Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Margaret Cook, fyrrv. eiginkona breska utanríkisráðherrans Reuters MARGARET Cook, fyrrverandi eiginkona utanríkisráðherra Bret- lands, sakar bresku sfðdegisblöðin um að snúa út úr öllum stað- reyndum um skilnað þeirra hjóna. Síðdegisblöðin sögð afskræma sannleikann London. Reuters. FYRRVERANDI eiginkona Robins Cooks, utanríkisráðherra Bretlands, sakaði í gær bresku síðdegisblöðin um að snúa út úr öllum staðreyndum um skilnað þeirra hjóna með því að lýsa henni sem „hefnigjarnri konu“. Margaret Cook hefur verið mikið í sviðsljósinu að undan- förnu eða síðan hún upplýsti, að maðurinn hennar hefði átt í mörgum ástarævintýrum áður en þau skildu að borði og sæng vegna sambands hans við ritara sinn, Gaynor Regan. Vandræðamál fyrir flokkinn Er þetta mál mjög vandræða- Iegt fyrir Verkamannaflokkinn og blaðafréttir um einkalíf Cooks skyggðu að nokkru á fréttir af heimsókn Tony Blairs forsætis- ráðherra til Japans. Cook sagði sl. sunnudag, að hann hygðist fá lögskilnað við konu sína til að geta kvænst Regan. Hafa þau Cook-hjónin verið í hjónabandi í 28 ár en Margaret er blóðmeinafræðing- ur og starfar við sjúkrahús í Ed- inborg. Ólíkt siðferði í grein eftir Margaret í The Guardian í gær ber hún saman þær siðareglur, sem farið er eftir á læknatímaritum, og þær, sem virðast gilda á síðdegisblöðunum og sumum fjölmiðlum öðrum, og hallar þar heldur betur á þau síð- arnefndu. „Mér er mikið niðri fyrir vegna þess, að um síðustu helgi var nafn mitt dregið niður í svað- ið og mér lýst með allt öðrum hætti en ég gaf sjálf tilefni til,“ segir Margaret. „Einkasamtal sent út um allan heim“ Hún nefnir meðal annars, að „einkasamtal", sem hún átti við sjónvarpsmann, hafí verið „sent út um allan heim undir því yfir- skyni, að um viðtal væri að ræða“. Segist hún einnig vera hneyksluð á því, að sér skuli Iýst sem konu, sem sé að reyna að hefna sín. Nýtur stuðnings Blairs Fréttir af Cook, eiginkonu hans og ástkonu hafa fyllt síður bresku dagblaðanna í nokkurn tíma en Tony Blair hefur lýst yfir stuðningi við utanríkisráðherra sinn. Breska utanríkisráðuneytið sá sig hins vegar tilneytt til að gefa út sérstaka yfirlýsingu um, að Regan yrði ekki í föruneyti Cooks til Washington og Ottawa í næstu viku. Kynlífshneyksli hafa áður komið sér illa fyrir breskar ríkis- stjórnir eins og síðasta rflds- sljórn íhaldsflokksins fékk að reyna. Scott Ritter, eftirlitsmaðurinn sem írakar saka um njósnir Er ekki þekktur fyr- ir að forðast deilur SCOTT Ritter hefur starfað fyrir vopnaeftirlitsnefnd Sameinuðu þjóðanna í írak frá 1991 og ári síðar andmælti hann staðhæfingum Bandaríkjahers um að bandarískar herþotur hefðu eyðilagt íraska skot- palla fyrir Scud-eldflaugar í Persaflóastyrjöldinni. The New York Times hafði eftir honum að engum slíkum skotpöllum hefði ver- ið grandað. Eftirlitsmaðurinn ætti að vita þetta því hann hefur tekið þátt f 35 eftirlitsverkefnum fyrir Sameinuðu þjóðirnar og stjómað 12 þeirra frá árinu 1991. Ritter reitti Tareq Aziz, aðstoðar- forsætisráðherra Iraks, til reiði í júní á liðnu ári þegar hann reyndi að leita að skjölum í stjómmáladeild írösku leyniþjónustunnar. Talið er að þar séu geymd skjöl um örlög pólitískra andstæðinga írösku stjómarinnar. Aziz sagði að Ritter hefði einnig reynt að fá aðgang að byggingu sem „tengist öryggi íraksforseta". Irak- ar neituðu að leyfa honum að fara í bygginguna og sögðu að eftirlits- nefndin hefði þegar rannsakað hana tvisvar. Iraskir fjölmiðlar lýsa Ritter sem vandræðagemlingi er hafi vísvitandi reynt að valda deilum við írösk stjómvöld. Ásökunum um njósnir neitað Heimildarmenn í eftirlitsnefnd- inni segja að Ritter hafi verið for- ingi njósnasveitar í landgönguliði bandaríska flotans í stríðinu fyrir botni Persaflóa 1991. Irakar segja að Ritter gangi er- inda bandarísku leyniþjónustunnar Scott Ritter, Banda- ríkjamaðurinn í eftir- litsnefnd Sameinuðu ----------------7------ þjóðanna sem Irakar saka um njósnir, var foringi í njósnasveit bandarískra landgöngu- liða í stríðinu fyrir botni Persaflóa árið 1991 og er ekki þekktur fyrir að forðast deilur. CIA og hafa meinað honum að taka þátt í vopnaeftirlitinu. Richard Butler, formaður eftirlitsnefndar- innar, hefur varið undirmann sinn og lýst honum sem hæfum og sam- viskusömum eftirlitsmanni. „Hann er ekki njósnari. . . það sem sagt hefur verið um hann er einfaldlega ósatt.“ Butler segir að áður en Ritter gekk til liðs við eftirlitsnefndina í Irak hafi hann tekið þátt í eftirliti með meðaldrægum eldflaugum til að ganga úr skugga um að staðið væri við afvopnunarsamninga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Bandaríkjastjóm hefur einnig neitað því að Ritter sé njósnari og sagt að Irakar ráði því ekki hverjir taki þátt í vopnaeftirlitinu. Svipuð deila kom upp í nóvember þegar stjóm íraks ákváð að vísa öll- um bandarísku eftirlitsmönnunum úr landi. írakar létu undan og leyfðu Bandaríkjamönnunum að snúa aftur til starfa í írak eftir að Rússar lofuðu að beita sér fyrir því að slakað yrði á refsiaðgerðum Sa- meinuðu þjóðanna gegn írökum ef þeir virtu ályktanir öryggisráðsins og féllust á fulla samvinnu við eftir- litsnefndina. Markmið íraka óljóst Bandan'skir embættismenn segja að erfiðara verði fyrir öryggisráðið að slaka á refsiaðgerðunum nú þeg- ar írakar hafa rofið þetta sam- komulag. Þar með hafi þeir grafið undan tilraunum sínum til að rjúfa samstöðuna í málefnum íraks innan öryggisráðsins. Embættismennirnir sögðust furða sig á að írakar skyldu hafa ákveðið að ögra Sameinuðu þjóðun- um aftur vegna sama máls. Ef til vill vildu þeir beina athyglinni frá byggingum, sem eftirlitsnefndin hefur viljað rannsaka, eða láta enn einu sinni reyna á samstöðu aðildar- ríkja öryggisráðsins í málinu. Erfiðari deilumál óhjákvæmileg Bandarísku embættismennirnir voru sammála um að búast mætti við frekari deilum en þær yrðu erf- iðari viðfangs og myndu ekki snúast um þátttöku Bandaríkjamanna í eft- irlitinu. Deilt yrði um hvar eftirlits- nefndin mætti leita að gjöreyðing- arvopnum, hversu lengi hún ætti að leita að hverri vopnategund og hversu lengi viðskiptabannið á Irak ætti að gilda. Samstaða er innan öryggisráðs- ins í deilunni um bandarísku eftir- Reuters Páfa beðið á Kúbu VIVIANA Diaz, níu ára kúbönsk stúlka, sýnir veggmynd af Jóhann- esi Páli páfa, sem kirkjuyfirvöld í Santa Clara dreifðu í tilefni af væntanlegri heimsókn páfa til Kúbu. Jóhannes Páll mim messa í Santa Clara 22. janúar, á öðrum degi fimm daga heimsóknar sinnar. Ekki er langt um liðið síðan kúbönsk yfirvöld tóku að slaka á opinberri trúleysisstefnu sinni. Tala þeirra, sem hafa opinberlega lýst sig trúaða, hefur farið stöðugt hækkandi frá því á níunda áratugn- um. Líf frumna úr fólkí lengt London. The Daily Telegraph. VTSINDAMENN hafa greint frá því að þeir hafi fundið „æsku- brunn frumna" og lengt líf frumn- anna með því að ná tökum á þeirri virkni sem veldur því að þær eld- ast og deyja. Komið hefur í Ijós að sé náttúru- legt efni er kallast telomerase sett í frumur úr fólki, sem ræktaðar eru á rannsóknarstofu, veldur það því að frumumar eldast ekki og halda áfram að skipta sér mun lengur en þær gera að öðru jöfhu. Þetta þýðir að mögulegt kann að verða að taka frumur úr fólki, yngja þær upp og setja síðan aftur á sinn stað, að sögn dr. Woodring Wright, við Texas-háskóla í Dallas, en hann er einn þeirra vísinda- manna sem sinntu rannsóknunum. Takmörk eru fyrir því hversu mikið venjulegar frumur í fólki geta fjölgað sér. 'Eftir ákveðinn fjölda skiptinga deyja frumumar. Vitað var að hægt var að mæla hversu langt ólifað fruma átti með því að kanna lengd hlífa á litningum hennar. í venjulegum frumum styttast þessar hlífar við hverja skiptingu. En ekki var vit- að hvort styttingin væri orsök þess að fruman eltist eða einung- is einkenni öldrunar. Kann að vera varhugavert Niðurstöður nýjustu rann- sókna sem era birtar í tímaritinu Science sýna að stytting hlífanna er orsök öldranarinnar. Krabba- meinsfrumur skipta sér óendan- lega og virðast ódauðlegar og í þeim er efnið telomerase. Þegar þessu efni var bætt í venjulegar frumur leiddi það til þess að þær skiptu sér 20 sinnum í viðbót við það sem venjulega gerist. Vísindamenn hafa hins vegar einnig bent á að öldranarvirkni framnanna sé einnig helsta vörnin gegn krabbameini og því geti reynst varhugavert að reyna að komast fyrir hana. T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.