Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 25 Reuters SCOTT Ritter, Bandaríkjamaður í eftirlitssveit Sameinuðu þjóðanna, ræðir við blaðamenn í Bagdad. litsmennina en Frakkar og Rússar eru hlynntir því að slakað verði á viðskiptabanninu, sem hefur gilt í sjö ár, til að lina þjáningar írösku þjóðarinnar. Bandaríkjamenn segja það ekki koma til greina fyrr en Irakar gangi að öllum skilyrðum Sameinuðu þjóðanna. Frakkar hafa ennfremur lagt til að Sameinuðu þjóðirnar hætti að rannsaka hvort Irakar eigi kjarna- vopn og snúi sér að svokölluðu „langtímaeftirliti“, sem krefst ekki eins mikillar ágengni. Frakkar vilja þó að haldið verði áfram að leita að sýkla- og efnavopnum, sem minna er vitað um. Bandarískir embættismenn segja að Bandaríkjastjórn hafi ekki hafn- að slíkum tillögum en sé sannfærð um að ekki sé hægt að draga úr umfangi vopnaeftirlitsins nú þegar írakar bjóði Sameinuðu þjóðunum birginn. Fhilipus vill einka- væða fiskstofna London. The Daily Telegraph. FHILIPPUS drottningarmaður hefur lagt til, að fiskstofnar verði einkavæddir eins og gert hafi verið á Nýja Sjálandi til að koma í veg fyrir ofveiði. Kom þetta fram í ræðu, sem hann flutti í tilefni af því, að Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið, að þetta nýbyrjaða ár verði „Ar hafsins". Fhilippus, sem er heiðursforseti náttúruverndarsamtakanna „World Wide Fund for Nature International", sagði, að nú mætti heita, að aðgangurinn að fiskstofn- unum væri öllum heimill. Afkoma sjómanna væri komin undir fisk- veiðum og þess vegna héldu þeir áfram að veiða þótt þeir vissu, að verið væri að eyðileggja stofnana. Eina ráðið væri að einkavæða fisk- stofnana eins og gert hefði verið á Nýja Sjálandi. Nýsjálendingar hafa tekið upp framseljanlega kvóta, sem leitt hefur til hagræðingar í útgerðinni, en ýmsir fiskifræðingar og aðrir vísindamenn benda á, að slíkt fyr- irkomulag gangi ekki upp nema þar sem eitt ríki ræður yfir fisk- stofnunum. Misjafnar undirtektir Yfirlýsingu drottningarmanns- ins var misjafnlega vel tekið og til dæmis spurði Ian Strutt, ritstjóri sjávarútvegsblaðsins Fishing News International, hvers vegna drottningarmaðurinn væri að ráð- ast á „vel rekinn sjávarútveg og fiskiðnað“. Sagði hann, að fram- seljanlegu kvótarnir á Nýja Sjá- landi hefðu valdið atvinnuleysi meðal sjómanna. Mike Sutton, einn af forystu- mönnum WWF, sagði hins vegar, að einkavæðing fiskstofnanna væri augljóslega komin á dagskrá þótt mörgum hugnaðist ekki að selja það, sem litið væri á sem almenn- ingseign. Sjálfur kvaðst hann vera hlynntur algeru banni við veiðum á ákveðnum svæðum. 51 fórst með flugvél Taleban Quetta. Reuters. ALLIR sem um borð voru í flugvél Taleban-hreyfingarinnar í Afganist- an biðu bana er hún skall á fjallshlíð í Pakistan í fyrrinótt. Hugðist flug- maðurinn snúa til borgarinnar Quetta í suðvesturhluta landsins eft- ir misheppnaða tilraun til að lenda í Afganistan. Talsmenn Taleban í Kabúl, höfuð- borg Afganistans, staðfestu að um borð í flugvélinni hefðu verið 45 víga- menn hreyfingarinnar og sex manna áhöfn. I fyrstu var talið að mun fleiri hefðu verið um borð, eða 80-90, en það hefur verið borið til baka. Flugvélin var af gerðinni Antonov og smíðuð í Rússlandi. Sérfræðingar telja, að flugmennirnir hafi villst af flugleið eftir að þeir urðu að hætta við tilraun til að lenda í Herat í norðvest> urhluta Afganistans vegna veðurs. Viltu styrkja stöðu þína ? Ahugavert og spennandi skipulagt starfsnám Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita nemendum innsýn í notkunarmöguleika á útbreiddustu ritvinnslu- og töflureikniforritum sem eru á markaðinum í dag. Námið er 120 kennslustundir og hentar þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Boðið er upp á morgun og kvöldtíma tvisvar sinnum í viku. Skráning og upplýsingar í síma 5685010 Rafiönaöarskólinn Skeifunni 11B • Sími 568 5010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.