvort bannið stæði enn og fékk þau svör að svo væri. Samgönguráðherra segir það hafa byggst á misskilningi vegna þess að fulltrúi hans komst ekki á fundinn vegna veikinda. Fram kom á fundinum 18. desem- ber að Flugráð liti alvarlegum augum viðtal við einn flugráðsmanna í Degi þar sem vegið væri að Flugmálastjóm með þeim hætti að óhjákvæmilegt væri að gera við það athugasemd. „Aðdragandi málsins er sá að í Degi 17. desember var haft eftir Gunnari Hilmarssyni sem á sæti í Flugráði að þannig væri farið með fjármál ríkisins að tugi milljóna króna vantaði í inn- heimtuna,“ sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eftir þessum ummælum að dæma var um að ræða eldsneytisgjaldið. Hann bætti síðan við að þetta mál þyrfti að skoða betur og rannsaka af þar til bæmm aðilum. Mér þótti þetta mjög alvarleg ásökun á flugmálastjóra og starfsmenn hans og taldi nauðsynlegt að Flugi-áð tæki málið fyrir og þá ábyrgð sem því fylg- ir að eiga sæti í Flugráði og tala með þessum hætti við fjölmiðla. Það kom síðan fram á flugráðsfundinum að Gunnar Hilmarsson sagði að Dagur hefði farið ranglega með það sem hann sagði og jafnframt var gefin út yfirlýsing af formanni Flugráðs þess efnis að ekkert benti til annars en að Flugmálastjóm hefði farið að lögum og fyrirmælum við innheimtu elds- neytisgjalds. Þegar svo var komið að Flugráð hafði gert hreint fyrir sínum dyrum þótti mér eðlilegt að starfsemin félli í fyrra horf. Að það skyldi ekki hafa gerst á síðasta flugráðsfundi er mis- skilningur sem kominn er til vegna þess að Halldór Kristjánsson skrif- stofustjóri sem situr flugráðsfundi var veikur. Þetta hefur því engin eft> irköst af minni hálfu, mér þótti ein- ungis nauðsynlegt að þeir sem sitja í Flugráði geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og séu ekki með dylgjur eða mannskemmandi yfirlýsingar af þessu tagi. Enda segir Gunnar Hilmarsson að það sé Dagur sem hafi farið rangt með það sem hann sagði.“ Persónuleg skoðun viðkomandi flugráðsfulltrúa Á fyrrgreindum fundi Flugráðs sagði Haukur Hauksson varaflug- málastjóri að Flugmálastjórn liti við- talið í Degi alvarlegum augum og gera yrði við það athugasemd. I fundargerð segir m.a.: „Formaður taldi nauðsyn- legt að Flugráð sendi frá sér athuga- semd þar sem skýrt kæmi fram að um persónulega skoðun viðkomandi flug- ráðsmanns væri að ræða en ekki álit Flugráðs. Gunnar sagði að í viðtalinu væri ekki allt rétt eftir haft og átti þar við það sem fram kemur í fréttinni ... „að tugi milljóna króna vanti í inn- heimtuna“. Haukur lagði frarn yfirlýs- ingu frá Flugmálastjóm sem hann sagði að yrði lögð fram ef ummælin yrðu ekki dregin til baka. Eftir um- ræður um málið var samþykkt að for- maður og Gunnar Hilmarsson riti stutta yfirlýsingu sem send yrði Degi. Ef þeir ná ekki saman um slíka yfir- lýsingu mun formaður senda athuga- semd frá Flugráði. Haukur sagði að Flugmálastjóm myndi meta það eftir að athugasemdir kæmu fram hvort þörf yrði á því að sérstök yfirlýsing^- komi frá Flugmálastjóm." í Degi 23. desember er birt árétt- ing frá Gunnari Hilmarssyni sem skýra vildi betur orðalag við hann í blaðinu. „Það sem ég sagði við blaða- mann Dags er varðaði vöntun á tug- um milljóna króna í innheimtuna mið- aðist við þær forsendur sem Flug- málastjórn gaf sér við innheimtu gjaldsins, þ.e. að Flugleiðir greiddu eins og aðrir flugrekendur af öllu eldsneyti milli íslands og Norður- Ameríku. Miðað við þær forsendur vantaði eflaust tugi milljóna uppí gjaldið," er árétting Gunnars. Athugasemdin sem formaður Flug- ráðs sendi Degi er svohljóðandi: „Vegna fréttaflutnings í Degi að und- anfómu um svokallað eldsneytisgjald sem innheimt er af eldsneyti sem ol- íufélögin selja flugfélögum vill Flug- ráð taka eftirfarandi fram: Undanfar- ið eitt og hálft ár hefur Flugráð haft til skoðunar umrætt eldsneytisgjald. Athugun Flugráðs tengist ekki á nokkum hátt kæra Flugflutninga ehf., umboðsaðila Cargolux á íslandi, vegna innheimtu gjaldsins á Kefla- víkurflugvelli. Ymislegt af því sem komið hefur fram í fréttaflutningi vegna þess máls er þess eðlis aðc ástæða er til að svara því en Flugráð mun ekki gera það í fjölmiðlum. Hins vegar er nauðsynlegt að fram komi vegna viðtals við Gunnar Hilmarsson, sem sæti á í Flugráði, að það sem þar kemur fram er persónuleg skoðun hans en ekki afstaða Flugráðs. Flug- ráð tekur ekki undir að svör Flug- málastjórnar hafi verið röng þar sem málið vai' ennþá í vinnslu á þeim tíma. I öðra lagi kemur fram í viðtal- inu að tugi milljóna króna vanti í inn- heimtuna. Engar slíkar upplýsingar liggja fyrir. Ekkert bendir til annars en að Flugmálastjórn hafi farið að lögum og fyrirmælum um innheimtu eldsneytisgjalds. Það sem liggur fyrir er að eldsneytisgjaldið er að skila^ minni tekjum en hefði mátt ætla sem er ástæða þess að ósk kom fram í Flugráði um skoðun málsins. Sú skýring er komin að flugrekandi sem flytur inn sitt eigið eldsneyti borgar ekki eldsneytisgjald af því óháð því á hvaða flugleið eldsneytið er notað og er það samkvæmt lögum. Eins og áð- ur hefur komið fram er það þessi þáttur sem kom Flugráði á óvart.“ Málinu lokið af hálfu ráðherra Samgönguráðherra sagði ennfrem- ur að einstakir flugráðsmenn gætu ekki talað með þessum hætti án eft- irkasta. „Menn geta ekki brigslað öðrum um misferli í starfi af þessari stærð án þess að einhver hrökkvi kút. En málinu var þar með lokið ai minni hálfu, ég taldi bara nauðsyn- legt að Flugráð sjálft kæmi fram leið- réttingum eins og það hefur gert,“ sagði ráðherrann. Hilmar B. Baldursson, formaður Flugráðs, kvaðst hafa kannað sér- staklega hjá ráðuneytisstjóra sam- gönguráðuneytis fyrir síðasta fund Flugráðs 8. janúar hvort bannið stæði og fengið þau svör að svo væri. „Meðan bann samgönguráðherra stendur getur Flugráð ekki fjallað um fjárhagsleg málefni,“ sagði Hilm- ar og að þess vegna hefði ekki veriðc unnt að taka upp umræðu um fjár- málin á fundinum. Auk Hilmars sitja í flugráði þeir Árni Johnsen, Birgir Þorgilsson, Gunnar Hilmarsson og Karvel Pálmason. Varamenn em þau Jóhann Skfrnisson, Jóna Valgerður Krist- jánsdóttir og Magnús Ólafsson og sitja þau einnig alla flugráðsfundi. *-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.