Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Efnislegar
vangaveltur
og mann-
legar víddir
Á sýningu í Malmö Konsthall getur að líta
verk ljósmyndara og myndhöggvara, sem
sækja efni til heimkynna sinna, en vinna úr
því á ólíkan og heillandi hátt, eins og
Sigrún Davíðsdóttir komst að.
ESKO Mánnikkö: Ljósmynd af mönnum; Kuivaniemi 1992,
ANNAR kemur frá Finnlandi
og tekur ljósmyndir af raun-
veruleikanum, hinn frá afdal
í Sviss og gerir afsteypur af raun-
veruleikanum. Báðir sýna verk sín
um þessar mundir á sýningu í Mal-
mö Konsthall, sem Bera Nordal
stýrir. Finnski Ijósmyndarinn
Esko Mánnikkö tekur myndir af
löndum sínum lengst í norðri, ekki
eins og þeir séu einhverjir furðu-
fuglar, heldur sem næmur athug-
andi. I heimi höllum undir sniðug
slagorð á ensku lítur nafn sviss-
neska listamannsins íremur út eins
og heiti á en mannsheiti, en Not Vi-
tal er ekki framandlegt nafn á
þeim slóðum, sem hann er ættaður
af. Ættamafriið hefur verið í fjöl-
skyldunni um aldaraðir og fomafn-
ið er algengt karlmannsnafn í
Graubúnden, nálægt ítölsku og
austurrísku landamæmnum.
Afsteypur raunveruleikans
Sýningarrými Konsthallen er
eins og best verður á kosið, því þar
nýtur dagsljóss, en húsaskipan er
best lýst með að segja að húsið sé
skáli, þó hann sé byggður úr jafn-
varanlegu efni og steinsteypa er.
Þarna er hátt til lofts og vítt til
veggja. Rýminu má auðveldlega
skipta og breyta eftir því sem hent-
ar í hvert skipti, enda er Bera firna
ánægð með aðstöðuna og segir það
skemmtilegt verk að setja upp sýn-
ingar við þessar aðstæður. A sýn-
ingu þeima Vital og Mánnikkö hafa
verk Vital meginhluta rýmisins og
njóta sín til fulls í samspili við ríf-
legt rýmið. A endaveggnum em
eins og litlar dyi', þaðan sem geng-
ið er inn í sal með myndum
Mánnikkö.
Vital hefur augun á ýmsum fyr-
irbæmm úr dýraríkinu, meðal ann-
ars tungunni. Stór bronsstytta, 3,6
metrar á hæð samkvæmt sýningar-
skránni, gæti við fyrstu sýn verið
abstrakt form eða fallosvísun, en
er við nánari athugun stór tunga.
Heill veggur, tugir fermetra, er
þakinn gipstungum, sem standa út
eins og þær ulli á gestina, en virð-
ast úr fjarlægð gaddakenndar og
óhugnanlegar. Þessi nýting sama
formsins úr fleiri en einu efni kem-
ur víða fyrir í verkum Vitals og
gefur til kynna vangaveltur hans
um form og efni á heillandi og
margbreytilegan hátt. Hendur og
fætur em honum einnig hugleikin
viðfangsefni á sama hátt og tungan
og meira að segja kúadellur hafa
orðið honum efni í fjölda margar
koparafsteypur þess forms.
Heil dýr koma víða fyrir í verk-
um hans, samanber afsteypu af
kálfum úr gipsi með bronseyru og -
stert. Titillinn er víðtækur, „Síð-
degi Nijinskys", en Nijinsky var
rússneskur ballettdansari og dans-
höfundur, sem varð víðfrægur fyrir
túlkun sína á skógarpúkanum i eig-
in ballett, „Síðdegi skógarpúkans“
ÚTSALAN
hefst í dag
SKÓVERSLUNIN
KRINQLUNNI SÍMI 668 9345
Blað allra landsmanna!
-kjarni málsins!
ESKO Mannikkö: Ljósmynd af
konu; Sodankyla 1990.
við samnefnt tónverk Stravinskys.
Kálfar koma víða fyrir í verkum Vi-
tal og þá einnig í stílfærðari útgáf-
um. Hann heldur sig ekki aðeins
við dýr, sem hann hefur væntan-
lega haft í kringum sig í æsku, eins
og kýr og geitur, heldur skýtur
kameldýram einnig upp í verkum
hans. Listamaðurinn er ákafur
ferðamaður og býr bæði í New
York og Lucca á Ítalíu, auk þess
sem hann er enn tengdur fæðing-
arstað sínum í Senta í Sviss. Á
námsáram í París og Róm starfaði
hann meðal annars með götuleik-
hópum og kannski stafar leiki’ænt
sprell hans frá þeim kynnum.
Það stafar rólegri íhugun, natni
og vangaveltum frá verkum Vitals,
bæði hvað efni og form varðar og
þessi gildi komast vel til skila í
heillandi rými sýningarskálans í
Málmey.
Þéttleiki efnisins
Myndir Mánnikkös hafa víða
vakið athygli undanfarin ár þar
sem þær hafa verið sýndar, hvort
sem er í Kaupmanna- /
höfn, Brassel,
Múnchen eða Frank-
furt. Líkt og Vital sækir
ljósmyndarinn hugmyndir
til upprana síns í Norður-
Finnlandi, en hann gerir
snöggtum meira en að
velta náttúranni fyrir sér,
því fólkið og lífíð þar er
aðaluppistaðan í verkum
hans. En myndir hans
bera með sér að hann
drepur ekki bara niður
fæti þarna til að horfa á
og mynda fólk, heldur
gefur sér tíma til að vera
með og vera hluti af lífínu
þama. Fólkið á myndum
hans horfir á hann fullt af
trúnaðartrausti eins og að-
eins er horft á heimamenn,
ekki gesti og gangandi.
Myndir Mánnikkö líta helst
út eins og ljósmyndaranum
hafi skyndilega dottið í hug að
festa á filmu lífið í kringum sig,
ekki til að sýna stórborgarbúum
skrýtið fólk á skrýtnum stað,
heldur til að myndfesta þetta líf
fyrir sig sjálfan. Það er aðeins við
nánari fræðilega athugun sem
skoðandinn getur sannfærst um að
myndbygging og litir ganga upp á
glæsilegan hátt. Það fyrsta sem
leitar á er umhverfið og fólkið og
löngun til að kynnast því nánar við
að sjá sem flestar myndir.
Meðal mynda Mánnikkö bregður
fyrir landslagsmyndum, myndum
af tómum vistaveram og nokkram
mönnum saman í hóp, en á lang-
flestum myndunum er aðeins einn
maður og nánasta umhverfi hans,
oft svefnherbergi eða eldhús.
Myndirnar heita allar aðeins stað-
arheitunum og með þeim er ártalið.
Þetta efnisval beinir athyglinni að
einstaklingunum, þar sem lands-
lags- og vistarveramyndir draga
enn frekar athyglina að þeim með
því að bregða frekara ljósi á fólkið,
líf þess og umhverfí. Mánnikkö
notast við litmyndir og myndir
hans era ekki fyrst og fremst form,
sem fagurkerinn liggur yfir, held-
ur vekja þær forvitni og laða
skoðandann að þeim
aftur og aftur, því
lengi má skoða og
V finna þó alltaf eitthvað
nýtt. Myndirnar era ríku-
leg heimild um lífið og fólk-
ið, sem eðlisfræðihugtök
i ; eins og „þéttleiki efnsins"
lýsa vel. Myndirnar eru ein-
faldlega ótæmandi upp-
spretta athugunarefna.
Rammarnir undirstrika
enn frekar að tilgangur-
inn er ekki fagurfræðileg
í fullkomnun, því
Mánnikkö notast við
gamla og slitna ramma,
sem ekki uppfylla neinar
kröfur um stæl og
smarta hönnun. Mynd-
unum raðar hann upp
þétt saman, svo þær
mynda raðir, en mynd-
h-nar era misstórar og á
engan hátt látnar lúta
ffagurfræðilegum
reglum. Þær era bara
þarna eins og best fer
á, en ekki skorinn af
hæll hér og tá þar til að
láta þær falla saman.
: Sýning tvímenning-
anna í sýningarskálan-
f um í Málmey dregur
bæði fram heillandi
| möguleika rýmisins þama
og er efnislega sterk, því
verk þeirra vísa í svo ólík-
ar áttir og höfða til
óskyldra skynjana að skoð-
andinn getur ekki annað en
horfið á braut ríkulega
nærður til langs tíma.
NOT Vital: Gipsafsteypa
af kálfi; Síðdegi Nijinskys