Morgunblaðið - 07.02.1998, Page 10

Morgunblaðið - 07.02.1998, Page 10
10 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 VERKFALL SJOMANNA MORGUNBLAÐIÐ Snúist upp í áróðurs- stríð forystumanna Morgunblaðið/Kristján „VIÐ fylgjum foringja okkar og borðum ekkert annað þessa dagana en 1944 rétti, við borðum þá bara kalda, höfum ekkert fyrir því að hita þá upp,“ sögðu útgerðarmenn GBG á Dalvík, Hermann Guðmundsson útgerð- arstjóri og Ottó Jakobsson sljórnarformaður, sem voru að splæsa saman víra á bryggjunni á Dalvík í gær- morgun. Anton Ingvason stýrimaður er í verkfalli og fylgdist því með störfum þeirra með hendur í vösum. FÉLAGARNIR Stefán Hafsteinson, háseti á Baldvini Þorsteinssyni, og Jón Zophaníasson, háseti á Súlunni, voru á ferðinni niður í Fiskihöfn á Akureyri síðdegis í gær. SMÁRI Sigurðsson, háseti á Hvannabergi í Ólafsfirði, var að loka karfatrollinu á neta- og víraviðgerðarverkstæðinu Kristbjörgu. ÚTGERÐ við Eyjafjörð er öflug, en nú í miðju verkfalli sjómanna eru hjólin hætt að snúast, skipin fylla öll pláss við bryggjumar á Akureyri, Dalvík og í Olafsfirði. Sumir eru ósáttir við að fara í verkfall, alltaf sé verið að deila um sama málið og nú vilja þeir fyrir alla muni ljúka málinu. Friður verði að skapast. „Mér bara líst illa á þetta,“ sagði Anton Ingvason, fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Blika EA á Dalvík. „Mér finnst þetta verk- fall hafa snúist upp í áróðursstríð milli forystumanna, þeir nota allt púðrið í fjölmiðlunum og mér finnst menn ekki vera að ræða um þá hluti sem skipta mestu máli.“ Anton brá sér niður á bryggju í gærmorgun og hitti þar fyrir út- gerðarmenn BGB, sem auk Blika gera út Arnþór og Sæþór, þá Ottó Jakobsson og Hermann Guð- mundsson. Karlarnir voru í óða önn að splæsa saman vír, ætluðu svo sannarlega að hafa allt klárt um leið og verkfallið leystist. „Það mun ekki standa á okkur, við erum meira að segja með kostinn tilbú- inn,“ sögðu þeir fullir bjartsýni. „Ég er smeykur um að þetta dragist á langinn, þetta er þriðja verkfallið vegna sama málsins, hráefnisverðsins. Það er að mínu mati lítið um kvótabrask hér á svæðinu, við erum nokkuð lausir við þetta hér í Eyjafirði og finnst þetta ekki snerta okkur mikið,“ sagði Anton. „Auð\itað hefur mað- ur heyrt margar sögur og það verður aldrei friður ef sjómenn þurfa að standa í kvótabraski. Hann sagðist hafa verið ósáttur við að fara í verkfall, en fyrst það væri skollið á þyrfti að ljúka mál- inu. „Þessu verður að ljúka núna með sæmilegri sátt, þetta gengur ekki svona lengur. Menn hafa haft nægan tíma til að leysa þessa deilu en ekkert gengið, viðræður fara aldrei í gang fyiT en allt er komið í hnút og það fer í taugarnar á mönnum. Ef þetta fer ekki að ganga verður að skipta um fólk.“ Snertir flestar ljölskyldur í Ólafsfírði í Ólafsfirði búa um 150 sjómenn og verkfallið snertir langflestar fjölskyldur í bænum. Bærinn byggir allt sitt á útgerð og fisk- vinnslu þannig að verkfallið segir fljótt til sín. „Það bara gengur ekki neitt, en maður vonar það besta, menn verða að fara að talast við af einhverju viti. Það hefur ekki verið neinn gangur í þessu,“ sagði Bene- dikt Sverrisson, skipstjóri á Sól- bergi ÓF. Hann var á móti því að fara í verkfall, sagði þau litlu skila, menn væru lengi að vinna upp það sem tapast. „Mér fannst stemmningin vera þannig að lengi vel vissi eng- inn um hvað var verið að tala,“ sagði Benedikt. Hann vildi meina að lítið væri um kvótabrask á Norðurlandi, það væri frekar að verið væri að flytja kvóta af skip- um á Norðurlandi og til vertíðar- báta á Suðurnesjum. Kvótinn væri leigður fyrir þetta 80 til 90 krónur kílóið en seldur á markað fyiir um 120 krónur. „Það verður auðvitað að greiða fyrir það verð sem fisk- urinn er seldur fyrir,“ sagði Bene- dikt. „Ég held að enginn hafi viljað fara í verkfall en fyrst það er stað- reynd verður að klára málið, það er ekki hægt að þvæla þetta leng- ur. Hvernig sem menn fara að því að leysa deiluna, þá verður að gera það núna. Það verður að skapast friður, það er óþolandi að eiga verkföll sífellt yfir höfði sér.“ Viljinn virðist vera lítill Smári Sigurðsson, háseti á Hvannabergi ÓF, var að vinna við netin á neta- og víraverkstæði Kristbjargar í Ólafsfirði og fannst lítið miða í samkomulagsátt. „Það er ekkert sérstakt hljóðið í okkur, sjómönnum í Ólafsfirði, það er enginn ánægður með að hanga í verkfalli og einkanlega ekki þegar ekkert er að gerast,“ sagði hann og vildi sem minnstu spá um hver framvindan yrði. „Viljinn virðist vera lítill, mér finnst útgerðar- mennimir bíða eftir að þriðji aðili komi að og taki málið í sínar hend- ur, það er mín tilfinning,“ sagði Smári. Hann taldi líklegt að ef ekkert færi að gerast stæði verk- fallið í hálfan mánuð, þrjár vikur. „Það gefur augaleið að ég er alls ekki sáttur við hvemig komið er fram við sjómenn og ég skil ekki þegar verið er að stilla okkur upp á móti útgerðinni, hefði haldið að það væm þeirra hagsmunir ekki síður en okkar að sem hæst verð fengist fyrir afiann.“ Guðmundur Júlíusson, annar vélstjóri á Harðbak EA á Akur- eyri, sat heima í eldhúsi og hellti upp á síðdegiskaffið og leist bara ekkert á stöðuna í deilunni. „Þetta er bara orðið að skítkasti milli for- ystumanna, hnútukast á báða bóga. Ég held að ætti að skipta um fólk og athuga hvort þá færi ekki að ganga betur,“ sagði Guðmund- ur. „Ég á afskaplega bágt með að skilja af hverju útgerðarmenn eru á móti því að markaðstengja afla- verðið, slíkt kerfi hefur yerið við lýði að nokkm leyti hjá Útgerðar- félagi Akureyringa um nokkurra ára skeið og gefist ágætlega.“ Guðmundur taldi farsælast að ljúka málinu nú, „það er alltaf ver- ið að boða verkföll út af sama mál- inu og ef menn ganga ekki í þetta núna þá verður bara boðað annað verkfall einu sinni enn. Þetta er dapurleg staða“. Félagarnir Stefán Hafsteinson, háseti á Baldvini Þorsteinssyni EA, og Jón Zophaníasson, háseti á Súlunni EA, vom á ferð um Fiski- höfnina á Akureyri í gærdag. „Mér finnst þessar viðræður ganga al- veg rosalega rólega,“ sagði Jón. „Það virðist eitthvað vera að hjá báðum.“ Endalaust sama málið Stefán sagðist mest óánægður með að fara aftur og aftur í verk- fall vegna sama málsins og Jón var sammála félaga sínum. „Það er endalaust sama málið sem um er deilt og virðist ekki vera hægt að koma því út af borðinu í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Jón. Þeir sögðu að ekki væri um það að ræða að sjó- menn væra að krefjast hærri launa, heldur að farið yrði eftir þeim samningum sem í gildi væru, það væri réttlætismál. Þeir töldu fullvíst að ef ekki færi að komast meiri hreyfing á málin og samið yrði um eða fljótlega eftir helgi yrðu sett bráðabirgðalög á deiluna. „Það er undarlegt að aldrei er hægt að semja án þess að til verk- falls komi, það virðist alltaf þurfa til, öðru vísi hafast málin ekki í gegn,“ sögðu þeir. förð til sölix Jörðin Galtarvík í Skilmannahreppi, Borgarfjarðarsýslu, er til sölu. Jörðin er ca 150 ha. að stærð, þar af ca 20 ha. ræktaðir. Á jörðinni er gamalt tveggja íbúða hús, fjárhús fyrir u.þ.b. 50 fjár, stór hlaða og tveir bílskúrar. Tekjur af malarnámi. Innan við 5 mín. akstur frá Hvaifjarðar- göngum. Jörðin liggur að sjó. Fallegt umhverfi og útsýni. Verðhugmynd kr. 11.000.000. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá: Fasteignamiðlun Vesturlands, slmi 431 4144. BENEDIKT Sverrisson, skip- stjóri á Sólbergi, var ósáttur við að hífa inn trollið og fara í verkfall einmitt þegar rækju- veiði var að glæðast. GUÐMUNDUR Júlíusson, ann- ar vélsljóri á Harðbak.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.