Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson BJÖRGVIN Þór Björgvinsson, fþróttamaður KA 1997, með bikar sem fylgir nafnbótinni. / Björgvin Iþrótta- maður KA 1997 BJÖRGVIN Björgvinsson, lands- Iiðsmaður í handknattleik, var kjörinn fþróttamaður KA 1997 og var útnefningin kunngjörð í hófi í KA-heimilinu sl. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Frænkurnar Brynja Hrönn Þor- steinsdóttir og Dagný Linda Kristjánsdóttir höfnuðu í 2. og 3. sæti, en báðar eru þær í fremstu röð íslenskra skíðamanna. Björgvin hefur verið lykilmað- ur í meistaraliði KA undanfarin ár og einnig átt fast sæti í ís- lenska landsliðinu. Hann lék m.a. með Iandsliðinu á heimsmeistara- mótinu í Kumamoto í Japan á ár- inu og stóð sig vel. Björgvin meiddist í landsleik í haust og var frá keppni í nokkurn tíma. Hann hefur nú náð sér og er far- inn að leika með félögum sínum í KA af fullum krafti. Brynja hafnaði í 2. sæti í kjör- inu en hefur lengi verið meðal bestu skíðamanna landsins og varð m.a. tvöfaldur íslandsmeist- ari á síðasta ári. Brynja er í lands- liðshópi íslands og mun keppa á Vetrarólympíuleikunum í Nagano í Japan í næsta mánuði, eftir því sem næst verður komist. Hún er búsett í Oppdal í Noregi og stund- ar þar íþrótt sína og nám. Dagný Linda hafnaði í 3. sæti í kjöriniij en hún varð m.a. fjór- faldur Islandsmeistari á síðasta ári í flokki unglinga og fullorð- inna. Dagný Linda stundar æf- ingar og nám í Geilo í Noregi en hún komst ekki inn á topp-500- listann í nóvember og er því ekki gjaldgeng á Ólympíuleikana að þessu sinni. Flugleiðin Akureyri - Reykjavík Islandsflug flutti 17 þúsund farþega SAUTJÁN þúsund farþegar flugu með íslandsflugi á leiðinni Reykja- vík-Akureyri-Reykjavík á seinni hluta síðasta árs, en félagið hóf áætl- unarflug á þessari leið 1. júlí í fyrra. Samkvæmt tölum frá Flugumferðar- stjórn flugu 85.200 manns á þessari leið allt árið í fyrra. „Við hefðum vissulega viljað fá fleiri farþega, að okkar hlutur hefði verið stærri," sagði Katrín Þor- steinsdóttir, stöðvai'stjóri íslands- flugs á Akureyri. Hún sagði félagið ungt og þyrfti að kynna sig betur á Akureyri, markað- urinn væri þungur og vaninn væri ef til vill ríkari þar en annars staðar. „Ég held að þegar við höfum unnið okkur ákveðið traust, sýnt fram á að við erum með góðar vélar og þjón- ustu, getum við farið að búast við að fleiri snúi sér til okkar,“ sagði Katrín. Spurningakeppni Baldursbrár FYRSTU umferð í spurninga- keppni Baldursbrár er nú lokið en önnur umferð hefst á föstudags- kvöld, 16. janúar kl. 20.30 í Glerár- kirkju. Liðin sem komust áfram og keppa eru Dagur og Karlakór Akureyrar Geysir, Símamenn og Sunnu-og Stjörnuapótekin, Rúvak og Ásprent/Pob, trillukarlar úr Bótinni og eldri borgarar. Miðaverð er 300 krónur og gildir aðgöngu- miði jafnframt í happdrætti sem fram fer, kaffí er á boðstólum í hléi. Ágóðinn af keppninni fyrir áramót var 30 þúsund krónur og hefur hann verið afhentur forsvarsmönn- um Bröttuhlíðarskóla til kaupa á tækjum til að þjálfa hreyfiþroska nemendanna. Ættfræðinámskeið Hin sívinsælu ættfræðinámskeið hefjast 19.—27. janúar hjá Ætt- fræðiþjónustunni, Austurstræti 10A, og standa í 7 vikur (21 klst.). Lærið að rekja ættir og taka þær saman í skipulegt kerfi. Þjálfun í ættarrannsóknum við bestu aðstæður. Hér er tækifærið til að finna sæg forfeðra og frændfólks. Sveigjanlegur kennslutími og greiðslukjör. Kynning verður á námskeiðunum í Kolaportinu nk. helgar, á ættfræðibókamarkaði sem þar stendur yfir- Ættfræðiþjónustan er með fjölda nýlegra og eldri ættarbóka, stéttatala og átthagarita til sölu, kaupir slík rit og tekur í skiptum. Er einnig með ættarrannsóknir og faglega samantekt á ættum einstaklinga og fjölskyldna í myndarlegum heftum. Uppl. og skráning á námskeið í síma 552 7100 mánud. til föstud. Ættfræðiþjónustan Austurstræti 10A, s. 5527100 V ÍHi J Fullorðinsfræðslan í Vestmannaeyjum fetar nýjar brautir Efnir til umræðu um siðfræði sjávarútvegs í TILEFNI af ári hafsins hefur Fullorðinsfræðsla Landakirkju leit- að samstarfs við Hafrannsóknar- stofnun og Þróunarfélag Vest- mannaeyja um að efna til opinnar umræðu um siðfræði sjávarútvegs. „Er ráðgert að hefja vorönnina á þremur umræðukvöldum í safnað- arheimilinu þar sem málefnið verð- ur reifað frá þremur ólíkum sjónar- hornum með virkri þátttöku útgerð- armanna, sjómanna, fiskvinnslu og fiskvinnslufólks," segir í fréttatil- kynningu frá Fullorðinsfræðslu Landakirkju. Þriðjudagskvöldið 20. janúar mun Hafsteinn Guðfinnsson, sjávarlíf- fræðingur frá Hafrannsóknarstofn- un, fjalla um siðfræði sjávarútvegs frá sjónarhóli lífríkisins. Viku síðar, hinn 27. janúar, mun dr. Bjarki Brynjarsson, verkfræðingur frá Þróunarfélaginu flytja erindi um siðfræði sjávarútvegs frá sjónarhóli efnahagslífsins og síðasta kvöldið mun sr. Bjami Karlsson, sóknar- prestur í Landakirkju, tala um mál- efnið frá sjónarhóli mannlífsins. Fulltrúar hagsmunaaðila munu sitja við pallborð og lýsa viðhorfum sín- um auk þess sem almennum um- ræðum verður stjórnað. „Markmið þessara umræðu- kvölda er það að greina siðfræðileg álitamál á sviði sjávarútvegs og skýra ólík sjónarmið af yfirvegun. Munu frummælendur semja texta í framhaldi af kvöldunum þremur sem lagður verður fyrir þátttak- endur til umræðu og samþykktar þriðjudagskvöldið 11. feb. þar sem leitast verður við að gera hnitmið- aða grein fyrir helstu áherslum og sjónarmiðum. Verður textinn síðan þýddur á norska tungu og fluttur á ráðstefnu um siðfræði sjávarútvegs sem kirkjulegir aðilar í Lofoten í Noregi standa fyrir 18.-21. feb. nk. Mun sjávarútvegsráðherra Nor- egs, Peter Angelsen, vera meðal áheyrenda, auk allstórs þverfag- legs hóps hagsmunaaðila og sér- fræðinga. Fer sr. Bjarni sem full- trúi íslensku þjóðkirkjunnar til ráðstefnunnar. Þá er í ráði að nýta fræðsluhelgi Landakirkju hinn 20. mars til hlið- stæðrar umfjöllunar. Munum við þá fá einn heimspekidoktor frá Sið- fræðistofnun Háskóla Islands og trúfræðidoktorinn Sigurð Árna Þórðarson frá Fræðsludeild Bisk- upsstofu, til að leggja mat á ráð- stefnutextann og halda erindi um siðræn álitamál varðandi sambúð manns og náttúru í víðara sam- hengi. Auk þess munu þeir styðja nemendur Fullorðinsfræðslunnar við að fara af stað með það verkefni að undirbúa stólræðu um siðfræði sjávarútvegs í ljósi kristinna grund- vallarsjónarmiða. Verður sú ræða flutt við almenna guðsþjónustu í Landakirkju hinn 29. mars nk.,“ segir ennfremur. Loks segir: „Hvetjum við allt áhugafólk til að skrá sig á skrif- stofutíma prestanna í þennan óvenjulega en áhugaverða áfanga Fullorðinsfræðslunnar, en hann er metinn til einnar einingar í Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyjum og þátttaka er ókeypis. Þess ber einnig að geta að þátttaka í um- ræðukvöldunum þremur og fóstu- dagsfyrirlestri fræðsluhelgarinnar er öllum frjáls." I I I Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar Vesturland Gatnag’erð og gámastöð ÁÆTLAÐ er að verja 20 milljónum kr. til gatnagerðar vegna nýbygg- ingar húsa í Borgamesi á þessu ári. Einnig er reiknað með að reist verði gámastöð vegna sorphirðu skammt fyrir ofan Borgames. Kemur þetta fram í drögum að fjárhagsáætlun Borgarbyggðar sem lögð verður fram til íyrri umræðu í bæjarstjóm 22. janúar næstkomandi. Að sögn Óla Jóns Gunnarssonar bæjarstjóra er meginhluti gatna- gerðarkostnaðarins við nýja götu, Hamravík, þar sem Loftorka mun byggja parhús með sextán íbúðum. Einnig við Böðvarsgötu þar sem Pálmi Ingólfsson húsasmíðameist- ari er að hefja byggingu á fjóram íbúðum, einnig í parhúsum. 10% munur á byggingarkostnaði Telur Óli Jón að um það bil tveir þriðju hlutar kostnaðar við gatna- gerð skili sér til baka í gatnagerð- argjöldum. Þó era gatnagerðar- gjöld ekki nema 5,5% af áætluðum byggingarkostnaði á móti til dæm- is 14% í Reykjavík. „Þetta er liður sem fólk spáir lítið í þegar það ber saman endursöluverð íbúðarhúsa hér og í Reykjavík,“ segir Óli Jón. Vegna þessa mismunar er nærri því 10% ódýrara að byggja í Borg- arnesi en Reykjavík. Ef endur- söluverð eigna í Borgamesi er 25-30% lægra en í Reykjavík skýr- ir munur á gatnagerðargjöldum þriðjunginn. Kanna mögu- leika á flokk- un sorps í FIMM þéttbýlissveitarfélög á Vest- urlandi hafa samið við verkfræði- stofu um gerð áætlunar um fyrir- komulag sorpmála á svæðinu, meðal annars möguleikum á flokkun sorps. Verkfræðistofan Línuhönnun hefur tekið að sér umrætt verk fyrir Borg- arbyggð, Dalabyggð, Grundarfjörð, | Snæfellsbæ og Stykkishólm. Þessi i sveitarfélög standa að fyrirhuguðum | urðunarstað í Fíflholtum ásamt öðr- * um sveitarfélögum á Vesturlandi. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Borg- amesi, segir að þau hafl hug á því að minnka urðun með því að flokka frá lífrænan úrgang og jarðgera hann. Sveitarfélögin fá einnig tillögur um uppsetningu gámastöðva, kostn- að og sparnaðarmöguleika með sam- vinnu. Einnig hugmyndir um fyrir- | komulag, rekstur og fjármögnun nýs sorpkerfís. Fréttapýramídarnir afhentir í Eyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónassson HANDHAFAR Fréttapýramídanna. Guðmundur H. Guðjónsson, Davíð Guðmundsson og Jóhannes Ólafsson. Vestmannaeyjum - Fréttapýra- mídarnir voru afhentir í Eyjum í sjöunda sinn fyrir skömmu. Það er vikublaðið Fréttir í Vest- mannaeyjum sem stendur fyrir veitingu pýramídanna, sem eru veittir í upphafi hvers árs, aðil- um sem hafa skarað framúr á sínum sviðum á liðnu ári, að mati blaðsins. Fréttir efndu til kaffisamsætis í tilefni afhendingarinnar og bauð Arnar Sigurmundsson, sljórnarformaður Frétta, gesti velkomna og gerði grein fyrir markmiðum með veitingu viður- kenninganna en siðan skýrði Óm- ar Garðarsson, ritsljóri Frétta, frá hverjir hlytu viðurkenning- arnar að þessu sinni og á hvaða forsendum. Þeir sem hlutu Fréttapýramídana að þessu sinnu voru Guðmundur H. Guðjónsson, skólastjóri Tónlistarskólans og stjórnarndi kórs Landakirkju, fyrir framlag sitt til menningar- mála. Davíð Guðmundsson, eig- andi tölvufyrirtækisins Tölvunar, fyrir framlag til atvinnumála og Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, fyrir framlag til íþróttamála. Gísli Valtýsson, framkvæmda- stjóri Frétta, afhenti Fréttapýramídana sem nú, eins og fyrr, eru hannaðir af lista- manninum Grími Marinó Stein- dórssyni. Handhafar pýramídanna þökk- uðu fyrir þær viðurkenningar er þeir hlutu og að því loknu flutti Ólafur Lárusson, forseti bæjar- stjómar Vestmannaeyja ávarp. I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.