Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs sambýlis- manns míns, föður okkar, afa og langafa, SKARPHÉÐINS VETURLIÐASONAR, BólstaðartiKð 40. Elfsa Jónsdóttir og dætur, Gunnar H. BKddal Skarphéðinsson, Skarphéðinn Skarphéðinsson, bamaböm og barnabamaböm. + Innilegar þakkirfærum við öllum, sem sýndu okkur hlýhug vegna andláts og útfarar BRYNHILDAR STEFÁNSDÓTTUR. Magnús Bjamason og fjölskylda, Birkihlíð í Reykholtsdal. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför RANNVEIGAR SIGURÐARDÓTTUR frá ísafirði, Dalbraut 27, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbrautar 27. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar Jóhannsson. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, LAUFEYJAR TRYGGVADÓTTUR frá Meyjarhóli, dvalarheimilinu Hlfð, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dval- arheimilinu Hlíð fyrir frábæra og hlýja ummönnun. Brynjar Skarphéðinsson, Guðlaug Hermannsdóttir, Birkir Skarphéðinsson, Marfa Einarsdóttir, Krístján Skarphéðinsson, Marta Þórðardóttir, böm okkar og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og út- för ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, tengdadóttur og systur, ELSU KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR, Norðurvangi 29, Hafnarfirði. Baldvin Hermannsson, Guðrún Heiður Baldvinsdóttir, Mats Stríd, Laufey Baldvinsdóttir, Auðunn Helgi Stfgsson, Baldvin Þór Baldvinsson, Edda Sif Sigurðardóttir, Andrí Örvar Baldvinsson, Linda Marfa Þórólfsdóttir, barnaböm, tengdamóðir og systkini. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel M gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfimdar eru beðnir að hafa skfrnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. +Jónas Bjömsson fæddist í Reykja- vík 29. janúar 1958. Hann lést á Spáni 28. september síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Nes- kirkju 29. október. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’í Drottins skaut Ó, það slys því hnossi’ að hafiia, hvflíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut (MJoch.) Skiljum við lífið og tilgang þess hér á jörð? Nei, við skiljum það ekki, því að þá mundum við ekki haga okk- ur eins og við gerum. Við erum í kapphlaupi við allt og ekkert og svo gerist það að klippt er á lífsstrenginn einn dapran veðurdag, það er kallað á þig til starfa á nýju tilvemstigi. Þannig var það með vin minn, Jónas Bjömsson, sem hrifinn var á brott í hörmulegu slysi suður á Spáni. í blóma lífsins var hann kallaður frá konu og ungum bömum sínum, for- eldrnrn, systmrn og stórum vinahópi. Svo miskunnarlaust finnst okkur óréttlætið vera að maður í blóma lífsins, sem átti svo mikla framtíðar- drauma og bjartar vonir til bama sinna, láti lífið, en dauðinn kemur alltaf áóvart. Það munaði ekki miklu að við vinfrnir hyrfum saman inn í ei- lífðina því aðfaranótt 28. september var ég skor- inn upp upp á líf og dauða, og þegar ég komst til meðvitundar fékk ég þessa hörmu- legu frétt að hann hefði dáið 28. september. Enginn má undan líta. Þetta var blákaldur sannleikvu- og öll eigum við það sam- eiginlegt að kallið komi, mín trú er sú að Jónas Bjömsson hafi verið það þroskaður að nýtt starf hafi beðið hans en minningin lifir á meðal okk- ar um sérstaka persónu sem hann var. Ég kynntist Jónasi fyrir sex áram og fannst mér framkoma hans og persónuleiki allur hrífandi enda var frá byrjun til enda mikil vinátta á milli okkar. Við voram það nánir ná- grannar og leituðum hvor til annars og ég því miklu meira enda klaufi við ýmiskonar lagfæringar, og alltaf var sama svarið hjá Jónasi; ekkert mál við, reddum þessu bara. Að mínu mati var hann mikið Ijúfmenni, það var sama hvenær maður hitti hann, alltaf var hann glaður og síbrosandi, engin spuming er um það að hann var mikill listamaður og hafði náð langt á sínu sviði. Eg gleymi aldrei jólunum 1996. Þannig er að ég er fæddur á að- fangadag og varð þann dag sextugur og höfðum við opið hús frá kl. 9-15. I miðri veislu heyram við allt í einu að verið er að spila afmælissönginn úti í garði er Jónas var kominn með hóp af ungu fólki í kringum sig og það var ekki bara einu sinni tekið heldur þrisvar sinnum. Þama var hann í essinu sínu og á eftir fylgdi stór og mikill blómvöndur. Nú er sárt saknað vinar í stað. Sannleikur- inn er sá að hann átti fáa sina líka, það var mannbætandi að hafa kynnst Jónasi Bjömssyni. Nú þegar leiðir hafa skilist um stund tel ég að Jónas hafi verið með betri vinum mínum þrátt fyrir stutt kynni. Megi hann eiga góðar stundir í nýjum heim- kynnum á því tilverustigi sem við fá- um ekkert að vita um. Kæra Svava, böm, foreldrar og systur, ég votta ykkur dýpstu samúð mína, megi almáttugur góður Guð styrlqa ykkur í sorg ykkar en minn- ingin lifir um ástríkan eiginmann, föður, son og bróður. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjðmur og sól, hljómi samt harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þtn. (MJoch.) Guð blessi minningu Jónasar Bjömssonar. Auðunn Hafnfjörð Jónsson. JÓNAS BJÖRNSSON INGA LÁRA MA TTHÍASDÓTTIR +Inga Lára Matthíasdóttir fæddist á Patreksfirði 20. júní 1926. Hún lést á Droplaugarstöð- um mánudaginn 5. janúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram í Fossvogskapellu 12. janúar. I annað sinn á þrem vikum tilkynnir Ema vinkona mín mér andlát systur sinnar. Hinn 16. desember sl. andaðist systirin Áslaug og hinn 5. janúar Inga Lára. Báðar höfðu þær átt við langvarandi veikindi að stríða og er þvi tregablandinn léttir af lausn þeirra M veikindunum. En hugljúfar minningar æskuáranna á Patró ylja okkur alla tíð. Þau sterku tengsl sem þá mynduðust rofnuðu aldrei. Við Elínborg systir mín og þær systur, Lára, Asta og Eraa, áttum svo margt sameiginlegt. Þar á meðal var söngurinn. Ég minnist kvöldanna í „Ingólfshúsi“ er við fóram til bróður míns og mágkonu og sungum með þeim. Oftar en ekki var Lára einsöngvarinn. Hún söng dásamlega enda elskaði hún söng, það var unaðslegur tími: „Við lékum okkur saman að legg og skel, blítt var vor og bjart um fjöll og dal“, eins og segir i dægurlagatexta hins kunna Jenna Jóns frá Patró í hans „Æskudraumi“. Svona var lífið þá þegar vinir komu saman til að syngja saman á kvöldin sér til afþreyingar og þætti kannski skrítið háttemi nú á tímum. Fjölskyldur okkar bjuggu við kröpp kjör og þröngan húsakost og bömin vora mörg. En við fundum aldrei til þess, ætíð var nóg rými fyrir gesti og gangandi. Bamæska okkar var því tími gleði og hamingju þar sem maður var manns gaman. Þannig vora þeir hnútar hnýttir sem ekki röknuðu í tímans rás þrátt fyrir að samverastundunum okkar Lára fækkaði á fullorðinsárum. í gegnum öll árin hittumst við þó reglulega, þá var glens og gaman enda margt skemmtilegt rifjað upp. Lifið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Láru. Hún varð fyrir ágjöf eins og aðrir en stærsta áfallið varð þegar hún missti einkason sinn á besta aldri. Sú lífsreynsla varð henni þungbær og átti sinn stóra þátt í heilsubresti hennar. En það birti af og til og sólin skein. Hennar gæfuspor var að hún fékk vinnu hjá Sjálfsbjörg og þar kynntist hún sínum góða manni, Páli Finnbogasyni. Þau áttu mörg góð ár saman. Fallegt heimili þeirra bar vitni um að Lára var fyrirmyndar húsmóðir. Með Páli naut hún svo margs sem hún áður hafði farið á mis við. Einkum vora það ferðalög, bæði utan lands og innan, sem veittu henni gleði. Veiðiferðir vora áhugamál Páls og hann deildi þeim með Lára sem hafði ómælda ánægju af. Páll reyndist henni stoð og stytta þegar veikindi Lára fóra að ágerast á nýjan leik. Hann sýndi henni mikla nærgætni og alúð og hjúkraði henni sem best hann gat uns dvöl á hjúkrunarheimili varð óumflýjanleg. Ég þakka fyrir að hafa átt vináttu Lára og votta Páli, systkinum Lára og öðrum ástvinum samúð mína. Guð blessi minningu Ingu Láru Matthíasdóttur. Elsa H. Þórarinsdóttir. LILJA HALLDORS- DÓTTIR STEINSEN + Li(ja Halldórsdóttir Stein- sen fæddist f Reykjavik 15. janúar 1923. Hún lést á Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi 29. september sfðastliðinn og fór útför hennar fram frá Blöndu- óskirkju 4. október. Elsku Lilja mín hefði orðið 75 ára í dag, 15. janúar, en hún lést 29. Crfisdrvkkjur GRPt-inn Síml 555-4477_ september sl. í dag hverfur hugur minn aftur til þess tíma er ég hitti hana fyrst. Það var í febrúar 1995. Ég kom norður á Blönduós með Eg- gerti syni hennar sem tilvonandi tengdadóttir, og mér var því svolítið órótt innanbijósts. En þessi óróleiki var ástæðulaus. Þegar hún opnaði dymar á heimili sínu á Flúðabakk- anum og ég hvarf í faðminn hennar, var eins og ég hefði alltaf þekkt hana. Þessi fíngerða, lágvaxna kona hafði einhvem stærsta faðm sem ég hef fundið. Hlýjan og væntumþykj- an streymdi frá þessum faðmi. Allt til þess dags er hún lést um- vafði hún mig er við hittumst. Okkur kom ákaflega vel saman og margt var spjallað og mikið hlegið. Oft gistum við Eggert hjá henni í litlu íbúðinni og þar var hlýtt og gott að vera. Þar leið Lilju líka vel, innan um vini og kunningja, og þetta fal- lega og góða samfélag eldri borgara á Flúðabakka var henni mikils virði. Kæmi hún suður var yfirleitt stopp- ið stutt, hún vildi drífa sig heim. Eitt var það í fari Lilju sem ég tók strax eftir. Hún sá ávallt björtu og góðu hliðamar á lífinu, þrátt fyrir erfiða æsku og unglingsár. Og fátt var skemmtilegra en að sitja með henni og hlusta á hana rifja upp gamla daga úr Ólafsvík og sumrin vestur í Hringsdal. Þessir staðir stóðu mjög nærri hjarta hennar. Og hún ljómaði alltaf af gleði er við ræddum um þessi ár, þama hafði henni liðið einna best á yngri árum. Gaman hefði verið að fara með henni vestur í Hringsdal, eins og við höfð- um ákveðið, en sú ferð verður farin á öðrum stað og tíma. Margt gæti ég sagt enn um Lilju mína, en það geymi ég með sjálfri mér. Þó vil ég þakka yndislegri konu fyrir yndisleg kynni. Þau vora kannski ekki löng en mér ákaflega dýrmæt. Hún reyndist mér sem besta móðir og ekki síður tók hún bömunum mínum og þeirra fjöl- skyldum. Ég þakka elsku vinunni minni fyrir það. Tími samveru okk- ar hér var ekki langur en ég held að við höfum notað hann vel. Ég kveð að sinni, við 'hittumst síðar. Lilju færi ég mínar bestu þakkir fyrir allt. Guð fylgi henni. Kveðja, Rúna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.