Morgunblaðið - 07.02.1998, Page 1

Morgunblaðið - 07.02.1998, Page 1
96 SIÐUR B/C o rgtittli !ít foi í> STOFNAÐ 1913 31. TBL. 86. ARG. LAUGARDAGUR 7. FEBRUAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tekist á um lífeyr- • • / >c» ÍSSJOOI TIL átaka kom í gær milli vinstrisinnaðra þingmanna og öryggisvarða á þingi Brasiliu áður en nefnd kom þar saman til að samþykkja umdeildar til- lögur um breytingar á lífeyris- kerfinu og aðgerðir til að af- stýra fjármálakreppu. Einn þingmannanna ræðst hér á ör- yggisvörð. Öflugur landskjálfti ríður yfír norðurhluta Afganistans Ottast er að þúsimdir manna hafi látið lífið íslainabad, Genf. Reuters. OTTAST var í gær að þúsundir manna hefðu látið lífið í öflugum landskjálfta sem reið yfir afskekkt fjallahérað í norðurhluta Afganistans. Fréttum af manntjóninu bar ekki saman og alþjóðleg- ar hjálparstofnanir töldu að sumar þeirra væru orðum auknar. Reuters Clinton og Blair ræða Iraksdeiluna Segjast tilbúnir í aðgerðir Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjamenn og Bret- ar væru tilbúnir að grípa til aðgerða ef Saddam Hussein Iraksforseti virti ekki ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnaeftirlitið í Irak. Héraðsstjóri myrtur Ajaccio. Reuters. TVEIR óþekktir menn skutu Claude Erignac, héraðsstjóra Kor- síku, til bana á götu í Ajaccio, höfuð- stað eyjunnar, í gærkvöldi. Erignac var æðsti embættismað- ur frönsku stjórnarinnar á Korsíku. Lögreglan sagði að hann hefði orðið fyrir 15 skotum og tveir ungir menn hefðu verið að verki. Aðskilnaðarsinnar hafa gert árás- ir á opinberar byggingar á Korsíku síðustu þrjá áratugi en þetta er í fyrsta sinn sem embættismaður er ráðinn af dögum. Bönnuð aðskilnað- arhreyfing á eyjunni lýsti því yfir 26. janúar að sjö mánaða vopnahléi hennar væri lokið. „Ef Saddam virðir ekki einróma vilja alþjóðasamfélagsins verðum við að vera tilbúnir í aðgerðir og það er- um við,“ sagði Clinton á blaða- mannafundi í Washington með Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Breska stjórnin kvaðst í gær ætla að senda átta Tornado-herflugvélar til Kúveits á næstu dögum. Banda- ríkjamenn hafa safnað meiri herafla á Persaflóa en nokkru sinni fyrr frá stríðinu árið 1991. Tvær bandarískar orrustuþotur lentu í árekstri í gær- kvöldi og hröpuðu í Persaflóa. Annar flugmannanna fórst en hinum var bjargað. Keizo Obuchi, utanríkisráðherra Japans, kvaðst í gær hafa hringt í starfsbróður sinn í Bretlandi, Robin Cook, til að biðja Breta um að gera ekki árásir á írak meðan vetrar- ólympíuleikarnii- standa, en þeir hefjast í Japan í dag. Cook kvaðst hafa skilning á þessari afstöðu. Belgfarar slá flugmet Genf. Reuters. BROTIÐ var blað í flugsög- unni í gær þegar evrópska belgfarið Breitling Orbiter- 2 hafði verið lengur við- stöðulaust á lofti en nokkurt annað loftfar án þess að taka eldsneyti. Eldra metið, níu dagar og Qórar mfnútur, settu tveir Bandaríkjamenn í sérsmíð- aðri smáflugvél sem flaug viðstöðulaust umhverfis jörðina frá herstöð í Kali- forníu í desember 1986 og lenti þar aftur. Metið settu belgfararnir yfir Bengaiflóa og áttu þeir þá ófarna um 200 km að ströndum Búrma. Þeir hyggjast lenda þar í dag. Fyrr í vikunni hafði Breitling Orbiter verið leng- ur á lofti en nokkurt annað belgfar, en gamla metið var sex dagar og íjórar stundir. Á þriðjudag urðu belgfar- arnir að hætta við tilraun til að fljúga umhverfis jörðina þar sem Kinveijar höfðu ít- rekað synjað þeim um heim- ild til að fljúga um kín- verska lofthelgi. Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans (IFRC) í Genf sagði að félag Rauða hálfmánans í Afganistan teldi að a.m.k. 2.150 manns hefðu látið lífið í skjálftanum, sem varð á miðvikudag. Stjóm Taleban-hreyf- ingarinnar í Kabúl og bandalag andstæðinga hennar í norðurhluta landsins sögðu að 3.200-3.600 manns hefðu beðið bana. Sendi- herra Afganistans hjá Sameinuðu þjóðunum sagði hins vegar að rúm- lega 4.000 lík hefðu fundist. Sænskir jarðskjálftafræðingar sögðu að skjálftinn hefði mælst 6,1 stig á Richterskvarða. IFRC sagði að erfitt yrði að koma hjálpargögnum á skjálfta- svæðið. „Flestir íbúa svæðisins búa í moldar- og múrsteinshúsum sem vitað er að þola ekki svo öflugan jarðskjálfta," sagði í yfirlýsingu frá hjálparstofnuninni. „Þeir sem komust lífs af standa einnig frammi fyrir miklum vetrarkulda þar til hjálpargögn berast.“ Tölurnar teknar með fyrirvara Jón Valfells, upplýsingafulltrúi IFRC í Genf, sagði að stofnunin hefði sent hjálparsveit fi'á Dúshanbe í Tadsjikistan til að meta tjónið af völdum skjálftans. Hann kvaðst ekki geta staðfest að þúsundir manna hefðu látið lífið. „Þetta eru mjög há- ar tölur miðað við jarðskjálfta á strjálbýlu svæði,“ sagði hann. „Við vonum að þær séu ekld réttar.“ Christian Guntem, talsmaður IFRC í Kabúl, sagði að hjálpar- sveitin myndi reyna að reisa sjúkra- skýli og bráðabirgðaathvörf fyrir þá sem misstu heimili sín. Laurent Corbaz, talsmaður IFRC í Genf, taldi að fréttir um að þúsundir manna hefðu týnt lífi væra „mjög orðum auknar". Sendiherra Afganistans hjá Sam- einuðu þjóðunum sagði að rúmlega 20 þorp hefðu jafnast við jörðu og Fregnir herma að þúsundir manna hafi látið lífið í iandskjálfta sem reið yfir Takhar-hérað í norðurhluta Afganistans Badakhshan Taknar-hérað < #jt hérað AFGANISTAN Kabúl s Skálftinn varð ,á miðvikudag og mun hafa Vnælst 6,1 stig á Richterkvarða Samveldi sjálfstæðra , ríkja , meira en 2.000 hús eyðilagst. Afganski sendiherrann í Dúshanbe sagði að 15.000 manns hefðu misst heimili sín. Skjálftans varð vart í nágranna- ríkinu Tadjikistan en ekkert mann- tjón er talið hafa orðið þar. Hernaðaraðgerðum hætt Leiðtogi Taleban, Mullah Mo- hammad Omar, fyrirskipaði her- sveitum sínum að hætta hernaðar- aðgerðum gegn andstæðingum sín- um í Takhar-héraði. Burhanuddin Rabbani forseti, sem flúði frá Kabúl þegar Taleban náði höfuðborginni á sitt vald í september 1996, lýsti yfir þjóðarsorg vegna náttúrahamfar- anna. Ronald Arvidsson, jarðskjálfta- fræðingur við Uppsala-háskóla, sagði að 6,1 stigs skjálftar væra ekki óalgengir en gætu valdið miklu tjóni þar sem hús eru ekki sterk- byggð. „Þetta er þriðji jarðskjálft- inn í heiminum frá 30. janúar sem er meira en sex stig.“ Starr sakaður um samningsrof Los Angeles. Reuters. WILLIAM Ginsburg, lögmaður Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu, hélt því fram í gærkvöldi að hann hefði gert skriflegan samning við Kenneth Starr saksóknara um að Lewinsky bæri vitni um samband sitt við Bill Clinton forseta gegn því að hún yrði ekki sótt til saka fyrir meinsæri. Ginsburg sakaði Starr um að hafa rofið samninginn og hótaði að leita til dómstóla ef saksóknarinn stæði ekki við hann. Lögmaðurinn sagði að með samningnum hefði Starr neytt Lewinsky til að viðhafa ummæli „sem eru ekki sönn“ um meint ástarsam- band sitt við forsetann. Starr gaf í fyrrakvöld út yfirlýs- ingu þess efnis að ekki yrði samið um að Lewinsky fengi friðhelgi fyrir ákæru nema hún féllist á að sak- sóknarar fengju að yfirheyra hana til að ganga úr skugga um að hún segði sannleikann. Hann vildi einnig að hún gengist undir lygapróf. Fregnir hermdu ennfremur að Starr hefði sett Lewinsky úrslita- kosti, annaðhvort féllist hún á þessar kröfur eða yrði sótt til saka fyrir meinsæri. Saksóknarinn vill að Lewinsky beri vitni um samband sitt við forset- ann og skýri frá því hvort hann hafi hvatt hana til að bera Ijúgvitni. ■ Clinton kveðst/24

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.