Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 40
4P FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Húsbréf Útdráttur húsbréfa Hafa skal það sem sannara reynist Nú hefur fariö fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 17. útdráttur 4. flokki 1994 - 10. útdráttur 2. flokki 1995 - 8. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1998. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. Ú&2 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS J HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900 Hljómborðsleikur Tónskóli Guðmundar kynnir nýja kennslubók Hljómborðsleikur er nó begar notuð við tónlistarkennslu víða um land. Markviss hljúmborðskennsla Tvær leiðir: |vikna námskeið íyrir börn og unglinga, byrjendur eða ekki byrjendur. Allskonar skemmtilegheit eru * með á námskeiðinu svo það er bara að henda sér af stað. ■Jvikna námskeið fyrir fullorðna þar sem markmiðið er kynning á þeim aðferðum sem í bókinni felast og stuðningur til sjálfsnáms. AUar upplýsingar í síma 5678150 Opið um helgina - námskeiðin hefjast.á mánudag. ^*’Tónskóli Guðmundar Hagaseli 15 Guðmundur Haukur, skólastjóri og höfundur bókarinnar. T0NSK0LI ili i Blað allra landsmanna! -kjarni málsins! GUNNAR Guðmundsson skrif- ar grein í Morgunblaðið 8. janúar 1998 undir fyrirsögninni „Dags- brún og Framsókn - hagsmunafé- lag þaulsetinna valdhafa.” Þar tjáir Gunnar sig í fyrsta sinn um lög Dagsbrúnar og Framsóknar - stéttarfélags, sem þó hafa veríð lengi í smíðum. Greinin einkennist af neikvæðni í garð nýju laganna. Hann dregur upp ranga og mjög ósanngjama mynd af öllu starfi Dagsbrúnar og Framsóknar að lagabreytingunum. Er vandséð hvaða tilgangi grein hans þjónar. Ekki verður komist hjá að svara helstu efnisatriðum, leiðrétta rang- færslur og skýra út hvernig staðið var að lagabreytingum Dagsbrún- ar og Framsóknar. Laganefnd Dagsbrúnar og Framsóknar hefur á undanfórnum tveimur árum unnið að lagabreyt- ingum félaganna og síðan að lögum hins nýja félags, sem stofnað var 6. desember 1997. Lög Dagsbrúnar höfðu ekki tekið breytingum í nær- fellt hálfa öld og lög Framsóknar verið óbreytt í langan tíma. Laga- nefnd félaganna Iagði sig fram um að vanda vel til verka og tók meðal annars mið af lögum fjölmargra annarra stéttarfélaga, fyrirmynd- arlögum ASÍ og lögum um kosn- ingar til Alþingis. Nefndin hélt á þriðja tug funda og kynnti jafn- harðan gang vei’ksins fyrir félags- mönnum. Röng og villandi mynd Af grein Gunnars gætu lesendur Morgunblaðsins ráðið að laga- breytingarnar hefðu hvorki verið almennilega kynntar né fengið lýð- ræðislega umfjöllun í stofnunum félaganna og meðal félagsmanna. Þá má ráða af greininni að ekki hafi verið staðið rétt að afgreiðslu lagabreytinganna. Þetta er alröng Lög Dagsbrúnar og Framsóknar hafa verið færð í nútímalegt horf, segir laganefnd hins sameinaða félags, og þau eru í anda lýðræðis og jafnréttissjónar- miða. mynd. Lagabreytingarnar voru stöðugt til kynningar veturinn 1996-97 og á fundum félagsins síð- astliðið vor og haust og við af- greiðslu lagabreytinganna. Fjöl- mörg tækifæri gáfust til að koma að athugasemdum og breytingar- tillögum. Frumvörp til laga félaganna voru lögð fyrir aðalfundi félaganna, aðalfund Dagsbrúnar 30. apríl 1997, framhaldsaðalfund 30. maí 1997, fjölda stjórnarfunda, trúnað- arráðsfund 9. október 1997 og fyrir félagsfund 17. október 1997. Trún- aðarráð félagsins ákvað 6. nóvem- ber 1997 að mæla með samþykkt laganna. Þau voru lögð fyiár stjórnarfundi og síðan aðalfund Framsóknar 6. maí 1997 og fram- haldsaðalfund 24. nóvember. Miklar umræður um lögin Á aðalfundi og framhaldsaðal- fundi Dagsbrúnar vorið 1997 urðu miklar umræður um lagafrum- varpið og komu fram fjölmargar athugasemdir og ábendingar um það sem betur mætti fara. Síðast- liðið sumar voru drög að frum- varpi ásamt skýringum í blaði D&F send til allra félagsmanna beggja félaganna og var gefinn kostur á að koma athugsemdum til laganefndar fyrir 1. september 1997 svo hægt væri að vinna úr breytingartillögum fyrir félags- fundi í október og nóvember 1997. Laganefndin fór yfir allar athuga- semdir og breytingartillögur frá aðalfundi og framhaldsaðalfundi. Hún gerði fjölmargar breytingar og tók tillit til margi-a athuga- semda. Nýtt frumvarp lá frammi á skrifstofum félaganna með góðum fyrirvara fyrir félagsfundina þar sem lögin voru tekin til afgreiðslu í haust. Það er því með ólíkindum að gefa í skyn að lagabreytingarnar hafi ekki fengið nægilega umfjöli- un. Fullyrðing Gunnars um að „lagátillögurnar hafa verið ræddar á tveimur félagsfundum sem boðað var til að kvöldlagi í sal sem rúmaði vart fleiri en 100 manns“ er dæmi um þá röngu mynd sem verið er að draga upp. Gunnar getur fengið það staðfest hjá Kiwanishúsinu að fundarsalur sá sem Dagsbrún not- aði að jafnaði tekur auðveldlega 250 manns í sæti við borð og 300 manns geta vel rúmast í salnum. Og hvað er athugavert við það að halda fund að kvöldlagi? Samkvæmt eldri lögum Dags- brúnar þurfti tvo félagsfundi og allsherjaratkvæðagreiðslu til að breyta lögunum. Fjallað var um lögin á aðalfundi og framhaldsaðal- fundi í vor. Allar beinar tillögur sem fram komu á fundunum voru skráðar niður og tók laganefndin afstöðu til þeirra. Það var því ekki „undir hælinn lagt hvaða breyting- artillögur fengju afgreiðslu félags- fundar“ eins og segir í grein Gunn- ars Guðmundssonar heldur komu allar löglega fram bornar tillögur til afgreiðslu. Þær breytingartillögur sem laganefndin tók ekki tillit til voru allar bornar upp en felldar með yf- irgnæfandi meirihluta atkvæða á félagsfundi Dagsbi-únar 17. októ- ber. Trúnaðarráð Dagsbrúnar mælti með lögunum með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. Loks var lagafrumvarpið sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í allsherjaratkvæða- greiðslu hjá Dagsbrún og einróma samþykkt hjá Framsókn. Síðan voru lögin formlega staðfest á stofnfundi hins nýja félags 6. des- ember 1997. Gagnrýni Gunnars um málsmeð- ferð er því vægast sagt illskiljan- leg. Áhrifin verða ekki efld með óbreyttum ákvæðum Mikiil misskilningur kemur fram hjá Gunnari Guðmundssyni varðandi áhrif valdastofnana fé- lagsins í nýjum lögum Dagsbrúnar og Framsóknar - stéttarfélags. Hann segir að „megineinkenni Skrifstofutækni Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrifstofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggisí að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: ■ Handfært bókhald ■ Tölvugrunnur ■ Ritvinnsla ■ Töflureiknir ■ Verslunarreikningur ■ Glærugerð ■ Mannleg samskipti ■ Tölvubókhald ■ Internet ■ Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíðar Mig langaði að vera vel samkeppnisfær ( öllum almennum skrifstofustörfum og eftir vandlega umhugsun valdi ég Tölvuskóla íslands. Þar bætti ég kunnáttuna I Word- ritvinnslu og Exceltöflureikni og lærði hand- og tölvufært bókhald, glærugerð, verslunarreikning ásamt undirstöðuatriðum I mannlegum samskiptum og Interneti. Námið er var vel skipulagt og kennsla frábær. Kennt var 3 kvöld I viku i 4 mánuði og enginn heimalærdómur. Nú finnst mér ég vera fær í flestan sjól OlI nómsgögn innifalin 1| Tölvuskóli íslands Bíldshöfða 18 Sími 567-1466 Guðrún Skúladóttir, deildarstjóri, iðnaðar- og viöskiptaráðuneyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.