Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 11. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR15. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þolinmæði Bandaríkjamanna „á þrotum“ • • Oryggisráðið fordæmir Iraksstjórn Sameinuðu þjóðunum, Washington, Bagdad. Reuters. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SP) fordæmdi í gær þá ákvörðun íraka að stöðva vopnaeftirlit undir stjóm Bandaríkjamannsins Scotts Ritters, sagði hana óviðunandi og ganga í berhögg við fyrri ályktanir ráðsins. Öryggisráðið samþykkti útvatnaða útgáfu af ályktunardrögum Bandaríkjastjórnar en lýst var yfir fullum stuðningi við Richard Butler, formann vopnaeftirlitsnefndarinnar í írak, sem hyggst ræða deiluna við íraska ráðamenn í Bagdad á mánudag. í ályktuninni er írökum ekki hótað refsiaðgerðum. Vísað er þó til hvassari ályktunar frá 29. októ- ber þar sem öryggisráðið for- dæmdi þá ákvörðun íraka að banna Bandaríkjamönnum að taka þátt í eftirlitinu og varaði við því að hún gæti haft alvarlegar afleið- ingar fyrir Irak. „Þetta er mjög skýr og sterk yfirlýsing," sagði Butler. Mike McCurry, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að Banda- ríkjamenn vildu leysa deiluna með friðsamlegum hætti en gaf til kynna að þolinmæði þeirra væri að bresta. Hann áréttaði að Banda- ríkjastjórn útilokaði ekki þann möguleika að beita hervaldi ef Irakar yrðu ekki við kröfum Sam- einuðu þjóðanna. Rússar andvígir hernaðaraðgerðum Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, hefur skýrt Mad- eleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, frá því að Rússar séu algjörlega andvígir því að Bandaríkjamenn beiti hervaldi í Irak, að sögn Valerís Nesterúshk- ín, talsmanns rússneska utanríkis- ráðuneytisins í gær. ■ Forðast ekki deilur/24 Reuters Æfing á Tævan TÆVANSKIR hermenn æfðu viðbrögð við óeirðum í borginni Tainan í gær. Tævanar hafa undanfarin ár verið að auka herstyrk sinn vegna endurnýjunar sem orðið hefur í her Kína. „Við teljum að öll vandamál, sem tengjast starfi eftirlitsnefndarinn- ar beri að leysa með viðræðum," sagði Nesterúshkín. Hann bætti við að Rússar hygðust halda áfram að reyna að miðla málum með við- ræðum við stjórnvöld í Irak og ríkjum sem eiga fastafulltrúa í ör- yggisráðinu. Fangar notaðir sem tilraunadýr? Richard Butler sagði í gær að hópur eftirlitsmanna hefði rann- sakað hvort Irakar hefðu notað fanga við tilraunir á sýklavopnum en ekki fundið nein gögn um slíkt við leit á mánudag. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra íraks, neitaði því að írakar hefðu notað fanga sem tilraunadýr. „Þetta er ein af þeim lygum sem notaðar hafa verið sem átylla til að ráðast inn í höfuðstöðvar eða útibú öryggisstofnana," sagði hann. Irakar héldu í gær áfram að hindra eftirlitsstörf hóps undir stjórn Scotts Ritters, sem þeir saka um njósnir. Tveimur öðrum eftirlitshópum var þó leyft að starfa. V esturbakkinn Stór svæði „ekki til umræðu“ Jerúsalem, Washington. Reuters. ÍSRAELSSTJÓRN samþykkti í gær að láta ekki af hendi í neinum samn- ingum við Palestínumenn stór svæði á Vesturbakkanum. Brugðust Pal- estínumenn við með því að hvetja Bill Clinton, forseta Bandai-íkjanna, til þess að koma í veg fyrir að friðar- umleitann- færu endanlega út um þúfur. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðhena Israels, mun eiga fund með Ciinton í Washinton eftir tæpa viku þar sem þeir munu ræða frekar brottflutning herliðs Israela frá Vesturbakkanum. Stjórnin sam- þykkti í gær átta lauslega skilgreind svæði sem Netanyahu hefur sagt vera grundvallaratriði fyrir „þjóðar- hagsmuni" Israela og þurfa að liggja fyrir áður en gengið verði til frekari samninga. Meðal þess sem Israelar segjast ekki munu gefa eftir eru svonefnd öryggissvæði austast og vestast á Vesturbakkanum og umhverfis Jer- úsalem. Ennfremur landnámssvæði gyðinga og hernaðarlega mikilvægir staðir, auk svæða sem eru mikilvæg vegna vatns, sögulegra minja og væntanlegra samgönguæða. Bandaríkjamenn lýsa furðu sinni „Netanyahu er ákveðinn í að spilla friðarumleitunum og ég held að nú sé kominn tími til að Clinton og [Madel- eine] Albright [utanríkisráðherra Bandaríkjanna] segi honum að nú sé nóg komið,“ sagði Saeb Erekat, aðal- samningafulltrúi Palestínumanna. Forsætisráðherrann neitaði því að Israelar hefðu með þessari sam- þykkt sett Palestínumönnum úrslita- kosti. Bandarískir embættismenn lýstu í gær furðu sinni á ákvörðun Israelsstjórnar og sögðu að hún myndi ekki gera Bandaríkjamönnum auðveldara um vik að koma friðar- umleitunum á skrið. Alsírstjórn hafnar komu ESB-nefndar Algeirsborg. Reuters. Reuters Enwright jarðaður GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, var meðal þein-a sem báru Terry Enwright til grafar í Belfast í gær. Öfgasinnaðir fylgismenn breskra yf- irráða á N-írlandi skutu E nwright til bana á sunnudagsmorgun, en hann var eiginmaður frænku Adams. Þúsundir manna tóku þátt í líkfylgd- inni og enn fleiri fylgdust með er kista Enwrights var borin frá heimili hans til kirkju. Hann er fjórða fórn- arlamb átakanna á N-írlandi frá því um jól, en öfgasinnar hafa beitt sér gegn friðarumleitunum. STJORNVOLD í Alsír tilkynntu í gær, að sendinefnd frá Evrópu- sambandinu, ESB, fengi ekki að koma til landsins en hún ætlaði að afla sér upplýsinga um fjöldamorð- in í landinu. ESB lýsti í gær von- brigðum með þessa ákvörðun en talsmaður íslömsku frelsisfylking- arinnar, FIS, sem bönnuð er í Alsír, fordæmdi hana og sagði, að alsírska ríkisstjórnin væri augljós- lega að reyna að vinna sér tíma. Ahmed Attaf, utanríkisráðherra Alsírs, sagði á blaðamannafundi í Algeirsborg í gær, að fyrirhuguð heimsókn ESB-nefndarinnar væri „óviðeigandi“ og því yi’ði ekkert af henni. Sagði hann, að nefndin væri aðeins skipuð þremur ráðuneytis- stjórum og hefði því ekkert umboð til eiginlegra viðræðna. „Samt sem áður er farið fram á það við okkur, Talsmaður FIS segir stjórnina vera „ráðalausa“ að ráðherrar ræði við nefndina," sagði Attaf. Óánægð með stuðning ESB Alsírstjórn kennir íslömskum öfgamönnum um morðin í landinu en Attaf sagði, að ESB-ríkin væru hikandi í að hjálpa henni í barátt- unni við hryðjuverkamenn. Af þeim sökum meðal annai-s hefði koma nefndarinnar verið mark- laus. Breskur embættismaður sagði í London í gær, að ákvörðun Alsír- stjórnar ylli vonbrigðum en ástandið í landinu yi’ði rætt á fundi utanríkisráðherra ESB 26. þessa mánaðar. Bretar eru nú í forsæti í sambandinu. „Þeir eru ráðalausir og eru að reyna að vinna tíma,“ sagði Abdelkarim Ouldadda, talsmaður FIS erlendis, í Brussel í gær. Fyrr um daginn bárust fréttir um, að einn af leiðtogum FIS, Abdelkader Hachani, hefði verið handtekinn í Algeirsborg. Fyrir nokkrum dög- um skoraði hann á vestræn ríki að fá alsírsku ríkisstjórnina til við- ræðna við FIS og lagði til, að hald- in yrði ráðstefna um þjóðarsátt. Rafik al-Hariri, forsætisráð- herra Líbanons, sagði í gær, að stjórn sín væri að reyna að fá önn- ur arabaríki í lið með sér í því skyni að binda enda á óöldina í Alsír. Losað verði um bann Strassborg. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evi’ópusambandsins (ESB) samþykkti í gær tillögu um að losa um bann sem sett var við útflutningi á bresku nautakjöti 1996 vegna kúariðu. Tillagan miðar að þvi að heimila takmarkaðan útflutn- ing frá Norður-írlandi einu en þar er tölvustýrður gagna- banki notaður til að fylgjast með ferðum nautgripa. Tillagan verður rædd á fundi fastanefndar dýralækna á vegum ESB í næstu viku, en ekki er vænst ákvörðunar yfir- dýralækna aðildarríkja sam- bandsins á næstunni. Þá er talið líklegt að tillögunni verði vísað til fundar landbúnaðar- ráðherra ríkjanna í næsta mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.