Morgunblaðið - 07.02.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.02.1998, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ AUMINGJA sýsli, hann á ekkert varnar-uniform ... Nægilegt hráefni hjá Jökli á Raufarhöfn út næstu viku Ahyggj- ur af verk- fallinu UM 50 manns starfa við land- vinnslu hjá Jökli á Raufarhöfn og segir Jóhann M. Olafsson íram- kvæmdastjóri að hráefnið dugi út næstu viku. Aðallega er verið að vinna Rússaþorsk. Þeir sem komnir eru með kauptryggingu myndu síð- ar fara á atvinnuleysisbætur komi til stöðvunar vegna verkfallsins en aðrir ekki. „Annars hef ég miklu meiri áhyggjur af því stóra máli sem verkfallið er og hvort einhver loðnuvinnsla verður á vertíðinni eða ekki. Það er minna mál hvort hér og í öðrum húsum verður næg vinna fyrir útlenda sem innlenda starfsmenn, við skulum ekki gleyma Islendingunum. Það munar miklu fyrir þetta starfsfólk að fá töm þær fjórar til sex vikur sem loðnan gefst og við höfum öll áhyggjur af því,“ sagði Jóhann. Einu almennilegu tekj- urnar í land vinnslunni Hjá fyrirtækinu starfa 17 Pól- verjar og var hugmyndin að bæta við einum átta á næstunni en Jó- hann segist ætla að bíða með það. „Starfsmenn okkar hafa nóg að gera í fískvinnslunni, Pólverjarnir sem aðrir, og meðan hráefnið end- ist höfum við ekki áhyggjur. Við reyndum hins vegar að halda hrá- efnisbirgðum í lágmarki þar sem við vildum hafa nægt frystirými íyrir loðnuna þegar hún kæmi,“ sagði Jóhann ennfremur. „Við erum að taka inn einu al- mennilegu tekjumar í landvinnsl- unni á þessum tíma og það væri slæmt að missa af þeim. En ég vona nú að verkfallið leysist fljótlega." Jóhann segir að Pólverjarnir hafí sumir hverjir búið á Raufarhöfn nokkuð á þriðja ár en síðan komi alltaf einhverjir nýir á hverju ári. Morgunblaðið/Arni Sæberg SIGURÐUR Ólafsson, Kristinn Pálsson og Bragi Guðmundsson ræða beiðni um afgreiðsluundanþágu á skrifstofu verkfallsvörslu sjómanna. Verkfallsvarsla sjómanna Undanþágur afgreiddar á ný AFGREIÐSLA á undanþágum hjá verkfallsvörslu sjómanna var stöðv- uð á miðvikudag vegna veiðiferðar togbátsins Smáeyjar VE, en hófst að nýju í fyrradag eftir að útgerð Vestmannaeyjabátsins hafði kallað hann til hafnar. Verkfallsverðir hafa ekki þurft að láta tii sín taka það sem af er verk- falli, enda bræla á miðum. í gær var verið að afgreiða óskir um undan- þágu i höfuðstöðvum verkfallsvörsl- unnar í Borgartúni. Þaðan er verk- fallsvörslu stjórnað um allt land. „Við veitum undanþágur þegar verið er að færa skip á milli hafna, koma sldpum í slipp og vegna ör- yggisgæslu og eftirlits vélstjóra með skipum,“ sagði Sigurður Ólafs- son sjómaður, sem var á vakt í verk- fallsvörslunni á fimmtudag. Er og ætlar Starfsemi landsfundanefndar er hafin Tengsl við Is- lendingafélög vestra mikilvæg Einar Benediktsson DAVÍÐ Oddsson forsæt- isráðherra skipaði í síð- astliðnum mánuði landa- fundanefnd sem ætlað er að gera tillögur til ríkisstjórn- arinnar um það hvernig fagna skuli landafundi Leifs Eiríkssonar í Bandaríkjun- um og Kanada árið 2000. Einar Benediktsson sendi- herra er framkvæmdastjóri nefndarinnar. í henni eiga sæti Sigurður Helgason, forstjóri og for- maður hennar, Steindór Guðmundsson verkfræðing- ur, Anna Soffía Hauksdóttir prófessor, Atli Ásmundsson blaðafulltrúi og Komelíus Sigmundsson forsetaritari. - Hvernig munu störf nefndarinnar ganga fyrir sig? „Meðal fyrstu starfa nefndar- innar er að taka á móti hug- myndum sem auglýst hefur verið eftir um verkefni og atburði sem líklegir eru til þess að auka hróð- ur íslands í Vesturheimi og halda á lofti sögu landafundanna. Skilafrestur er 1. mars. Ætlunin er að nefndin gangi frá tillögum til ríkisstjómarinnar vegna fjárlagagerðar ársins um viðburði og verkefni til þess að styðja þar vestra aldamótaárið. Síðan mun landafundanefnd fylgja málinu eftir í framkvæmd og verður það einkum fyrir at- beina sendiráðsins í Washington og ræðismanna íslands í Banda- ríkjunum og Kanada. Þá er ekki síður þýðingarmik- ið að eiga góða samvinnu við ís- lendingafélögin í Bandaríkjunum og Þjóðræknisfélagið í Kanada en samstarf við einstaklinga og félög þeirra þarf að halda áfram á næstu öld.“ - Hvernig mun nefndin kynna starfsemi sína? „Upplýsingamiðlun, til dæmis um netið, er mjög þýðingarmikil og verið er að koma upp heima- síðu fyrir landafundanefnd um þessar mundir. Þar verður að finna helstu upplýsingar um nefndina. Hún er til húsa sem stendur að Hallveigarstöðum við Túngötu 14 í síma 563-7020 og faxnúmer er 563-7025. Einnig höfum við tölvupóstfangið mill- ennium@for.stjr.is Þá má geta þess að sðstoðar- maður minn sem framkvæmda- stjóra er Kristín Sif Sigurðar- dóttir." - Að hvaða gagni telur þú að heimasíða komi í starfí sem þessu? „Ég myndi fyrst vilja vísa til nýfenginnar reynslu okkar af notkun heimasíðu í sendiráðinu í Was- hington. Sú síða hefur verið rekin í rösklega 3 ár með mjög góðum árangri. Reyndar var sendiráðið einna fyrst inn á þennan vettvang, sem reyndist hið mesta heillaspor. Þegar ég fór að vestan voru heimsóknir á síðuna orðnar um 100.000 á mán- uði en þar er mjög fjölbreytilegt efni til kynningar á landi og þjóð. Mergurinn málsins er sá að vilj- um við ná til fólks vestanhafs, ekki síst yngri kynslóðarinnar, verðum við að nýta okkur þá tækni sem nú er allsráðandi. ► Einar Benediktsson fæddist 30. apríl 1931. Hann varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950, lauk BA-prófi í hagfræði og MA-prófí í alþjóða- stjórnmálafræði vestanhafs árin 1953 og 1954 og var síðan við framhaldsnám í Bretlandi og á Itahu. Hann vann um skeið í hagdeild Framkvæmdabanka íslands en var síðan við störf í alþjóðastofnuninni OECD í París 1956-1960. Þá vann hann á vegum viðskiptaráðuneytisins til 1964 og var þá skipaður sendiráðunautur í utanríkis- þjónustunni þar sem hann hefur gegnt starfí síðan. Einar var fyrsti fastafulltrúi íslands hjá EFTA og vann að undirbúningi þeirrar aðildar í Reykjavík. Eft- ir sendiherrastörf í Genf 1970- 76 var hann sendiherra í París 1976-82, London 1982-86 og í Brussel, bæði gagnvart Evrópu- sambandinu og NATO, 1986- 1991. Þá var hann sendiherra í Ósló til 1993 og síðan sendi- herra í Washington 1993-1997. Einar Benediktsson kom til starfa í utanríkisráðuneytinu um áramótin eftir að hafa gegnt embætti sendiherra ytra næstum samfleytt í 28 ár. Þama verður meðal annars sögulegur fróðleikur um ísland handa ungu fólki og vettvangur fyrir börn sem vilja gerast pennavinir á netinu." - Er eitthvað fíeira á döfínni þessu tengt? „Ég er nýkjörinn formaður ís- lensk-ameríska félagsins og hyggst félagið efna til mannfagn- aðar á Valentínusardegi, hinn 14. febrúar. Bandaríski sendiherr- ann, Day Olin Mount, og framkvæmdastjóri landafundanefndar munu gera grein fyrir átaki beggja landa í tengslum við afmæli landafundanna í síðbúnum morg- unverði, eða svokölluðum brunch, frá 11-14 í Perlunni.“ Að lokum segir sendiherrann að hátíðahöldin skapi einstakt tækifæri til þess að treysta vina- bönd íslendinga og þjóðanna í Vesturheimi. „Ég fagna þessari ákvörðun ríkisstjómarinnar og er vissulega ánægður með að fá að leggja mitt af mörkum í þessu sambandi." Landafunda- nefnd verður með heimasíðu k
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.