Morgunblaðið - 15.01.1998, Side 1

Morgunblaðið - 15.01.1998, Side 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 11. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR15. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þolinmæði Bandaríkjamanna „á þrotum“ • • Oryggisráðið fordæmir Iraksstjórn Sameinuðu þjóðunum, Washington, Bagdad. Reuters. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna (SP) fordæmdi í gær þá ákvörðun íraka að stöðva vopnaeftirlit undir stjóm Bandaríkjamannsins Scotts Ritters, sagði hana óviðunandi og ganga í berhögg við fyrri ályktanir ráðsins. Öryggisráðið samþykkti útvatnaða útgáfu af ályktunardrögum Bandaríkjastjórnar en lýst var yfir fullum stuðningi við Richard Butler, formann vopnaeftirlitsnefndarinnar í írak, sem hyggst ræða deiluna við íraska ráðamenn í Bagdad á mánudag. í ályktuninni er írökum ekki hótað refsiaðgerðum. Vísað er þó til hvassari ályktunar frá 29. októ- ber þar sem öryggisráðið for- dæmdi þá ákvörðun íraka að banna Bandaríkjamönnum að taka þátt í eftirlitinu og varaði við því að hún gæti haft alvarlegar afleið- ingar fyrir Irak. „Þetta er mjög skýr og sterk yfirlýsing," sagði Butler. Mike McCurry, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að Banda- ríkjamenn vildu leysa deiluna með friðsamlegum hætti en gaf til kynna að þolinmæði þeirra væri að bresta. Hann áréttaði að Banda- ríkjastjórn útilokaði ekki þann möguleika að beita hervaldi ef Irakar yrðu ekki við kröfum Sam- einuðu þjóðanna. Rússar andvígir hernaðaraðgerðum Jevgení Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, hefur skýrt Mad- eleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, frá því að Rússar séu algjörlega andvígir því að Bandaríkjamenn beiti hervaldi í Irak, að sögn Valerís Nesterúshk- ín, talsmanns rússneska utanríkis- ráðuneytisins í gær. ■ Forðast ekki deilur/24 Reuters Æfing á Tævan TÆVANSKIR hermenn æfðu viðbrögð við óeirðum í borginni Tainan í gær. Tævanar hafa undanfarin ár verið að auka herstyrk sinn vegna endurnýjunar sem orðið hefur í her Kína. „Við teljum að öll vandamál, sem tengjast starfi eftirlitsnefndarinn- ar beri að leysa með viðræðum," sagði Nesterúshkín. Hann bætti við að Rússar hygðust halda áfram að reyna að miðla málum með við- ræðum við stjórnvöld í Irak og ríkjum sem eiga fastafulltrúa í ör- yggisráðinu. Fangar notaðir sem tilraunadýr? Richard Butler sagði í gær að hópur eftirlitsmanna hefði rann- sakað hvort Irakar hefðu notað fanga við tilraunir á sýklavopnum en ekki fundið nein gögn um slíkt við leit á mánudag. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra íraks, neitaði því að írakar hefðu notað fanga sem tilraunadýr. „Þetta er ein af þeim lygum sem notaðar hafa verið sem átylla til að ráðast inn í höfuðstöðvar eða útibú öryggisstofnana," sagði hann. Irakar héldu í gær áfram að hindra eftirlitsstörf hóps undir stjórn Scotts Ritters, sem þeir saka um njósnir. Tveimur öðrum eftirlitshópum var þó leyft að starfa. V esturbakkinn Stór svæði „ekki til umræðu“ Jerúsalem, Washington. Reuters. ÍSRAELSSTJÓRN samþykkti í gær að láta ekki af hendi í neinum samn- ingum við Palestínumenn stór svæði á Vesturbakkanum. Brugðust Pal- estínumenn við með því að hvetja Bill Clinton, forseta Bandai-íkjanna, til þess að koma í veg fyrir að friðar- umleitann- færu endanlega út um þúfur. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðhena Israels, mun eiga fund með Ciinton í Washinton eftir tæpa viku þar sem þeir munu ræða frekar brottflutning herliðs Israela frá Vesturbakkanum. Stjórnin sam- þykkti í gær átta lauslega skilgreind svæði sem Netanyahu hefur sagt vera grundvallaratriði fyrir „þjóðar- hagsmuni" Israela og þurfa að liggja fyrir áður en gengið verði til frekari samninga. Meðal þess sem Israelar segjast ekki munu gefa eftir eru svonefnd öryggissvæði austast og vestast á Vesturbakkanum og umhverfis Jer- úsalem. Ennfremur landnámssvæði gyðinga og hernaðarlega mikilvægir staðir, auk svæða sem eru mikilvæg vegna vatns, sögulegra minja og væntanlegra samgönguæða. Bandaríkjamenn lýsa furðu sinni „Netanyahu er ákveðinn í að spilla friðarumleitunum og ég held að nú sé kominn tími til að Clinton og [Madel- eine] Albright [utanríkisráðherra Bandaríkjanna] segi honum að nú sé nóg komið,“ sagði Saeb Erekat, aðal- samningafulltrúi Palestínumanna. Forsætisráðherrann neitaði því að Israelar hefðu með þessari sam- þykkt sett Palestínumönnum úrslita- kosti. Bandarískir embættismenn lýstu í gær furðu sinni á ákvörðun Israelsstjórnar og sögðu að hún myndi ekki gera Bandaríkjamönnum auðveldara um vik að koma friðar- umleitunum á skrið. Alsírstjórn hafnar komu ESB-nefndar Algeirsborg. Reuters. Reuters Enwright jarðaður GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, var meðal þein-a sem báru Terry Enwright til grafar í Belfast í gær. Öfgasinnaðir fylgismenn breskra yf- irráða á N-írlandi skutu E nwright til bana á sunnudagsmorgun, en hann var eiginmaður frænku Adams. Þúsundir manna tóku þátt í líkfylgd- inni og enn fleiri fylgdust með er kista Enwrights var borin frá heimili hans til kirkju. Hann er fjórða fórn- arlamb átakanna á N-írlandi frá því um jól, en öfgasinnar hafa beitt sér gegn friðarumleitunum. STJORNVOLD í Alsír tilkynntu í gær, að sendinefnd frá Evrópu- sambandinu, ESB, fengi ekki að koma til landsins en hún ætlaði að afla sér upplýsinga um fjöldamorð- in í landinu. ESB lýsti í gær von- brigðum með þessa ákvörðun en talsmaður íslömsku frelsisfylking- arinnar, FIS, sem bönnuð er í Alsír, fordæmdi hana og sagði, að alsírska ríkisstjórnin væri augljós- lega að reyna að vinna sér tíma. Ahmed Attaf, utanríkisráðherra Alsírs, sagði á blaðamannafundi í Algeirsborg í gær, að fyrirhuguð heimsókn ESB-nefndarinnar væri „óviðeigandi“ og því yi’ði ekkert af henni. Sagði hann, að nefndin væri aðeins skipuð þremur ráðuneytis- stjórum og hefði því ekkert umboð til eiginlegra viðræðna. „Samt sem áður er farið fram á það við okkur, Talsmaður FIS segir stjórnina vera „ráðalausa“ að ráðherrar ræði við nefndina," sagði Attaf. Óánægð með stuðning ESB Alsírstjórn kennir íslömskum öfgamönnum um morðin í landinu en Attaf sagði, að ESB-ríkin væru hikandi í að hjálpa henni í barátt- unni við hryðjuverkamenn. Af þeim sökum meðal annai-s hefði koma nefndarinnar verið mark- laus. Breskur embættismaður sagði í London í gær, að ákvörðun Alsír- stjórnar ylli vonbrigðum en ástandið í landinu yi’ði rætt á fundi utanríkisráðherra ESB 26. þessa mánaðar. Bretar eru nú í forsæti í sambandinu. „Þeir eru ráðalausir og eru að reyna að vinna tíma,“ sagði Abdelkarim Ouldadda, talsmaður FIS erlendis, í Brussel í gær. Fyrr um daginn bárust fréttir um, að einn af leiðtogum FIS, Abdelkader Hachani, hefði verið handtekinn í Algeirsborg. Fyrir nokkrum dög- um skoraði hann á vestræn ríki að fá alsírsku ríkisstjórnina til við- ræðna við FIS og lagði til, að hald- in yrði ráðstefna um þjóðarsátt. Rafik al-Hariri, forsætisráð- herra Líbanons, sagði í gær, að stjórn sín væri að reyna að fá önn- ur arabaríki í lið með sér í því skyni að binda enda á óöldina í Alsír. Losað verði um bann Strassborg. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evi’ópusambandsins (ESB) samþykkti í gær tillögu um að losa um bann sem sett var við útflutningi á bresku nautakjöti 1996 vegna kúariðu. Tillagan miðar að þvi að heimila takmarkaðan útflutn- ing frá Norður-írlandi einu en þar er tölvustýrður gagna- banki notaður til að fylgjast með ferðum nautgripa. Tillagan verður rædd á fundi fastanefndar dýralækna á vegum ESB í næstu viku, en ekki er vænst ákvörðunar yfir- dýralækna aðildarríkja sam- bandsins á næstunni. Þá er talið líklegt að tillögunni verði vísað til fundar landbúnaðar- ráðherra ríkjanna í næsta mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.