Morgunblaðið - 07.02.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 07.02.1998, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUK 7. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Árni Sigfússon borgarfulltrúi um hverfalöggæslu Efla þarf forvarnir og taka á ólöglegri vímuefnasölu „BORGARBÚAR og Reykjavíkur- borg hafa mikilvægu hlutverki að gegna í löggæslumálum borgar- innar. Með forystu borgarinnar, samvinnu við íbúa og samtök þeirra, skóla og félagsstarfsemi í hverfum er hægt að draga úr af- brotum í borginni og auka öryggi íbúa,“ sagði Arni Sigfússon, borg- arfulltrái Sjálfstæðisflokksins, á borgarstjórnarfundi í fyiTakvöld við umræður um hverfalöggæslu. Arni sagði í samtali við Morgun- blaðið að það væri stórmál að auka öryggi fjölskyldna í borginni og telur að reynsla erlendis af grenndarlöggæslu og úr Breið- holtshverfum sé góð og að þær hafi mikið gildi fyrir forvarnir. I máli sínu á borgarstjórnar- fundinum rifjaði Arni Sigfússon upp það sem hann nefndi ábyrgð sjálfstæðismanna og forystu í af- brotavörnum á síðasta kjörtíma- bili, svo sem tilraunir með hverfalöggæslu en slík löggæsla feli í sér nýjar aðferðir. Ekki sé beðið eftir að afbrot séu framin heldur komið í veg fyrir þau með góðu samstarfi íbúa og lögreglu. Arni vitnaði til rannsóknar Helga Gunnlaugssonar, dósents í félags- fræði við Háskóla Islands, en með- al niðurstaðna hennar er að 43% landsmanna telji afbrot mjög mik- ið vandamál en árið 1989 hafi ein- ungis 12% talið þau mjög mikið vandamál. „Enda þótt varast megi að ofgera þessum vanda er mikil- vægt að borgaryfirvöld taki af festu á afbrotavörnum og hafi for- ystu um nýjar leiðir,“ sagði Ami ennfremur. Hann vitnaði til talna í rannsókn Helga þar sem kemur fram að rán- um og innbrotum hafi fjölgað. Arið 1989 hafi verið 15,5% líkur á því að fjölskylda, fyrirtæki eða stofnun í Reykjavík yrði fyrir einhverjum skaða vegna afbrots en árið 1992 hafi líkurnar verið komnar í 17%. í Bandaríkjunum er þetta hlutfall talið vera um 30% og svipað á hin- TVEGGJA hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 421 lenti á öðrum hreyfli á Reykjavíkur- flugvelli stundarfjórðungi eftir að hún hóf sig á loft þaðan, laust fyrir klukkan 16 í gær. Vélin er gerð fyrir 8-9 manns en aðeins flugmaðurinn um Norðurlöndunum. Árni sagði að í Kaupmannahöfn hefðu árið 1987 verið framin 160 rán á hverja 100 þúsund íbúa en í Reykjavík hefðu þau verið 14. I Kaupmanna- höfn voru framin árlega þrjú morð á hverja 100 þúsund íbúa í upphafi áratugarins en í Reykjavík tæp- lega eitt á ári. Sagði borgarfulltrá- inn að í Reykjavík hefði hlutfalls- leg aukning innbrota og rána verið meiri en á hinum Norðurlöndunum á þessum áratug. Afbrotum fækkar þar sem hverfalöggæsla er Þá minnti Árni á að afbrotum hefði fjölgað á höfuðborgarsvæð- inu í algengustu brotaflokkunum um 18,5% árin 1991-1993. Á sama tíma hefði þeim fækkað í Breið- holtshverfum um 16%. Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu hefði fjölg- að um 50% á þessum tíma en stað- ið í stað í Breiðholti. Þjófnuðum á Reykjavíkursvæðinu hefði fjölgað um 18% en fækkað um 11% í Breiðholti og sagði hann þessar tölur augljósustu merki þess að forvarnastarf Breiðholtslögregl- unnar hafði skilað árangri. Alvai'legasta málið sagði Arni Sigfússon vera ólöglega sölu áfeng- is og annarra vímuefna til ungs fólks sem virtist vera vaxandi. Sagði hann lausn þessara mála ekki felast í umferðarlögreglu heldur nágrannavörslu, lögreglan yrði að vera nær fólkinu með vinsamlegu yfirbragði sínu. Hann sagði að herða yrði viðurlög við landasölu, of oft væru mál látin niður falla og þau væru ekki talin varða almanna- hagsmuni. Hann sagði nauðsynlegt að skera upp herör gegn landa- og fíkniefnasölum, mæta þeim af hörku og dæma þá, sem reyndu að gera böm háð vímuefnum, eins og þeir ættu skilið. Hverfalöggæsla gæti hlúð að áhættuhópum Árni sagði áherslur í nágranna- löndunum hafa færst frá almennu var um borð. Sökum tækjabil- unar slökkti hann á öðrum hreyfli flugvélarinnar skömmu eftir flugtak og lenti á öðrum hreyfli. Lendingin tókst vel. Ferja átti vélina til Grænlands, en seinustu daga hefur hún verið til viðgerða hér á landi. löggæslustarfi yfir í hverfalög- gæslu og almennar forvarnir. Nefndi hann síðan nokkrar hug- myndir sjálfstæðismanna um átak í löggæslumálum. Sagði hann brýnt að auka forvarnir og fjölga í hverfalöggæslu. í því sambandi nefndi hann sérstaklega hvernig hverfalöggæsla gæti hlúð að áhættuhópum. „Einungis 25 ung- menna á aldrinum 10-17 ára í Bandaríkjunum fremja rámlega 50% þeirra afbrota sem þessi ald- urshópur fremur. Þetta er líklega síst lægra hérlendis. Með því að fylgjast nánar með og hlúa að þessum einstaklingum má draga verulega úr afbrotum. I samstarfi lögreglu og félagsmálayfirvalda borgarinnar þarf að skoða hvernig beita má nýjum aðferðum við að draga úr afbrotum afbrotaung- linga. Þar ber sérstaklega að skoða aðstoð við nám eða þjálfun, útvegun vinnu, meðferðar og fleira." Borgarfulltrúinn sagði hópa- starf fyrir unga aíbrotamenn og áhættuhópa sem Félagsmálastofn- un stæði að hefði skilað góðum árangri og bæri að hlúa að því áfram. Hann sagði R-listann hafa dregið úr tilboðum um sumarvinnu fyrir skólafólk, fækkað vinnuvik- um og stytt daglegan vinnutíma. Sagði hann mikilvægt að borgaryf- irvöld beittu sér fyrir því að ungt fólk fengi starf og þjálfun við sitt hæfi og kvað sjálfstæðismenn myndu leggja áherslu á það. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að enginn ágreiningur sé í borgarstjórn um það að brýnt sé að fjölga hverfa- stöðvum lögreglunnar. Við um- ræðuna í borgarstjóm vitnaði hún til bréfs frá lögreglustjóra til sín í framhaldi af fundi samstarfsnefnd- ar lögreglu og borgaryfirvalda 30. janúar. Þar kemur m.a. frara að til að stofnsetja lögreglustöð þar sem lögreglumenn hefðu takmarkaðan viðvemtíma þyrfti 15 milljónir ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær tillögu um hvort rétt sé að huga að því að aðrir alþjóðlegir mannréttindasamningar en mann- réttindasáttmáli Evrópu verði lög- festir hér á landi. Að sögn Bjargar Thorarensen, skrifstofustjóra í dómsmálaráðu- neytinu, er meðal annars um að ræða annars vegar samning um borgaraleg og stjórnmálaleg rétt- indi og hins vegar samning um efnahagsleg, félagsleg og menning- arleg réttindi, sem séu stærstu grundvallarsamningar Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi og bygg- ist á réttindum sem talin eru upp í mannréttindayfirlýsingu SÞ. í ár er sérstakt mannréttindaár þar sem 50 ár eru liðin frá því mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var gerð og og að sögn Bjargar hefur aðildarríkjum verið send hvatning til að minnast þess með því að gerast aðilar að þeim samningum sem þau eru ekki þegar orðin aðilar að eða gera eitthvað til að efla vernd mannréttinda. Auk ofangreindra tveggja samn- miðað við þrjú stöðugildi og kostn- að við bíl og húsnæði. Segir jafn- framt í bréfinu að í dag vanti lög- reglumenn í þau stöðugildi sem séu fyrir hendi og muni þvi ein- hver tími líða þar til frekari breyt- ingar verði gerðar á hverfalög- gæslu. Full sátt um að efla hverfalöggæslu „Aðalatriðið er að full sátt er milli borgar og lögi’eglu um að það sé mikilvægt að efla hverfalög- gæslu sem víðast en það verður varla gert nema með því að flytja menn úr aðalstöðvunum út í hverf- in eða með fleiri stöðugildum og auknum fjármunum,“ sagði borg- arstjóri í samtali við Morgunblaðið. „Reynslan bæði af Breiðholtsstöð- inni sem hefur verið efld mikið síð- ustu tvö árin og af Grafarvogsstöð- inni sýnir að allir aðilar ná vel sam- an og gerir það að verkum að hinn almenni borgari í hverfunum er meh'a á varðbergi. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir líka að þetta hefur gefist mjög vel.“ Borgarstjóri minnti einnig á samþykkt borgarráðs um að gerð- ar verði áætlanir um hvernig styrkja megi hverfalöggæslu og staðbundið eftirlit í borginni með samstarfi lögreglu, borgaryfirvalda og félagasamtaka í hverfum. „Mér sýnist fjáimagn til lög- gæslu í borginni ekki hafa haldist í hendur við aukinn íbúafjölda og það breytta ástand sem við búum við og ég held að menn séu al- mennt þeirrar skoðunar að lög- gæslan sé ekki nógu sýnileg,“ sagði Ingibjörg Sólrán einnig. Hún sagði álit sitt að næstu skref þyrftu að vera betri úrræði fyrir Árbæ, e.t.v. með því að taka stöðugildi frá Breiðholtsstöðinni og síðan þyrfti að koma upp stöð í Háaleitis- eða Bústaðahverfum og í Voga- og Sundahverfum. „Það sem borgin getur gert er að vera lögreglunni innan handar með húsnæði en reksturinn hlýtur að vera ríkisins.“ inga, sem báðir eru frá árinu 1966, er um að ræða samning frá 1965 um afnám kynþáttamisréttis, samning frá 1979 um afnám mismunar gagn- vart konum, samning frá 1989 um réttindi barnsins og loks samning frá 1984 gegn pyndingum og annarri ómannúðlegri meðferð eða refsingu. Hvergi verið Iögfestir á Norðurlöndum Að sögn Bjargar gengur tillaga dómsmálaráðheiTa út á það hvort skipa eigi nefnd til að fjalla um hugsanlega lögfestingu þessara mannréttindasamninga, líkt og gert var þegar skipuð var nefnd til að fara yfir rökin með því að lögfesta mannréttindasáttmálann. „Þess má geta að Sameinuðu þjóða samningar hafa hvergi verið lögfestir á Norðurlöndum, en Dan- mörk, Finnland og Svíþjóð hafa lög- fest mannréttindasáttmála Evrópu eins og Island. í Noregi liggur svo fyrir tillaga um að lögfesta mann- réttindasáttmála Evrópu og þessa tvo stærstu mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna sem eru frá 1966,“ sagði hún. Opið prófkjör sjálf- stæðismanna í Kópavogi í dag 16 einstak- lingar takast á um fram- boðssætin OPIÐ prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi vegna bæjarstjórnar- kosninganna í vor fer fram í dag og hefst kl. 10 árdegis í Hamraborg 1, 3. hæð. Kjörfundi lýkur kl. 22 sama dag. Hafa samtals 16 einstaklingar gefið kost á sér í prófkjörinu. Þátt- taka í prófkjörinu er heimil öllum stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins sem eiga kosningarétt í Kópavogi á prófkjörsdegi svo og öllum fullgildum meðlimum sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi sem búsettir eru í Kópavogi og náð hafa 16 ára aldri á kjördegi eða undir- rita stuðningsyfírlýsingu við Sjálf- stæðisflokkinn í Kópavogi um leið og kosið er. Fyrstu tölur fyrir kl. 23? Kosning fer þannig fram að kjós- andi merkir við nöfn átta frambjóð- enda, hvorki fleiri né færri, á próf- kjörsseðlinum í þein-i röð sem ósk- að er að þeir skipi á framboðslist- anum. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á skrifstofti Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi í gær byrjar talning atkvæða um kl. 19 og má búast við að fyrstu tölur verði birt- ar fljótlega eftir að kjörfundi lýkur eða um kl. 22.30-23. --------------- A-Húnavatnssýsla 8 sveitarfélög af 10 samein- ast um félags- málastjóra Blönduósi - Fyrir dyram stendur að ráða félagsmálastjóra til starfa í átta sveitarfélögum af tíu í Austur- Húnavatnssýslu. Byggðarsamlag um þessa starfsemi er í burðarliðn- um hjá hinum átta sveitarfélögum, aðeins Sveinsstaða- og Bólstaðar- hlíðarhreppar standa utan við þessa samvinnu. Að sögn Skúla Þórðarsonar bæjarstjóra á Blöndu- ósi er hér verið að mæta auknum skyldum sveitarfélaga um félags- lega þjónustu. Skúli Þórðarson bæjarstjóri á Blönduósi sagði í samtah við Morg- unblaðið að hlutverk félagsmála- stjóra yrði m.a. að annast barna- vemdarmál, skipuleggja heima- þjónustu og hafa umsjón með fjár- hagsaðstoð svo eitthvað sé nefnt. Skúli sagði að sveitarfélög hefðu nú auknar skyldur í þessum málum og hér væri einungis verið að mæta þeim og með þessu framtaki er í raun verið að auka þjónustu við íbúa byggðarlagsins. Félagsmála- stjórinn verður ráðinn í samstarfi við svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra. Upphaflega var ætlunin að reka þessa starfsemi á grunni Héraðs- nefndar A-Húnavatnssýslu en um það náðist ekki samkomulag. Kostnaðinn við þessa starfsemi greiða sveitarfélögin í samræmi við íbúafjölda sinn. Skúli sagði að sveitarstjórnarmenn gerðu sér vonir um að geta byggt upp öfluga félagsþjónustu í héraðinu íbúunum til heilla. Þau sveitarfélög sem standa að stofnun byggðarsamlags um félagsþjónustu eru: Áshreppur, Torfalækjarhreppur, Svínavatns- hreppur, Blönduós, Engihlíðar- hreppur, Vindhælishreppur, Skaga- strönd og Skagahreppur. Morgunblaðið/Golli VÉLIN lenti laust fyrir klukkan 16 í gær á Reykjavíkurflugvelli, 15 mínútum eftir að hún hóf sig á loft þaðan. Lenti á einum hreyfli Kannað með lög- festingu mann- réttindasamninga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.