Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 43^* AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR I » > > í I > > > > I > I > > s ? * > Kuldajakkar, flíspeysur, gönguskór, bakpokar, svefnpokar, útivistarbúnaður, klifurvörur o.m.fl. Fræðsluráð Reykjavlkur er meðvitað um, segir Sigrún Magnúsdóttir, að með því að bæta innra starf skólanna er verið að fjárfesta til framtíðar. á jákvæðan hátt og þjálfa þau í að nota tölvu sem hjálpartæki í skóla- starfi. Pað er Ijóst að ýmsir þættir breytast í skólastarfinu með auknum áherslum á tölvunotkun, það þarf því að aðlaga námsgreinar og námsefni kostum tölvunnar. Skólasafnið gegnir mikilvægu hlutverki Skólasafnið gegnir mikilvægu hlutverki í að innleiða ný vinnubrögð sem upplýsingatækni nútímans kall- ar á og það getur verið forystuafl í þeirri viðleitni skólans að gera nem- endur læsa á upplýsingar. Nemend- ur þurfa að kynnast námi á skóla- safni frá upphafi skólagöngu og öðl- ast þannig fæmi í að notfæra sér upplýsingar, fróðleik og skemmtun sem á safninu er að finna. Auk hefð- bundinnar bókasafnsfræðslu fái nemendur kennslu í upplýsingaöflun af margmiðlunardiskum, úr gagna- bönkum og af alnetinu. Til að skóla- söfnin geti sinnt breyttu hlutverki sínu þarf því að efla tækjabúnað safnanna, bæta úrval margmiðlunar- diska (orðabækur og uppflettirit) og leggja aukna áherslu á endurmennt- un skólasafnakennara á þessu sviði. Vel rekin skólasöfn og tölvuver skapa mikla möguleika á að aðlaga verkefni þroska og getu einstakra nemenda, bæði þeirra sem þurfa stuðning við námið og hinna sem hafa mikla námshæfileika. Stórátak í tölvu- væðingu grunnskóla borgarinnar BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti tillögu fræðsluráðs um að gert verði stórátak í tölvuvæðingu grunn- skólanna árið 1998. Þeg- ar er búið að bjóða út kaup á 325 tölvum. 1. Tölvur í tölvuver- um skóla með 386-vélar verða endurnýjaðar. Gamlar tölvur verða nýttar í kennslustofum fyrir kennsluforrit sem gera ekki miklar kröfur til vélbúnaðar. 2. Margmiðlunartölv- ur keyptar á öll skóla- söfn og á Skólasafna- miðstöð. 3. Víðnetið verður uppfært til þess að auka áreiðanleika og hraða. 4. Pentium-tölva keypt í hvem skóla vegna nýs bókhaldskerfis. Bæði skólasöfn og tölvuver eru upplýsingaveitur og miðpunktur skólastarfsins. A undanfórnum árum hefur orðið bylting í upplýsingamál- um og á fáum sviðum tækni eru jafn- örar breytingar og á tölvusviðinu. Nauðsynlegt er að byrja snemma að kenna bömum að umgangast tölvur Fjárfesting til framtíðar Það er stórkostlegt að á einu ári eykst tölvukostur grunnskól- anna í Reykjavík um 50%. í skólunum eru nú 600 nemendatölvur og verða 900 í mars nk. Einnig koma tölvur á öll skólasöfn og Pentium- tölva í hvern skóla fyrir bókhaldið. Jafnframt þessum tölvukaupum er áfram keypt bekkjar- sett af „Ritþjálfanum“ fyrir yngri nemendur. Ritþjálfinn er íslensk framleiðsla og hugvit. Hann er afar meðfærilegur og hent- ar m.a. vel til að kenna fingrasetn- ingu og ritfæmi eins og nafnið ber með sér. Fræðsluráð Reykjavíkur er meðvitað um að með því að bæta innra starf skólanna er verið að fjár- festa til framtíðar. Höfundur er borgarfulltrúi og for- maður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Sigrún Magnúsdóttir Harpa Hrönn Frankelsdóttir Atorkukonu í borg'arstjórn SENN líður að próf- kjörsdegi Reykjavíkur- listans þar sem allir stuðningsmenn listans hafa atkvæðisrétt. Auk- inn gaumur verður gef- inn að vilja fólksins við val einstaklinga en minni að vilja flokkanna og því ber að fagna. Það er mikilvægt að hinn endumýjaði hópur borgarfulltrúa endur- spegli ákveðinn þver- skurð borgarbúa; að list- ann skipi fólk af mis- munandi sviðum at- vinnulífsins, af mismun- andi kynslóðum, af flokksbundnum sem óflokksbundnum stuðningsmönnum Reykjavíkurlistans. Ungt fólk í borgarstjórn Sigurstranglegur Reykjavíkurlisti þarf að hafa á að skipa ungum ein- staklingi með ferskai- hugmyndir. Einstaklingi sem gjörþekkir aðstæð- ur yngri kynslóðar Reykvfldnga; barnafólks, húsnæðiskaupenda og leigjenda, námsmanna sem og fólks í atvinnulífinu. Einstaklingi sem er vel kunnugur borgarmálum. Einstak- lingi sem lætur jafnréttismál ekki mæta afgangi. Sigrún Elsa Smáradóttir er í hópi þess unga fólks sem býður sig fram í próf- kjörinu. Sigrún Elsa, sem er 25 ára, útskrifað- ist sem matvælafræð- ingur frá Háskóla ís- lands 1996. Hún starfar sem markaðsfulltrúi hjá lyfjafyrirtæki. Sigrún hefur verið valin til ým- issa trúnaðarstarfa fyrir Alþýðubandalagið og Grósku. Sigrún hefur m.a. verið varaformaður Drifandi, félags ungs Al- þýðubandalagsfólks í Reykjavik, og er nú varaformaður Birtingar- Framsýnar. Sigrún er í stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Þá hefur Sigrún stjórnað málefna- hópi Grósku um utanrikismál af mik- illi festu og var í ritstjóm „Hinnar Ég hvet Reykvíkinga, segir Harpa Hrönn Frankelsdóttir, til að kjósa Sigrúnu Elsu Smáradóttur í prófkjörinu. opnu bókar Grósku", sem lögð var — fram sem grundvöllur að samstarfi félagshyggjuflokkanna. Sigrún Elsa er gift Róbert Mars- hall, blaðamanni, og eiga þau tvö böm, þriggja og sex ára. Harka, hæfni, heiðarleiki Helstu kostir Sigrúnar, sem við samstarfsfólk hennar í pólitík tökum eftir, er hve hreinskilin hún er og fylg- in sér. Hún hefur sín mál oftast í gegn af harðfylgni og seiglu. Sigrún skorast ekki undan ábyrgð á að taka afstöðu í erfiðum málum. Sigrún er ákaflega réttsýn og hefur heiðarleg vinnubrögðjjp í fyrirrúmi. Sigrún hefur fylgst grannt með borgarmálum í gegnum störf sín fyrir Alþýðubandalagsfélögin í Reykjavík. Hún hefur innsýn inn í hina fjöl- breyttu málaflokka sem Reykjavíkur- borg hefur á sinni könnu, s.s. leik- skóla- og grunnskólamál, bygginga- og skipulagsmál, atvinnumál o.s.frv. Þann 31. janúar rennur upp tími breytinga og endumýjunar hjá Reykjavíkurlistanum. Ég hvet Reykvfldnga, sem vilja ungt fólk með ferskar hugmyndir inn í borgarstjóm, til að kjósa Sigrúnu Elsu Smáradóttur í prófkjöri Reykjavíkurlistans. Ég hvet ungt fólk til að veita sinni kyn- slóð brautargengi í prófkjörinu. Höfundur er laganemi. IITC A1 A hófst í dag kl. 10.00 Nýtt kortatímabil C H J UTSALA PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 - sími 562 3614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.