Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 68
Fyrstir rneð ' -E=3 AS/400 n ý t í s k u DB2 netþjón n HP Vectra PC HEWLETT PACKARD Sjáðu meira á www.hp.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Suðurskauts- fararnir komnir heim Norðurál og verkalýðsfélög undirrita kjarasamning vegna starfsmanna álversins Samningurinn til sjö ára Samið um 5% viðbótarfram- lag í sóreignasjóði FULLTRÚAR Norðuráls hf. og sameiginleg samninganefnd stétt- arfélaga væntanlegra starfsmanna við álverið á Grundartanga undir- rituðu nýjan kjarasamning sl. laug- ardag. Gildir samningurinn frá seinustu áramótum til 31. desem- ber árið 2004. Starfslok við 62 ára aldur Að sögn Guðmundar Gunnars- sonar, formanns Rafiðnaðarsam- bandsins, er einn athyglisverðasti hluti samningsins ákvæði um sér- eignasjóði. Náðist samkomulag um að Norðurál greiði í séreignadeildir viðkomandi lífeyrissjóða sam- kvæmt fyrirmælum starfsmanns og nemur framlag fyrirtækisins um 4% á móti 1% framlagi laun- þegans, til viðbótar skylduiðgjaldi í lífeyrissjóði. Er við það miðað að starfsmenn hætti störfum í lok þess árs sem þeir eru 62 ára. Guð- mundur sagði að gengið hefði verið frá því í samningnum að þessi framlög verði ekki tvísköttuð þeg- ar starfsmenn taka inneignir sínar út úr séreignasjóðnum. 5-15% ofan á laun eftir árangri I kjarasamningnum er kveðið á um ýmsar nýjungar sem ekki hefur verið samið um áður á íslenskum vinnumarkaði. Tókst m.a. sam- komulag um svokallaða liðsvinnu starfsmanna. Munu starfsmenn starfa í sérstökum liðsheildum, sem fara hver fyrir sig með stjóm- unar- og ákvörðunarrétt um fram- kvæmd verkefna á afmörkuðum svæðum í álverinu. Hluti launa verður tengdur árangri starfs- manna og þess liðs sem þeir eru í. Getur sá hluti launa numið frá 5% til 15% ofan á laun viðkomandi starfsmanna. A vinnu við uppbygg- ingu árangurstengds launakerfis að vera lokið í síðasta lagi í júní ár- ið 2000 en fram að þeim tíma verð- ur greiddur 7,5% fastur bónus á laun. Árangurstengd/10 SUÐURSKAUTSFARARNIR Ólaf- ur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason komu til Islands snemma í gær- morgun eftir samtals um fjörutíu tíma flugferð frá Suðurskautsland- inu. Um tvær vikur eru nú frá því að þeir komust gangandi á Suðurskautið. Veður hefur tafíð heimferðina. Margir biðu á Keflavíkurflug- velli til að fagna þeim, meðal ann- ars samherjar Ólafs Arnar úr ráð- herra- og þingmannaliði Fram- sóknarflokksins. Móttaka var hald- in fyrir þremenningana í Ráð- herrabústaðnum í hádeginu í gær. Guð og gæfan/6 Mesta raf- orkunotkun í heimi um aldamót UM ALDAMÓTIN verður raforku- _-notkun á Islandi orðin sú mesta í heiminum, hvort sem miðað er við raforkunotkun á hvern íbúa eða í hlutfalli við landsframleiðslu. Raforkunotkun á mann á Islandi er nú þegar með því mesta sem þekkist í heiminum. Þetta kom fram í máli Þorkels Helgasonar orkumálastjóra á fréttamannafundi í gær, þar sem kynnt var ný raforkuspá Orkuspár- nefndar til ársins 2025. Samkvæmt spánni mun almenn notkun forgangsraforku aukast um 23% til ársins 2005 og um 82% alls til loka spátímabilsins árið 2025. Rafbílar ná fótfestu I forsendum spárinnar er m.a. ^^miðað við að rafbílar nái fótfestu hér landi árið 2005 og að þeir verði 10% nýrra fólksbíla við lok spátíma- bilsins. Spáð er/12 ---------------- Yflrmaður fjármálasviðs Eimskips Þarf að tengja krónu við evró ÍSLENDINGAR þurfa að tengja krónuna við annað myntkerfi og er - ^fiðlilegast að líta tii væntanlegs Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu í þessu sambandi þar sem um 70% af utanríkisviðskiptum íslend- inga eru við aðildarríki Evrópusam- bandsins og EFTA. Þau hagkerfi sem standa utan við þróunina munu óhjákvæmilega veikjast og það mun hafa áhrif á samkeppnishæfni fyrir- tækja og lífskjör í umræddum lönd- um. Þetta kemur fram í viðtali við Þórð Magnússon, framkvæmda- stjóra fjármálasviðs Eimskips, í Morgunblaðinu i dag. Þórður segir að miklar gengis- . Sveiflur hérlendis og háir vextir valdi fyrirtækjum verulegum óþægindum og skekki samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum keppinautum sem búa við sterkari gjaldmiðla. Fjármagnskostnaður fyrirtækjanna sé miklu meiri en hann þyrfti að vera og tala megi um gjaldmiðOsskatt eða átthagaskatt í því sambandi. Íslensk/C8 Lagaprófessor telur kröfuna um allan afla á markað í ósamræmi við stjdrnarskrá Söluskylda brot á eignarrétt- arákvæði og jafnræðisreglu SOLUSKYLDA alls sjávarafla á opinberan fiskmarkað bryti í bága við eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar. Hún færi einnig í bága við jafnræðisreglu stjómarskrár- innar þar sem lögin gætu ekki náð til fiskvinnslu um borð í frystiskip- um. Þetta er niðurstaða Viðars Más Matthíassonar lagaprófessors, en hann vann álitsgerð um þetta mál að beiðni sjávarútvegsi'áðuneytis- ins. I álitsgerðinni segir að yrði út- vegsmönnum bannað að selja sjávar- afla með öðrum hætti en þeim að selja hann til hæstbjóðenda á opin- benim uppboðsmarkaði fæli það í sér mikla skerðingu á samningsfrels- inu, sem sé ein af undirstöðum ís- lenskrar réttarskipunar. A það er hins vegar bent að mörg dæmi séu um það úr íslenskri löggjöf, að samn- ingsfrelsi sé takmarkað og draga megi þá ályktun að heimildir lög- gjafans til að gera það séu rúmar. Að mati Viðars Más verndar at- vinnufrelsisákvæði stjórnarskrár- innar rétt útvegsmanna til þess að stunda vinnslu á þeim afla sem skip þeirra veiða. Hann telur hins vegar að skerða mætti þennan rétt með lögum uppfylli lögin tiltekin skilyrði um fbrm og efni. I álitsgerðinni er leitast við að meta hvort lög um söluskyldu alls sjávarafla á opinberum uppboðs- markaði feli í sér skerðingu á eignarréttindum útvegsmanna, sem hafi fjárfest í tækjum og búnaði til vinnslu sjávarafla eigin skipa, bæði vinnslubúnaðar í landi og á sjó. Skerðing á atvinnuréttindum Komist er að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða tvenns konar eignar- réttindi sem njóti vemdar 72. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. eignarrétt- indi sem tengjast lausafé og fast- eignum, sem nýtt hafa verið til vinnslu sjávarafla, og atvinnurétt- indi, þ.e. rétturinn til þess að nýta þessar fjárfestingar. Viðar Már tel- ur að lög um söluskyidu skerði þessi réttindi með þeim hætti að það bryti í bága við síðastnefnt stjórnar- skrárákvæði. Viðar Már bendir á að lög um söluskyldu alls sjávarafla gætu ekki náð til frystiskipa sem vinna aflann um borð. Tæknilega væri slíkt óframkvæmanlegt. En það þýddi aftur á móti að lögin yrðu ekki í samræmi við jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar þar sem þau myndu einungis ná til skipa sem landa afla til vinnslu í landi. Þetta renni auk þess enn frekari stoðum undir það, að skerðingar þær sem útvegsmenn þyrftu að sæta með slíkum lögum væru brot á eignarréttarákvæði stj órnarskr árinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.