Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ Byggingar Egypta og soðn- ing Islendinga Matur og matargerð Kristín Gestsdóttir óskar lesendum sínum gleðilegs nýárs og leyfír teiknara þáttanna að velta vöngum yfir fornum og nýjum bygging- um í þessum fyrsta þætti ársins 1998. ÞAÐ eru 5000 ár síðan Imhotep byggingameistari og arkitekt Zosers faraós lét Egvpta byggja úr tilhöggnum steinum í stað sólþurrkaðs leirs. Byggingastfls hans gætir enn í dag svo sem í húsinu í tjörninni í Reykjavík. Það tók Egypta aðeins um 250 ár að fara úr leirnum í það að reisa 7 milljón tonna steinfjöll eins og pýramídana við Giza en jafnframt þessu byggingaátaki þar sem bygging pýramídans var aðalatriðið en ekki pýramíd- inn sjálfur varð íyrsta þjóðríkið til úr sundurleitum ættflokkum Nflardalsins. f lok bygginga pýramídanna hjuggu þeir út risastóran ljónsbúk með manns- höfði sem tákn þess að mann- eðlið á að ríkja yfir dýrseðlinu. Þegar pýramídinn við Meidum var byggður var hann hafður of brattur og ysta lagið hrundi nið- ur, en Egyptar voru byrjaðir á öðrum pýramída jafnbröttum og komnir með hann í 70 m hæð er hrunið varð, og þeir minnkuðu hallann á þeim sem var í bygg- ingu um 10 gráður og. hann hef- ur staðið í 5000 ár. Oft þarf ekki að hnika siglingunni um lífsins ólgusjó nema um nokkrar gráð- ur svo ekki steyti á skeri - megi okkur takast það á nýbyrjuðu ári. Þegar þetta er skrifað sunnu- daginn 4. jan. eru aðeins tveir dagar eftir af jólum. Nú þurfa allir að takast á við hversdags- leikann á ný, mörgum veitist erfítt að byrja á soðningunni eft- ir allar steikurnar. Þess vegna skulum við gíra hægt niður og ekki skella ýsuflökunum beint í pottinn heldur matreiða þau á skemmtilegan hátt með appel- sínum og blaðlauk (púrru). Steikt ýsa með appelsínum 1 meðalstórt ýsuflak safí og börkur af einni appelsínu ___________1 tsk. salt________ _________Vi tsk. pipar________ 1 dl hrein jógúrt eða súmjólk ___________1 dl rasp__________ __________Vz dl hveiti________ 3 msk. matarolía + 1 msk. smjör til að steikja úr 1. Roðdragið flakið, skerið úr beingarðinn og skerið flakið í bita. 2. Þvoið appelsínuna vel, rífíð börkinn en kreistið síðan safann úr henni. 3. Skerið flakið í bita og hellið appelsínusafanum yfir, stráið á salti og pipar og látið bíða í 10 mínútur. 4. Blandið saman hveiti, rifn- um appelsínuberki og raspi og setjið á disk. 5. Setjið jógúrt eða súrmjólk á annan disk og veltið fisk- stykkjunum fyrst upp úr því en síðan upp úr raspblöndunni. 6. Setjið matarollu og smjör á pönnu, hafíð meðalhita og steik- ið fískinn í um 4-5 mínútur á hvom hlið. Meðlæti: Soðnai' kartöflur og salat úr salatblöðum eða hvít- káli, í-ifnum gulrótum og appel- sínum. Ýsa með blaðlauk og osti 1 meðalstórt ýsuflak 1 tsk. salt Vz tsk. pipar 1 meðalstór blaðlaukui' 2 msk. matarolía 1 dl súrmjólk eða hrein jógúrt 14 tsk. múskat (má sleppa) 100 g rifinn mjólkurostur + 2 msk. rasp 1. Roðdragið flakið, skerið úr þvi bein, stráið á það salti og pipar og látið bíða í nokkrar mínútur. 2. Þvoið blaðlaukinn með því að láta kalt vatn renna inn í hann, skerið í sneiðar. Setjið matarolíu í pott, hafið meðalhita og sjóðið blaðlaukssneiðarnar í olíunni í 5-7 mínútur. Takið af hellunni og hrærið súrmjólk eða jógúrt í. 3. Setjið blaðlauksblönduna á botninn á eldfóstu fati og leggið ýsuflakið þar á, stráið á það múskati, blandið saman osti og raspi og stráið ofan á. 4. Hitið bakaraofn í 210 gráð- ur C, blástursofn í 190 gráður C, setjið í miðjan ofninn og bakið í um 15 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur. FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 49 Viltu styrkja stöðu þína ? r raaaQ ([ □ Qi □ □ I w. I og spennand # gavert -_______________________________ nann ## modem BQ Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita þeim innsýn í notkunarmöguleika í tölvu- og upplýsingaumhverfinu. Námið er tvær námseiningar (60 kennslustundir). Skráning og upplýsingar í síma 568 5010 Rafiðnaðarskólinn Skeifunni 11B • Sími 568 5010 ALHLIÐA TÖLVUKERFI HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Traust þjónusta Rómaðar lausnir KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Simi 5E8 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Barnaskoutsala % Smáskór Sérverslun með bamaskó Sími 568 3939 Blað allra landsmanna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.