Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Lausir boltar í þrem 737- vélum SKYNDISKOÐUN á Boeing 737-vélum leiddi í ljós að skrúf- boltar voru lausir eðaj)á vantaði í stéli þriggja véla. I engu til- vikanna var ástandið þó eins slæmt og það virðist hafa verið í 737-vél SilkAir-flugfélagsins sem fórst í Indónesíu í síðasta mánuði og segja skoðunarmenn að í engu tilvikanna hefðu lausu boltarnir leitt til slyss. Um- ræddar vélar eru í eigu Continental Airlines og Sout- hwest Airlines. Námagröftur bannaður BANN við námagreftri á Suður- skautslandinu næstu fimmtíu árin tók gildi í gær. Fögnuðu umhverfísvemdarsamtök því ákaflega og sögðu það eitt mikil- vægastasta skref sem stigið hefði verið í umhverfisvemd. Alls standa 26 ríki að banninu og tók það stjómir þeirra rúm sex ár að komast að samkomu- lagi um það og undirrita. Lyf gegn lyfjaónæmi í augsýn? VÍSINDAMENN við háskólann í Groeningen í Hollandi sögðust í gær hafa greint prótein sem veldur því að bakteríur verða ónæmar fyrir fjölmörgum teg- undum sýklalyfja og að lyf vinna ekki alltaf á krabbameini. Von- ast vísindamennirnir til þess að uppgötvunin verði til þess að hægt verði að þróa lyf til að draga úr áhrifum próteinsins. Viktoría flýr vestur um haf VIKTORÍA, krónprinsessa Sví- þjóðar, hélt fyrir skemmstu til náms í _______ Bandaríkjun- um til að komast úr sviðsljósi fjöl- miðla. Prins- essan þjáist af lystarstoli og á síðasta ári var til- kynnt að dregið yrði úr skyldum hennar. Hún hugðist upphaflega stunda nám í Uppsölum en hefur nú ákveðið að halda vestur um haf til að fá frið fyrir ágangi fjöl- miðla, en talsmaður konungsfjöl- skyldunnar sagði að prinsess- unni fyndist hún nánast ofsótt. Ekki hefúr verið tilkynnt hvar í Bandaríkjunum hún dvelur. Viktoría Bankarán á Fornebu FJÓRIR menn frömdu vopnað bankarán á Fomebu-flugvelli í Ósló í gærmorgun. Peirra eru nú leitað en ekki er Ijóst hversu mikið þeir höfðu upp úr krafs- inu. Mennirnir brutu sér leið inn í útibúið og ógnuðu starfsfólki sem inni var með vélbyssum og skambyssum. Hriktir í valdastoðum Suhartos Hætta er talin á að hinir efnahagsleffli erfíð- leikar Indónesíu leiði til pólitískrar upplausn- ar í landinu. Hefur staða Suhartos forseta ekki verið veikari frá því hann tók við völdum. Reuters. WILLIAM Cohen, varnarmálaráðherra Bandarfkjanna, heilsar Su- harto forseta er þeir hittust í Djakarta í gær. SUHARTO Indónesíuforseti hefur verið völd í 32 ár eða allt frá því Sukamo, einn helsti leiðtogi sjálfstæðishreyfíngar Indónesa gegn Hollendingum og fyrsti forseti landsins, hrökklaðist frá völdum árið 1965. Efnahagslíf Indónesíu var þá í miklum kröggum, gjaldmiðillinn nær verðlaus, verð- bólga mældist í fjögurra stafa tölum og á götum úti vom fjöldamótmæli daglegt brauð. Herinn tók völdin undir því yfirskyni að kommúnistar væm að undirbúa stjómarbyltingu og Suharto tók við forsetaembættr inu. í valdatíð hans hefur efnahagsleg staða Indónesíu styrkst vemiega. Pjóðartekjur hafa sextánfaldast og honum hefur tekist að sameina þau hundmð þjóðarbrota er byggja eyjaklasann. Nú er hins vegar farið að hrikta alvarlega í valdastoðunum hjá Su- harto. A skömmum tíma hefur efna- hagslífið hmnið. Gengi gjaldmiðils- ins, rúpíunnar, hefur lækkað um 70% frá síðasta sumri og gengi indónesískra hlutabréfa um 50%. í fyrsta skipti frá því hann tók völdum virðist sem hin pólitíska staða Su- hartos sé að veikjast alvarlega. „Gamli maðurinn“, eins og hann er gjaman kallaður, er orðinn 76 ára að aldri og eini þjóðarleiðtoginn, sem setið hefur lengur við völd, er Fidel Castro á Kúbu. Óttast átakamikil valdaskipti Margir óttast að ef til valdaskipta komi muni þau ekki ganga átaka- laust fyrir sig og að atburðir ársins 1965 muni jafnvel endurtaka sig. Að minnsta kosti hálf milljón manna lét lífið í þeim átökum sem þeim fylgdi. Suharto hefur ekki leyft sterkri stjómarandstöðu að myndast og hann hefur heldur ekki séð til þess að neinn sjálfgefinn arftaki sé til staðar. Segja vestrænir stjómarer- indrekar það mikið áhyggjuefni hversu fáa sterka aðila sé að finna í hinu pólitíska lífi í Indónesíu. Nær öll völd hafa verið á hendi forsetans og nánustu fjölskyldu hans. Suharto hefúr verið kjörinn for- seti til fimm ára í senn og rennur núverandi kjörtímabil hans, hið sjötta í röðinni, út í mars. Til þessa hefur hann ekki mætt neinni telj- andi andstöðu í kosningum og til skamms tíma virtist það sama ætla að verða uppi á teningnum í þetta skipti. Nú gerast þær raddir hins vegar æ háværari, sem krefjast þess að hann bjóði sig ekki fram að nýju. Meðal þeirra sem hafa krafist þess er dóttir Sukamos, fyrrum for- seta, Megawati Sukamoputri, sem lýst hefur því yfir að hún sé reiðubú- in að axla ábyrgð á stjóm Indónesíu. Fjöiskyldan óttast valdamissi Sérfræðingar í málefnum Indónesíu era alls ekki sammála um að líklegt sé að Suharto dragi sig í hlé. Því er haldið fram að jafnvel þótt hann hefði hug á því væri það ólíklegt vegna þess mikla þrýstings sem hann er beittur af fjölskyldu sinni og öðram skjólstæðingum er hagnast hafa gífurlega í valdatíð hans. Þá er sagt að það sé hreinlega ekki „stíll“ forsetans að víkja af velli. Fjölskyldu Suhartos og skjól- stæðingum stendur einnig töluverð ógn af þeim umbótum sem Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn (IMF) krefst að Indónesíustjóm knýi í gegn. Pess er meðal annars krafist að stjómin láti af niðurgreiðslum og óbeinum stuðningi við fyrirtæki, til dæmis með því að heimila hringamyndun á mikilvægum sviðum. Þegar málið er skoðað kemur í ljós að í nær öllum tilvikum er það fjölskylda forsetans eða aðrir skjólstæðingar er njóta góðs af stuðningi ríkisins. Efnahagslíf Indónesíu hefur tekið stórstígum framföram á síðustu áratugum og Alþjóðabankinn lýsti því á sínum tíma yfir að í nær engu öðra ríki í heiminum hefði gengið jafnvel að draga úr fátækt. Rót nú- verandi efnahagsvanda er ekki að finna í slælegri hagstjóm heldur óhagkvæmu fjölskylduveldi í við- skiptalífinu. Er þróun síðustu daga talin benda til að forsetinn hafi h'tinn hug á að láta hagsmuni þjóðarinnar ganga fyrir hagsmunum fjölskyld- unnar. Enginn hefúr nægilegt bolmagn Enginn leið er að gera sér grein fyrir því hvemig hægt verður að leysa málið ef Suharto ákveður að sitja áfram í embætti. Ekkert stjórnmálaafl hefur kraft til að víkja honum frá, eina stofnunin er hefði afl til þess væri herinn. Yfir- stjórn hersins hefur hins vegar sýnt Suharto mikla hollustu og hverfandi líkur era taldar á að látið verði til skarar skríða gegn forset- anum af hersins hálfu. Yngri kyn- slóð yfirmanna í hemum er þó talin mun óánægðari með forsetann en sú eldri. Stjómarflokkurinn Golkar er sömuleiðis ekki líklegur til að snúa baki við leiðtoga sínum, ekki síst vegna þess að dóttir Suhartos er þar í forystuhlutverki. Flokkurinn lýsti því yfir á þriðjudag að Suharto yrði tilnefndur sem frambjóðandi flokks- ins í marskosningunum. Forseta- kjörið fer ekki fram í almennum kosningum heldur er það þúsund manna „ráðgefandi samkunda“ sem velur forseta. Forsetinn skipar sjálf- ur 575 fulltrúa og Golkar aðra 325. Þróunin í Indónesíu hefur vakið töluverðan ugg meðal annarra ríkja. Indónesía er fjórða fjölmennasta ríki veraldar og upplausn þar eða jafnvel valdataka heittrúarmanna myndi hafa áhrif langt út fyrir land- steinana. Stjómvöld í Singapore og Bandaríkjunum hafa á undanforn- um dögum lýst yfir stuðningi við Suharto og William Cohen, vamar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði Bandaríkjastjóm styðja við bak Indónesa í gegnum „súrt og sætt“. Lawrence Summers, aðstoðarfjár- málaráðherra Bandaríkjanna, krafðist þess hins vegar er hann fundaði með indónesískum stjóm- völdum íyrr í vikunni að gjaldþrota fyrirtæki yrðu látin hætta starfsemi þó að það hefði slæmar fjárhagsleg- ar afleiðingar fyrir ætt Suhartos. Fuglaflensan Yfírvöld segja mestu hættuna liðna hjá Hong Kong. Reuters. VONIR standa til þess að mesta hættan vegna fuglaflensunnar sé liðin hjá, að því er yfirvöld í borginni lýstu yfir í gær. Ekki er vitað um nein ný tilfelli veikinnar eftir að um 1,4 milljónum kjúklinga var slátrað fyrir hálfum mánuði. Fómarlömb flensunnar era nú orðin fimm en 34 ára kona lést úr lungnabólgu í vikunni eftir að hafa veikst af fuglaflensu. Yfirvöld í Hong Kong lýstu því yfir í gær að kæmu ekki upp nein ný tilfelli næstu tvær vik- umar yrði litið svo á að þau hefðu náð tökum á málinu. Enn er þó vel fylgst með íbúum borgarinnar. Sala á kjúklingum er bönnuð vegna fuglaflensunnar, sem varð vart hjá fiðurfé í borginni fyrir tæpu ári. Tæpir átta mán- uðir era liðnir frá því að flensunnar varð vart í mönnum og veiktust tæplega tuttugu manns. Ekki er enn Ijóst hvort að veiran barst eingöngu úr fugl- um í menn eða hvort að hún barst manna á milli en þar sem svo virðist sem tekist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu fuglaflensunnar hafa yfirvöld ýjað að því að sala á kjúklingu- ym verði leyfð í næstu viku. Þann 28. janúar hefst nýja árið í Kína og þá era hátíðarréttir úr kjúklingakjöti ómissandi. Flynn á móti tóbaki en ekki áfengi Könnun á meðal EMU-sérfræðinga Frestun EMU óhugsandi London. Reuters. Brussel. Reuters. TALSMAÐUR Padraigs Flynn, sem fer með félagsmál í fram- kvæmdastjóm Evrópusam- bandsins, þurfti í gær að bera til baka fregnir um að fram- kvæmdastjórinn vildi láta banna kostun áfengisframleiðenda á íþróttaviðburðum gegn því að vörumerki þeirra sé þar áber- andi. Stutt er síðan Flynn beitti sér mjög fyrir banni á tóbaks- auglýsingum á íþróttaviðburð- um. „Herra Flynn telur að áfengi og tóbak séu tvennt ólíkt,“ sagði Barbara Nolan, talsmaður Flynns. „Tóbak er óhollt fyrir þann, sem reykir og fólk í kring- um hann, en hins vegar er margt sem bendir til að áfengi í hóflegu magni sé hollt.“ Nolan bar til baka frétt The Guardian i Bretlandi um að fram- kvæmda- stjórn ESB hygðist beita sér gegn áfengisfram- leiðendum með sama hætti og gegn tóbaksfyrirtækjum. „Við höfum engin áform um slíkt, hvorki nú né í framtíðinni," sagði hún. LIKURNAR á að Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) taki gildi á réttum tíma hinn 1. janúar á næsta ári era 92,6%, að mati 45 sérfræð- inga, sem taka þátt í könnun Reuters- fréttastofunnar í hverjum mánuði. í síðasta mánuði töldu sérfræðingamir að meðaltali 91,6% líkur á að EMU yrði að veruleika um næstu áramót. Líkurnar hafa ekki verið taldar meiri frá því að Reuters tók upp mánaðarlega könnun sína fyrir rúmu ári og telja flestir sérfræðing- arnir frestun EMU nú óhugsandi. Minnstar voru líkumar taldar í júní í fyrra, eða 75,6%, en þá var útlit fyrir að þýzk stjómvöld væra að missa tökin á fjárlagahallanum, og EMU er talið óhugsandi án Þýzka- lands. Langflestir þátttakendur í könn- uninni, eða 93%, telja Ítalíu eiga góða möguleika á EMU-aðild, en aðeins 7% töldu að landið ætti kost á slíku í febrúar á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.