Morgunblaðið - 15.01.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 15.01.1998, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU ERLENT Óvissa um loðnusamninga vegna boðaðs verkfalls Góð vertíð gæti skilað um fimm milljörðum „PAÐ gæti nú bara farið svoleiðis að ekki verði hægt að gera neina loðnusamninga í ár vegna yfirvof- andi verkfalls sjómannasamtakanna. Við erum því ekkert í góðum málum eins og stendur," sagði Halldór G. Eyjólfsson, deildarstjóri hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hf., að- spurður um hvaða áhrif verkfall sjó- manna gæti haft á markaðsstarfíð, en eins og kunnugt er hafa sjó- mannasamtökin boðað verkfall frá og með 2. febrúar. Að sögn Halldórs myndi verkfall hafa hræðileg áhrif þar sem SH hef- ur verið að flytja út loðnuafurðir fyr- ir um þrjá milljarða króna á ári, þar af um 70% á Japansmarkað. Mestu verðmætin eru fólgin í Japansloðn- unni, sem er um þrisvar sinnum verðmætaii en sú loðna, sem fryst er á Rússlandsmarkað. Aftur á móti er vinnslutími loðnu fyrir Japansmark- að mjög skammur, aðeins tvær til þrjár vikur í febrúar á meðan nægi- leg hrognafylling er í loðnunni. Loðnuhrogn fyrir Japansmarkað eru svo unnin í mars. Illleysanlegar deilur Halldór segir það vera ótækt að gera einhverja samninga við erlenda kaupendur með það yfirvofandi að kannski verði engin framleiðsla. „Það stefnir allt í það að við munum þurfa að halda að okkur höndum vegna hugsanlegs verkfalls og að ekki verði hægt að fara í neina loðnusamninga vegna þess. Ef við á hinn bóginn færum út í samninga, yrðum við að vera ábyrgir gagnvart kaupendum okkar í því að útvega þeim umbeðna vöru. Við getum það alls ekki eins og staðan er í dag enda lítur út fyrir að um sé að ræða ill- leysanlegar deilur á milli sjómanna og útvegsmanna." Stórmál að glutra ekki niður forystunni Islensk loðna hefur nánast verið einráð á markaði í Japan ef undan er skilin loðna, sem flutt hefur verið þangað frá Kanada, en þó í mun smærri stíl en frá Islandi. Að mati Halldórs gæti markaðurinn í raun hrunið ef hann fengi enga loðnu í ár og gætu áhrif verkfalls því varað í fjölmörg ár. „Það er stórmál fyrir ís- lensku þjóðina að við glutrum ekki niður þeirri forystu, sem við höfum haft á þessum markaði.“ Tekist hefur að auka neyslu á loðnu í Japan úr 20 þúsund tonnum á ári í um 35 þúsund tonn á undanföm- um þremur áram. „Það er því ekkert óeðlilegt að áætla að góð loðnuvertíð skili frystiiðnaðinum um fimm millj- örðum króna. Þar af má reikna með um 3,5 milljörðum króna vegna sölu til Japans auk þess sem þessi tími er sömuleiðis mjög mikilvægur gagn- vart Rússlandsmarkaði." Mikil eftirspum Halldór segir að litlar sem engar birgðir séu til í landinu af öllum fiskafurðum þar sem sala hafi gengið vel í haust vegna góðrar eftirspum- ar. Þetta eigi einnig við um loðnuaf- urðir, en vegna lélegrar loðnuvertíð- ar í fyrra, hefur nú skapast mikil eft- irspurn eftir loðnu í Japan og því væri verðhækkun á loðnuafurðum hreint ekki út úr myndinni, sam- kvæmt upplýsingum frá sölusamtök- unum. „Verðið fyrir loðnu til Japans verður væntanlega hærra í ár en það var á síðasta ári ef það verður loðnu- vertíð. Verð á frystri loðnu á Rúss- landsmarkaði er sömuleiðis heldur betra nú en í fyrra.“ Hrista bara höfuðið „Ef við náum ekki að framleiða nógu mikið magn til þess að upp- fylla þarfir Japansmarkaðar, erum við að búa til pláss fyrir Kanada- menn á markaðnum auk þess sem búast má við því að neysla loðnu hrynji ef engin loðna er til á mark- aði. Það þarf engin að búast við því að hægt verði að auka neysluna svo allt í einu þegar okkur dettur í hug. Okkar japönsku kaupendur hrista höfuðið yfir því hvað íslendingar séu að hugsa upp á sína framtíðar- stöðu á markaðnum og raunar skilja ekki öll þau verkfallsátök, sem hér eru sífellt í gangi.“ „Verkfall er hið versta mál fyrir okkur, eins og gefur að skilja, enda kemur Japansloðnan bara einu sinni. Obbinn af Japansfrystingunni fer fram á tíu til tólf dögum í febrúar. Auðvitað kemur þetta sér illa fyrir Rússlandsmarkað líka sem er vax- andi markaður," segir Pétur Isleifs- son, framleiðslustjóri hjá íslenskum sjávarafurðum hf. Hann segir eftirspum eftir loðnu vera mikla í Japan eins og er og ljóst að hægt sé að selja þangað helling af loðnu, hugsanlega fyrir gott verð þó enn hafi verðþáttinn ekki borið á góma. Aftur á móti væri ekki hægt að fastbinda neina samninga í ljósi hugs- anlegra verkfallsátaka hér á landi. Að sögn Péturs seldi ÍS um sex þúsund tonn af frystri loðnu til Japans í fyrra og 16 þús. tonn í hittifyrra. „Við höfð- um gert ráð fyrir 10-15 þúsund tonn- um í ár sem gæti þýtt allt að tveggja milljarða króna verðmæti fyrir fram- leiðendur okkar.“ HU’Masettum, aí sota | \e í^umÞvínVÍa. do nýia sendin9u hornsóíurn °g , \eðri og aWæo u ,g ákiaeói °g Seljum einnig sófasett, hornsófa, svefnsófa, borðstofuhúsgögn o.fl. með miklum afslætti. Hjáokkureru Visa-og Euroraðsamningar ávísun á staðgreiöslu Armúla 8 - 108 Reykjavík Sími581-2275 56&53T5 Fax568-5275 Króatar taka við stjórn Austur-Slavdníu Hrekja Kró- atar serbneska íbúa á brott Zagreb. Reuters. HALFU sjöunda ári eftir að Króat- ar misstu um þriðjung lands síns í hendur Serbum fá þeir í hendur síð- asta héraðið,, lokabitann í króatíska púsluspilið. í dag verður Austur- Slavonía, sem liggur á milli Króatíu og Serbíu, hluti Króatíu að nýju og vonast alþjóðlegir eftirlitsmenn til þess að það gerist átakalítið. Engu að síður hefur spennan í héraðinu aukist síðustu vikur og ljóst er að töluverður hluti Serbanna, sem búa í Austur-Slavóníu mun halda á brott. Hvort Króatarnir sem bjuggu þar áður munu snúa aftur heim, er hins vegar óvíst. Austur-Slavónía hefur verið und- ir yfirumsjón Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um tveggja ára skeið. í dag mun um 800 manna gæslulið pakka saman og halda á brott en eftir verða 180 gæsluliðar SÞ og um 100 eftirlitsmenn frá Öryggis- og sam- vinnustofnun Evrópu (ÖSE). Kveðið var á um það í Dayton- friðarsamningnum að Austur-Sla- vónía yrði að nýju hluti Króatíu. Króatar hafa undirbúið breytinguna hægt og sígandi. Þeir hafa haldið sveitastjórnarkosningar, sem fram- bjóðendur Serba fengu um helming atkvæða í, opinberar stofnanir hafa verið endurreistar, tekinn upp króatíski gjaldmiðillinn kuna í stað serbneska dinarsins og Króatar hafa tekið við landamæraeftirliti við Dóná, sem rennur á landamærun- um við Serbíu. Reynt að fá Serba til að vera um kyrrt Það er ekki að miklu að hverfa í Austur-Slavóníu. Stærsta borgin, Vukovar, var lögð í rúst í þriggja mánaða umsátri Serba og júgóslav- neska hersins í upphafi stríðs Króata og Serba árið 1991 og í nóv- ember það ár féll héraðið í hendur Serbum. Um 80.000 Króatar flýðu frá Austur-Slavóníu í kjölfarið og að- eins 7.000 þeirra hafa snúið aftur. Eftir því sem leið á stríðið við Króata og síðar Bosníustríðið, tóku serbneskir flóttamenn að streyma þangað, fólk sem hafði hrakist frá heimilum sínum, t.d. í Krajina-hér- aði í Króatíu. - kjarni rnáisins! Um 100.000 Serbar voru í Aust- ur-Slavóníu þegar mest var fyrir tveimur árum en talið er að nú þeg- ar hafi 15.000-20.000 þeirra haldið á brott. Þá hafa um 30.000 flutt hluta af eignum sínum til Serbíu. Fyrir stríð þjuggu um 60.000 Ser- bar í Austur-Slavóníu og Samein- uðu þjóðirnar leggja mikla áherslu á að þeim verði gert kleift að búa áfram í landinu. Hafa SÞ samið við Króata um að Serbar eigi forgang að 40% starfa á vegum hins opin- bera í Austur-Slavóníu, Serbar stjórna hálftímaútsendingu á degi hverjum í sjónvarpsstöð héraðsins og sögukennslu í bamaskólum hef- ur verið frestað um fimm ár vegna mótmæla Serba við þá söguskoðun sem fram kom í kennslubókunum. 80% atvinnuleysi Lítið sem ekkert fé er að hafa til uppbyggingar í Austur-Slavóníu, hvorki frá Króatíu né Vesturlönd- um. Atvinnuleysi er þar um 80%. Erlend aðstoð hefur verið af skorn- um skammti miðað við Bosníu en hins vegar hefur tekist mun betur til við alþjóðlegt eftirlit þar en í Bosníu og samskipti Króata og Serba hafa reynst áfallalítil. Ekki er þó hægt að ganga að því sem vísu eftir að Króatar taka við, undanfarnar vikur hefur fjölda Serba borist hótunarbréf og -símtöl frá fólki sem á húsin sem Serbarnir hafa búið í undanfarin ár, og dæmi eru um að Króatar hafi rekið Serba úr húsum. Þúsundir Króata hafa dvalið í flóttamannabúðum í allt að fjögur ár og er marga farið að lengja eftir því að eiga fastan sama- stað. En skelfilegt efnahagsástandið í Austur-Slavóníu kann að koma í veg fyrir mikla árekstra, því ljóst er að það verður fyrst og fremst unga fólkið sem heldur til Serbíu og óvlst er að ungir Króatar hafi áhuga á að flytja til svæðis þar sem svo lítil von er um atvinnu. KLIKKUÐ IITSALA SPAR SP0RT TOPPMERKI Á LAGMARKSVERÐI NÓATÚN 17 S. 511 4747 FILA adidas /// FiveSeasons KlLMANOCK' GOLOfk NDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.