Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 53 1 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR KFUM í Reykja- vík senn 100 ára I „Verið minnugir leið- toga ykkar, sem Guðs orð hafa til yðar talað. Virðið fyrir yður hvernig ævi þeiiTa lauk, og líkið eftir trú þeirra" (Hebr.l3:7). SKERIÐ upp herör. Svo nefndi séra Friðrik Friðriksson ræðu er hann hélt yfír eldri drengjunum sínum í KFUM 30. nóvember 1916 við inngöngu 24 nýrra félaga í aðaldeild félagsins. Ræða þessi vakti svo mikla athygli að nokkrir félagsmenn gáfu hana út sérprent- aða á sinn kostnað. Herör þessi hef- ur ekki gleymt hinum elstu í félag- inu og nú hefur verið ákveðið að endurflytja hana á fyrsta AD-fundi í félaginu í ár 15. þessa mánaðar en það er 100. starfsár KFUM í Reykjavík sem séra Friðrik stofn- aði í janúarbyrjun 1899. Þremur af eldri drengjum séra Friðriks hefur verið falið að annast þennan fund og þykir þeim vel við- eigandi og tímabært að þessi eld- lega, sígilda ræða verði flutt yfir fé- lagsmönnum ársins 1998 en í henni segir m.a.: „Nú kveður herlúður Krists við og KFUM er sent út til þess að skera upp herör og safna liði, heilögu sjálfboðaliði. Nú ríður á að sá eldmóður grípi unga menn sem virkilega vilja standa Krists megin ...“ Og í ávarpinu yfir hin- SÉRA Friðrik Friðriksson um 24 nýju félags- mönnum sagði þessi einstaki leiðtogi: „Já, ef vér sem eigum heima í KFUM getum orðið svo fúsir á að gefa hjartablóð vort og svo brennandi í andanum þá er fátt ómögulegt. Þá getur KFUM orðið það vald sem hjálpar hinni íslensku kirkju í nauðum, sú hjálparstoð þar sem ungir menn eignast hina dýrmætu aðstoð til að berjast hinni góðu baráttu ...“ Og það varð, því fjöl- margir þeirra drengja sem séra Friðrik flutti fagnaðarer- indið, leiddi til trúar á lifandi Guð, brýndi og hvatti til dáða með öllum hætti, þeir hafa á þessari öld orðið áhrifamiklir í íslensku kirkjunni bæði sem þjónandi prestar og leik- menn í stjórnum og margvíslegu starfi safnaðanna víða um landið. Svo þyrfti nú enn að verða því oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn - eins og allir vita sem vita vilja. Allir félagsmenn KFUM eru hvattir til að koma á þennan fyrsta fund Aðaldeildarinnar í ár 15. janú- ar kl. 20.30 nú á þessu hundraðasta starfsárinu. En allir karlmenn 17 ára og eldri eru einnig velkomnir til að kynnast félaginu og þeim anda sem þar hefur svifið yfir vötnum í nær heila öld. (Fréttatilkynning) * Læknafélag Islands 80 ára Facette fatahönnun FACETTE fatahönnun er nú haldin í þriðja skipti. Að þessu sinni verður úrslitakeppnin haldin í Ingólfscafé laugardaginn 17. jan- úar. Sýningin hefst kl. 24 og er hún opin almenningi. Páll Óskar verður með „Club Show“ og syngur nokkur lög á meðan dómnefndin ræður ráðum sínum ásamt því að hljómsveitin Casino leikur í hanastélinu og svo allt kvöldið á efri hæðinni. í fréttatilkynningu segir að Facette fatahönnun sé ætlað að örva sköpunaráhuga ungs fólks í fataiðnaði og hjálpa því að koma hugmyndum sínum á framfæri. Keppnin sé á vegum Völusteins og Vogue sem standi árlega að þess- ari keppni. Vinningar í keppninni eru Husqvama tölvusaumavél, stillanleg fatagína og efnisúttektir í Vogue. Milli 60 og 70 umsóknir bárust í keppnina að þessu sinni og fara 15 þeirra í úrslit á lokasýningunni. Til kynningar á keppninni var bú- inn til sýningarhópur með dönsur- um og búningar hannaðir af nem- um í Iðnskólanum. Sýningar voru settar upp í nokkrum framhalds- skólum í Reykjavík og Akureyri þar sem þátttökuumsóknum var dreift. Gagnrýna skip- an stjórnar Fjárfestinga- bankans KVENNALISTAKONUR vilja vekja athygli á skipan stjórnar Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Stjórn bankans skipa: Þorsteinn Ólafsson, Magnús Gunnarsson, Sigurður Einarsson, Sveinn Hannesson og Örn Gústafsson. I fréttatilkynningu frá Kvenna- listanum segir: „Iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra skipa hvor sinn mann og einn sameigin- legan, iðnaðurinn og sjávarútveg- urinn skipa hvor sinn mann. Þessi skipan mála í nýstofnuð- um ríkisbanka getur ekki talist í samræmi við yfirlýsta stefnu rík- isstjórnarinnar en markmið henn- ar er að „sýna fordæmi og eiga frumkvæði að aðgerðum til að auka jafnrétti kynjanna" (sbr. framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna sem hefur ver- ið í vinnslu um langt skeið). Ríkisstjórnin hefur hér látið sér úr greipum ganga frábært tæki- færi til að sýna þennan vilja í verki en konur eru í miklum minnihluta þeirra sem stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar". Fyrirlestur um hamingjuna SÓLSTÖÐUHÓPURINN er nú að hefja sitt 4. starfsár með fyrir- lestraröð í Norræna húsinu. Verð- ur fyrsti fyririesturinn laugardag- inn 17. janúar. Hefst hann kl. 14 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangseyrir 700 kr. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Að höndla hamingjuna og hann flytja þau Inga Stefánsdóttir og Sigurður Ragnarsson, sálfræðing- ar. í fréttatilkynningu segir: „í þessum fyrirlestri munu þau Inga og Sigurður velta fyrir sér ýmsum spumingum eins og t.d. þessum: Hvað er hamingja? Er hægt að mæla hamingu? Er hún öllum ætl- uð? Getum við haft áhrif á ham- ingju okkar og þá með hvaða hætti? Er hamingjan ákveðið ástand? Er hamingja stundarfyr- irbrigði?" LEIÐRÉTT Örþrifaráð að láta nemendur sitja eftir heilan vetur í VIÐTALI við Ragnheiði Briem íslenskukennara í MR í þriðju- dagsblaðinu 13. janúar er ofsögum sagt af skoðun hennar í undirfyr- irsögn, sem var „Skipta á nem- endum í bekki eftir getu en ekki aldri“. I viðtalinu taldi hún það ör- þrifaráð að láta nemendur sitja eftir heilan vetur, benti á að til væru aðferðir til að koma í veg fyrir slíkt og nefndi dæmi um ráð við því. Ragnheiður er beðin af- sökunar á ýktri undirfyrirsögn sem varpar ekki ljósi á skoðun hennar. Minningargrein í BLAÐINU í gær misritaðist nafn Ijóðahöfundar í minningar- gi-ein um Hildi Magnúsdóttur. Höfundurinn heitir Ingibjörg Þor- geirsdóttir. Ekki fyrstir íslandsflug er ekki fyrsta íslenska flugfélagið til að stunda innan- landsflug erlendis líkt og haldið var fram í Morgunblaðinu í gær. Flugleiðir tóku á árum áður að sér verkefni í innanlandsflugi víða um heim, m.a. á Grænlandi, í Sviþjóð, Danmörku, Guatemala, Nígeríu og Líbýu svo dæmi séu nefnd. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu um leið og þessari leiðréttingu er komið á framfæri. ■ OPINN fundur með frambjóð- endum Alþýðuflokksins í próf- kjöri Reykjavíkurlistans fyrir komandi borgarstjórakosningar verður haldinn föstudagskvöldið 16. janúar kl. 21 á Hverfisgötu 8-10. Allir velkomnir. 3 LÆKNAFÉLAG íslands, sem er heildarsamtök íslenskra lækna, var stofnað þann 14. janúar 1918 og voru stofnfélagar 62. „íbúar lands- ins voru þá 92 þúsund og voru því tæplega 1500 íbúar á hvern þeirra. Fyrsti formaður félagsins var Guð- mundur Hannesson prófessor. Eitt af fyrstu baráttumálum félagsins, eins og segir í annálum, var „að beita sér fyrir hækkun á ferðataxta og gjaldskrá" sem þá var ákveðin af Alþingi," segir í fréttatilkynningu frá Læknafélaginu. „Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn á sal Menntaskólans í Reykjavík, settur 1. júlí árið 1919. Aðalfundurinn stóð í 5 daga og voru mættir 32 læknar. Talsvert bar á því fyrstu árin að læknar ættu ekki heimangengt úr læknishéruðum á fundi vegna mikilla anna. Innan Læknafélags íslands eru starfandi Félag ungra lækna, Félag íslenskra heimilislækna ásamt 9 svæðafélögum og er Læknafélag Reykjavíkur þar fjölmennast. Þá eru starfandi mörg sjálfstæð sér- greinafélög lækna. Á vegum félags- ins eru starfandi fjölmargar nefndir og ráð sem sjá um einstaka þætti í innra starfi félagsins. „Helstu baráttumál félagsins Dagskrá vikunnar stækkar upplagið ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka upp- lag og dreifingu á ritinu Dagskrá vikunnar í 72.500 eintök. Dreifing verður inn á 75% heimila landsins á hálfs mánaðar fresti, segir í fréttatil- kynningu. Framvegis verður ritinu dreift inn á hvert heimili í Borgarnesi, Akra- nesi, Vogum, Njarðvík, Keflavík, Garði, Sandgerði, Höfnum, Grinda- vík, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hveragerði og Selfossi til viðbótar þeim stöðum sem áður hefur verið dreift á. gegnum tíðina hafa verið ýmis stétt- armál, kjaramál og sívaxandi um- ræða um fagleg og siðfræðileg mál- efni. Læknar á íslandi eru nú um 1000. Starfandi læknar eru 900 epa um 300 íbúar á starfandi lækni. Is- lenskir læknar erlendis eru hins vegar fast að 500. Starfsmenn félagsins eru 8 að tölu að meðtöldum starfsmönnum Læknablaðsins og Lífeyrisjóðs lækna. Formaður læknafélags Is- lands er Guðmundur Bjömsson læknir og framkvæmdastjóri Páll Þórðarson lögfræðingur," segir þar ennfremur. Gœðavara Gjaíavdia — matai og kaífislell. Heim Allir verðílokkar. ^ m.a. ( VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Verðlaunagetraun á vefsíðu www.islandia.is/kerfisthoun KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.isiandia.is/kerlisthroun InFocus' 3M Við rýmum til fyrir nýrri vöru og seljum nokkra rafeindavarpa og glærur (sýningartæki) með verulegum afslætti næstu daga. Tækin sem um ræðir eru m.a. eftirtalin: Raf Bindaglærur InFocus PB 550 InFocus PB 3600 3M 6650 Tækin eru öll f fyrsta flokks ástandi og með 1 árs ábyrgð. Nánari upplýsingar gefa Sveinn og Kolbeinn í síma 569 7700 á skrifstofutíma. 300 Ansi lumen 640 x 480 kr. 215.000 300 Ansi lumen 800 x 600 kr. 250.000 300 Ansi lumen 640 x 480 kr. 250.000 Fyrir tölvur/videó 640 x 480 kr. 160.000 Fyrir tölvur 640 x 480 kr. 100.000 Fyrir tölvur/videó 800 x 600 kr. 325.000 NÝHERJI Skipholt 37 -105 RBykjavIk Simi: 569 7600 - Fax: 569 7629 http://www.nyherji.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.