Morgunblaðið - 15.01.1998, Side 20

Morgunblaðið - 15.01.1998, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Ný aukefnareglugerð 39 litarefni leyfð til heimilisnota Þeir sem eru eldri en REYKTUR lax frá Færeyjum innkallaður. vítamínið. Beinbrot við fall þeirra sem hafa beinþynningu kalla á ein dýrustu leguplássin á spítölunum þar sem slík bein eru mjög lengi að gróa. Það liggur því fyrir að vítamínbætt fjörmjólkin henti einkar vel þeim sem eru eldri en 65 ára samkvæmt rannsókninni. I ríki allsnægtanna er meira en fjórðungi matvæla hent Fjögur helstu samtök gegn hungri í Bandaríkjunum í sam- vinnu við landbúnaðarráðuneytið héldu ráðstefnu fyrir stuttu um áætlanir til að bjarga hluta þeirra matvæla sem fara í súginn hjá verslunum, neytendum, mötuneyt- umog veitingastöðum. Árið 1995 töpuðust um 27% af 160 milljóna tonna matvælaforða Bandaríkjamanna, eða um 44 millj- ónir tonna, á þessum stigum mat- vælakeðjunnar. Ætlunin er að auka um 270 hundruð þúsund tonn á ári við það sem þegar tekst að nýta handa þurfalingum, til ársins 2000. Helstu matvælin sem fara forgörðum eru ferskt grænmeti, ávextir, mjólk og kornvara sem var um tveir þriðju hlutar þess sem tapaðist. Ekki var kannað hversu mikið tapaðist eftir uppskeru, við flutning frá bónda til heildsala eða hjá heildsölunum. Matvælaeftirlit Bandaríkjanna stöðvar sölu á gerlamenguðum færeyskum laxi Síðastliðið sumar var bandaríska umboðsaðilanum Marine Market- ing International gert að innkalla reyktan lax frá Sláturvirkinu á Tjorn í Færeyjum að kröfu mat- vælaeftirlits Bandaríkjanna (FDA). Um var að ræða Royal Line Brand, reyktan lax sem mældist með bakteríu sem heitir listeria monocytogenis. Þessi bakt- eríutegund þolir vel frystingu og getur fjölgað sér við kælihitastig. Sýking getur meðal annars valdið snöggu fósturláti eða heilahimnu- bólgu skömmu eftir fæðingu. Eldri borgarar og böm geta skaðast illa af sýkingu. Þessum mengaða laxi var dreift í Kaliforníu og hefur um- boðsaðilinn í Bandaríkjunum greint frá því að öll sendingin hafi verið innkölluð. 65 ára ættu að taka kalk og D-vítamín — saman segir Olafur Sigurðsson matvælafræðingur. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á nauðsyn hormónagjafar til að draga úr beinþynningu eftir tíða- hvörf kvenna. Enn eitt vopnið gegn beinbrotum í hálku hefur komið í ljós því rannsókn sem birtist 4. september í New England Journal of Medicine, sem er eitt virtasta tímarit sinnar tegundar, sýnir og sannar að beinbrot séu færri hjá fólki eldra en 65 ára, sem tekur kalk og D-vítamín saman. Helm- ingur þátttakenda fékk platlyf en hinn hlutinn fékk 500 mg af kalki og 700AE af D-vítamíni í alls þrjú ár. Munurinn var marktækur og þau sem fengu kalk og D-vítamín misstu minna af beinmassanum en hin. Einnig kom í ljós að 13% þeirra sem fengu platlyfið urðu fyrir beinbrotum eða brákuðu bein en þetta kom aðeins fyrir 6% þeirra sem tóku kalkið og Náttúrumeð- al við gigt HEILSUHÚSIÐ hefur tekið í sölu náttúrumeðalið Zinax sem er unnið úr engiferrót og er m.a. ætlað til að lina verki þeirra sem þjást af gigt. í fréttatilkynningu frá Heilsuhúsinu segir að engifer hafi verið notað til að lina verki í vöðvum og liðum í margar aldir og að Zinax sé þróað af dönskum lífefnafræðingi. ÞEIR sem hafa undanfarin ár verið að baka fyrir barnaafmæli eða aðrar veislur hafa rekið sig á að úrvalið af matarlit hefur verið af skornum skammti. Með nýrri aukefnareglu- gerð sem tók gildi í síðustu viku varð breyting á. Leyfilegt var að bjóða til sölu í verslunum sjö litarefni til heimilis- nota en með nýrri aukefnareglu- gerð sem tók gildi síðastliðinn fostudag má selja 39 mismunandi litarefni til heimilisnota. Þeir litir gefa síðan möguleika á enn frekari blöndun. Paul Newton, eigandi verslunarinn- ar Pipar og Salt, hafði snör handtök og pantaði strax til landsins með DHL sextán mismunandi matarliti. Hann segir að litimir séu þykkir og gefi sterkan lit. „Fram til þessa hafa matarlitir hérlendis verið þunnfljótandi en þessir eru þykkir og því auðveldara að blanda þeim Moegunblaðið/Þorkell PAUL Newton, eigandi verslun- arinnar pipar og salt, með sýnis- liorn af þeim sextán mismun- andi matarlitum sem þar fást. saman við skreytingarefni eins og marsípan. Paul segist vera með fimm bláa tóna, þrjá rauða, þrjá græna, svartan lit, brúnan og ýmsa aðra liti. Á næstunni verða matarlit- ir seldir á sérstöku kynningarverði hjá Pipar og Salti eða á 150 krónur glasið og einnig er hægt að fá þá póstsenda.. Pro Viva heilsudrykkur í TILEFNI heilsudaga í Hagkaupi dagana 15.- 22. janúar setur Hagkaup í samvinnu við Sól- Vfking hf. á markaðinn heilsudrykkinn Pro Viva með ávaxtabragði. I fréttatilkynningu frá Hag- kaupi kemur fram að Pro Viva er hafraþykkni sem er gerjað með mjólkursýrugerlum og drykkurinn er síðan bragðbættur með ýmsum ávöxtum. Mjólkursýrugerlar eiga að hindra óæskilega geria í þörmunum og í fréttatilkynningunni kemur fram að Pro Viva henti vel þeim sem þjást af mjólkuróþoli, þeim sem hafa tekið inn sýklalyf og þeim sem þjást af meltingartrufl- unum. Drykkurinn verður seldur í mjólkur- kælum í verslunum Hagkaups meðan á heilsuviku stendur. Kalk og D-vítamín draga úr beinbrotum aldraðra Léttostur Hreinn, með grænmeti eða með sjávarréttum. Frábært tríó á léttu nótunum. Smurostamir eru þægilegt, bragðgott álegg og líka spennandi í ofnrétti og sósur, t.d. meðfiski, pasta eða grænmeti. Það er leikur einn, því fjölbreytt úrval gómsætra léttosta býður sniðuga möguleika og útfærslur. Sannkallaður veisluostur. Léttur og góður með brauði, kexi ogferskum ávöxtum. Kotasæla VfOsTire Lágt fituinnihald ogfáar hitaeiningar! Hrein eða með ananaskurli. ^ Sígild á brauð, hrökkbrauð og kex, í salöt eða ofnrétti. Hefurðu prófað ostateninga í salatið? Þú getur notað hvort sem er 11% eða 17% Gouda til að búa til salat sem erfullkomin, létt máltíð. Einnig fæst sérstakur Salatostur tilbúinn í litlum teningum. Kotasæla 4,5% uft 4,0%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.