Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 47 Létt tif og skóhljóð í Túnhúsinu við Gránufélagsgötu 5 á Akureyi’i hefur nú þagnað. Þær tvær heiðurs- konur sem þar bjuggu síðast eru nú gengnar heim til Drottins. Húsið þeirra stendur ekki lengur á sínum stað, það hefur vikið og aðeins trén, sem þær höfðu hlúð að, minna á reitinn þeirra. Fríða Sæm, eða Fríða í Markaðn- um eins og flestir Akm'eyringar þekktu hana bjó á efri hæðinni með sína fjölskyldu. Hún stóð vörð um hópinn sinn og hvatti hann áfram til mennta og dáða. Hallgrímur eigin- maður hennar var fallinn frá áður en mitt minni vaknaði. En það var svo talað um hann að mér fannst í raun sem ungum dreng, að hann væri fjarverandi á sjónum fremur en að vera fallinn frá. Fríða vai' allt í senn húsmóðir og húsbóndi. Fyrirvinna heimilis sem stóð jafnvel betur að uppeldi sinna barna en þar sem beggja foreldra naut við. Hún var einstök í dugnaði sínum og framsýni og rak sitt fyrir- tæki með myndarskap. Smástíg og kvik í hreyfingum gekk hún alh-a sinna ferða. Stund- um fengum við krakkamir að fylgja henni í Markaðinn, sem var verslun hennar, og einnig í kirkjuna til guðsþjónustu, þar sem hún lét söng sinn hljóma. Fríða lét sér annt um fleirí en sín eigin böm. Við, sem áttum skjól hjá afa og ömmu á neðri hæðinni í Gránufélagsgötu 5, urðum einnig bömin hennar. Hún fylgdist með okkur og hvatti okkur áfram ekki síður en sín eigin böm. Hún fagnaði með okkur áfóngum á lífsleiðinni og varð um margt hluti af fjölskyldu okkar, svo að okkur fannst að hún hlyti að vera frænka frekar en ná- granni. Fríða var okkur traustur vinur. Hún vildi að hlutimh' gengju hratt fyrir sig og lá ekki á liði sínu ef svo bar við. Hún jafnvel studdi okkur strákana í heiðarlegum prakkara- strikum og lét okkur vita hvað henni fannst um uppátæki okkar. Tónlist var henni helgur dómur og hún sinnti vel þeim áhuga sínum með eigin þátttöku og hvatningu til sinna bama. Trúin var henni eðli- legur hluti lífsins og henni tókst að gera helga hluti svo eðlilega, glaða og raunvemlega. í hennar huga var það jafn nauðsynlegt að trúa á Guð og að draga lífsandann. Þetta við- horf fékk ég oft að heyra hjá henni og í mínum huga var trú hennar spennandi og áhugaverð. Það var gott að fá að vera í henn- ar hópi og njóta hvatningar og vin- áttu hennar. f minningunni er hún einn þeirra föstu punkta tilverunn- ai', sem gerðu tilveruna bjartari, glaðari og þakklátari en annars hefði verið. Hún átti jákvætt viðhorf til lífsins og sá bjartar hliðar lífsins, enda þótt sorg og sársauki hefðu ekki vikið frá hennar garði. Hún lét sársauka lífsins aldrei buga sig en hélt ótrauð áfram og tókst að ná settum markmiðum. Ég veit að hún hafði verið ferðbú- in um langt skeið. Hún beið ömgg síns vitjunartíma og átti í hjarta sínu fullvissu þess fyrirheits, sem I Guð gefur um sigur lífsins yfir dauðanum. Ég bið góðan Guð að blessa hana á þeirri fór, sem hann hefur kallað hana til og bið bömum hennar og fjölskyldum þeirra blessunai' Guðs. Pálmi Matthíasson. pfin H Eifidiykkjur * H H H H H H H H L A N Sími 562 0200 ;. [IIIYTTITYirl H M H H H H H H H H + Ástkær eiginmaður minn, sonur, bróðir, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLMI FRIÐRiKSSON, Háuhlíð 6, Sauðárkróki, er lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga hinn 8. janúar sl., verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 17. janúar kl. 15.00. Svala Jónsdóttir, Friðrik Pálmason, Anna Halla Friðriksdóttir, Ásta Pálmadóttir, Þór Jónsson, Ásmundur Pálmason, Rita Didriksen, Friðrik Pálmason, Örvar Pálmason, Lárey Valbjörnsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Flatey á Breiðafirði, lést föstudaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. janúar kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Atli Heimir Sveinsson, Ingibjörg Sveinsdóttir, Friedel Kötterheinrich, Teitur Atlason, Elin Þórhallsdóttir, Auðunn Atlason, Sigríður Ragna Jónsdóttir, Kristín Luise Kötterheinrich, Markús Sveinn Kötterheinrich. + Sonur minn, ÞORVALDUR RAGNARSSON, er látinn. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins föstudaginn 16. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Hjúkrunarþjónustuna Karitas. Anna Guðmundsdóttir. + Móðir okkar, ANDREA SÓLVEIG BJARNADÓTTIR, lést á heimili sínu sunnudaginn 11. janúar. Jarðaförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, börn hinnar látnu og fjölskyldu. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Hringbraut 95, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 16. janúar kl. 13:30. Ólafur H. Jakobsson, Helga Ólafsdóttir, Jón I. Ólafsson, Guðríður M. Ólafsdóttir, Jón B. Ólafsson, Ingunn Ólafsdóttir, Ólafur H. Ólafsson, Sólveig S. Ólafsdóttir, Sverrir Brynjólfsson, Elín Daðadóttir, Gylfi K. Sigurgeirsson, Sigríður Brynjólfsdóttir, Heiðar Ö. Ómarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, FRÍÐA KARLSDÓTTIR, andaðist sunnudaginn 4. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bára Gunnbjörnsdóttir, Bjöm Kaaber og börn. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMANN Þ. GUNNARSSON, Suðurgötu 104, Hafnarfirði, er látinn. Þrúður Júlíusdóttir og börn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGVALDI ANDRÉSSON, Bröttukinn 13, Hafnarfirði, sem andaðist á Landsþítalanum miðviku- daginn 7. janúar sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 16. janúar kl. 13.30. Kristrún Bjarnadóttir, Andrés Sigvaldason, Björg Cortes, Edda Kristrún Andrésdóttir, Jóhanna Andrésdóttir, Brynja Andrésdóttir. + Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR Ó. ÁSGRÍMSDÓTTUR, Bylgjubyggð 12, Ólafsfirði, fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 17. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Egill Sigvaldason, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Ámi Björnsson, Jóhannes Egill Árnason. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og vinkona, HELGA SOFFÍA EINARSDÓTTIR fyrrverandi yfirkennari, Kirkjulundi 6, Garðabæ, sem andaðist 9. janúar síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. janúar kl. 10.30. Kristfn Björg Jónsdóttir, Jóhann Magnússon, Helga Kristfn Jóhannsdóttir, Harpa Hrund Jóhannsdóttir, Jón Atli Jóhannsson, Sigurður Pálsson. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI HANSSON, Hrafnistu Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Garðakirkju föstuda ginn 16. janúar kl. 15.00. Hjalti Hjaltason, Poltra Hjaltason, Ævar Hjaltason, Hrefna Einarsdóttir, Kolbrún Hansdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, Grundargarði 5, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 17. janúar kl. 14.00. Vilhjálmur Magnússon, börn, tengdaböm, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.