Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stéttarfélög og Norðurál hf. gera kjarasamning til loka ársins 2004 Arangurstengd laun og starfslok við 62 ára aldur Samið var um ýmis at- riði í nýjum kjarasamn- ingi stéttarfélaga við Norðurál hf. sem ekki hefur verið að fínna í samningum á vinnu- markaði hérlendis. ----^------------------- Omar Friðriksson kynnti sér samninginn. SAMEIGINLEG samninganefnd iðnaðarmannafélaga og verkalýðs- félaga á Borgarfjarðarsvæðinu og fulltrúar Norðuráls hf. á Grundar- tanga undirrituðu kjarasamning sl. laugardag sem gilda mun fyrir væntanlega stai'fsmenn við álverið. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji framleiðslu í júní næstkom- andi og er ráðning fyrstu starfs- manna að hefjast, en þeir verða sendir til þjálfunar utanlands í tvo mánuði. Var kjarasamningurinn gerður milliliðalaust á milli stéttar- félaganna og álfélagsins en Norð- urál er ekki aðili að samtökum at- vinnurekenda á Islandi. Samnings- tíminn er mun lengri en í öðrum samningum sem gerðir hafa verið á vinnumarkaðinum og gildir hann frá seinustu áramótum til 31. des- ember árið 2004 eða í sjö ár. Kynntu sér fyrirkomulag í álveri í Þýskalandi Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafíðnaðarsambandsins, sem var í forsvari samninganefnd- ar stéttarfélaganna ásamt Hervari Gunnarssyni, formanni Verkalýðs- félags Akraness, segir samninginn mjög at- hyglisverðan og að raf- iðnaðarmenn séu mjög ánægðir með hann. For- svarsmenn Norðuráls fengust ekki til að tjá sig um samninginn í gær. Að sögn Guðmundar er ástæða þessa langa samningstíma sú að Norðurál lagði mikið upp úr því að friður ríkti á svæðinu á meðan verksmiðjan væri að komast í eðli- legan rekstur. Samninganefnd verkalýðsfélaganna féllst á þessi rök, og segir Guðmundur þetta áð- ur hafa verið gert hér á landi, m.a. í fyrstu kjarasamningunum þegar álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Samningaviðræður hófust fyrir alvöru í desember sl. og buðu for- svarsmenn Norðuráls fulltrúum stéttarfélaganna í skoðunarferð til Þýskalands til að kynna þeim að- stæður í álveri þar í landi og vinnu- fyrirkomulag sem taka á upp í verksmiðjunni á Grundartanga eða svokallaða liðsvinnu starfsmanna, sem er óþekkt á íslenskum vinnu- markaði. I stærstum dráttum er kjara- samningurinn samhljóða öðrum verksmiðjusamn- ingum sem verkalýðsfé- lög gerðu á seinasta ári og mælir hann fyrir um sömu launahækkanir fram til ársins 2000 og samið var um á almenna vinnu- markaðinum. A því ári renna hins vegar aðrir kjarasamningar úr gildi en í Norðurálssamningnum er kveðið á um að frá árinu 2001 og til loka samningstímans taki grunn- laun starfsmanna álversins sömu hækkunum og í væntanlegum kjarasamningum á Vesturlandi á þessum tíma. Ætla aðilar að setjast niður í árs- byrjun 2001 og ganga frá þessum hluta samningsins og taka fyrir fleiri atriði sem reynsla verði kom- in á, s.s. varðandi þrifnað á vinnu- stað og hvort þörf sé að semja um sérstaka kaupauka. 2,5% af hlutdeild í árangri til séreignasjóðs I hinum nýja samningi er að fínna ýmsar nýjungar í kjaramál- um á íslenskum vinnumarkaði. Að sögn Guðmundar er athyglisverð- asti hluti samningsins ákvæði hans um séreignasjóði. Um er að ræða fyrsta kjarasamning sem gerður er eftir að ný lög um lífeyrissjóði voru samþykkt á Alþingi fyrir jól. Skv. samningnum mun Norðurál leggja fram um 4% í séreignadeildir við- komandi lífeyrissjóða, samkvæmt fyrirmælum starfsmanna, til við- bótar skylduiðgjaldi til sjóðanna en mótframlag launþega verður 1%. Skv. samningnum renna 2,5% af hlutdeild starfsmanna í árangri fyrirtækisins í séreignasjóðinn, einnig svokallað fyrirliðaálag sem svarar til liðlega 0,5%, auk 2% framlags Norðuráls. Er við það miðað að starfsmenn hætti störfum í lok þess árs sem þeir verða 62 ára. Skv. upplýsingum Guðmundar var gengið frá þessum framlögum í kjarasamningnum með þeim hætti að þau verði ekki tvísköttuð og skattskyld þegar starfsmaður tek- ur inneign sína út úr séreigna- sjóðnum. Miðast útreikningar við að eftir að 20 ára starfsaldri er náð hafi starfsmaður eignast í sér- eignadeild lífeyrissjóðs síns, nægi- lega háa upphæð til þess að greiða honum laun þar til hann nær 67 ára aldri og kemst á lífeyrisaldur. Eldri starfsmenn sem ráðnir verða til fyrir- tækis munu fá að starfa áfram eftir að 62 ára aldri er náð eða þar til þeir hafa náð því marki að eiga í séreigna- deild þá upphæð að geta hætt störfum. Liðsheiidir skipta með sér störfum á hverju svæði Vinnufyrirkomulag og stjórnun hjá Norðuráli verður með öðrum hætti en tíðkast hefur hér á landi, skv. upplýsingum Guðmundar. Ætlunin er að starfsmenn starfi í sérstökum liðum og skipta þeir með sér öllum störfum á hverju svæði fyrir sig en það á að geta leitt til aukinna afkasta. Þjálfa á starfsmenn þannig að þeir geti skipt um störf innan hvers liðs. Ekki verða til staðai- hefðbundin störf flokksstjóra og verkstjóra, heldur er ætlunin að hvert lið starfsmanna iyrir sig hafi sem mestan stjómunar- og ákvörðunar- rétt um hvernig liðið framkvæmir þau verkefni sem til falla á því svæði innan fyrirtækisins sem liðið starfar á. „í upphafi eru ákveðnir starfsmenn þjálfaðir til ákveðinna starfa en síðan er öllum í liðinu gef- ið færi á að þjálfa sig til annarra starfa og er því ætlast til þess, að menn vinni ekki við sama starfið allan daginn, heldur geti skipt um störf,“ segir Guðmundur. 7,5% bónus fyrst í stað Samið var um að tengja hlut launa árangi’i starfsmanna og þess liðs sem hann tilheyrir. Starfsmenn eigi þess einnig kost að auka laun sín með því að sækja sér aukna þjálfun og menntun og geta jafnframt tekið að sér fleiri störf í sínu liði. Er lagt töluvert í hendur starfsmanna hversu hratt þeir ná starfsaldurshækkunum með því að bæta við færni sína, að sögn Guðmundar. Við gerð samn- ingsins var reiknað með að árang- urstengdur hluti launa geti orðið að lágmarki 5% og mest 15% ofan á laun viðkomandi starfsmanns. Ekki er búið að útfæra hvernig þetta árangurstengda launakerfi verður byggt upp en sú vinna á að hefjast fyrir 1. september næst- komandi og á að vera lokið í síð- asta lagi í júní árið 2000. Fram að þeim tíma verður starfsmönnum greiddur 7,5% fastur bónus á laun. Sömu orlofsdagar Samið var um sömu orlofsdaga og tíðkast á almennum vinnumark- aði og fjöldi veikindadaga verður svipaður fyrstu 5 árin og í öðrum verksmiðjusamningum sem stétt- arfélög hafa gert en eftir 10 ár í starfi verða þeir nokkru færri skv. Norðurálssamningnum eða sex mánuðir í stað 210 daga í öðrum verksmiðjum. Skv. upp- lýsingum Guðmundar voru samningamenn Norðuráls ófáanlegir til að gefa eftir í þessum málum. Samningamenn stéttarfélaganna hafi hins vegar lýst yfir að Norðurál myndi verða að hafa þessi atriði eins og annars staðar. Við undirrit- un samningsins var því jafnframt lýst yfir af hálfu samningsaðila að gengið yrði frá samningum um flutning og ferðakostnað starfs- manna til og frá vinnustað áður en verksmiðjan verður gangsett í júní næstkomandi. 5-15% geta bæst við laun starfsmanna eftir árangri Starfsmönn- um skipt í lið sem stjórna verkefnum Heiðargerði - einbýli Fallegt rúmlega 130 fm einb. hæð+ris auk 34 fm bílskúr á frábærum stað innst í lokaðri götu í Smáíbúðahverfi. Falleg ræktuð lóð. 4-5 svefn- herb. Áhv. 5,6 millj. húsbr. (5,1%). Verð 12,8 millj. Hagamelur 33 - 3ja í kj. Opið hús í kvöld kl. 18-21 Skemmtileg 76 fm íbúð í lítið niðurgr. kj. í fjórb. á besta stað í Vesturbæ. Sérinngangur. Stutt í Há- skólann, sundlaug, skóla o.fl. Áhv. 2,7 millj. Hag- stæð lán. Gott verð 5,9 millj. Áhugasamir verið velkomnir f kvöld Einkasöluaðili Valhöll, fasteignasala, Mörkin 3, sími 588 4477. Árshátíbir, starfsmannahópar, fundir, ráóstefnur, afmæli, brúbkaup, jólahlabborö, fermingar... - Veislusalir fyrir allt ab 350 manns. ViÖ höldum borraveislur meo blönduoum mat Elín Hirst ráðin til RÚV Sjónvarpið freistar - og auðvitað hefðbundnar árshátíðir með hljómsveit og öllu tilheyrandi. Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisiuþjónusta frá 1935. Borbapantanir ístma 567-2020, fax 587-2337. Blað allra landsmanna! -kjarni málsins! ELÍN Hirst, sem hefur verið laus- ráðin sem fréttamaður á fréttastofu Ríkissjónvarpsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sjón- varpið væri sá miðill sem hún hefði lengst af unnið við og hún hlakkaði til að takast á við hann á nýjan leik. Elín, sem að ölium líkindum hef- ur störf í byrjun mars, sagði Helga H. Jónsson, fréttastjóra Ríkissjón- varpsins, hafa haft samband við sig og boðið sér að koma inn vegna væntanlegra mannabreytinga og hún hafi ákveðið að slá til. Elín, sem fer úr stjórnunarstöðu í almennt fréttamannsstarf, segist ekki fara frá DV vegna óánægju heldur fyrst og fremst vegna þess að sjónvarpsfréttamennska freisti sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.