Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
PANCIN6 IN TWE
RAIN 15 ROMANTlC.
5TANDIN6 IN THE
RAIN 6EHINP A
TREE ISN'T
Þarna er húsið sem Þegar hún Þá segir hún ... Þú segi ég: Þá segir hún: Að dansa í rigningu
litla rauðhærða stelp- kemur út „Af hveiju stend- „Ó, er rign- „Svakalega ertu er rúmantískt... að
an býr í... segi ég: urðu þarna úti í ing?“ vitlaus!" standa i rigningu á
„Góðan dag- rigningunni?" bak við tré er ekki
inn.“ rómantískt.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Nafnlaust níð
í Morgnnblaðinu
Frá Veturliða Guðnasyni:
ÞAÐ er vægast sagt skelfíleg til-
hugsun að þurfa að ætla Matthíasi
Johannesen og Styrmi Gunnars-
syni allan þann sjálfbirgingshátt,
fáfræði og hreina mannvonsku sem
birtist í örstuttri grein Víkverja
laugardaginn 10. janúar. Nafnlaus-
ar blaðagreinar eru þó á ábyrgð
ritstjóra og yfirleitt taldar túlka
stefnu blaðsins.
Víkverji er pistill um dægurmál
og oftar en ekki geðvonskulegt
nöldur á heldur lágu plani en að-
finnslur hans um þýðingar í Sjón-
varpinu eru ekki gagnrýni heldur
skítkast. Að væna vandaðan og
virtan þýðanda, sem birtir verk sitt
undir fullu nafni, um stórfelld mis-
tök í starfí án þess að nefna eitt
einasta dæmi því til stuðnings er
ekkert annað en atvinnurógur. Fé-
lag sjónvarpsþýðenda krefst þess
að Morgunblaðið færi rök fyrir
þessum aðdróttunum eða biðji þýð-
andann afsökunar.
Að lesa þennan heimskulega
þvætting Víkverja verður enn
gremjulegra vegna þess að full
þörf er á skynsamlegri gagnrýni og
umfjöllun um þýðingar sjónvarps-
efnis og kvikmynda. Arlega er fjór-
um milljónum texta dembt yfir
þjóðina og margt sem þar birtist
getur ekki talist íslenska. „I bæn-
um var eldfjall sem breytti náttúr-
unni í martröð," birtist á skjá Sjón-
varpsins milli jóla og nýárs, reynd-
ar ekki í sjónvarpsmynd heldur
auglýsingu um nýútkomið mynd-
band, en orðréttar „þýðingar“ af
þessu tagi eru orðnar óhugnanlega
algengar og það sem verra er:
Fólki á menningarstigi Víkverja
finnst þær vera „réttar“.
Morgunblaðinu væri nær að
kynna sér hvernig á því stendur að
þýðingar í Sjónvarpinu eru „yfir-
leitt sæmilega vandaðar“. Ef það
er rétt er það sannkallað krafta-
verk. Fyrstu tuttugu ár Sjónvarps-
ins var greitt sæmilega fyrir þýð-
ingar en fyrir réttum tíu árum var
kaup þýðenda skorið niður við trog
í anda markaðshyggjunnar. Þýð-
endur, sem vilja vanda verk sitt, ná
ekki strípuðum Dagsbrúnartaxta
fyrir vinnu sína og njóta hvorki fé-
lagslegra réttinda launamanna né
atvinnurekenda. Þeir vinna eftir
þrjátíu ára gömlu kerfi, sem var
ágætt og eðlilegt á sínum tíma, en
er nú beinlínis beitt til að níðast á
örfáum einstaklingum sem vinna
sitt gamla starf af hreinni hugsjón.
Valdníðsla Ríkisútvarpsins er
slík að félagsmálaráðherra hefur
skipað sérstakan starfshóp, ein-
göngu til að fá þessa opinberu
menningarstofnun til að leiðrétta
kjör sjónvarpsþýðenda, en enginn
virðist ráða við kerfið. Það vantar
ekki að menn verði klökkir þegar
talað er um íslenska tungu á tylli-
dögum en hversdags er oftast og
þá gilda sömu lögmál um sjón-
varpstexta og hverja aðra fram-
leiðslu. Vandaðir sjónvarpstextar
eru handunnin gæðavara og hún
fæst ekki til lengdar langt undir
kostnaðarverði.
Morgunblaðinu væri nær að
reyna að komast að kjarna þessa
máls en birta nafnlaust níð.
F.h. Félags sjónvarpsþýðenda,
VETURLIÐIGUÐNASON,
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator, félag laganema
Vinsœlu prjóna- og heklnámskeiðin að hefiast hjá
PRJÓNASKÓLA TINNU
* Almennt prjón - kennt 5 kvöld,
eitt kvöld í viku
* Hekl - 3 kvöld, eitt kvöld í viku
* Myndprjón - 1 kvöld.
Skráningarsími 565 4610
GARNBVÐIN
Tinna
Hjallahrauni 4,
220 Hafinarfirði,
sími 565 4610