Morgunblaðið - 15.01.1998, Síða 53

Morgunblaðið - 15.01.1998, Síða 53
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 53 1 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR KFUM í Reykja- vík senn 100 ára I „Verið minnugir leið- toga ykkar, sem Guðs orð hafa til yðar talað. Virðið fyrir yður hvernig ævi þeiiTa lauk, og líkið eftir trú þeirra" (Hebr.l3:7). SKERIÐ upp herör. Svo nefndi séra Friðrik Friðriksson ræðu er hann hélt yfír eldri drengjunum sínum í KFUM 30. nóvember 1916 við inngöngu 24 nýrra félaga í aðaldeild félagsins. Ræða þessi vakti svo mikla athygli að nokkrir félagsmenn gáfu hana út sérprent- aða á sinn kostnað. Herör þessi hef- ur ekki gleymt hinum elstu í félag- inu og nú hefur verið ákveðið að endurflytja hana á fyrsta AD-fundi í félaginu í ár 15. þessa mánaðar en það er 100. starfsár KFUM í Reykjavík sem séra Friðrik stofn- aði í janúarbyrjun 1899. Þremur af eldri drengjum séra Friðriks hefur verið falið að annast þennan fund og þykir þeim vel við- eigandi og tímabært að þessi eld- lega, sígilda ræða verði flutt yfir fé- lagsmönnum ársins 1998 en í henni segir m.a.: „Nú kveður herlúður Krists við og KFUM er sent út til þess að skera upp herör og safna liði, heilögu sjálfboðaliði. Nú ríður á að sá eldmóður grípi unga menn sem virkilega vilja standa Krists megin ...“ Og í ávarpinu yfir hin- SÉRA Friðrik Friðriksson um 24 nýju félags- mönnum sagði þessi einstaki leiðtogi: „Já, ef vér sem eigum heima í KFUM getum orðið svo fúsir á að gefa hjartablóð vort og svo brennandi í andanum þá er fátt ómögulegt. Þá getur KFUM orðið það vald sem hjálpar hinni íslensku kirkju í nauðum, sú hjálparstoð þar sem ungir menn eignast hina dýrmætu aðstoð til að berjast hinni góðu baráttu ...“ Og það varð, því fjöl- margir þeirra drengja sem séra Friðrik flutti fagnaðarer- indið, leiddi til trúar á lifandi Guð, brýndi og hvatti til dáða með öllum hætti, þeir hafa á þessari öld orðið áhrifamiklir í íslensku kirkjunni bæði sem þjónandi prestar og leik- menn í stjórnum og margvíslegu starfi safnaðanna víða um landið. Svo þyrfti nú enn að verða því oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn - eins og allir vita sem vita vilja. Allir félagsmenn KFUM eru hvattir til að koma á þennan fyrsta fund Aðaldeildarinnar í ár 15. janú- ar kl. 20.30 nú á þessu hundraðasta starfsárinu. En allir karlmenn 17 ára og eldri eru einnig velkomnir til að kynnast félaginu og þeim anda sem þar hefur svifið yfir vötnum í nær heila öld. (Fréttatilkynning) * Læknafélag Islands 80 ára Facette fatahönnun FACETTE fatahönnun er nú haldin í þriðja skipti. Að þessu sinni verður úrslitakeppnin haldin í Ingólfscafé laugardaginn 17. jan- úar. Sýningin hefst kl. 24 og er hún opin almenningi. Páll Óskar verður með „Club Show“ og syngur nokkur lög á meðan dómnefndin ræður ráðum sínum ásamt því að hljómsveitin Casino leikur í hanastélinu og svo allt kvöldið á efri hæðinni. í fréttatilkynningu segir að Facette fatahönnun sé ætlað að örva sköpunaráhuga ungs fólks í fataiðnaði og hjálpa því að koma hugmyndum sínum á framfæri. Keppnin sé á vegum Völusteins og Vogue sem standi árlega að þess- ari keppni. Vinningar í keppninni eru Husqvama tölvusaumavél, stillanleg fatagína og efnisúttektir í Vogue. Milli 60 og 70 umsóknir bárust í keppnina að þessu sinni og fara 15 þeirra í úrslit á lokasýningunni. Til kynningar á keppninni var bú- inn til sýningarhópur með dönsur- um og búningar hannaðir af nem- um í Iðnskólanum. Sýningar voru settar upp í nokkrum framhalds- skólum í Reykjavík og Akureyri þar sem þátttökuumsóknum var dreift. Gagnrýna skip- an stjórnar Fjárfestinga- bankans KVENNALISTAKONUR vilja vekja athygli á skipan stjórnar Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Stjórn bankans skipa: Þorsteinn Ólafsson, Magnús Gunnarsson, Sigurður Einarsson, Sveinn Hannesson og Örn Gústafsson. I fréttatilkynningu frá Kvenna- listanum segir: „Iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra skipa hvor sinn mann og einn sameigin- legan, iðnaðurinn og sjávarútveg- urinn skipa hvor sinn mann. Þessi skipan mála í nýstofnuð- um ríkisbanka getur ekki talist í samræmi við yfirlýsta stefnu rík- isstjórnarinnar en markmið henn- ar er að „sýna fordæmi og eiga frumkvæði að aðgerðum til að auka jafnrétti kynjanna" (sbr. framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna sem hefur ver- ið í vinnslu um langt skeið). Ríkisstjórnin hefur hér látið sér úr greipum ganga frábært tæki- færi til að sýna þennan vilja í verki en konur eru í miklum minnihluta þeirra sem stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar". Fyrirlestur um hamingjuna SÓLSTÖÐUHÓPURINN er nú að hefja sitt 4. starfsár með fyrir- lestraröð í Norræna húsinu. Verð- ur fyrsti fyririesturinn laugardag- inn 17. janúar. Hefst hann kl. 14 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er aðgangseyrir 700 kr. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Að höndla hamingjuna og hann flytja þau Inga Stefánsdóttir og Sigurður Ragnarsson, sálfræðing- ar. í fréttatilkynningu segir: „í þessum fyrirlestri munu þau Inga og Sigurður velta fyrir sér ýmsum spumingum eins og t.d. þessum: Hvað er hamingja? Er hægt að mæla hamingu? Er hún öllum ætl- uð? Getum við haft áhrif á ham- ingju okkar og þá með hvaða hætti? Er hamingjan ákveðið ástand? Er hamingja stundarfyr- irbrigði?" LEIÐRÉTT Örþrifaráð að láta nemendur sitja eftir heilan vetur í VIÐTALI við Ragnheiði Briem íslenskukennara í MR í þriðju- dagsblaðinu 13. janúar er ofsögum sagt af skoðun hennar í undirfyr- irsögn, sem var „Skipta á nem- endum í bekki eftir getu en ekki aldri“. I viðtalinu taldi hún það ör- þrifaráð að láta nemendur sitja eftir heilan vetur, benti á að til væru aðferðir til að koma í veg fyrir slíkt og nefndi dæmi um ráð við því. Ragnheiður er beðin af- sökunar á ýktri undirfyrirsögn sem varpar ekki ljósi á skoðun hennar. Minningargrein í BLAÐINU í gær misritaðist nafn Ijóðahöfundar í minningar- gi-ein um Hildi Magnúsdóttur. Höfundurinn heitir Ingibjörg Þor- geirsdóttir. Ekki fyrstir íslandsflug er ekki fyrsta íslenska flugfélagið til að stunda innan- landsflug erlendis líkt og haldið var fram í Morgunblaðinu í gær. Flugleiðir tóku á árum áður að sér verkefni í innanlandsflugi víða um heim, m.a. á Grænlandi, í Sviþjóð, Danmörku, Guatemala, Nígeríu og Líbýu svo dæmi séu nefnd. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu um leið og þessari leiðréttingu er komið á framfæri. ■ OPINN fundur með frambjóð- endum Alþýðuflokksins í próf- kjöri Reykjavíkurlistans fyrir komandi borgarstjórakosningar verður haldinn föstudagskvöldið 16. janúar kl. 21 á Hverfisgötu 8-10. Allir velkomnir. 3 LÆKNAFÉLAG íslands, sem er heildarsamtök íslenskra lækna, var stofnað þann 14. janúar 1918 og voru stofnfélagar 62. „íbúar lands- ins voru þá 92 þúsund og voru því tæplega 1500 íbúar á hvern þeirra. Fyrsti formaður félagsins var Guð- mundur Hannesson prófessor. Eitt af fyrstu baráttumálum félagsins, eins og segir í annálum, var „að beita sér fyrir hækkun á ferðataxta og gjaldskrá" sem þá var ákveðin af Alþingi," segir í fréttatilkynningu frá Læknafélaginu. „Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn á sal Menntaskólans í Reykjavík, settur 1. júlí árið 1919. Aðalfundurinn stóð í 5 daga og voru mættir 32 læknar. Talsvert bar á því fyrstu árin að læknar ættu ekki heimangengt úr læknishéruðum á fundi vegna mikilla anna. Innan Læknafélags íslands eru starfandi Félag ungra lækna, Félag íslenskra heimilislækna ásamt 9 svæðafélögum og er Læknafélag Reykjavíkur þar fjölmennast. Þá eru starfandi mörg sjálfstæð sér- greinafélög lækna. Á vegum félags- ins eru starfandi fjölmargar nefndir og ráð sem sjá um einstaka þætti í innra starfi félagsins. „Helstu baráttumál félagsins Dagskrá vikunnar stækkar upplagið ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka upp- lag og dreifingu á ritinu Dagskrá vikunnar í 72.500 eintök. Dreifing verður inn á 75% heimila landsins á hálfs mánaðar fresti, segir í fréttatil- kynningu. Framvegis verður ritinu dreift inn á hvert heimili í Borgarnesi, Akra- nesi, Vogum, Njarðvík, Keflavík, Garði, Sandgerði, Höfnum, Grinda- vík, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hveragerði og Selfossi til viðbótar þeim stöðum sem áður hefur verið dreift á. gegnum tíðina hafa verið ýmis stétt- armál, kjaramál og sívaxandi um- ræða um fagleg og siðfræðileg mál- efni. Læknar á íslandi eru nú um 1000. Starfandi læknar eru 900 epa um 300 íbúar á starfandi lækni. Is- lenskir læknar erlendis eru hins vegar fast að 500. Starfsmenn félagsins eru 8 að tölu að meðtöldum starfsmönnum Læknablaðsins og Lífeyrisjóðs lækna. Formaður læknafélags Is- lands er Guðmundur Bjömsson læknir og framkvæmdastjóri Páll Þórðarson lögfræðingur," segir þar ennfremur. Gœðavara Gjaíavdia — matai og kaífislell. Heim Allir verðílokkar. ^ m.a. ( VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Verðlaunagetraun á vefsíðu www.islandia.is/kerfisthoun KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.isiandia.is/kerlisthroun InFocus' 3M Við rýmum til fyrir nýrri vöru og seljum nokkra rafeindavarpa og glærur (sýningartæki) með verulegum afslætti næstu daga. Tækin sem um ræðir eru m.a. eftirtalin: Raf Bindaglærur InFocus PB 550 InFocus PB 3600 3M 6650 Tækin eru öll f fyrsta flokks ástandi og með 1 árs ábyrgð. Nánari upplýsingar gefa Sveinn og Kolbeinn í síma 569 7700 á skrifstofutíma. 300 Ansi lumen 640 x 480 kr. 215.000 300 Ansi lumen 800 x 600 kr. 250.000 300 Ansi lumen 640 x 480 kr. 250.000 Fyrir tölvur/videó 640 x 480 kr. 160.000 Fyrir tölvur 640 x 480 kr. 100.000 Fyrir tölvur/videó 800 x 600 kr. 325.000 NÝHERJI Skipholt 37 -105 RBykjavIk Simi: 569 7600 - Fax: 569 7629 http://www.nyherji.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.